Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988. 9 / Úflönd Charles Josselin frá Brittany i Frakklandi sýnir Ijósmyndurum á korti hvert umfang tjónsins var á strönd Frakklands. Símamynd Reuter Þrír milljarðar í skaðabætur Dómstóll í Chicago. dæmdi í gær olíufélagiö AMOCO tií þess aö greiða sem nemur liðlega þrem milljörðum íslenskra króna í skaðabætur vegna obumengunar sem varð þegar skip félagsins sökk við strönd Frakklands árið 1978. Frakkar höfðu farið fram á marg- falda þá upphæð, eða yfir fimmtíu milljarða, vegna tjóns sem þeir segja að hafi orðið af völdum olíunnar sem lak úr flaki skipsins. Búist er við að báðir aðilar áfrýji dómi þessum. Þetta eru mestu skaðabætur sem einn aðili hefur verið dæmdur til að greiða vegna skaða á umhverfi af völdum mengunar. Meirihluti fjár- hæðarinnar á, samkvæmt dóminum, að renna til franskra stjórnvalda til þess aö mæta hreinsunarkostnaði. Um sex hundruð miljónir króna renna hins vegar til fiskimanna, krá- areigenda og sveitarfélaga vegna tjóns sem þessir aðilar urðu fyrir. Lögmaður Amoco sagði í gær aö fyrirtækið myndi áfrýja dómi þess- um, svo og úrskurði sem kveðinn var upp við sama dómstól og af sama dómara áriö 1984, þar sem úrskurðað var að fyrirtækið bæri ábyrgð á skaða þeim sem olíumengunin olli. Miðaldra menn fórnarlömbin Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Þessa dagana vita allir Frakkar hveija er átt við þegar talað er um Valerie. Hún er rúmlega tvítug fyr- irsæta, falleg og saklaus að sjá. En í raun er um að ræða kaldrifjaðan morðingja. Hún var handtekin ásamt tveim- ur vinum á svipuöum aldri fyrir morð á tveimur miðaldra mönnum. Þetta gerðist fyrir þremur árum en réttarhöld yfir þremenningunum hafa farið fram undanfarið. Valerie og vinina tvo vantaði pen- inga. Hún starfaði í næturklúbbi og átti auðvelt með að kynnast eldri mönnum sem voru í góðum efnum. Hún átti við þá stefnumót heima hjá þeim og sá til þess að vinirnir tveir kæmust inn. Síðan var farin ránsferð um húsin og eigendumir myrtir. Tveir misstu þannig lífið, eitt stefnumót mistókst og það flóröa var áætlað aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þremenn- ingarnir voru handteknir. I réttarhöldunum hefur Valerie óskað þess að hún hefði verið þroskaðri þegar atburðirnir áttu sér stað, fyrir hana var þetta eins konar leikur. Ef grannt er skoðað má sjá að öll hafa ungmennin þrjú átt ógæfusama æsku. En engum vafa er undirorpið að niðurstaða réttarhaldanna getur ekki orðið nema á einn veg. í augum almenn- ings er Valerie tælandi djöfui- kvendi. Reagan enn bjartsýnn Reagan Bandaríkjaforseti sér enn rofa til hvað varðar fjárlagahalla Bandaríkjanna. í ræðu sem hann hélt í gær fyrir kaupahéðna í Cleveland kvað hann Bandaríkin vera í fararbroddi tækni- væðingar. Benti hann á að þaö hefði oft komið fyrir í sögunni að halli yrði á íjárlögum þar sem efnahagur annars yxi hröðum skrefum. Reagan kvaðst reyndar vilja aö dollarinn væri stöðugur eu hélt því fram að valt gengi hans á erlendum mörkuð- um ætti ekki rætur sínar að rekja til verðhrunsins á Wall Street. Margir hagfræðingar eru þeirrar skoðunar að hinn mikli ijárlagahalli í Bandaríkjunum sé aðalástæðan fyr- ir áframhaldandi titringi á verð- bréfamörkuðum og völtu gengi dollarsins. Bandaríkjaforseti getur hins vegar enn ekki viðurkennt að eitthvað sé að heima fyrir. Reagan Bandarikjaforseti læst kasta fótbolta til fréttamanna áður en hann lagðl upp frá Cleveland þar sem hann átti fund með kaupahéðnum. Simamynd Reuter Bflsprengja í Zimbabwe Öflug bílsprengja sprakk fyrir utan hús í næststærstu borg Zimbabwe í gærkvöldi og særöi hún þrjá vegfarendur, einn þeirra alvarlega. Að sögn lögreglunnar í borginni er taliö að hinir særðu séu allir meðlimir þjóðarþings Afríku sem berst gegn sljóm minnihluta hvitra manna í Suður-Afríku en samtök þessi eru bönnuð. Að sögn sjónarvotta óku tvær bifreiöar upp að húsi í borginni i gær. Önnur þeirra var skilin eftir þar og ökumaöur hennar fór á brott með hinni bifreiðinni. Bifreiðin sem skilin var eftir sprakk í loft upp skömmu síðar. Bush í vandræðum George Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, á nú í nokkrum vandræð- um í baráttu sinni fyrir því að verða útnefndur forsetaefni repú- blikana fyrir kosningarnar í nóvember í ár. Einkum er þaö íran- hneykslið svonefnda sem veldur varaforsetanum höfuðverkjum því spumingar um vitneskju hans um þau mál hafa valdið honum tölu- verðu fylgistapi og gætu kostað hann sigurinn í kosningum innan flokksins í Michigan síöar i vik- unni. Á meðan vinnur Bob Dole öldungadeildarþingmaður, sem einnig keppir að útnefningu repúblikana, hvem sigurinn á fætur öðram. í gær vann hann til dæmis stuðningsyflrlýsingu frá samþingmanni sínura, Alfonse D’Amamto frá New York. Ráðist á þrjú sklp írakar skýröu frá þvi í gærkvöld að herþotur þeirra hefðu gert árásir á þrjú skip á Persaflóa, nærri norðurströnd írans, á síðasta sólarhring. Árásir þessar koma eftir tíu daga hlé í aðgerðum sem nú eru kallaöar tankskipastríöið. Heimildir meðal skipamiðlara viö Persaflóa staöfestu í gærkvöld að eitt íranskt skip heföi orðiö fyrir skotum. Talsmaður hersins í írak skýrði frá því aö um kvöldmatarleytiö í gær hefðu þotur íraka hæft nyög stórt skotmark á hafi úti. Talsmaðurinn sagði fyrr á mánudag aö herþotur íraka hefðu gert árás- ir á tvö skip nærri strönd írans seint á sunnudagskvöld. Flugvélarnar, sem stóðu að árásunum, komust allar aftur heilu og höldnu til stöðva sinna. Skipið, sem staðfest hefúr verið að hafl orðið fyrir skotum, er lítið skemmt og engan af áhöfn þess sakaði í árásinni. Má vera en mamma fer Lög og reglur geta oft leikið ein- staklinga grátt og Sate Teresa, ung kona frá Haiti, fær nú aö reyna slíkt. Sate Teresa var meðal áttatíu og átta Haitibúa sem bjargaö var af litlum seglbát nýlega. Það var bandarískt skip sem bjargaöi þeim en fólkið hafði ætlað að gerast ólög- legir innflytjendur í Bandaríkjun- ura. Eftir björgunina fæddi Sate Ter- esa barn um borð í bandaríska skipinu. Þar sem skipið telst bandarískt yfirráðasvæði hefur bamiö rétt til að teljast bandarísk- ur ríkisborgari og fær þannig dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Sate Teresa sjálf ber hins vegar engan slíkan rétt og verður hún aö iíkindum send hið snarasta aftur til Haiti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.