Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988.
Útlönd
Yasser Arafat, leiðtogi frelsissamtaka Palestíun, PLO, fuliyrti í gær aö
fjórir Palestínumenn heföu falliö og flmmtíu særst í átökum við ísraelska
setuliöiö á herteknu svæðunum á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í
gær.
Sagði Arafat aö átök þessi heföu verið þau hörðustu síðan óeiröir hóf-
ust á svæðunum fyrir liðlega mánuöi.
Arafat skýrði fréttamönnum frá því að höröust hefðu átökin á mánu-
dag orðið í Nablus á Vesturbakkanum, einkum við Ain Beit-al-Ma’a
flóttamannabúðirnar þar sem fimmtán unglingar hefðu særst.
Sagði Arafat að um þijú þúsund Palestínumenn hefðu flúið búðirnar.
Hefðu þeir beitt grjótkasti og einnig kastaö flöskum að ísraelsku hermönn-
unum og aö minnsta kosti einn Palestinuraannanna hefði beitt boga og
örvum gegn þeim.
Harðar öryggisráðstafanir
Miklar öryggisráðstafanir eru nú
í gangi í París þar sem fram fara
réttarhöld í málum tuttugu og
tveggja grunaöra hermdarverka-
manna úr samtökunum Action
Directe. Fólkið er sakað um póht-
ískt samsæri.
Action Directe eru vinstri sinnuö
samtök sem hafa hermdarverk á
stefnuskrá sinni Hafa samtökin
verið bönnuð í Frakklandi.
Krati með forystu
Sósíaldemókratinn Rodrigo
Borja virðist nú sigurstranglegur í
forsetakosningunum sem fara eiga
fram í Ecuador þann 31. janúar
næstkomandi. Eftir niöurstöðu
skoðanakannana að dæma nýtur
Borja fylgis um tuttugu af hundraöi
kjósenda en sá frambjóöenda sem
næstur honum kemur hefur um
flmmtán prósent fylgi.
' Tíu frambjóðendur eru i kjöri f
kosningunum.
Vilja N-Kóreu með
Suður-Kóreumenn fögnuðu í gær
þeirri ákvörðun Sovétmanna aö
taka þátt í ólympíuleikunum í Seo-
ul á næsta sumri og hvöttu
Norður-Kóreumenn eindregiö til
aö fara að fordæmi stjórnvalda í
Moskvu.
N-Kóreumenn hyggja ekki á þátt-
töku í leikunum, vegna þess aö
ekki hefur veriö iátiö að kröfúm
þeirra um að stór hluti leikanna
verði haldinn noröan við landa-
mæri kóresku ríkjanna tveggja.
Þegar tilkynning barst um þá ákvörðun Sovétmanna aö mæta til leik-
anna voru eitt hundrað fimmtíu og þrjár þjóöir búnar að tilkynna þátttöku
í þeim. Eru það fleiri þjóðir en nokkru sinni fyrr hafa tekið þátt en flest-
ar hafa þær verið eitt hundrað og fjörutíu, á leikunum í Los Angeles 1984.
Hvetur til staðfestingar
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, endurtók í gær
hvatningar sínar til þess að samn-
ingur um afnám tolla milli Banda-
rikjanna og Kanada verði staöfest-
ur hiö fyrsta.
Ráðherrann sagði í ávarpi, sem
hann flutti í eins dags heimsókn
sinni til Kanada, að ríkisstjóm Re-
agans forseta myndi reyna að
þrýsta á bandaríska þingiö um að
styðja afnám tollanna á tíu ára
tímabih.
Talið er aö viöskipti Bandaríkj-
anna og Kanada séu þau umfangs-
mestu sem eiga sér stað milli
tveggja ríkja, en þau munu nema
um hundrað og fimmtíu milljörð-
um dohara á ári.
Seglr fjóra fellda
Ottaslegnir for-
eldrar halda
bömum heima
Kosningar eiga aö fara fram á Haiti á sunnudaginn. Af ótta við ofbeldisaö-
gerðir og kosningaóeiröa senda foreldrar ekki börn sín i skólana.
Simamynd Reuter
Skólar á Haiti voru lokaðir í gær
og félag kennara sagði að foreldrar
héldu börnum sínum heima af ótta
við oföeldi vegna kosninganna sem
fram eiga aö fara á sunnudaginn.
Opna átti skólana í gær eftir jólaleyfi.
Talsmaður kennara, sem ekki vildi
láta nafns síns getið, sagði að skólum
heföi einnig verið lokað í nóvember
eftir óeirða- og morðöldu sem þá
gekk yfir á undan væntanlegum
kosningum sem síöan var frestað.
Var það vegna þess að fyrrverandi
meðlimir öryggissveita Duvahers,
fyrrum einræðisherra, skutu á vænt-
anlega kjósendur og drápu að
minnsta kosti tuttugu og níu þeirra.
Fréttir herma að herinn hafi gert til-
raun til að koma í veg fyrir moröin
og jafnvel tekið þátt í þeim.
Að sögn talsmanns kennara áttu
skólar og kirkjur þátt í upphafi upp-
reisnarinnar sem leiddi til flótta
Duvahers til Frakklands árið 1986.
Foreldrar eru því hræddir um of-
beldisgerðir stuðningsmanna hans
gegn kennurum í skólum landsins.
Háralitur Le Pens
í sviðsljósinu
Bjami Hiniiksson, DV, Bordeaux:
Er Le Pen, leiðtogi hægri öfga-
manna í Frakklandi, með htað hár
eða eru ljósu, arísku lokkamir
hans ekta?
Þetta virðist kannski ekki skipta
miklu máh en engu að síður hafa
frönsk blöð síðustu daga talsvert
fjallað um háraht og nýja hár-
greiðslu stjórnmálaleiðtogans.
Le Pen er sjálfur duglegur að
auglýsa þessi smáatriði. Segist
hann hafa tekið upp sömu hár-
greiðslu og hann var meö sem
ungur maður því hún lýsi betur
hans innri manni. Varðandi hára-
htinn var þaö söngvarinn kunni
Yves Montand sem lýsti því yfir 1
sjónvarpsþætti að Le Pen htaði
hárið. Leiðtoginn brást skjótt við
og útvegaði staðfestingu um hið
gagnstæða, undirritaða af persónu-
legum hárgreiöslumeistara.
Allt þetta ber að rifja upp vegna
þess að um síðustu helgi var haldin
landsfundur Þjóðarfylkingar Le
Pens. Þar var sérstaklega lagt á
ráðin varðandi næsta skref í kosn-
ingabaráttu Le Pens en töluvert er
síðan hann lýsti yfir framboði til
forsetakjörs í maí á þessu ári.
Landsfundinum var einnig ætlaö
að sýna að „smáatriðamálið" svo-
kallaða, þegar Le Pen lét hafa eftir
sér vafasöm ummæh varðandi gas-
klefa nasista í seinni heimsstyrj-
öldinni, sé nú gleymt og hafi ekki
skaöað leiðtogann.
Á fundinum var einnig kynnt ht-
il, blá bók Le Pens sem skipar
honum í hóp Mao Tsetungs, Gadd-
afis og fleiri sem gefið hafa út litlar
handbækur með eigin skilgreining-
um og spakmælum. í bókinni er
að finna ýmsa gimsteina póhtiskra
og heimspekilegra hugsana Le
Pens.
Samið um lögsögu
Deila Sovétríkjanna og Svíþjóðar um
lögsögu Eystrasalts leystist í gær eft-
ir langar viðræður forsætisráðherra
landanna. Tilkynning um lausn deil-
unnar var gefin út í morgun en ekki
var greint frá smáatriöum.
Forsætisráðherra Sovétríkjanna,
Nikolai Ryzhkov, er nú í opinberri
heimsókn í Svíþjóð og átti hann fjög-
urra klukkustunda viðræður í gær
við Ingvar Carlsson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, um deiluefnið. Eftir
viðræðumar sögðu báðir forsætis-
ráðherramir að þær heföu gengið
vel. Carlsson gerði síðan utanríkis-
ráöuneytinu grein fyrir viðræðun-
um.
Svíþjóð og Sovétríkin hafa átt í
deilum um lögsögu á Eystrasalti frá
árinu 1969. Hafa Svíar viljað að lína
milli efnahagslögsögu landanna yrði
dregin miðja vegu milh Gotlands og
strandar Sovétríkjanna. Sovétríkin
hafa viljað miöa við meginland Sví-
þjóðar.
Sovétríkin hafa lýst yfir vilja til að
bæta samskipti landanna sem hafa
verið stirð vegna ferða erlendra kaf-
báta við strendur Svíþjóðar. Sovét-
ríkin neita stöðugt a,ð eiga þar hlut
að máh.
i hófi sem sovéska forsætisráð-
herranum var haldið í gærkvöldi
bauð Ryzhkov fulltrúum Norður-
landanna að fylgjast með æfingum
sovéska flotans síðar á þessu ári. Er
þetta í fyrsta sinn sem Sovétríkin
bjóða erlendum aðilum slíkt. Ryzh-
kov sagði að Sovétríkin leituðust við
að fækka í flota sínum á Barentshafi
og annars staðar á norðlægum slóð-
um.
Forsætisráðherra Sovétrikjánna, Nikolai Ryzhkov, kom í gær til Svíþjóðar
í opinbera heimsókn. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, tók á
móti honum. Símamynd Reuter