Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988. 13 Neytendur Ný lög um fæðingarorlof 1. janúar 1988 tóku gildi ný lög um fæðingarorlof sem kveða á um leng- ingu fæðingarorlofs í fjóra mánuði frá þeim tíma. Síðan lengist það í fimm mánuði 1. janúar 1989 og í sex mánuði 1. janúar 1990. Bætur Tryggingastofnunar ríkis- ins í fæðingarorlofi eru annarsvegar fæðingarstyrkur, sem greiðist ein- göngu mæðrum, og hinsvegar fæðingardagpeningar sem foreldrar geta valið um hvort tekur. Skilyrði er að viðkomandi eigi lögheimili hér á landi. Félagsmenn í samtökum opinberra starfsmanna, bankamanna eða ann- arra stéttarfélaga er njóta óskertra launa í fæðingarorlofi, eiga ekki rétt á bótagreiðslum frá Tryggingastofn- un ríkisins. Þó geta þeir sótt um fjórða mánuðinn hjá cdmannatrygg- ingum þegar þriggja mánaða samn- ingsbundna tímabilinu sleppir ef launað' fæðingarorlof þeirra hefur ekki verið lengt með reglugerð eða kjarasamningi. Fæðingarstyrkur greiðist án tillits til atvinnuþátttöku og er kr. 17.370 á mán. frá 1.1.’88 en hækkar með sama hætti og aðrar bætur almannatrygg- inga. Greiðist hann í 4 mánuði. Greiða má fæðingarstyrk og sjúkradagpeninga saman. Fæðingardagpeningar eru tvöfaldir sjúkradagpeningar einstakhngs eins og þeir eru ákveðnir á hverjum tíma. Fullir fæðingardagpeningar eru frá 1.1.’88 kr. 729 og eru það þá kr. 22.599 fyrir janúar, þ.e. 31 dag, en upphæðin er dálítið mismunandi eftir daga- fjölda í hverjum mánuði. Fullra fæðingardagpeninga njóta þeir sem unnið hafa 1032 dagvinnu- stundir á síðustu 12 mánuðum fyrir töku fæðingarorlofs. Hálfra fæðingardagpeninga njóta þeir sem unnið hafa 516-1031 dag- vinnustund á 12 mánaða tímabilinu. Fjárhæð þeirra er kr. 10.935 miðað við 30 daga. Greiða skal fæðingardagpeninga í 4 mánuði til móður en hafi hún feng- ið dagpeninga í a.m.k. 1 mánuð eftir fæðingu, á faðir rétt á greiðslum í stað móður ef hún óskar þess. For- eldrar geta hka verið saman í fæðingarorlofi en þó skulu greiðslur til þeirra sameiginlega aldrei nema Tryggingamál Hver er réttur okkar? Greinar um tryggingamál birtast á neytendasíðunni á þriðjudögum. Það er Margrét Thoroddsen sem sér um þennan þátt. Hún svarar einnig fyrirspurnum ef einhveijar kynnu að berast. Utanáskriftin er DV, c/o Margrét Thoroddsen, Þver- holti 11, Reykjavík. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- 'andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili■ Sími Fjöldi heimilisfólks_ Kostnaður í desember 1987: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. meira en 4 mánaða fæðingardag- peningum. Sérreglur varðandi atvinnuþátttöku: a. Maka bænda, sem reka sauðfjár- bú eða kúabú, fá fulla fæðingar- dagpeninga. Vinnuframlag í öðrum búgreinum er metið hveiju sinni. b. Sjálfstæðir atvinnurekendur og þeir sem vinna launuð störf í heimahúsi skulu sanna vinnu- framlag sitt með skattframtali eða á annan hátt. c. Dagmæður. Hehsdagsgæsla eins barns í heimahúsi telst nema fjórðungi úr fullu starfi eða 516 dagvinnustundum. d. Skólafólk. Foreldri, sem stund- að hefur nám að aðalstarfi a.m.k. 6 mánuði á sl. 12 mánuðum, á rétt á fullum fæðingardagpening- um. Nám í 3-6 mánuði veitir rétt til hálfra dagpeninga. Til sönnunar skólavistar skal leggja fram skólavottorð. Verklegt nám skal meta til jafns við atvinnuþátt- töku. Atvinnuleysisbætur. Til atvinnuþátttöku telst sá tími sem foreldri hefur notið atvinnu- leysisbóta. Veikindatímabil jafngildir vinnu- framlagi, þ.e. ef foreldri hefur notið sjúkra- eða slysadagpeninga á 12 mánaða tímabihnu. Enginn getur samtímis notið fæð- ingardagpeninga og sjúkradagpen- inga. Sama gildir um fæðingardagpen- inga og atvinnuleysisbætur. Ymsar reglur sem gilda jafnt um fæðingarstyrk og fæðingardagpen- inga: Fæðingarorlof greiðist í 2-3 mán- uði: a. Andvanafæðing. Greitt er í 3 mánuði eftir 28 vikna með- göngutíma. b. Fósturlát.Greitterí2mánuði ef um er að ræða fósturlát eftir 20 vikna meðgöngu. Fæðingarorlof framlengist um 1 mánuð eða meira: a. Sjúkleiki móður. Sé barnshaf- andi konu nauðsynlegt af heilsufars- eða öryggisástæð- um að leggja niður störf meira en mánuði fyrir áætlaðan fæð- ingartíma, á hún rétt á fram- lengingu, þó aldrei lengur en í 2 mánuði. Tryggingayfirlæknir staðfestir hvort þöif er fyrir hendi. b. Sjúkleiki barns. Greiðslu má framlengja um 1 mánuð ef um er að ræða alvarlegan sjúkleika barns sem' krefst nánari umönnunar foreldris. Þörfm skal rökstudd með læknisvott- orði sem staðfest er af trygg- ingaráði. c. Fleirburafæðing. Framlengja má greiðslu um einn mánuð fyrir hvert barn ef fleiri en eitt fæðast í einu. Kjör- og fósturforeldrar eiga rétt á bótum í 3 mánuði vegna töku barns undir 5 ára aldri. Sé um fleiri en eitt barn að ræða í sömu fósturráð- stöfun eða ættleiðingu eru greiðsl- ur inntar af hendi 1 mánuði lengur fyrir hvert barn umfram eitt. Foreldri, sem lætur frá sér bam til ættleiðingar eða fósturs, fær greiðslur í a.m.k. 2 mánuði Foreldrar sem eignuðust börn á árinu 1987 og njóta framlengingar á árinu 1988: Ef fæðingarorlof hefur ekki hafist fyrr en í október 1987 skal greiða bætur skv. nýju lögunum í janúar 1988. Á sama hátt eiga þeir sem hófu greiðslur í nóvember 1987 rétt á greiðslum í janúar og febrúar 1988 og þeir sem fengu fyrst greitt í desember 1987 eiga að fá greidda þrjá mánuði á árinu 1988. Risi ágreiningur varðandi greiðsl- ur fæðingarstyrks eða fæðingar- dagpeninga má skjóta þeim ágreiningi til tryggingaráðs sem skal síðan kveða upp úrskurð innan mánaðar frá því kæran barst. 10. jan. 1988 Margrét Thoroddsen Nýtt Neytendablað Út er komið nýtt Neytendablað. I blaðinu er að venju mikið af for- vitnilegu efni, en það er málgagn Neytendasamtakanna. Meðal efnis er ítarleg umfjöllun um ísskápa. Birt er yfirht yfir aha ísskápa, sem hér eru á markaði, ásamt öllum upplýsingum um þá. Einnig eru birtar niðurstöður not- endakönnunar sem Neytendasam- tökin gerðu á ísskápum. Þá er birt grein um dulbúnar auglýsingar í fiölmiðlum, en þær hafa aukist th muna í kjölfar auk- innar samkeppni á auglýsinga- markaði. Blaðið hefur tekið nokkrum stakkaskiptum. Ekki er lengur birtur „svartur hsti“ yfir verslanir og fyrirtæki sem svara ekki bréfum Neytendasamtakanna. Þess í stað ÍEYTMDA Iblaðið ÍSSKÁPAR er kominn nýr þáttur sem nefnist Kvörtunardeildin. í honum er skýrt frá kvörtunum sem borist hafa Neytendasamtökunum. Ann- ar þáttur í svipuðum dúr er: Hver er réttur minn? Þar segir lögfræð- ingur álit sitt á ýmsum ágreinings- málum. Nýr kafli í stríði Neytendasam- takanna við greiöslukortafyrir- tæki. í vor gerðu Neytendasamtök- in könnun á greiðslukortum og fengu greiðslukortafyrirtækin Skáís th að lýsa þá könnun mark- lausa. Síðar gerði Skáís svipaða könnun fyrir greiðslukortafyrir- tækin og voru niðurstöðumar mjög greiðslukortum í hag. Einnig gerði Skáís verðkönnun þar sem teknar voru nokkrar verslanir sem tóku greiðslukort og verð í þeim borið saman við verð í einni verslun sem ekki tekur við greiðslukortum. Framkvæmd þessarar verðkönn- unar var með endemum viðvan- ingsleg og birtast viðbrögð Neytendasamtakanna við henni í NeytendablaðinU. Að lokum eru tvær forvitnilegar greinar. Önnur segir frá neytenda- starfi á Búöardal en hin segir frá samkeppnishömlum. Neytendablaðið fæst í bókabúð- um og kostar það kr. 180. -PLP Nú geta foreldrar eytt meiri tima með nýfæddum börnum sinum þvi fæðingarorlof hefur verið lengt til MERKI í GLUGGA! Til á: AMC, AUDI, BRONCO, DAIHATSU. DATSUN, EAGLE, ESCORT, HONDA, JEEP, MAZDA, MITSUBISHI, SAAB, SCOUT, SKODA, SUBARU, SUZUKI, TOYOTA, TERCEL, TURBO. VARAHLUTAVERSLUNIN UTSALA A TEPPUM MIKIÐ ÚRVAL - VERD FRÁ KR. 290 PR. M*. TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN H/F, Síðumúla 23, Selmúlamegin. Símar 686260 og 686266.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.