Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988.
Spumingin
Reiknar þú með verkföll-
um á næstunni?
Jóhann Bjamason: Ég á frekar von
á þeim.
Ólafur Óskarsson: Já, það má alveg
búast við þeim.
Einar Einarsson: Ég reikna frekar
með þeim - finnst bera það mikið á
milli deiluaðila nú.
Guðmundur E. Guðmundsson: Mjög
fastlega. Kjaraskerðing hefur orðið
það mikil og það fyrir gerðir stjóm-
valda.
Ólöf Guðjónsdóttir: Alveg eins. Mér
fmnst það alvarlegt ástand í Kjara-
málunum.
Þorbjörn Gíslason: Ég reikna ekki
með neinum verkfólium.
Lesendur
Tillaga til þingsályktunar:
íslenskur gjaldmiðill verði
viðurkenndur
B. Þorgeirsson skrifar:
Nú hafa fjórir alþingismenn riðið
á vaðið og lagt fram tillögu til
þingsályktunar um íslenskan
gjaldmiðil. Felst hún í því að skora
á ríkisstjórnina að skipa nefnd til
þess að kanna hvort og hvemig
mætti tengja íslenskt myntkerfi við
annað stærra myntkerfi þannig að
íslenskur gjaldmiðill njóti alþjóö-
legrar viðurkenningar og stöðug-
leika verði náð í gengismálum hér
á landi.
Eins og segir í tillögu þeirra fjór-
menninganna hefur þessi hug-
mynd verið rædd áður og það
margoft og eru þeir þingmenn, sem
hana flytja, þeir Kristinn Péturs-
son, Guðni Ágústsson, Eyjólfur
Konráð Jónsson og Karl Steinar
Guðnason, ekki forgöngumenn á
því sviði. Þetta hefur m.a. verið
rætt í kjallaragreinum hjá DV og
það fyrst fyrir mörgum árum.
Hins vegar eiga þessir þingmenn
þakkir skildar fyrir að taka málið
upp einmitt nú þegar þessi hug-
mynd gæti leitt tii þess að við
losnuðum úr þeirri sjálfheldu sem
peningamál á Islandi munu komast
í verði ekkert að gert (eins og
reyndar segir í tillögu fjórmenn-
inganna).
Þaö undarlega er að lítið hefur
Nær íslenskur gjaldmiðill að njóta viðurkenningar með því að tengja
hann stærra erlendu myntkerfi?
borið á fréttum um þessa tillögu
þingmannanna, utan hvað viðtal
var við einn þeirra í sjónvarpi. Þar
var hann spurður hvaða gjaldmiðil
þessir flutningsmenn hefðu helst í
huga tii að tengja íslenskan gjald-
miðil við. Við þeirri spurningu
fékkst ekki svar heldur mátti skilja
á svari þingmannsins að hvaöa
gjaldmiðill, sem talinn er sterkur,
gæti komið til greina.
Þetta er þó ekki alls kostar það
sem málið snýst um heldur það að
fyrirfram verður að stefna að því
að tengja gjaldmiðil okkar við ein-
hvem ákveðinn strax í upphafi.
Þetta er eins gott að hafa á hreinu
í byrjun því annar eins tími gæti
farið í það síðar að þjarka um það
mál.
Ekki er ég í vafa um hvaða gjald-
miöli við íslendingar ættum að
tengjast, nefnilega Bandaríkjadoll-
aranum. Að því frágengnu er ekki
annar gjaldmiðill eftir en sviss-
neski frankinn. Þetta eru undir-
stöðugjaldmiðlar hins vestræna
heims og verða í náinni framtíð
sem hingað til þeir gjaldmiðlar sem
munu verða viðmiðunargjaldmiðl-
ar í flestum greinum viðskipta og
verðákvörðunar.
En til þess að þetta frumvafp
þeirra fjórmenninganna á Alþingi
dagi nú ekki uppi í umræðunni og
málinu verði fylgt eftir þurfa þeir
sjálfir að hafa frumkvæði um að
kynna tillögu sína svo að almenn-
ingur geti vegiö og metið kosti þess
að fá hér eðlilegt peningakerfi og
stöðugleika í efnahagsmálum.
Margir munu verða til að bregða
fæti fyrir tillögu þeirra þingmanna
og beinlínis stuðla að því að hún
veröi ekki í sviðsljósinu.
Stöðugt efnahagskerfi fáum við
hins vegar ekki fyrr en við höfum
skipt algjörlega um gjaldmiðil eða
tengt okkar gjaldmiðil við þann
trausta gjaldmiðil erlendan sem
tryggir sjálfstæði þjóðarinnar. Eins
og þjóðfélag okkar er nú ber það
ekki sjálfstæðan gjaldmiðil og af
því stafa öll okkar vandræði í efna-
hags- og atvinnumálum, þ.m.t. lágt
verðmæti útflutningsvamings
okkar. Þetta verða ráðamenn að
skilja og sætta sig við, hvað sem
öllum þjóðarrembingi líður.
Styð lækn-
ana heils-
hugar
Sjúklingur hringdi:
Það hefur verið lenska hér all-
lengi að ráöast á lækna vegna
launa þeirra. Þeir séu að draga
sér fé og fleira í þeim dúr. En nú
vil ég segja frá minni persónule-
gau reynslu.
Þeir læknar sem ég hef þurft
að sækja til um dagana eru úrv-
als fólk og oft hefur það komið
fyrir að ég hafi eiginlega þurft að
„þvinga“ greiðslu inn á þá frem-
ur en að þeir hafi gengið eftir
greiðslu.
Ef nú á að fara að hræða lækna
svo að þeir geti ekki hugsað eins
vel um sjúkling sína og þeir hafa
gert hingað til þá er illa komið
málum. Nú er búið að koma því
svo fyrir að bannað er að leggja
sjúklinga inn á spítala nema í
neyðartilfellum eða til upp-
skurða.
Gefur það þá ekki augaleið að
reikningar munu hækka hjá heil-
sugæslustöðvum? Mér finnst ég
búa í versta kommúnistaríki þeg-
ar taka á upp á því að fara ofan
í hverja einustu sjúkraskýrslu af
hinu opinbera.
Mín reynsla er allt önnur en sú
sem nú er hvað mest ýjað að í
fjölmiðlum, einkum í sjónvarps-
fréttum. Þetta getur átt eftir að
draga þungan dilk á eftir sér.
Dýr þjónusta hins opinbera:
Frítt í kirkju - ennþá!
Bréfritari furðar sig á örlæti hins opinbera við kirkjugesti.
Kirkjugestur skrifar:
Þvi verður varla á móti mælt að
þjónusta hins opinbera er oft dýrari
en sú sem veitt er hjá einkafyrirtækj-
um. Stundum er um engan saman-
burð að ræða og þá vegna einokunar
hins opinbera, eins og t.d. á við um
afnot af síma, pósti, rafmagni og hita,
skatta af bifreiðum og húsum o.fl.
Það vekur því furðu mína að eins
og ríkið reynir aö kreista fé út úr
landsmönnum fyrir þá þjónustu sem
það veitir skuli kirkjusókn ekki vera
gjaldskyld. Væri það ekki eftir öðru
að setja einhvern lágmarks aðgangs-
eyri að messu og sjá hve mikið það
gæfi af sér? Það eru alltaf einhveijir
sem fara alltaf í kirkju og sleppa aldr-
ei úr sunnudegi. Af þessu fólki mætti
fá eitthvað í aðra hönd, þótt ekki
væri nema fyrir hluta af messu-
kostnaði.
Og þegar maður fer að hugsa um
það þá er það eiginlega furðulegt að
ríkið skuli ekki vera löngu búið að
uppgötva þennan möguleika. Þvi
hvað er eðlilegt við það að geta labb-
að sig inn í kirkjur landsins, setið
þar og hlustað á prest og kór, oft frá-
bæra tónlist og vel æfða, án þess að
greiða nokkuð fyrir?
Og ekki nóg með það. Kirkjan er
einnig eina þjónustustofnun landsins
þar sem hægt er að fá í staupinu og
það ókeypis ef maður er svo heppinn
að lenda í altarisgöngu.
Er það ekki annars alveg einstakt
og dæmigert fyrir hræsnina í áfeng-
ismálum að hið opinbera skuli leggja
ofurþunga á boð og bönn í sambandi
við framleiðslu, sölu og opnunartíma
vegna áfengissölu en leyfa svo út-
deilingu áfengis ókeypis í kirkjum
landsins á þeim tímum þegar bannað
er að veita það á þeim stööum sem
hafa tilskilin leyfi frá hinu opinbera?
En hvað sem líður ókeypis vín-
veitingum í kirkjum landsins þá
hlýtur ríkið þó að gera sér grein fyr-
ir þeim tekjumissi sem það verður
af vegna þeirra hlunninda sem
kirkjugestir hafa ennþá, að þurfa
ekki að borga sig inn í kirkjur og
njóta þeirrar þjónustu sem þar er
veitt.
Hringid í síma 27022
milli kl. 13 og 15,
eda skrifið.