Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988. Meiming Söngur í Norræna húsinu Þaö debúteruðu tvær ungar og efnilegar messósópransöngkonur um síðustu helgi og báðar í Norr- æna húsinu. Við sögðum frá þeirri fyrri, Svanhildi Sveinbjörnsdóttur, í blaöinu í gær. Hún söng á laugar- daginn. Daginn eftir var svo Þórunn Guðmundsdóttir með mikla og vandasama efnisskrá og haíði Jónas Ingimundarson til halds og trausts við píanóið. Þór- unn lauk annars einsöngvaraprófi héðan úr Tónlistarskólanum fyrir þremur árum en hefur síðan dvalið við framhaldsnám í Bandaríkjun- um. Hún byrjaði tónleikana afar fall- ega, með lögum eftir Mozart og þar heyrði maöur strax að hún er góð- ur músíkant með þjálfaðan smekk. Tónlist Leifur Þórarinsson Röddin er að vísu ekki stór og á eftir að þroskast en hún kom þess- um yndislegu lögum vel til skila. Sama má segja um íslensku lögin eftir Björgvin og Pál og var gaman að heyra sjaldgæf lög eins og Sum- ar og Söknuð eftir þann síðar- nefnda. En það var þó sérstaklega í lögum eftir Poulenc, Banalités, Þórunn Guðmundsdóttir. sem Þórunn heillaði mann með léttum, ísmeygilegum blæbrigðum sem gefa til kynna að hún eigi framtíð á leiksviði. Eftir hlé voru lög eftir Grieg, Hugo Wolf og Richard Strauss og þjóðlagaútsetningar eftir Matyas Seiber. Mætti segja mér að Þórunn eigi nokkuð í land með sumt eftir slíka höfunda. En nógur er tíminn. Jónas Ingimundarson fór létt með að styðja söngkonuna til stór- ræðanna enda er hann einn albesti meðleikari söngvara sem hér hefur starfað, gerir aldrei of mikið en hérumbil alltaf rétta hluti á réttum stað. LÞ. Igærkvöldi Jón Páll Sigurjónsson skrifstofumaður: KvennahandboWnn góður Ekki fór nú mikið fyrir hljóð- varpinu hjá mér í gærkvöldi. Ég hafði misst af 6 fréttum á Bylgjunni en náði 7 fréttum í Hljóðvarpinu þó þær færu nokkuð fyrir ofan garð og neðan vegna láta við kvöldverð- arborðið. Fréttirnar finnast mér vel unnar yfirleitt og ekki að undra því að við eigum orðiö harðsnúið hð fréttamanna. Ég horfði á íþróttaþátt á Stöð 2. Það er gaman að sjá hvað kvenna- handboltamönnum hefur farið fram. Fréttir á Stöð 2 horfði ég ekki á. Uppsetning á 19:19 er ekki fyrir minn smekk. Of mikill auglýsinga- fnykur af honum. Fréttir og veður voru á sínum staö í Rikissjónvarp- inu, ég missi helst ekki af þeim. Bingóiö fór af stað í gær á Stöð 2 en enginn í íjölskyldunni hafði náð sér í miöa svo að drengirnir stilltu á Ríkissjónvarpiö. Þar var Stuð- púöinn á fullu sem þeir höfðu ómælda áiTægju af. Ég blundaði á meðan en vaknaði upp við skemmtilega dýralífsmynd á Stöð 2. Síðan leiö Dallas yfir skjáinn en ég skrapp í sturtu á meðan og skildi J.R. einan eftir inni í stofu. Ósköp notaleg tilfinning. Klukkan er orð- in hálftólf og Robert Mitchum er með aðalhlutverkið í bandarískri sjónvarpsmynd á Stöð 2. Hann er einn af uppáhaldsleikurum mín- um. Hver man ekki eftir honum í þáttunum um mister Marlowe? Þaö sem ég hef séð af myndinni lofar góðu en ég ætla að hverfa inn í draumalandið og býð ykkur góöa nótt. Þorsteinn Pálsson um bankastjóramál Landsbankans: Meiri háttar mistök hvemig malið bar að - mér er ógeðfeltt að úttala mig um málið, segir Ámi Vilhjálmsson Heimili hjónanna var í risi þessa húss við Klapparstíg. DV-mynd S lát konunnar á Klapparstígnum: Gæsluvarðhalds krafist yfir eiginmanni hennar Jarðarfarir Sæmundur Einar Þórarinsson, sem andaðist 4. janúar, verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 12. janúar kl. 13.30. ögn Pétursdóttir lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði 3. janúar. Jarðarforin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Ólafur G. Jónsson hárskerameistari verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju 'miövikudaginn 13. janúar kl. 10.30. Ámi Sigurðsson, fyrrverandi hafn- sögumaður, Álfaskeiði 64, Hafnar- firði, verður jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðviku- daginn 13. janúar kl. 13.30. Útför Hjálmfríðar (Fríðu) Sigurð- ardóttur, fer fram frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 14. janúar kl. 13.30. Jónas Hallgrimsson frá Felli lést 4. janúar sl. Hann var fæddur í Miðeyj- arhólmi í Austur-Landeyjum 2. apríl 1902. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigurveig Sveinsdóttir og Hallgrímur Brynjólfsson. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigríður Sóley Sveinsdóttir. Útför Jónasar verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. Fundir Kvennadeild Flugbjörgunarsveitarinnar verður með félagsfund í félagsheimilinu miðvikudaginn 13. janúar kl. 20.30. Bingó. Kaffiveitingar. Tapað - Fundið Gullarmbandskeðja tapaðist Dömugullarmbandskeðja tapaðist sl. fósíudag viö Eiðistorg eða í Þverholti. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 27022 (Ásta eða Margrét). Köttur týndur úr Hlíðunum Grábröndóttur fressköttur (ómerktur) tapaðist fyrir jól frá Mávahlíö 43. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar þá vinsam- legast haíðu samband við Siggu í síma 24595. Fundarlaun. Tilkynningar Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, þriðjudag. Kl. 14 félagsvist, kl. 17 söngæf- ing, kl. 19.30 bridge. Tónleikar Háskólatónleikar i Norræna húsinu Fyrstu háskólatónleikar á vormisseri verða haldnir í Norræna húsinu mið; vikudaginn 13. janúar kl. 12.30-13. Á tónleikunum mun Einar K. Einarsson flytja BWV998 eftir Bach og Æfingar nr. •> 8, 3, 5, 11 og 12 eftir Villa-Lobos. Einar Kristján Einarsson lauk burtfararprófi 1982 frá Tónskóla Sigursveins. Kennarar hans voru Gunnar H. Jónsson og Joseph Fung. Einar stundar nú framhaldsnám í Manchester hjá Gordon Grosskey og Ge- org Hadjinikos. Einar hefur komið fram á tónleikum á íslandi, Spáni og í Eng- landi. „Æth það sé ekki komið fram sem ég vil láta uppi. Mér er ógeðfellt að úttala mig um þetta mál. Þarna er um ágreining að ræða. Ég tel Tryggva vera farsælli mann fyrir bankann og fer ekki ofan af þeirri skoðun minni,“ sagði Ámi Vil- hjálmsson prófessor, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í bankaráöi Lanjsbankans, í samtali við DV í morgun en hann sagði sig úr banka- ráðinu í gær. Áma hefur greint á viö forystumenn Sjálfstæðisflokksins sem vilja tryggja Sverri Hermanns- syni bankastjórastöðu við bankann. Árni sagði að hann heföi ekki veriö beittur þrýstingi til að segja af sér og tæplega væri hægt að tala um þrýsting á hann um að skipta um skoðun og styðja Sverri. Hann sagð- ist hafa rökrætt málið við sína menn. Ef þeir hefðu látið undan viðhorfi sínu og sætt sig við að hann fór ekki eftir óskráðum reglum sem gilda þá heföi hann setið áfram. Árni sagöi að það kæmi sér ekki á óvart þótt hann tryggði Sverri kosn- ingu með því að segja af sér. Hann sagðist ekki vera viss um að með því að sitja áfram í bankaráðinu hefði hann getað tryggt Tryggva Pálssyni kosningu. Það gæti ýmislegt gerst þar til að kosningu kemur. Hann sagðist hafa vonað að breiður stuðn- ingur yrði við kosningu Tryggva en svo heföi greinilega ekki orðið. Meiri háttar mistök Þorsteinn Pálsson forsætisráö- herra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins var spurður hvort þrýst .hefði verið á Áma í málinu? „Ekki til að segja af sér. Við rædd- um við hann og lögöum á það áherslu að samstaða yrði með ráðherrum og bankaráðsmönnum flokksins og nið- urstaðan varð sú að hann kaus að víkja úr ráðinu. Málið bar að með kynlegum hætti milli jóla og nýárs án þess að forystumenn flokksins vissu um það. Rætt hafði verið um að málið kæmi til afgreiðslu síðar í vetur eða vor. Því kom það flatt upp á okkur að máliö skyldi tekið upp milh jóla og nýárs. Ég lít á það sem meiri háttar mistök hvernig það bar að. Og ég frétti ekki af bankaráðs- fundinum fyrr en um kvöldið eftir að hann hafði verið haldinn. Við höfðum ékkert rætt viö okkar banka- ráðsmenn um málið, töldum það vera vorverk,“ sagði Þorsteinn Páls- son. -S.dór Rannsóknarlögreglan hefur óskað eftir að eiginmaöur konunnar, sem fannst látin á heimili sínu á sunnu- dagskvöld, verði úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstu mánaða- móta. Maðurinn var handtekinn á heim- ili þeirra hjóna á sunnudagskvöld. Var. hann þá mikið drukkinn. Fram- burður hans var mjög óljós á sunnudag. Eftir hádegi í gær hófust yfirheyrslur á ný. Sakadómur Reykjavíkur hefur ósk RLR um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum til meðferðar. Síðar í dag mun úrskurður liggja fyrir. Konan sem lést hét Gréta Birgis- dóttir og var hún 26 ára gömul. Eiginmaður hennar er 51 árs gamall. -sme Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu, 23. desember sl., með heim- sóknum, gjöfum og skeytum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur framtíðina. Lifið heil. ÞORLÁKUR JÓNSSON Grettisgötu 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.