Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988.
Fréttir
Guðrán Helgadóttir alþingismaður:
Þessir menn vita ekki
meira um hvali en aðrir
„Mér finnst nú ákaflega fátt nýtt
koma fram hérna á ráöstefnunni.
Menn vita ótrúlega lítiö um hvalina
í sjónum og ég fæ ekki séð að þess-
ir menn hér viti meira en aðrir um
það,*‘ sagði Guðrún Helgadóttir al-
þingismaður en hún sat á fundi
hvalveiöiþjóða allt þar til fram-
söguerindum var lokið. Þá sagðist
hún verða að fara enda var henni
ekki heimilt að fylgjast með starfi
nefndanna.
Guðrún sagðist ekki eiga von á
því aö sú hugmynd yröi ofan á á
þessari ráöstefnu að segja sig úr
Aiþjóða hvalveiðiráðinu. Það sé
heldur ekki á færi þeirra manna,
sem þama eru, aö ákveða það - þaö
væri Alþingi sem yrði að úrskurða
um það.
„Það er hins vegar ekkert mjög
sterk pólitík að segja sig úr alþjóö-
legum samtökum eins og þessum.
Þaö á frekar að reyna aö vinna inn-
an þeirra og laga þaö sem aflaga
fer.
Annars finnst mér athyglisvert
að sjávarútvegsráðherra ber fyrir
sig alla ríkisstjómina í sínum mál-
flutningi en mér sýnist þaö vera
þvert á það sem utanríkisráðherra
hefur sagt.“ Guörún benti á aö
sjávarútvegsráðherra miklaöi
þann stuðning sem hann heföi á
bak við sig og taldi óvfst að hann
hefði einu sinni alla ríkisstjómina
með sér í þessu máli.
„Afstaða okkar islendinga er
fyrst og fremst póhtísk og því ættu
pólitíkusar aö vera hér frekar en
embættismenn," sagði Guðrún.
-SMJ
Halldór Ásgrimsson og K. Shima, formaður japönsku sendinefndarinnar, takast hér i hendur en vel fór á með
fulltrúum þjóðanna sjö fyrri ráðstefnudaginn. DV-mynd GVA
Hvalveiðiráðstefnan
Krislján býður
tll samsætis
Samsæti var í gærkvöldi fyrir ráð-
stefnugesti í boði Kristjáns Loftsson-
ar hjá Hval hf. Kristján er í íslensku
sendinefndinni en fleiri hvalveiði-
útgerðamenn munu vera á ráðstefn-
unni. Þar eð Krisfján telst í hópi
hvaifangara hefur sumum þótt ein-
kennilegt að hann skuli vera í ís-
lensku nefndinni. Lýsti Guðrún
Helgadóttir yflr undrun sinni á því
og hvaö það í raun segja margt um
markmið íslensku nefndarinnar.
Hún væri búin að komast að niður-
stöðu fyrirfram og því væri ráðstefn-
an ekki nema sýndarmennska.
. Þá sagði Magnús Skarphéðinsson
að þeim hvalfriðunarmönnum þætti
súrt í broti að fá ekki einu sinni að
senda áheyrnarfulltrúa á meðan
Kristján væri meira að segja í ís-
lensku nefndinni.
-SMJ
Ursögn er möguleiki
sem verður að ræða
- segir Shima, formaður japónsku nefndarinnar
„Umræður hér hafa verið áhuga-
verðar fram til þessa. Það er greini-
legt að íslendingar vilja ræða þessi
mál á skynsaman hátt og því erum
viö hér,“ sagði Shima, formaður jap-
önsku sendinefndarinnar, sem er hér
á hvalveiðiráðstefnunni. Hann hefur
áratugalanga reynslu af sjávarút-
vegsmálum en hans helsti aðstoöar-
maöur er ungur japanskur
þingmaður sem ein úr japönsku
sendinefndinni lýsti sem „ungum
metnaðargjömum þingmanni sem
skipti sér af öllu.“
Shima sagði að það væri ekkert
farið að ræða um það að þessar þjóð-
ir segðu sig úr Alþjóða hvalveiðiráð-
inu en þaö væri vissulega möguleiki
sem bæri að velta fyrir sér. Hann
sagðist þó vona að í lengstu lög væri
það hlutur sem hægt væri aö komast
hjá og um það yröu ekki teknar
ákvarðanir á fundinum. Hann sagði
aö ráðstefnan yrði án efa gagnleg
enda hefði margt í Alþjóða hvalveiði-
nefndinni komið í veg fyrir gagnlegar
viðræður. Því væru Japanir hér.
-SMJ
Fjölmenn íslensk sendinefnd
Bandarískir
ráðgjafar
I íslensku sendinefndinni á al-
þjóðlegu ráðstefnunni um skyn-
samlega nýtingu sjávarspendýra
eru um 30 manns. Tveir þeirra em
erlendir ráðgjafar. Annar þeirra er
Theodore G. Kronmiller, banda-
rískur lögfræðingur sem er sér-
fræðingur í alþjóðalögum,
sérstaklega þeim sem lúta að sjáv-
arútvegi. Hann er lögfræðilegur
ráðgjafi íslensku nefndarinnar. -
„Þetta virðist ætla að veröa mjög
gagnleg ráðstefna fyrir þessi lönd,“
sagði Kronmiller. Hann taldi
verndunarsjónarmiö vera ríkjandi
meðal þessara þjóða frekar en
gróöasjónarmiö. Þaö væri þó auðs-
ætt að hér væru menn sem vildu
nýta auðlindir sjávarins og að þvi
leyti væru þeir á öndverðum meiði
viö friöunarmenn sem vildu klippa
algerlega á nýtingu ákveðinna auð-
linda sjávarins. Kronmiller var hér
greinilega að tala um samtök eins
og Sea Shepherd og var því spurður
um skoðun hans á aögerðum Paul
Watsons.
„Ég veit ákaflega lítið um Watson
en ég tel það algerlega mál ís-
lenskra sjórnvalda hvemig fengist
verður við hann.“
-SMJ
Theodore G. Kronmiller er í is-
lensku sendinefndinni en hann er
bandarískur lögfræóingur.
DV-mynd GVA
Listskreytingasjóður lamast:
„Smánarframlag fíá ríkinu“
„Listskreytingasjóður ríkisins
verður mjög bráðlega óstarfhæfur
vegna fjárskorts sökum stórfeUds
niðurskuröar á flárframlögum ríkis-
ins til sjóðsins. Sjóðurinn hefur
aldrei fengið fulla flárveitingu eins
og kveðið er á um í lögum en niður-
skurðurinn hefur aldrei verið eins
stórfelldur og í ár, en skeröingin
nemur næstum 3/4 hlutum. Með
þessu smánarframlagi er sjóðnum
gert ókleift að sinna þeim störfum
sem honum er ætlað og getur hann
því ekki bætt á sig nýjum verkefnum
svo að nokkru nerni," sagði Valgerð-
ur Bergsdóttir, myndlistarmaður og
fulltrúi Sambands íslenskra mynd-
Ustarmanna í sflórn Listskreytinga-
sjóðs, í samtali við DV. Stjóm SIM
hefur lýst furðu sinni á meðferð flár-
veitinganefndar og Alþingis á lögum
um Listskreytingasjóð ríkisins og
mótmælir harðlega stórfelldum nið-
urskurði á flárframlagi til sjóðsins.
Markmið Listskreytingasjóðs er aö
fegra opinberar byggingar með lista-
verkum og veitir sjóðurinn fé til
slíkra framkvæmda. í lögum List-
skreytingasjóðs segir í 3. gr. 1. mgr.:
„Telflur sjóðsins eru: Árlegt framlag
ríkisins. Framlagið nemur 1% álagi
á samanlagðar flárveitingar ríkissjóð
í A-hluta flárlaga til þeirra bygginga
sem ríkissjóður stendur að einn eða
meö öðrum (sveitarfélögum eða öðr-
um o.s.frv.), sbr. 4. gr.“ Af fylgiskjöl-
um flárlaga má ráöa að flárveitingar
til opinberra bygginga á árinu 1988
eru áætlaðar 1.890 milljónir. Sam-
kvæmt ofangreindu skal flárveiting
til Listskreytingasjóðs vera 18,9
milljónir en sjóðurinn fær hins vegar
aðeins úthlutað af flárlögum 5 millj-
ónum og nemur skerðingin því nærri
3/4 hlutum.
SÍM telur þennan stórfellda niður-
skurð aðför að hagsmunum mynd-
listarmanna og ekki síður aðför að
því menningarframtaki sem lög um
Listskreytingaflóð ríkisins eru.
-JBj