Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Cybill Shephard sem leikur í sakamálamynda- flokknum „Moonlighting" á móti Bruce Willis, átti tvíbura um daginn og varð að taka sérfrí frá þáttunum. Þáttaröð- in er óhemjuvinsæl í Japan, jafnvel vinsælli en í Bandaríkj- unum. Þess vegna buðu japanskir leikfangaframleið- endur henni 40 milljónir króna ef hún kæmi fram í auglýsingu fyrir þá með tví- þurana með sér. Hún sagði nei takk, tvíburarnir mínir eru ekki söluvara. Tom Selleck, sem fyrir stuttu kvæntist dansmeynni Jillie Mack, hef- ur neitað konunni sinni um að eignast barn með henni. Hún á enga ósk heitari en að eignast barn en hann er óbif- anlegur. Hann lék nefnilega í kvikmyndinni „Three men and a baby" fyrir skömmu og barnaskrækirnir og lætin fóru svo í hann að hann segist vera kominn með ofnæmi fyr- ir börnum. Mats Wilander, sem er þekkt tennisstjarna frá Svíþjóð, er margt meira til lista lagt, annað en spila tennis. Hann er nefnilega í sænskri rokkhljómsveit sem heitir „The husbands", og spilar oft á næturklúbbum í Stokk- hólmi. Aðal-keppinautur hans í í tennis í Svíþjóð er Stefan Edberg sem reyndar er núverandi Svíþjóðarmeist- ari í Tennis. „Nei, með þér ferðast ég ekki lengur, þú ert brjálaður ökumaður," sagði Skúli rafvirki um leið og hann stökk út úr kerrunni hjá jólasveininum. DV-myndir GK „Hvað, er þessi þarna að hlæja að mér?“ segir Eiríkur Fjalar en Eiríkur var einn af gestunum á þrettándagleði Þórsara á Akureyri. Þretíánda- gleði á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þrettándagleði íþróttafélagsins Þórs á Akureyri er fyrir löngu orðin fastur punktur í tilverunni þar í bæ. Þórsarar hafa gengist fyrir slíkri gleði í áratugi á þrettándanum og að þessu sinni var vandað til hlutanna. Fastir liðir á þessu samkomum eru fíflalæti púka og trölla, glens jóla- sveina, sem eru að kveðja manna- byggðir, og skemmtiatriði, svo sem þjóðdansar, ávarp álfakóngs og söngvar. Síðan er „kryddað" með öðrum skemmtiatriðum og að þessu sinni fengu Akureyringar í heim- sókn nokkra „Laddasyni" og má af þeim nefna Eirík Fjalar, Skúla raf- virkja og undrabamið Gulla sem „sagði það“. Vegleg brenna var á svæðinu, flugeldasýning í lokin og var þessi samkoma vel sótt að venju. Krakkarnir voru hálfhræddir við tröllin sem hafa það að venju að koma á þrettándagleðina. DV Leikari faH- inn í valinn Trevor Howard í einu frægasta hlut- verki sínu sem Bligh skipstjóri í „Uppreisninni á Bounty". Símamynd Reuter Nú fyrir skömmu lést einn af kunn- ari leikurum Breta, Trevor Howard, sem var á 71. ári þegar hann lést. Leikarinn Trevor Howard var fæddur árið 1916 í Englandi. Hann fór ungur í leiklistarskóla en fór ekki að geta sér gott orð á sviði fyrr en upp úr 1940. Nafn hans fór fyrst að heyr- ast frá hvíta tjaldinu árið 1944 þegar hann lék í kvikmyndinni „Brief Encounter". Síðan fór hann að leika í kvikmyndum vestanhafs upp úr 1950, þá 34 ára gamall. Howard var tilnefndur til óskars- verðlauna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni „Sons and Lovers" sem gerð var árið 1960. Honúm auðn- aðist þó ekki að fá óskarinn á lífsleið- inni þó hann léki í mörgum frægum myndum. Einna þekktastar mynda hans eru „Uppreisnin á Bounty“ þar sem hann lék Bhgh skipstjóra á móti Marlon Brando, „Greifmn af Monte Christo", „Mary Queen of Scots“ og „Superman". Trevor Howard var kvæntur leik- konunni Helen Cherry. Hann veikt- ist skyndilega fyrir stuttu og lést skömmu síðar. Myndin er ekki frá handtökunni heldur, þegar Sean Penn var að lumbra á ijósmyndara. Madonna, til hægri, horfir skelfd á aðfarirnar. Borgaraleg handtaka Sean Penn, eiginmaður Madonnu, er einn þekktasti leikari hvíta tjalds- ins af yngri kynslóðinni og af mörgum talinn leiðtogi í þeirra hópi. Hann er einnig þekktur fyrir ofbeld- isfullt skap sitt. Nýlega afplánaði hann meðal annars fangelsisdóm fyrir að lemja ljósmyndara. Hitt er öllu óalgengara að hann fái hrós fyrir að fylgja lögunum eða vera réttum megin við þau. Hann fram- kvæmdi borgaralega handtöku á manni, Steven Stillbower sem er 32 ára gamall vörubílstjóri. Hafði sá gerst svo grófur að aka trukk í gegn um grindverk á lóð Seans, skemma garðinn verulega, og láta sig síðan hverfa. Sean Penn fór ásamt lögreglu og framkvæmdi handtökuna en sam- kvæmt lögum má lögregla ekki framkvæma handtöku sjálf fyrir minniháttar brot nema hafa veriö vitni að brotinu. Sean fékk mikið hrós hjá lögreglunni fyrir yikið. Fyrir mánuði sótti Madonna um skilnað frá Penn en hefur nú dregið skilnaðarkröfuna til baka enda er Sean oröinn svo góður strákur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.