Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988. Utlönd Urðu 576 manns að bana síðasta ár Hermdarverkamenn urðu fimm hundruð sjötíu og sex manns að bana árið 1986, að því er segir í skýrslu sem bandaríska utanríkisráðuneytið birtí í gær. í skýrslunni kemur fram að fórnarlömb hermdarverka urðu mun færri þaö ár en árið á undan því þá urðu hermdarverkamenn átta hundruð tuttugu og fimm manns að bana. Fjöldi þeirra sem særðust í aðgerðum hermdarverkamanna jókst hins vegar nokkuð eða úr eitt þúsund tvö hundruð og sautján í eitt þúsund sjö hundruð og átta. í skýrslu utanríkisráðuneytisins segir að þótt nokkuð hafi dregið úr aðgerðum hermdarverkamanna í heiminum yfirleitt hafi árásum þeirra á bandaríska aðila og banda- ríska hagsmuni fjölgað. Skýrslan tekur til sjö hundruð sjötíu og fjög- urra aðskilinna atvika en samsvar- andi skýrsla fyrir árið 1985 tók til sjö hundruð áttatíu og tveggja árása. í skýslunni segir að hermdarverka- menn hafi ráöist gegn bandarískum aðilum og hagsmunum tvö hundruð og fjórum sinnum árið 1986 en 1985 voru slíkar árásir eitt hundraö og sjötíu. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti reynir nú að fá þingið til að samþykkja áfrarnhaldandi fjárframlög til kontrahreyfingarinnar. Símamynd Reuter Lækkar beiðni sína um stuðning við kontra Ronald Reagan Bandaríkjaforsetí ætlar aö lækka mjög þær fjárhæðir sem hann hyggst fara fram á að bandaríska þingið veiti til stuðnings skæruliöum kontrahreyfingarinnar sem berst gegn stjórninni í Nic- aragua. Ætlar forsetinn að fara fram á upphæð sem hann og sérfræðingar hans telja það lágmark sem hreyfing- in þarfnast til að halda sér starfandi. Vonast þeir til þess að með þessu mótí fáist þingið fremur til að sam- þykkja fjárframlög til kontraskæru- liöanna. Reagan mun leggja beiðni sína um fjárframlög þessi fyrir bandaríska þingið í næstu viku. Hann hefur und- Hrukkurá bak og burt Anna Bjamason, DV, Denver: Nýtt hrukkukrem er komið á markaöinn 1 Bandaríkjunum. Kremið, sem kallað er retin-a, hef- ur verið notað gegn unglingabólúm frá því á áttunda áratugnum. Fyrir tilviljun komust menn að því að hrukkur í húðinni hurfu við notk- un kremsins. Retin-a verður hins vegar ekki selt á frjálsum markaði þannig að aðeins verður hægt að fá það gegn framvísun lyfseðils. Það verður líka dýrt. Kremið verður að nota á hverjum degi því annars koma hrukkumar aftur. Kostnaður yrði um tuttugu dollarar á mánuöi eða sem svarar átta hundmð íslensk- um krónum. Húðlæknar vilja ekki mæla með lyfinu og segja að það gæti valdið húökrabbameini. Á fyrri hluta árs 1986 varö nokkur aukning í aögerðum hermdarverka- manna en síðari hluta 'ársins dró verulega úr þeim. Talið er að harðar I gagnaðgerðir vestrænna ríkja hafi leikið mikilvægt hlutverk í þeim samdrætti. í skýrslunni er fuUyrt aö loftárás Bandaríkjamanna á Líbýu í aprfi 1986 og aögerðir annarra vest- rænna ríkja gegn Líbýu og Sýrlandi, sem fylgdu í kjölfarið, hafi átt mikU- vægan þátt í þessari þróun mála. Af þeim aðgerðum, sem hermdar- verkamenn stóðu fyrir árið 1986, áttu flest tilvik sér stað í Mið-Austurlönd- um. Ef teknar em með aðgerðir hermdarverkamanna frá Mið-Aust- urlöndum í öörum heimshlutum kemur í ljós að þeir hafa staöið að Uðlega helmingi allra aðgerða. Eitt hundrað fimmtíúog níu árásir í Suður-Ameríku em tilteknar í skýrslunni. Þar áttu sér einnig stað flest tílvik þar sem ráðist var gegn § bandarískum aðilum. Eitt hundraö fimmtíu og sex hermdarverkaárásir em taldar hafa átt sér stað í Vestur-Evrópu. Sjötíu og sjö árásir em taldar hafa átt sér staö í Asíu, tuttugu í sunnan- verðri Afríku og tvær í Norður- Ameríku. anfarna daga rekiö mikinn áróður fyrir stuðningi við hreyfinguna. Tahð er að tilslakanir stjómvalda í Nicaragua gagnvart kontraskæru- liðum undanfama daga hafi minnk- að nokkuð möguleika forsetans til að fá stuðninginn samþykktan og mun lækkun upphæðar þeirrar sem hann fer fram á vera andsvar við því. Daniel Ortega, forseti Nicaragua, tilkynnti fyrir nokkru að neyðar- ástandi hefði verið aflétt í landinu, lofaði að um þrjú þúsund pólitískum fóngum yrði sleppt og að gengið yrði til beinna samningaviðræðna við kontrahreyfinguna. VALHOLL KYNNIR viðtalstíma þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík bjóða Reykvíkingum í viðtalstíma í Val- höll, Háaleitisbraut 1, milli kl. 16 og 18 eftirfarandi daga: Föstudaginn 22. janúar, ^ Ragnhildur Helgadóttir Mánudaginn 25. janúár, Birgir Ísleifur Gunnarsson Þriðjudaginn 26. janúar, Friörik Sophusson Miðvikudaginn 27. janúar, Geir H. Haarde Fimmtudaginn 28. janúar, Eyjóífur K. Jónsson Föstudaginn 29. janúar Guðmundur H. Garðarsson EINNIG VERÐUR HÆGT AÐ HRINGJA A ÞESSUM TIMA I SIMA 82900. VERIÐ VELKOMIN - HEITT KAFFI Á KÖNNUNNI. I DAG VERÐUR TIL VIÐTALS í VALHÖLL, HÁALEITISBRAUT 1, MILLI KL. 16 og 18. FRÚ RAGNHILDUR HELGADÓTTIR. mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.