Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988. 15 Fjölmiðlabylting fyrir hvem? „Nýir menn og konur hafa verið að koma heim úr fjölmiðlanámi erlendis og þeim varð að skapa atvinnu.“ Nú er veriö að velja „menn árs- ins“ og sýnist sitt hveijum. Ósjald- an verða fyrir valinu stjómmála- menn sem hafa verið nálægt myndavélum á síðastliðnu ári og eru orðnir að þekktum andlitum. Menn líta því oft þannig á að það sé fyrir bestu að kjósa þessa aðila menn og konur ársins. Ef ég mætti velja menn og konur ársins 1987 og 1988 og 1989 og öll ár, þangað til hugarfarsbreyting á sér stað í heiminum, þá myndi ég velja allt það fólk, sem býr við mis- rétti og valdbeitingu og fær ekki að sjá glaðan dag, hvort sem er í fangelsi eða býr viö örbirgð eða pólitíska kúgun. En mætti ég velja „orð ársins" þá yrði það fjölmiðla- byltingin því ekkert er það orð í íslensku máli sem hefur verið jafn- oft tuggið ofan í okkur á síðastliðnu ári og legg ég jafnframt til að fjöl- miðlabyltingunni verði valið annað orð á árinu 1988. Ekki veit ég gjörla hvaða orð það skyldi vera en ef til vill er orðið „hugmyndasprenging" ekki íjarri lagi. Hættulegur varaforði Hugmyndasprenging eða fjöl- miðlabylting er fyrirbæri sem hlaut að koma. Gerjunin var orðin svo mikil undir niðri í þjóðfélaginu fáeinum mánuðum áður en út- varps- og sjónvarpsrekstur var gefinn frjáls. að hinir rótgrónu stórnmálaflokkar urðu að sam- þykkja nýju fjölmiðlalögin til þess KjaHarinn Friðrik Ásmundsson Brekkan blaðafulltrúi að veita þeirri gerjun í nýjan far- veg. Eitt ár fór í að velta upp hug- myndum. Annað ár hefur fariö í að skipta um vinnu. Menn eru að leita fyrir sér á milh fjölmiðla, finna hugmyndum sínum farveg. Launahækkanir hafa oröið hjá fjöl- miðlastéttunum og er það til góðs. Nýir menn og konur hafa verið að koma heim úr fjölmiðlanámi er- lendis og þeim varð að skapa atvinnu. Hefði þetta dugmikla fólk ekki fengið störf við nýju fjölmiðl- ana er hætta á því að það hefði orðið að ryðja sér brautir í stöðn- uðu flokkskerfi og það hefði auðvitað aldrei verið liðið. Það var offramboð af fólki með nýjar hug- myndir en vandann tókst að leysa með því aö leyfa öllum að tala út um öll mál á öllum bylgjum og stöövum. Fjölmiðlabyltingin kom á réttum tíma en fyrir hvern? Fylgstmeðhinum Það er ánægjulegt að sérhver skuli hafa fengiö fjölmiðil við sitt hæfi og ef-einhver vill hlusta á poppmúsík allan sólarhringinn getur hann það á nokkrum rásum. Þá eru fréttimar með líflegri uppákomum. Meira að segja veöur- fræðingarnir hjá ríkissjónvarpinu byijuðu að brosa án tilefnis og þá má sannarlega tala um að bylting hafi átt sér stað. Nokkur orka hefur farið í það hjá nýju miðlunum að fylgjast hver með öðrum og þylja upp hver ann- ars fréttir. Þetta er eöhlegt á fyrsta skeiðinu þegar verið er að kanna undirtektir hlustenda og áhorfenda auk þess sem þarf að láta auglýs- endur finna að menn séu með allt á hreinu. Þegar fram líöa stundir munu stöðvamar skapa sinn eigin farveg og leita eftir „öðruvísi" fréttum. Fréttir um hinn venjulega mann og málefni hans vildi ég sjá oftar á næsta ári. Þættir eins og Maður vikunnar hjá ríkissjónvarpinu, samtal við listamenn á Stöð 2 og ýmiss konar einlægir samtalsþætt- ir eru af hinu góða. Sumir sem stjórna samtalsþátt- um í sjónvarpinu verða þó að vera gagnrýnni við val viðmælenda sinna. Mikið er af ágætu fólki til sveita en einnig em til menn sem hafa ekkert að segja og er hvim- leitt að hlusta á spyril leggja viðmælanda sínum stööugt orð í munn og gesturinn segir lítiö ann- að en: „Jamm og jæja“, og snýtir sér rækilega til áherslu. Aukin þjóðernishyggja Þegar þetta fór allt saman af stað á sínum tíma héldu margir að ís- lenskan yrði útdautt tungumál á örfáum árum. Engilsaxneskan . myndi kaffæra okkur og börnin myndu tala ensku um næstu jól af völdum fjölmiðlafársins. Vissulega hafa hellst yfir okkur áhrif alls staðar frá en því fer fjarri að við séum að drukkna. Frekar virðist að öll erlendu áhrifin, sem svo snöggt flæddu hér inn hafi verkað sem eins konar flotholt. Flotholt sem lögðust allt í kringum okkur og vöktu okkur upp. Spum- ingin var: Ætlið þið að standa ykkur eða eigum við aö taka við? Við ákváðum að standa okkur og snúa vöm í sókn. Það hjálpaði okkur mikið að fá leiðtogafundinn hingað. Það gaf okkur aukið sjálfstraust í barátt- unni gegn erlendu áhrifurtum en ég er hræddur um að ef ekki hefði komiö til leiötogafundarins hér, þá hefði barátta okkar verið erfiðari. Leiðtogafundurinn veitti okkur töluvert sjálfstraust. Við gerðum þetta allt á örskömmum tíma, betur en nokkur annar hefði getaö gert. Hin gífurlega atorka okkar íslend- inga er að ná hámarki þessa dagana. Aldrei hafa selst fleiri ís- lenskar hljómplötur, aldrei fleiri íslenskar bækur og kvikmynda- gerö og annað efni er á fullu í vinnslu. Nýjar hugmyndir eru stöðugt að fæðast. Horfum fram á veg Bjartsýni og þrautseigja er hið eina sem þarf. Við trúm á okkur sjálf og látum ekki í minni pokann fyrir neinum. Horfum fram á veg með bjartsýni að leiöarljósi þá fer allt vel á nýbyijuðu ári. Friðrik Ásmundsson Brekkan Um upphaf mannlífs - síðari grein - í fyrri grein minni um þetta efni, sem birtist í DV 6. þ.m„ var lýst hvemig tvær frumur frá karli og konu sameinast í eina og mynda hið undurflókna forrit, með ótöld- um milljónum „skipana“ og „boð'a“ - og ný mannvera verður tO. Það var einnig rætt hvað gerist fyrstu vikuna, vöxtur fóstursins og fleira. Hvernig myndast líffærin? Þegar hin nýmyndaða „lífskúla“ hefir fest rætur í legveggrium á 7. degi fer hún að vaxa mjög hratt. Fjögurra vikna gamalt er fóstrið orðið 4 til 6 milllmetrar að lengd og hefur tekið á sig mannsmynd þótt örsmátt sé. í lok 3. viku er hryggurinn að myndast, einnig taugakerfið, nýr- un, lifrin og meltingarfærin. 24 daga gamalt hefur fóstrið ekki handleggi eða fætur en á 26. degi fara að vaxa fram handleggir og tveim dögum síðar vaxa fram fót- leggir. I sjöundu viku eru allar 20 mjólk- urtennurnar til staðar og á 40 til 42 daga gömlu hefur tekist að mæla heilabylgjur. Á sama tíma eru eyr- un, nefið tungan og varimar að taka á sig æ skýrari mynd. Augun eru að þroskast og á 35. degi eru sjáöldrin farin að taka á sig hinn endanlega augnalit. Á 44. degi hafa augnalokin vaxið yfir augim til að vemda þau og hinar ljósnæmu sjónfrumur og opnast ekki aftur fyrr en á sjöunda mánuði. í lok 8. viku eru öll líffæri til staðar, og sjánaleg, en á mismunandi þroska- stigi. Öll 40 vöðvakerfi líkamans eru til staðar og fyrstu vöðvahreyf- ingar byija. Tveggja mánaða er fóstrið um 3 sentímetrar og það getur snúið sér við á um 2 sekúnd- um, af eigin rammleik. Tveggja mánaða gamalt getur barnið fundið til, hjartað slær, heilabylgjur mælast, fingrafórin eru mótuð, þaö getur kreppt hnef- ana og tekið utan um hlut með hendinni, það getur synt til og frá Kjallariim Tryggvi Helgason flugmaður, Akureyri og létt bank á líknarbelginn fær það til að hrökkva við. Hvernig þróast öndunarkerfið? í 11. til 12. viku byrjar það að anda og upp frá því andar það stanslaust til dauðadags. Fyrst andar það aö sér vökvanum sem það flýtur í, öndunarfærin og vöðv- ar þjálfast og styrkjast og lungun haldast hrein, allt tíl fæðingar, en þá skipta lungun skyndilega um hlutverk og anda aö sér lofti og vinna súrefni úr loftinu. Rannsóknir hafa sýnt að reyking- ar móður hafa þau áhrif að hægja á andardrætti fóstursins um allt að 20%. Þetta er talið valda hægari þroska bamsins eftir fæð- ingu og auka líkur á andvana fæð- ingu. Hvenær eru öll líffæri starfandi? í 11. til 12. viku (3 mán.) eru öll líffæri starfandi. Þriggja mánaða ert þú orðinn 5 til 6 sentímetrar að lengd og þyngdin er um 30 grömm. Allar hreyfingar eru orönar kraft- meiri og léttari þú getur kreppt tær og fingur, snúið höfðinu, hreyft munn og varir, drukkið og kyngt vatninu sem þú flýtur í, þú sofnar og vaknar reglulega og þar sem raddböndin eru mótuð þá gætir þú látið til þín heyra ef þú hefðir loft. í 14. viku ert þú farinn að heyra og í lok fjórða mánaðarins ert þú orðinn um 20 sentímetrar að lengd. Hárið er farið að vaxa á höfðinu og einnig augabrúnir og augnhár. Beinmergur er aö myndast sem fjölgar rauöu blóðkornunum. Þyngdin er um 250 grömm. Hjart- slátturinn heyrist mjög greinilega, og hjartað dælir 25 lítrum á dag. 20 vikna getur barnið lifað utan móðurinnar með þeirri tækni sem nú er tiltæk. Ef sterku ljósi er beint að kviði móðurinnar þegar fóstrið er 18 vikna þá hreyfir það hendum- ar og reynir að skyggja fyrir ljósið og hlífa augunum. Sömuleiðis ef spiluð er hávær tónlist þá reynir það að berá hendumar fyrir eyrun. Eftir þennan tíma stækkar barnið mikið og þyngist en viku fyrir fæð- ingu hættir það allt í einu aö stækka og virðist búa sig undir sjálfa fæðinguna. Þá hafa fmmu- skiptingar orðið 41 sinni, aðeins ijórar em eftir til fullórðinsára. Við fæðingu em frumur líkamans orðnar um 2000 milljarðar að tölu. Tryggvi Helgason „Fjögurra vikna gamalt er fóstrið orðið 4-6 mm að lengd og hefur tekið á sig mannsmynd þótt örsmátt sé.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.