Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988.
7
Fréttir
Fjóriijólin á Suðumesjum:
Sá ellefu ára var
kominn heim til sín
„Þaö er ekki rétt aö yngsti öku-
maöurinn, sem lögreglan tók, hafi
veriö ellefu ára. Drengurinn, en
hann er sonur minn, var farinn heim
þegar lögreglan skarst í leikinn.
Drengurinn á lítiö flórhjól sem gefið
er upp fýrir 30 kílómetra hraöa. Þaö
er varla hægt að slasa sig á þannig
hjóli. En hann var kominn heim þeg-
ar lætin hófust," sagöi Reynir
Sigurðsson, formaður nýstofnaös fé-
lags flórhjólamanna á Suðurnesjum.
Um síöustu helgi tók lögreglan
fimm ökumenn flórhjóla vegna
óleyfilegrar umferðar hjólanna. Sem
kunnugt er þá er bannað að aka á
hjólunum í þéttbýli og reyndar einn-
ig í dreifbýli. Þó má aka á þeim á
einkalandi meö leyfi landeiganda,
svo framarlega að ekki séu unnin
náttúruspjöll með akstrinum.
„Það er ekki nokkur friður fyrir
lögreglunni. Hjólin mega ekki standa
utan við hús, þá erum viö beðnir um
að sefla þau inn. Það eru unglingar
í lögreglunni því það fást ekki eldri
menn í þetta starf. Það er hægt að
vinna með lögreglunni en ekki upp
á þetta. Þó við séum á hrauni, sem
vart er fært fótgangandi, þá er verið
að reyna að ná okkur.
Við höfum stofnað með okkur félag
sem er að reyna að fmna svæði fyrir
okkur. Það er ákveðið svæði sem við
höfum í huga. Það svæði er á vegum
Vamamálanefndar. Við gerum okk-
ur góðar vonir um að fá það svæði
til leigu.
Það et sama vandamálið víða um
land. Sveitarfélögin hafa brugðist
okkur flórhjólamönnum. Það hefur
ekkert verið gert í að útvega svæði
fyrir flórhjóhn. Það má selja hjóhn
og kaupa. Þaö eru teknir af þeim toll-
ar og tryggingar og okkur er gert að
skrá þau. Eg get ekki séð hvað mæUr
á móti því aö við fáum að aka þeim.
Ef þaö fæst ekki verður ríkið að taka
hjólin tU baka og endurgreiöa okkur.
Ég gæti trúað að hér á þessu svæði
séu hjól fyrir um fimm mUljónir
króna,“ sagði Reynir Sigurðsson.
Reynir sagði það vera mistök að
lítUl hluti hjólanna hefði farið yfir
umferðareyju og valdið með því
skemmdum. Reynir sagði að þeir
sem oUu skemmdunum væru fúsir
til aö bæta skaðann.
„Það er rangt af lögreglunni að
vera að elta þessi tæki, tU þess er
lögreglan vanbúin. Einn mannanna
slasaðist þegar eltingaleikurinn við
lögregluna stóð yfir. Það brákaðist í
honum mjaðmaliður. Að sjálfsögðu
reyndi hann að flýja lögregluna því
ekki vildi hann láta taka af sér hjól-
ið, sem var á skrá, og þurfa síðan að
leysa það út fyrir tvö þúsund krón-
ur,“ sagði Reynir Sigurðsson. -sme
Reynir Sigurðsson, formaður nýstofnaðs Félags fjórhjólamanna á Suður-
nesjum. Reynir er mjög ósáttur við framkomu lögreglu í garð fjórhjóla-
manna. DV-mynd Heiðar Baldursson
Lögreglan í Keflavík:
Skýr fyrirmæli um
akstur fjórhjóla
Karl Hermannsson hjá lögreglunni
í Keflavík sagði aðspurður það rétt
vera að yngsti ökumaðurinn, sem
tekinn var vegna ólöglegs aksturs
flórhjóla um síðustu helgi, væri eU-
efu ára. í lögregluskýrslu, sem tekin
var, kemur fram að fæðingardagur
drengsins er 21. september 1976.
Karl sagði einnig að þeir lögreglu-
þjónar, sem voru við vinnu þegar
ökumennirnir fimm voru teknir,
hefðu verið með fyrirmæU frá sér.
„Þó að formaður félags flórhjóla-
manna telji lögregluþjóna hér unga
þá er það svo að fyrirmæhn, sem
þeir vinna eftir, koma frá okkur yfir-
mönnunum og við erum ekki ungl-
ingar," sagði Karl Hermannsson.
Hann sagði einnig að enginn hefði
verið eltur heldur hefðu mennirnir
verið stöðvaðir viö Svartsengi og
þeim gefið til kynna að lögreglan
myndi færa hjólin á lögreglustöð.
Þegar lögreglan óskaði eftir aðstoð
óku flest flórhjólin burt og þá hefði
maðurinn dottið af hjóUnu og slasast.
-sme
fatnaður
Fæst í nýrri
fatadeild í
SS-búðinni
Glæsibæ.
Barna
skíðagallar
Efni:
bómull/
polyester
LHir:
Ijósblár/dökk-
blár
hvítur/
Ijósgrænn.
Stærðir:
3-6 ára.
FjöLskyldaii
stendur saman
áskíðum
Fátt er betra til að efla samstöðu innan
fjölskyldunnar en að fara á skíði í Bláfjöllum og
njóta samverunnar í snjónum. Ungur nemur,
gamall temur eða öfugt - brekkur eru við alira
hæfi.
Um helgar eru námskeið fyrir byrjendur og
lengra komna. Ef einhver vill koma með og prófa
er skíðaleiga í þjónustumiðstöðinni - allir geta
verið með.
BLÁFJALLA-
NEFND
Komiö í Bláfjöll
og standið saman
-þaðerheilbrigð
skemmtun.
Símanúmer í Bláfjalla-
skála: 78400
Simsvari: 80111
Sölustaðir:
Sportval, Hlemmtorgi og Kringlunni.
Markið Ármúla 40.
Útilíf, Glæsibæ.
Bókaverslunin Veda, Hamraborg og Engihjalla.
Sundlaug Kópavogs.
Hópferðabifreiðar Teits, Smiðjuvegi 46.
BYKO, Kópavogi og Hafiiarfirði.
íþrótta- og tómstundaráð, Fríkirkjuvegi 11.