Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988. Tíðarandi Þetta er skammturinn sem hófsamur sigarettureykingamaður svælir á einu ári, miðað við einn pakka á dag. Þetta magn kostar í dag ríflega 47 þúsund krónur sem jafngildir þokkalegum mánaðarlaunum eða vænni sólarlandaferð. - DV-mynd BG Það er af sem áður var: Nú eru reykingar taldar hallærislegar Heilbrigðisyfirvöld eru nánast á einu máli um að reykingar séu ein- hver mesti skaövaldurinn í nútíma þjóðfélagi. Reykingar auka líkur á því að menn fái lungnakrabba- mein, hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma. Auk þess auka reykingar streitu, geta valdið of háum blóðþrýstingi, valda mengun og sóðaskap og kosta óhemjufé. Allt eru þetta staðreyndir sem flestir reykingamenn eru með á hreinu en samt reykja þeir. Það er í senn merkilegt og sorglegt. Fyrir nokkrum árum þótti það töff og flnt að reykja. í dag er það heldur haliærislegt og reykinga- menn eru litnir homauga ef þeir eru að púa stautaná sína innan um annað fólk. Þetta er árangur af löngu og ströngu áróðursstarfi Krabbameinsfélagsins og annarra aðila sem hafa streðað við að benda fólki á hvað það er að gera sjálfu sér og umhverfi sínu með því að reykja. Flestir foreldrar sem reykja kannast við áróðurinn sem börnin þeirra hafa í frammi á heimilunum gegn reykingum. Stundum fer þetta í taugarnar á foreldrunum en oftast gera þeir sér grein fyrir því að krakkamir hafa, þegar öllu er á botninn hvolft, rétt fyrir sér en þeir fullorðnu ekki. Það minnkar líka Ukumar á því aö krakkamir taki þennan ósóma upp ef þeir eru sjálfir með áróður gegn reykingum á heimilum. Þetta er giftusamlegur árangur áróðurs í skólum. Það er í raun með óhkindum að vel gefið fólk skuU reykja þegar það veit hvað það er að gera sjálfu sér en verra er þó að vera að eitra umhverfi sitt með reyk. Barn sem situr í stofu með foreldrum sínum sem bæöi reykja reykir í rauninni sjálft þó það komi ekki nálægt síga- rettum. Óbeinar reykingar geta valdið ómældu heilsutjóni jafnt hjá bömum sem fullorðnum, það ætti reykingafólk að hafa í huga. En þaö er meira en að segja það að hætta að reykja. Nú er svo kom- ið, þvert ofan í það sem áður þekktist, aö nánast alhr reykinga- menn vilja innst inni hætta tjöru- burðinum. Margir reyna hvað eftir annað að hætta en ekkert gengur enda kannski ekki alltaf mikil al- vara að baki tilraununum. Þegar menn hætta að reykja verða þeir 'fyrir fráhvarfseinkennum í vissan tíma en líkamlegu einkennin em yfirleitt auðveldari viðfangs en þau andlegu. Notkun tóbaks er vana- bindandi líkt og notkun eiturlyfja, nema hvað fráhvarfseinkennin eru ekki eins sterk. Þetta er ástæðan fyrir því að á reykingavamanámskeiðum er lögð áhersla á að sýna mönnum Ijóslega hver áhrif reykingar hafa á líkam- ann. Það þarf hreinlega að hræöa sumt fólk til að taka skynsamlega ákvörðun. Þó að heilsuþættinum sé alger- lega sleppt mæhr margt gegn reykingum. Bein útgjöld em um- talsverð. Ef hjón reykja hvort sinn pakkann á dag þá er kostnaðurinn við reykingarnar tæplega hundrað þúsund krónur á ári og fyrir slíka upphæð má gera ýmislegt, eins og til dæmis að skreppa í góða utan- landsferð í sumarfríinu. Það mæhr því margt með því að hætta að reykja. Krabbameinsfélagið er reglulega með námskeið fyrir fólk sem vill hætta að reykja. Þeir sem ekki treysta sér til þess að hætta upp á eigin spýtur ættu að fara á slíkt námskeið sem kostar álíka mikið og kostnaður við reykingar í þrjár vikur. Námskeiðin standa yfir í sjö vikur og eru tíu mætingar. Á fund- unum er fólk frætt um skaðsemi reykinga, sýndar fræðslumyndir og fyrirlesarar koma, meðal annars fólk sem hefur orðið að fást viö krabbamein af völdum reykinga. Þá eru fólki gefin holl ráð og því kennt að hætta reykingum með sem minnstum fráhvarfseinkenn- um. -ATA Reykt mig niður a námskeiðinu - segir Halldóra Valgarðsdóttir, fynverandi reykingakona „Það eru margar ástæður fyrir því að ég ákvað að hætta að reyKja. Bæði finnst mér þaö sóðalegt að reykja og svo spila heilsufarslegar ástæður inn í þetta. í minni fjöl- skyldu eru æðaþrengsli og há blóðfita ættgeng og reykingar eru hvatar á þessa sjúkdóma,“ sagði Halldóra Valgarðsdóttir, skrif- stofustúlka á Hótel Sögu. Halldóra fór á reykingavamanámskeið hjá Krabbameinsfélaginu og skaut upp síðasta sígarettupakkanum með flugeldi á-nýársdag. „Ég er búin að reykja í tíu ár eða frá því ég var sextán ára gömul. Að meðaltali hef ég reykt rúman pakka á dag. Á þessu tímabili hætti ég einu sinni vegna þess að ég varð ólétt en eftir að barnið fæddist og ég hætti að vera* með það á brjósti fagnaði ég ógurlega með því að byrja að reykja aftur enda hafði ég aldrei ætlað mér að hætta alveg. Þetta var erfiður tími hjá mér. Ég stalst til þess að fá mér eina og eina sígarettu í laumi. Það var svo ekki fyrr en fyrir einu ári eða svo að mér fór að finnast ég þurfa aö hætta að reykja. Fram aö því fannst mér ég alltaf svo til nýbyijuð að reykja og því þyrfti ég ekki að hafa stórar áhyggjur af afleiðingum ni- kótínsins. Á síðasta ári reyndi ég þrisvar sinnum að hætta að reykja á eigin vegum en það mistókst alltaf. Þá reyndi ég námskeiðiö hjá Krabba- meinsfélaginu og mér finnst það hafa gefið góða raun. Þetta er enn- þá erfitt hjá mér enda ekki nema rúm vika síöari ég skaut upp síð- asta pakkanum en þó eru frá- hvarfseinkennin ekki eins sterk og þau voru þegar ég reyndi að hætta af sjálfsdáðum. Á námskeiðinu reykir maður sig niður, ef svo má að orði komast, myndar reyklaus svæði í umhverfi sínu og fær holl ráð um það hvemig maður á að haga sér. Eg byijaði til dæmis á því að reykja ekki við skrifboröið í vinn- unni og heima varð ég að fara niöur í kjallara ef ég ætlaði að reykja. Þetta gerði það að verkum að þegar ég hætti alveg um áramótin varð það ekki eins erfitt og ella hefði orðiö. Fyrstu reyklausu dagana fann ég lítið fyrir reykleysinu en svo fór ég að ókyrrast dálítið. Núna er ég aö jafna mig á þessu aftur enda er löngunin til að hætta mikil og ég er tilbúin aö leggja talsvert á mig til að losna undan þessari fíkn. Ég er afar hamingjusöm með að hafa tekið þá ákvörðun að hætta aö reykja og vona að ég standi við hana í allri framtíð," sagði Hall- dóra Valgarðsdóttir. -ATA Halldóra Valgarðsdóttir mylur hér síðustu sígarettuna niður I ðsku- bakkann og ekki er að sjá að hún sjái eftir henni. DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.