Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988.
5
dv Vidtalid
Fréttir
Jóhanna Reynisdóttir, nýr útibústjóri
Verslunarbankans í Keflavík.
ísinn
brotinn
Kona var í fyrsta skipti í sögu
Verslunarbankans ráöin útibússtjóri
í byrjun þessa árs. Hún heitir Jó-
hanna Reynisdóttir og er útibússtjóri
bankans í Keflavík. Hún tók viö
starfinu 11. janúar síöasthðinn.
Jóhanna er 29 ára gömul, fædd og
uppalin í Keflavík. Eiginmaöur
hennar er Ólafur E. Ólason múrari
í Keflavík og eru þau barnlaus. Jó-
hanna er meö verslunarpróf frá
Verslunarskóla íslands og hefur
unnið í Verslunarbankanum í Kefla-
vík tæp 7 ár og tvö þau síðustu sem
fulltrúi útibússtjóra.
„Mér flnnst sérstaklega jákvætt
hvað konur tóku mér vel þegar ég tók
við starfinu. Ég gæti trúaö aö þeim
finnist ísinn loksins brotinn, bæöi
hér í Keflavík, þar sem lítið er um
konur sem yfirmenn, og einnig í
Verslunarbankanum. Ég held að 6 til
8 konur séu útibússtjórar í öllum
bönkum landsins og kom það berlega
í ljós hversu fáar þær eru þegar kona
ein kom inn til mín um daginn og
spuröi: Hvar er útibússtjórinn?"
- Kom þér á óvart að fá starfiö?
„Það kom mér skemmtilega á óvart
að fá stöðuna, m.a. vegna þess að ég
veit að nokkrir sóttu um. En þetta
starf var alltaf draumurinn svo ég
er mjög ánægð. Ég þekki starfið
nokkuð vel þar sem ég hef unniö flest
önnur störf hér í bankanum, auk
þess sem ég var fulltrúi útibússtjóra
í tvö ár. En þessu starfi fylgir auðvit-
að meiri ábyrgð og stærri ákvarðan-
ir.“
- Hver eru helstu áhugamál þín?
„Vinnan er mjög stórt áhugamál
en einnig fer ég mikið á skíði, bæði
hérlendis og erlendis. Auk þess fer
ég oft i jeppaferðir um hálendið. Ég
hef verið mikiö á skíöum og jeppum
á jöklum landsins og get ég þá nefnt
að ég hef einu sinni farið yfir Vatna-
jökul á jeppa. En oftast fer ég á
Langjökul vegna þess að ég er með
sumarbústað í HúsafelU og því stutt
að fara. Förum við þá á jeppum eða
vélsleðum upp á jökulinn og er það
alveg stórkostlega gaman. í góðu
veðri getur maður næstum séð yfir
allt landið. Hvað varðar hættuna er
hún auðvitað fyrir hendi en það er
þess virði því þetta er gífurlega
spennandi, auk þess sem við erum
vel útbúin. Ég hef ekkert farið á skíði
í vetur en ætlaði í skíðaferð til Aust-
urríkis í febrúar. Ég varð þó að fresta
henni vegna nýja starfsins.“
-JBj
Þorrinn genginn í garð:
„Confecto la Mille Foto“
og margt fleira góðgæti
- á hinum árlega þorramatseðli Bautans á Akureyri
Hallgrímur Arason með girnilegan þorramatinn fyrir framan sig. Fremst á
myndinni er súrmaturinn beint úr tunnunum en bakatil hákarl og fleira
góðmeti ásamt þorramatarbökkunum sem seldir eru beint í verslanir frá
Bautanum. DV-mynd gk/Akureyri.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
BLOTO DE TORRES
MENU: PRIMO: Suro Bringokolli de Animale SECUNDO: Brenndo Hauses de Rolla TERTIO: Fisces (Hango a Trano) QUARTO: Confecto (La Mille Foto) QUINTO: Huale (Multo Faito) SEXTO: Hacarles (Multo Fýlo) OCTO: Blod de Animales Tortures, mixe a Haframjöle NOVO: Flesko Nikotino (A la Krabbe) DECIMO: Kássa de Rofos EXTRA: Kássa de Kartofles EXTRA: Kaka Flata a Crema de Belia EXTRA: Brauð Bruno (Vindo) EXTRA: Ebaggo de Lunoes FINALE: Mixtura de Tutti - Rettes Afgangés
LA CHEF Bena appetito
Þá er þorrinn genginn í garð og
víða um land taka menn upp þann
forna sið að „blóta þorra“. Margir
bíða þessa árstíma ávaUt með eftir-
væntingu, ekki síst vegna þorramat-
arins sem á boðstólum er, og margir
sækja þorrablótin af kappi.
„Við erum búnir að bjóða upp á
þorramat þau 17 ár sem Bautinn hef-
ur verið starfandi," segirHallgrímur
Arason, einn af eigendum Bautans á
Akureyri, í samtali við DV. „Við hefj-
umst handa strax og sláturtíðin
gengur í garð á haustin, þá er farið
að setja matinn í mjólkursýru og síð-
an gengur þetta fyrir sig á venjulegan
hátt fram að þorra.
Mér sýnist að neyslan sé mjög svip-
uð frá ári til árs. Hins vegar hefur
salan breyst á þann hátt að nú kaup-
ir fólk sífeUt meira af sínum þorra-
mat í verslunum, og við seljum t.d.
mikið af þorramat í Hagkaup,“ sagði
HaUgrímur.
ÞorramatseðiU Bautans og Smiðj-
unnar, sem borinn er fyrir gesti, ber
heitið „Bloto de Torres og kennir þar
ýmissa grasa. Matseðillinn er á „gol-
frönsku" og þar má sjá nöfn rétta
eins og „Suro Bringokolli de Ani-
male“ - „Brenndo Hauses de Rolla,
- Confecto (La Mille Foto)“ og „Hac-
arles (Multo Fýlo)“, svo eitthvað sé
nefnt.
Ef þetta er sett á mannamál þá eru
yfir 20 mismunandi réttir á þorra-
matseðlinum, hangikjöt, saltkjöt,
nýtt kjöt, sviðasulta, hrútspungar,
súrir bringukollar, reyktir bringu-
köllar, magáll, lundabaggar, reykt
hrossabjúgu, .grísasulta, pressað
kjöt, hvalur, hákarl, slátur, harð-
fiskur og ýmsar tegundir brauða,
rófustappa, stúfaðar kartöflur og
hrásalat., , ,
OPID IKVOLD
TIL KL. 20
LAUGARDAG KL. 9-16
5°/(
staðgreiðslu-
A afsláttur
V í öllum deildum.
Sértilboð
matvörumarkaðs
Nautahakk ..438,-
Nautagúllas ..670,-
Nautasnitsel ..690,-
Jlií
ÁAA AAó %
l: a c o z: zj muoij
_ ~ u u QQQj j-i
MuHiiuuuyum «*ku.
Jón Loftsson hf. ________________
Hringbraut 121 Simi 10600