Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988. Meiming Hjábarn veraldar Eysteinn Sigurðsson, Bólu-Hjálmar Bókaútgáfa menningarsjóðs, 1987 Þegar ég las ævisögu Bólu-Hjálm- ars eftir dr. Finn Sigmundsson landsbókavörð, þá er út kom fyrir rúmum aldarfjórðungi, hélt ég, að ævi og ritum þessa marghrjáða skálds hefðu verið gerð skiL þannig að duga mundi um fyrirsjáanlega framtíð. Að vísu haíði dr. Finnur ýmiss konar fyrirvara um þetta verk sitt, en eigi að síður held ég, að það hafi orðið lesendum sínum bæði til gagns og ánægju. En nú hefur Eysteinn Sigurðsson bætt um betur. I formála segir höf- undur, að bók hans fjalli um Bólu-Hjálmar, ævi hans og skáld- skap. Ævi skáldsins var í raun ekki viðburðarík, enda fjallar bókin fyrst og fremst um skáldskap Hjálmars, og eru því efni gerð mjög ítarleg skil. í formála segir höfundur, að hann hafi m.a. sett sér það „djarflega markmið" að skrifa bókina fyrir „almenna lesendur" og þannig, að ekki þurfi að hafa „margra ára háskólanám í bókmenntum að baki til að geta haft af henni fullt gagn 4 og gaman“. Þetta er út af fyrir sig virðingar- vert, en hlýtur að vekja upp þá spumingu hjá okkur hinum til hvers þessi bókmenntasögufræði séu, ef svo er komið, að það þurfi margra ára háskólanám til að geta notiö kvæða, sem orti óskólageng- inn öreigi, sem dvaldist sína hrakningasömu ævi í einum lands- hluta alla tíð. Ekki ætla ég að ræða þetta frek- ar, en hér held ég, ef svo stefnir, að fræðin séu á góðum vegi með að sliga almennan áhuga og skiln- ing á tiltölulega einföldum hlutum. Bólu-Hjálmar. Rímur eru nú, með örfáum und- antekningum, algerlega dauð bókmenntagrein, jafnvel rímur eft- ir Bólu-Hjálmar. Ég býst við, að eitt af því fáa, sem núlifandi menn muna, séu vísur úr Göngu-Hrólfs rímum, sem hann á að hafa í krafti mikils innblásturs en vegna papp- írsleysis ritað með krít á baðstof- una hjá sér. Þar er sagt frá því, er gengiö var frá Grími ægi, sem var hinn mesti þrjótur: Fárleg vóru fjörbrot hans, fold og sjórinn stigu dans, gæfusljór með glæpafans Grímur fór til andskotans. Hitti að bragði satan sinn, sönn frajn lagði skilríkin, en glóðar flagða gramurinn Grím þá sagði velkominn. Þetta er óneitanlega hressilega mælt og mun varla gleymast en annars ætla ég, að umíjöllun um rímur Hjámars, eins og aörar rím- ur, með örfáum undantekningum, megi teljast „lifandi saga dauðra bókmennta", eins og áður er get- ið. Fæðingarár og faðerni Eins og ég nefndi hér að framan getur ævi Hjálmars varla talizt við- burðarík. Þetta er fyrst og fremst Bókmenntir Páll Líndal þrotlaust basl og hrakningasaga stórgáfaðs almúgamanns sem aldr- ei fékk að njóta sín. Ekki byrjar ævi hans björgulega. Það kemur fram í bókinni, að ekki er einu sinni ftdlvíst um fæðingar- árið. Það hefur löngum veriö talið 1796, en bent er á heimildir um að það sé 1797. Þá er bent á, eins og oft gerist með okkar þjóð, aö ekki sé allt ljóst um faðerni Hjálmars, hann hafi afit eins getað verið son- ur sr. Sigfúsar Jónssonar á Höfða á Höfðaströnd eins og Jóns Bene- diktssonar, eins og bækur herma. Það kemur fram, að Hjálmar hefur talið til frændsemi við meiriháttar mann, þar sem hann gefur til kynna, að faðir hans hafi verið í Eyjafirði „æðstur sjólinn", en það gæti ekki átt við kotamann eins og Jón. Hjálmar segir líka, að „sárt er að vera svikinn af ætt“. Það bendir til þess, sem hann vildi hafa fyrir satt. Þótti ekki aldæla En þetta bjargaði Hjálmari þó ekki nýfæddum frá því, sem sögur herma, að hann hafi verið fluttur í poka næturgamall mfili bæja frá Hallandi viö Eyjafjörð til hrepp- stjórans, en það mundi nú þýða til oddvitans. Um það ferðalag orti Hjálmar og um Margréti þá, sem pokann á að hafa borið: „Lét mig hanga Hallands-Manga, herðadrangann viður sinn fold, réð banga flegðan langa fram á stranga húsganginn.“ Það kemur mjög fram í bókinni, aö Hjálmar hefur ekki þótt aldæla fyrr né síðar, t.d. að margir töldu hann göldróttan, og mun Hjálmar sízt hafa viljað draga úr þeirri trú. Mikið er til af ýmsum draugasög- um, sem tengjast Hjálmari. Sem Reykvíkingi þykir mér einna frá- sagnarverðust sagan af því, er hann mætti í Hallárskriðum Bald- vin Hinrikssyni jámsmið, sem átt hafði smiðju, þar sem nú er Lauga- vegur 3, með höfuðið aftur á hnakka, um það leyti, sem Baldvin hafði skorið sig á háls. Móðir Bald- vins á þá að hafa sagt: „Nú hefur Baldi minn reiðzt; aldrei befur hann fyrr fundið upp á þessu.“ Oft hefur verið ritað um þær erj- ur, sem Hjálmar átti í við presta, feðgana, sr. Jón Þorvarðarson og sr. Jón Reykjalín, og kemur þar ýmislegt nýtt í ljós, að því er ég þekki til. Búskaparsaga Búskaparsaga Hjálmars er mikil harmsaga. Það verður ekki annað séð en þau hjón, Guðný, sem ekki var aldeilis gift að frændaráði, og Dauö bókmenntagrein Höfundur er ekki alveg laus við það að fara með himinskautum, þrátt fyrir góðan vfija til að sinna okkur fávísum. Ég nefni aðeins sem dæmi að mér þykir nokkuö miklu til kostað, þegar varið er t.d. 14 síðum til að gera grein fyrir bragarháttum og stíl í rímum eftir Hjálmar. BÍLA MARKADUR ...á fullri ferct Á bflamarkaði DV á laugardögum, auglýsa fjöldi bilasala og bílaumboða fjölbreytt úrval bila af öllum gerðum og f öllum verðflokkum. é*JL, ) L_ AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Auglýsingar f bllakálf þurfa að berast f sfðasta lagi fyrir kl. 17:00 fimmtudaga. Smáauglýsingar í helgar- blað þurfa aó berast fyrir kl. 17:00 föstudaga. Sfminn er 27022 BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA Hjálmar, hafi búið þokkalega á Nýjabæ í Austurdal. Þaðan hrökt- ust þau fyrir ágang nágranna og síðan bjuggu þau hjón um skeið í Uppsölum. Hjálmar vandaði ekki nágrönnum sínum kveðjumar og þá enn síður eftir að þau settust að á kotinu Bólu í Akrahreppi, sem Hjálmar er löngum kenndur við. Þar gerðust raunir Hjálmars mestar. Árið 1839 var gerð af opin- berri hálfu þjófaleit, þar sem hjón vora grunuð um sauðaþjófnað, sem þá þótti einn verstur glæpur á ís- landi. Eysteinn Sigurðsson telur „óhætt að afmá með öllu sérhvern blett af þessum sökum af mannorði hjónanna". Var tími til kominn. En þetta olli Hjálmari miklum sál- arkvölum. Er þetta tengt þeirri sögn, að hann hafi gengið á fund Bjarna Thorarensens, sem um þessar mundir var amtmaður á Möðruvöllum. Hafa lengi gengið sagnir um orðaskipti þessara snill- inga. Eysteinn vill ekki útiloka, aö þeir hafi hitzt, en hins vegar sé allt á huldu um þann fund. Ekki var Hjálmari það minna áfall, þegar Guðný kona hans lézt 1844, en þá voru þau búsett á Minni-Ökram. Þá stóð hann uppi einmana með böra sín kornimg. Á Minni-Ökrum hokraði hann síðan viö búskap næstu 27 árin, allt til 1871, en þá var hann orðinn farlama gamalmenni og varð í lok- in að leita sveitarstyrks hjá Akrahreppi, en var synjað. Ævilok öreigans Þau urðu ævilok Hjálmars, að hann lézt í beitarhúsunum frá Brekku, skammt frá Víðimýri, sumarið 1875, en þar hafði hann fengið húsaskjól til bráðabirgða. Hjálmar er, eins og hér er fram komið, yfirleitt kenndur við Bólu, en átti þó lengst af heimili á Minni- Ökrum. Viðskipti hans við sveit- ungana voru ekki sérlega vinsamleg. Mikið af kveðskap Hjálmars, sem nútimafólk þekkir, felur í sér ádrepur á Akrahrepp og íbúa hans. Hjálmar var óvæginn í kveðskáp sínum, og er sjálfsagt nokkuð ofmælt í þessum kveðskap. En það hefur hrifið. Ég hef orðið þess var oftar en einu sinni, að Skagfirðingum sumum er sízt gefið um Bólu-Hjálmar og telja hann ekki meðal höfuðskálda héraðsins, visa honum til Eyjaíjarðar. Þegar ég blaöa í ljóðmælum Hjálmars, þeim sem dr. Jón Þor- kelsson gaf út 1915-1919, verð ég að viðurkenna, að það er ekki mjög margt, sem dregur athygli mína að sér. Mest af þessum kveðskap þyk- ir mér tilheyra liöinni tíð og eiga varla afturkvæmt. En inni á milli eru þær perlur, sem seint eða aldr- ei munu fymast. Því þykir mér Bólu-Hjálmar hljóti um ókomna tíö að eiga vísan sess innarlega á bekk höfuðskálda okkar. Bók Eysteins Sigurðssonar er merkilegt framlag til skilnings á kveðskap þessa stórbrotna skálds, en ég held að eigi að síður standi ævisagan eftir dr. Finn Sigmunds- son í góðu gildi sem slík; önnur bókin íjallar fyrst og fremst um skáldið en hin um manninn. Útgáfan á bók Eysteins er mynd- arleg. Henni fylgja allmargar áhugaverðar myndir, fróðleg heim- ildaskrá og nafnaskrár svo sem ivera ber. | Mér finnst ég verða að geta þess í lokin, að einhver fyrsta viður- kenning (peningagjöf) sem Bólu- Hjálmar fékk, var frá embættis- manni í Reykjavík, sem talinn var nokkuð dansklundaður, Pétri Pét- urssyni biskupi, og oft hefur verið bakbitinn. Hjálmar svaraði með vísu „til dulins velgjörðara“. „Víöa til þess vott ég fann (þó venjist oftar hinu), að Guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu." PL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.