Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988. 39 Þetta er ekki atriði úr bíómyndinni Dirty Dancing heldur eru þetta Birgitta Heide og svissneski dansarinn David Hoener að sýna Tango Serenada, sem er argentinskur leikhústangó, fyrir gesti Lækjartungls. DV-myndir Ragnar S Þar sem áður var Nýja bíó og Bíó- húsið er nú veitinga- og skemmti- staðurinn Lækjartungl. Hann er í eigu veitingamannsins Vilhjálms Svan og var opnaður nú stuttu eftir áramót. Innréttingum hússins hefur verið breytt töluvert og gamlir bíó- gestir þekkja varla staðinn aftur. Með tilkomu hans eru fjórir dans- staðir á tiltölulega litlu svæði, Hótel Borg, Þjóðleikhúskjallarinn, Lennon og Lækjartungl. Veitingastaðurinn Lækjartungl rúmar um 600 manns í sæti og veit- ingastaðurinn Café Rosenberg í Kvosinni er opinn gestum staðarins á meðan opið er á staðnum. Á fimmtudögiun er meiningin að vera með menningarlega og hstræna við- burði og býr staðurinn yfir aðstöðu til hljómleikahalds. Vilhjálmur Svan er eigandi skemmtistaðarins Lækjartungls. Nýr skemmtistaður Vam mál gegn skattalögreglmmi Einn virtasti leikari Svía, Max von Sydov, vann fyrir skömmu mál gegn sænskum skattayfirvöldum eftir ára- langa baráttu. í tilefni þess að hann getur loksins um frjálst höfuð strokið í Svíþjóð, án þess að eiga á hættu aö fá yfir sig sænsku skattalögregluna, hefur hann snúið aftur til þess aö leika á sviði í Stokkhólmi. Hann hóf feril sinn á sviði þar fyrir 40 árum en Max von Sydov er nú 58 ára gamall. Hann hefur lýst því yfir að það sé mun vandasamara og göfugra að leika á sviði en í kvikmyndum. Eigi að síður hefur hann leikið í einum 70 kvikmyndum. Margar þeirra eru í samvinnu við leik- stjórann Ingmar Bermann en samstarf þeirra var mjög rómað á sínum tíma. Hann lék í einum 11 kvikmyndum Bergmans en nú eru ein 13 ár síðan þeir störfuðu síðast saman. Meðal frægustu hlutverka Sydovs eru hstamaðurinn í mynd Woody Ahens, Hannah and her sisters, presturinn í Exorcist og hlutverk í James Bond myndinni Never say never again. Síðasta hlutverk Max von Sydovs á hvíta tjaldinu var í mynd sem gerð var í samvinnu Svía og Dana, og hét Pelle, the conqueror. Sydov segir að það sé ekki seinna vænna að fara að leika aftur í Svíþjóö því aldurinn sé að færast yfir hann og það séu örlög flestra leikara að hætta að fá hlutverk á gamals aldri. Sænski leikarinn Max von Sydov sést hér í síðustu kvikmynd sinni, Pelle, the conqueror. Símamynd Reuter Sviðsljós Aí eitur- w- vanda Griffin O'Neal, sonur leikarans Ryans O'Neal, hefur ekki átt sjö dagana sæla um ævina. Sonur Ryans O’Neal, Griffin, komst á síður heimspressunnar fyrir nokkrum árum þegar faðir hans gerðist svo grófur að lemja úr honum nokkrar tennur 1 bræðiskasti. Enn á ný hefur Griffin O’Neal komist í heimsfréttirnar eftir svæsnar yfirlýsingar um föður sinn og aðra fræga menn. Griffin heldur því fram að tenniskappinn kunni, John McEnroe, noti kóka- ín, en hann er kvæntur systur hans, Tatum O'Neal. Vitað er að Griffin á í vandræöum vegna eiturlyfia sem honum geng- ur hla að ráða við. Faðir hans hefur sem minnst viljað af honum vita eftir að hann ánetjaðist eiturlyfiun- um. Griffin olli því miklu fiaðrafoki þegar hann lýsti því yfir að það hefði verið Ryan, faðir hans, sem hefði kynnt honum kókaín, þegar hann var aöeins 13 ára gamall. Griffin segir að faðir sinn hafi lengi notað efnið, en hann kunni aðeins betur með það að fara heldur en hann sjálfur. Auk þess heldur Griffin því fram að mágur hans noti líka efnið kókaín, en þaö er enginn annar en hinn skapstóri John McEnroe sem kvæntur er Tatum O’Neal, systur Griffins. Þessar yfirlýsingar hafa valdið miklu fiaðrafoki, sem von er, og velta menn því nú ákaft fyrir- sér hvort þær séu á rökum reistar. John McEnroe hafði til dæmis margsinnis lýst því yfir aö hann vUdi aldrei nokkurn tíma koma nálægt eiturlyfium. Griffin hefur nú um stutt skeið tekist að halda sér „þurrum“, en hann hefur margsinnis farið í með- ferð. Ryan O'Neal sló nokkrar tennur úr syninum i bræðiskasti og nú uppástendur stráksi að hann hafi komið sér á bragðið, gefið sér kókaín þrettán ára gömlum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.