Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 26
38 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Raisa Gorbatsjova hefur verið gagnrýnd fyrir að vera sér ekki nógu meðvitandi um háleitar hugsjónir komm- únismans og kenningar Marx. Hún var nýlega í heimsókn í London og var þá náttúrlega boðið að heimsækja grafreit Karls Marx. En hún sagði nei takk, hún hefði engan áhuga á því og bað heldur um að fá að skoða bresku krúnudjásnin og höfuðstöðvar Cartier í London. Nat King Cole - sem var frægur söngvari á árunum 1955-1970 - samdi á ferlinum vinsælt lag sem heitir When I Fall in Love. Nýstirnið Rick Astley öðlaðist talsverðar vinsældir með því að koma með eigin útgáfu af laginu. Það rauk upp vinsældalistana, komst í fyrsta sætið en er nú í 9. sæti á vinsældalista Melody Maker. En gamla lagið hans Nat King Cole öðlaðist þá allt í einu vinsældir á ný og er nú komið í fjórða sæti á sama lista. Ingemar Stenmark - sænski skíðakappinn kunni - er skilinn við konu sína, Ann. Á tímabili voru Svíar að vonast til að þau tækju saman aftur en nú virðist öll von úti um það jví að Stenmark er þúinn að kynna nýja kærustu opinber- lega. Er það tvítug, sænsk stúlka sem heitir Anna Svegás. Hún hefur lýst því yfir að hún hafi engan áhuga á skíðaíþrótt- inni og nennir því líklega ekki að eltast við hann upp um fjöll og firnindi. Hinn þekkti frjálsíþróttamaður Carl Lewis hefur háð marga hildi við Kanada- manninn Ben Johnson á hlaupabrautinni. Símamynd Reuter Vikvænast oggetaböm Stórhlauparinn og langstökkvar- inn þeldökki Carl Lewis hefur hingaö til ekki haft mikinn tíma til þess að sinna ööru en íþrótt sinni. Til þess aö vera einn besti íþróttamaður heims verða menn aö æfa þrotlaust. Vegna þess htla tíma, sem gefist hefur til annars, hafa rætnar tungur haldið því fram aö hann sé hommi, úr því hann hefur ekki sést í fylgd með kvenmönnum. Carl Lewis neit- ar öllum slíkum ásökunum og segir þær fásinnu, hann þrái fátt heitar en að kvænast og gefa sér tíma til þess að raða niður bömum. Þrátt fyrir lítinn tíma hefur Carl Lewis þó getað látið að sér kveða á öðrum vettvangi heldur en frjáls- íþróttunum. Hann hefur gefið út þijár plötur þar sem hann syngur lögin sjálfur. Fyrsta plata hans, Running for the gold, þótti slök og seldist iila. Hann lét þó ekki bugast og í fyrra kom út önnur smáskífa hans, Break It up. Hún hefur selst töluvert vel og náð nokkrum vin- sældum. Því hélt hann ótrauður áfram og væntanleg er nú í febrúar þriðja smáskífan með kappanum og mun heita In the Dark. Þess má geta að fjölskylda hans er öll í tónlistar- bransanum og því hæg heimatökin á þeim bæ. Carl Lewis segist engin áform hafa um að hætta að sinni, þó hann vilji hella sér út í fjölskyldulífið. Það yrði líka sannarlega sjónarsviptir aö þessum frábæra íþróttamanni sem vann það fádæma afrek að fá fem gullverðlaun á ólympíuleikunum í Los Angeles áriö 1984. Söngleikjahöfundurinn vinsæli, Andrew Lloyd Webber, sést hér ásamt öllum frægustu aðalstjörnum sinum við verðlaunaafhendinguna, Patti Lupone úr Evitu, Laurie Becchman úr Joseph and the amazing technicolor dreamcoat, Reva Rice úr Stariight Express og Betty Buckle úr Cats. Símamynd Reuter Hann hefur margar viðurkenn- ingar hlotið, söngleikja- og laga- smiðurinn Andrew Lloyd Webber, en nú fyrir skömmu bættist enn ein í safnið. Hann var kosinn „Man of Vision“ á stjörnusamkomu um daginn og þykja það virðuleg verð- laun vestanhafs. Andrew Lloyd Webber er án efa alafkastamesti söngleikjahöfundur sögunnar og söngleikir hans njóta fádæma vjnsælda meðal almenn- ings. Sem dæmi má nefna aö þegar er búið að selja miða fyrir 460 millj- ónir króna fyrirfram á nýjasta söngleik hans, Phantom of the op- era, sem á að fara að sýna síðar í þessum mánuði. Aðrir þekktir söngleikir hans eru Cats, Evita, Starhght Express og Joseph and the amazing technicolor dreamco- at. Söngvarinn og leikarinn Kris Kristofferson er nú loks að ná sér á strik eft- ir langan tima óhóflegs lifernis. Siiuiirnú bamagæslu Kris Kristofferson var á tímabih vegnalífemishans,enhannerbúinn jafnþekktur fyrir óhóflegar drykkju- að ná sér í nýja eiginkonu. Hún heit- venjur sínar og eiturlyfjaneyslu og ir Lisa, er aðeins þrítug að aldri og fyrir söng sinn eða leik. Hann þótti ,er nemi í lögfræði. Henni hefur tek- alveg frambærilegur sveitasöngvari ist það sem öðrum hefur ekki lánast, og nokkuð sæmilegur leikari en síð- að róa hann niður og fá hann út úr an hann hellti sér út í sukkið í félagi vitleysunni. Hann drekkur mun við söngvarann Johnny Cash hefur minna og snertir ekki á eiturlyfjum. minna borið á honum. Nýlega eignuðust Kris og Lisa bam Kristofferson er þríkvæntur. saman og þessa dagana veit Kristof- Fyrsta kona hans heitir Fran Bier ferson ekkert skemmtilegra en að og á hann tvö uppkomin börn með annast um það, á meðan Lisa lærir henni. Fran gafst upp á honum og í skólanum. Hinn 51 árs gamh Kris þá hjjóp hann í fangið á hinni þekktu Kristofferson er því enn í fuhu fjöri Ritu Coohdge. Það samband dagaði og á uppleið á ný. einnig uppi eftir tíu ára hjónaband

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.