Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988. Fréttir Aðalsteinn Jónsson. „Ekki hægtannað en vera stottur" - sagði Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði Forseti íslands sæmdi á nýárs- dag átján íslendinga heiðursmerki fálkaorðunnar. Orðuveitingin fór fram í Ráðherrabústaðnum og var einn viðtakenda Aðalsteinn Jóns- son, útgerðarmaður á Eskifirði, en hann fékk fálkaorðuna fyrir störf sín að atvinnumálum. Aðalsteinn Jónsson er fæddur 30. janúar 1922 á bænum Eskifjaröars- eli rétt fyrir innan Eskifjörð. Þar ólst hann upp og hefur búið á Eski- firði alla tíð. Hann er giftur Guðlaugu Stefánsdóttur frá Olafs- firði og eiga þau þrjú uppkomin börn sem öll búa á Eskifirði. Ungur að árum hóf Aðalsteinn störf við fiskvinnslu en um áramót- in 1945-1946 eignaðist hann 1/4 hlut í bát, þá aðeins 23 ára gamall. Síðar eignaðist hálfan bát og síðan hefur fyrirtækið stækkað jafnt og þétt þahnig að Aðalsteinn á nú helming Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. en fyrirtækið rekur hraðfrystihús, loðnubræslu, saltfiskverkun, síld- arsöltun auk þess sem það gerir út fjögur skip. Þegar mest er að gera vinna um 300 manns hjá fyrir- tækinu en það er hátt hlutfall af öllu vinnandi fólki í bæ með 1066 íbúa. - Hvemig varð þér við, Aðal- steinn, þegar þér var veitt fálkaorð- an? „Málinu var nú þannig háttað að samgöngur til Eskiíjarðar voru af- skaplega slæmar á þessum tíma og tafðist því bréfið frá forsetaskrif- stofunni með tilkynningunni um orðuveitinguna. Var þess vegna hringt beint til mín frá forsetaskrif- stofunni og mér tilkynnt um málið án þess að ég hefði minnsta grun um að ætti að veita mér orðuna. Fyrstu viðbrögðin voru þau að ég hélt að einhver kunningi væri aö gera at í mér. En þegar kom í ljós að þetta var allt saman satt og rétt var tilfinningin góð. Það er ekki hægt annað en að vera stoltur af þessu. Ég fór suður til að taka við orðunni. Athöfnin var afskaplega hlýleg og var Vigdís Finnbogadóttir forseti ákaflega virðuleg og elsku- leg.“ - Hvað ertu að fást við þessa dag- ana? „Það má helst nefna að fyrirtækið er að setja upp rækjuverksmiðju á Eskifirði og er áætlað að hún fari í gang í febrúar. Þá lýkur loðnuver- tíðinni og þá setjum við þá tvo báta sem verið hafa á loðnu á rækju. Verksmiðjan er af véujulegri stærð, afkastar um einu tonni á klukkustund og munu 12 til 15 manns starfa þar.“ - Hvernig eyðirðu frístundun- um? Ég hef spilað mikið bridge, en er þó farinn að minnka það svolítið núna. Svo fer ég bæði á laxveiðar og rjúpnaveiðar. Ég fór til dæmis á skytterí fyrir jólin og var veiðin um 100 rjúpur. -JBj Sandkom Þjófum boðið til veislu Menn eru mishressir með það þegar innbrotsþjófar láta greipar sópa um eigur þeirra. Yfirleitt bregðast menn ókvæða við og blóta viðkom- andi í sand og ösku en það virðist ekki vera einhlítt. í Dagskránni, sem gefm er út á Selfossi, birtist þessi grein áfimmtudaginn: „Égundir- ritaður, eigandi Vídeóleigu Selfoss, vil koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra sem gerðu mér þann heiður að heimsækja Vídeóleiguna aðfaranótt 24. desember og fá að láni eins og eitt stykki vídeótæki og nokkrar spólur til að horfa á. Ég vil þakka ykkur fyrir góða umgengni og frábæran viðskilnað. Eftir umgengninni að dæma eruð þið frá góðum heimilum þar sem góð umgengni er í heiðri höfð. Fyrir þessa umgengni og að þið skylduð ekki skemma neitt, eins og margir vondir strákar myndu gera og hafa gert undir sams kon- ar kringumstæðum, langar mig til að biðja ykkur að gera mér þann mikla heiður að koma og þiggja hjá mér smá- veitingar þegar ykkur hent- ar.“ Greinin er lengri en undir hana skrifar Þórir Sig- geirsson, með vinsemd og virðingu. Tæknilegt! Það hefur mjög verið í tísku að breyta starfsheitum. Þetta byrjaði með því að bannað var að kyngreina starfsheiti samk væmt j afnréttislögum. Þegar auglýst var eftir starfs- fólki var ævinlega óskað eftir starfskrafti en síðan fóru menn að bæta „tækni" aftan við starfsheitin. Hafa menn leikið sér að þessum orða- smiðum, bæði í gamni og alvöru. Skúringakonur voru Jóhannes Kristjánsson sprellitækn- ir. kallaðar ræstitæknar, ösku- kallar fengu heitið hreinsi- tæknar, prjónakonur voru kallaðar prji ónatæknar og svo framvegis. í Selfossblaðinu Dagskránni var auglýsing um árshátíð í síðasta tölu- blaði. Þar voru kynnt skemmtiatriði og meðal ann- ars sagt að fram kæmi Jóhannes Kristjánsson, sem er þekktur fyrir eftirhermur og önnur skemmtiatriði. Jó- hannes var titlaður „sprelli- tæknir" í auglýsingunni og mun það vera nokkuð nýlegt starfsheiti hér á landi. Illmenni þess- ir íslensku karlmenn! íslenskir karlmenn hafa heldur betur fengið á bauk- inn á þessum síðustu og verstu tímum. í lesendadálki Moggans hefur að undan- fómu mátt fylgjast með lif- legri umræðu kvenkyns skemmtanahúsagesta sem lýsa skoðun sinni á íslensk- um karlmönnum. Sam- kvæmt þeim lýsmgum er þessi kynstofn upp til hópa „kortér fyrir þrjú gæjar“, óþrifalegir, sveittir og illa lyktandi og geta varla staðið í fætuma vegna ölvunar, slef- andi og hálfælandi ofan í hálsmálið á þeim ógæfusömu stúlkum sem þeir í hallæri sínu em að reyna að bjóða upp áður en dansleikurinn er á enda. Þetta er ljót lýsing og sjálfsagt á hún við í nokkr- um tilfellum. Einum viðmæl- enda Sandkoms fannst þetta þó vera þungur áfellisdómur yfir kynstofninum í heild þó að nokkur eintök hegðuðu sér á óaðlaðandi hátt. í svip- uðum flokki er yfirlýsing eins af forsvarsmönnum Kvenna- athvarfsins á forsíðu fimmtu- dagsblaðs Þjóðviljans. Þar er þess getið að 130 konur hafi leitað í Kvennaathvarfið á síðasta ári. í því tilefni er - haft eftir Margréti Pálu Ól- afsdóttur, talsmanni at- hvarfsins: „Sá fjöldi sem leitaði í athvarfið á síðasta ári er ekkirós í hnappagat íslenskra karlmanna." Þama er sagt berum orðum að allir íslenskir karlmenn eigi að skammast sín vegna þess að nokkrir þeirra haga sér dólgslega. Eða á allur hinn aríski kynstofn að skammast sínvegnagjörðaAdolfs Hitl- ers? Á að fordæma alla múslima vegna Khomeinis? Eða alla araba vegna Gaddaf- ís? Slíkar alhæfingar em vægast sagt hæpnar og lítt til þess fallnar að stuðla að jafh- rétti, hvorki kynja né kyn- stofna. Fjölmiðla- gagnrýni Hlugi Jökulsson hefur ver- ið með afar skelegga fjöl- miðlagagnrýni að undan- lllugi sakar fjölmiólafólk um slæleg vinnubrögó en liggur nú undir ámæli sjálfur. fómuoghefurgagnrýnin . verið óvægin en athyglisverð. Á sunnudaginn var Hlugj með hefðbundinn pistil. Þar fjallaði hann um bandarískt blað sem heitir Sun og ekki var annað að heyra en hann hefði kynnt sér það blað sér- staklega. Athugull hlustandi hafði samband við Sandkom og benti á að pistill Illuga væri þýðing og endursögn á grein sem birtist í janúarhefti breska blaðsins Encounter, án þess að hann hefði heyrt að Illugi gerði grein fyrir því í pistli sínum. Þóttu honum þetta sérkennileg vinnubrögð hjá manni sem er einmitt að gagnrýna fj ölmiðla fyrir slæ- legvinnubrögð. Umsjón: Axel Ammendrup Atján fengu orðu Atjan Islendingar fengu heiðurs- merki hinnar íslensku fálkaorðu um áramótin. Það var forseti íslands sem sæmdi eftirtalda einstaklinga heiðurs- merkjunum: Aðalstein Jónsson, útgerðarmann, Eskifirði, riddarakrossi fyrir störf að atvinnumálum. Frímann Sigurðsson, yfirfanga- vörð, Stokkseyri, riddarakrossi fyrir stöif að félags- og fangelsismálum. Gísla Ólcifsson, bakarameistara, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að málefnum iðnaðarins. Gissur Pálsson, rafvirkjameistara, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að bindindismálum. Gissur Símonarson, formann Iðn- aðarmannafélagsins í Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu iðn- aðarmanna. Grétar Símonarson, fv. mjólkurbú- stjóra, Selfossi, riddarakrossi fyrir störf að atvinnumálum bænda. Frú Guðlaugu Eddu Guðmunds- dóttur, utanríkisráðherrafrú, Garðabæ, riddarakrossi fyrir störf í opinbera þágu. Gunnar J. Möller, hæstaréttarlög- mann, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að félags- og sjúkratrygginga- málum. Frú Ingibjörgu R. Magnúsdóttur, deildarstjóra, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf að heilbrigðis-, félags- og sveitarstjómarmálum. Jón Tryggvason, fv. oddvita, Árt- únum, • Bólstaðarhlíðarhreppi, Húnavatnssýslu, riddarakrossi fyrir störf að félagsmálum bænda. Kristján Júlíusson, fv. bátasmið, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að líknarmálum. Frú Louisu Matthíasdóttur, list- málara, New York, riddarakrossi fyrir málaralist. Ólaf Guðmundsson, framkvæmda- stjóra, Grimsby, riddarakrossi fyrir störf að markaðsmálum sjávarút- vegsins. Ola Vestmann Einarsson, fv. yfir- kennara, Reykjavík, riddarakrossi fyrir starfsmenntun í bókagerð. Frú Sigríði Sumarliðadóttur, upp- eldisráðgjafa, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf að líknar- og félagsmálum. Séra Sigurð Guðmundsson, vígslu- biskup, Hólum, stórriddarakrossi fyrir störf að kirkjumálum. Sigurð Kristinsson, málarameist- ara, Hafnarfirði, riddarakrossi fyrir störf að félagsmálum iðnaðarmanna. Þórarin Guðnason, lækni, Reykja- vík, riddarakrossi fyrir störf að heilbrigðismálum. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftírtöldum fasteignum fer fram I dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Álakvísl 48, þingl. eigandi Halldór Jónasson, fimmtud. 14. janúar ’88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Bólstaðarhlíð 48, hluta, tal. eigandi Jóhannes Eggertsson, fimmtud. 14. janúar ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Brekkubæ 12, þingl. eigandi Magnús ólafsson, fimmtud. 14. janúar ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru Tómas Þorvaldsson hdl., Búnaðarbanki ís- lands, Veðdeild Landsbanka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Eiríksgötu 13, bílskúr, tal. eigandi Sveiney Sveinsdóttir, fimmtud. 14. janúar ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan- í Reykjavík. Fálkagötu 26, kjallara, þingl. eigandi Hálfdán O. Guðmundsson, fimmtud. 14. janúar ’88 kl. 10.30. Uppboðsbeið- endur eru Baldur Guðlaugsson hrl. og Útvegsbanki íslands hf. Grjótaseli 5, götuhæð, þingl. eigandi Svavar Höskuldsson, fimmtud. 14. jan. ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Veð- deild Landsbanka íslands. Hamrabergi 32, þingl. eigandi Ólafiir Björgvinsson, fimmtud. 14. janúar ’88 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Jón In- gólfeson hdl. Hofteigi 26,1. hæð m.m., þingl. eigend- ur Sæmundur Guðvinsson og Sigrún Skarphéðinsd., fimmtud. 14. janúar ’88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru Veð- deild Landsbanka íslands, Eggert B. Ólafsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl. og Skúh Bjamason hdl. Hraunbæ 18,3.t.h., þingl. eigandi Þor- steinn Ásgeirsson, fimmtud. 14. janúar ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands, Gjald- heimtan í Reykjavík, Ásgeir Thor- oddsen hdl., Ævar Guðmundsson hdl., Ólafiir Gústafsson hrl. og Ari ísberg hdl. Laugamesvegi 74 A, tal. eigandi Kristján Kristjánsson, fimmtud. 14. janúar ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Verslunarbanki íslands hf. Leimbakka 28, 2.t.h., þingl. eigandi Heiða Guðjónsdóttir, fimmtud. 14. janúar ’88 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Búnaðarbanki Islands, Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Verslunar- banki íslands hf. Meistaravöllum 13, 4.h.suður, þingl. eigandi Óskar Guðmundsson, fimmtud. 14. janúar ’88 kl. 15.00. Upp- boðsbeiðendur em Útvegsbanki íslands hf., Veðdeild Landsbanka ís- lands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Orrahólum 7, íb. 0403, þingl. eigandi Ásta Karlsdóttir, fimmtud. 14. janúar ’88 kl. 11.00. Úppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Reykjarvíkurflugv., skrifsthúsn., þingl. eigandi Amarflug hfi, fimmtud. 14. janúar ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeið- endur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Ólafiir Gústafsson hrl. Skeiðarvogi 131, þingl. eigendur Sturla Jónsson og Helga Haiðardótt- ir, fimmtud. 14. janúar ’88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan _í Reykjavík. Landsbanka Islands. Vesturbergi 78, 7. hæð D, tal eigandi Guðmundur Ómar Brynjólfsson, fimmtud. 14. janúar ’88 kl. 14.45. Upp- boðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Tryggingastofiiun ríkis- ins. Vífilsgötu 4, neðri hæð, þingl. eigandi Þormóður Þorkelsson, fimmtud. 14. janúar ’88 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki íslands. ' BORGMFÓGETAEMBÆTnÐ í REYKJAVÍK Aheit TIL HJÁLPAR 62• 10 • 05 KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVÍK S 62 10 05 OG 62 35 50 Tunguseli 7, íb. 4-1, þingl. eigandi Bemhard Schmith, fimmtud. 14. jan- úar ’88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands og Veðdeild GÍRÓNÚMERIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.