Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Bitst|órni - Auglýsirtgar
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988.
stjórabúningi þegar hann kom til
yfirheyrslu hjá rannsóknarlögregl-
.. unni. Hefur honum þótt það viðeig-
^andi klæðnaður. DV-mynd S
Watson handtekinn:
Ákæia birt
í dag?
Mikill viðbúnaður var meðal lög-
reglunnar á Keflavíkurílugvelli
þegar Paul Watson kom til landsins.
Landganginum út í flugvélina, sem
kom frá Luxemburg kl. 17.45, var
lokað og Watson handtekinn um leið
og hann birtist. Hann var fluttur út
í lögreglubíl og keyrður inn í Kópa-
vog þar sem Rannsóknarlögregla
ríkisins tók við honum. Þar var hon-
um haldið við yfirheyrslu til um kl.
hálftvö í nótt. Þá var hann fluttur í
Síðumúlafangelsið og þar verður
hann á meðan ríkissaksóknari tekur
ákvörðun um málið. Verður það
seinna í dag en hann er að ígrunda
þau gögn sem RLR hefur aflað með
yfirheyrslum yfir Watson.
Meö Watson komu til landsins
^%nnusta hans, Joan Falwell, og Sten
Berg sem er formaður Sea Shepherd
samtakanna í Svíþjóð og Bretlandi.
Þau sluppu óáreitt inn í landið eftir
að hafa gert grein fyrir sínum ferð-
um. Sagði Joan að þau væru hingað
komin í friðsömum tilgangi og þau
ætluðu að halda hér fyrirlestra um
hvalveiðar. -SMJ
Lfftr^ggingar
ili
ALÞJÓÐA
JLÍ FTRYGGINGARFÉLAGIÐ HF.
I.ÁGML'I.I 5 - RKYKJ AVf K
Snii íiSKvH
LOKI
Þeir segja að Watson haf i bísað
skipstjóragallanum áður en
hann sökkti hvalbátunum!
Hvalstöðin:
Gætt með
öðru auganu
Hvalstöðin í Hvalflrði er á umdæ-
missvæði lögreglunnar í Borgamesi.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
'innar er ekki lögregluvakt við
Hvalstöðina. „Hennar er gætt með
öðru auganu," sagði lögreglumaður
í Borgarnesi.
Vaktmaður frá Hval h/f er í stöð-
inni allan sólarhringinn og er hann
í símasambandi við lögregluna í
Borgamesi. Innan við 30 mínútna
akstur er fyrir lögregluna frá Borg-
arnesi og að Hvalstöðinni.
Lögreglan er við öllu búin ef nauð-
syn krefst afskipta hennar.
-sme
Sex fluttir
Beðið eftir Watson. Þau Joan Falwell, unnusta Watsons, og Sten Berg, yfirmaður Sea Shepherd-
samtakanna í Svíþjóð og Bretlandi, biðu eftir fréttum af Watson í alla nótta á heimili Magnúsar
Skarphéðinssonar hvalverndunarmanns. Að sögn þeirra linnti ekki símhringingum frá heimspress-
unni. DV-mynd GVA
Paul Watson
" fanö
þau bestu í heimi
„Eg veit ekkert um hvað á að gera
við Paul en mér skilst að það verði
tekin ákvörðun um það í dag,“
sagði Joan Falwell, unnusta Paul honumtillandsinsígær. Joanfékk
Watsons, í samtali við DV í morgun að tala við Watson í síma í gær-
en hún kom sem kunnugt er með kvöldi og sagði hún að hann hefði
verið rólegur yfir umstanginu og
sagt að allir hefðu verið mjög kurt-
eisir. „Hann sagði við mig að hann
væri ekki hræddur um aö vera sett-
ur í fangelsi en hann yrði þó aö
vera við öllu búinn.“
Joan sagði að Watson hefði fengið
íslenskan lögfræðing, Pál Arnór
Pálsson hæstaréttarlögmann, og
Páll heföi sagt honum að ólíklegt
væri að hann yrði saksóttur.
. „EnþóaðPaulveröisetturífang-
elsi verður bara aö taka því. Hann
gerði sér ávallt Ijóst að fangelsis-
vist væri eitt af því sem hann yröi
að búa sig undir. Reyndar sló hann
á léttari strengi með þaö og sagði
að líklega væru íslensk fangelsi
þau bestu í heimi til að dveljast í.‘‘
Joan sagði aö hvoragt þeirra heföi
trú á að Watson þyrfti aö dveljast
lengi í fangelsi.
„Meö því myndu íslensk stjórn-
völd bara æsa upp umhverfis-
vemdarsinna um allan heim og
gera Watson að netju þeirra. Ég
efast um að þaö sé ætlun þeirra.“
Er þetta hótun? „Nei, alls ekki,
bara staöreynd,“ sagði Joan.
-SMJ
Lögmaður Watsons:
Fjórir kostir fyrir hendi
„Saksóknari tekur ákvörðun um
framhald málsins í dag en það eru
nokkrir kostir sem koma til greina,“
sagði Páll Árnór Pálsson, lögmaður
Pauls Watson. Hann sagði að þeir
möguleikar, sem saksóknari stæði
frammi fyrir núna, væru fjórir: Þaö
væri hægt að láta Watson lausan,
gera kröfu um frekara gæsluvarð-
hald á meðan haldið yrði áfram
rannsókn málsins eða birta ákæru,
en Páll sagði að það væri óvenjulegt
ef ákæra lægi fyrir svo snemma. „Nú
svo er alltaf sá möguleiki fyrir hendi
að útlendingaeftirlitið fái Watson í
sínar hendur og honum verði vísað
úr landi.“
Páll sagöi aö saksóknari væri að
skoða ákæru vegna hlutdeildar Wat-
sons í stórfelldu eignatjóni. Ógreidd-
ir olíureikningar væru ekki inni í
málinu. Ákvörðunar saksóknara er
að vænta í dag. Watson óskaði eftir
að Páll yrði verjandi hans. -SMJ
Veðrið á morgun:
Austanátt
og
hægviðri
Á morgun verður hæg austan-
átt á landinu, víða skýjað en
úrkomulaust. Frost verður á bil-
inu 5 til 10 stig við ströndina en
meira inn til landsins.
á sjúkrahús
eftir harðan
árekstur
fimm bifreiða
Harður árekstur fimm bíla varð við
Grænásvegamót á Reykjanesbraut
snemma í morgun. Sex manns voru
fluttir á sjúkrahús. Sumt fólkið mun
vera alvarlega slasað. Bílarnir
skemmdust allir verulega. Þegar DV
fór í prentun í morgun var lögreglan
enn að störfum á slysstað og fréttir
því óljósar. *
■sme