Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988.
Neytendur
Frá fundí eggjabænda þar sem ákveðið var að hækka eggjaverð um
400%. Verðlagsstofnun lýsti því síðar yfir að um ólöglegt samráð væri
að ræða.
Eggjaverð:
Ólöglegt samráð
enn í fullu gildi
Egg kosta kr. 220 með söluskatti
Eins og flestir muna líklega á-
kváðu eggjabændur að fjórfalda
verð á eggjum nú í haust. Hækkun-
inni var umsvifalaust mótmælt af
Verðlagsstofnun enda þótti einsýnt
aö um ólöglegt samráð um verð
væri að ræða.
Eggjabændur höfðu ákveðið á
sameiginlegum fundi að kíló af
eggjum myndi kosta kr. 199 til neyt-
enda. Slík ákvöröun stangast á við
lög um samkeppnishömlur og ólög-
mæta viðskiptahætti. Verðlags-
stofnun hótaði eggjabændum því
að komið yrði á verðstýringu á
eggjum ef þeir létu ekki af samráði.
Eggjabændur svöruðu með því
að sækja um undanþágu til fram-
leiðslustýringar.
Meðan á öllu þessu þófi stóð
máttu neytendur bíta í það súra
epli að greiða kr. 199 fyrir hvert
kíló af eggjum.
Um áramótin var svo settur á
matarskattur sem hækkaði eggja-
verð upp í kr. 220 hvert kíló. Það
er það verð sem egg eru seld á víð-
ast hvar ef ekki alls staðar. Hótanir
Verðlagsstofnunar virðast því hafa
fallið í grýttan jarðveg. DV hafði
samband við Georg Ólafsson verð-
lagsstjóra um framhald þessa máls.
„Samráð er enn bannað og und-
anþága hefur ekki verið gefin. Þetta
hefur ekki komist enn á dagskrá
hjá Verðlagsráði."
Georg sagöi einnig að Verðlags-
stofnun hefði í nógu að snúast
þessa dagana og hefði þetta mál
fallið í skuggann af öðrum verkefn-
um en sem kunnugt er var Verð-
lagsstofnun falið að fylgjast náið
með því hvort tollalækkanir skil-
uðu sér til neytenda.
En á meðan kosta eggin kr. 220
hvert kíló.
-PLP
KANNAR
Þorrabakki hlaðinn krásum.
Mikil verðhækkun á þorramat:
„Söluskatturinn er að
gera allt geggjað“
í dag er bóndadagur og hefst þá
þorri. Þar sem mataræöi lands-
manna er með allsérstæðum hætti á
þorra ákvað DV aö kanna verð á
helstu matvælum sem neytt er um
þessar mundir.
Þorramaiur hefur hækkað mikið
og vegur þar þyngst matarskatturinn
illræmdi, en hann leggst á þorramat
að fullu þar sem um unna kjötvöru
er að ræða. Þorramaturinn er því á
fjórðungi hærra verði en ella.
Neysla á þorramat virðist einnig
vera að breytast eitthvaö. Gunnar
Bachmann hjá Kjötmiðstöðinni sagð-
ist hafa orðið var við að fólk sækti
síður í blóðmör og lifrarpylsu en áð-
ur, menn fengju sér harðfisk og
hangikjöt í staðinn. „Það er bara
spuming hvort súrmetið er eitthvað
að detta út,“ sagði Gunnar að lokum.
Einnig virðast nýjar tegundir vera
að sækja á. í Hagkaupi eru á boöstól-
um sáðkökur, en það eru hveitikökur
sem steiktar eru í olíu. Eistnavetjur
njóta einnig vinsælda, en það eru
eistu sem vaíln eru inn í slög. Þær
eru ódýrari en hrútspungar, en ekki
ósvipaðar. Eistnavefjur kosta að
jafnaði eitthvað í kringum 570 krón-
ur kílóið.
Afurðasala Sar bandsins hefur
framleitt sviðasultu sem hefur þótt
bera af í gæðum. Hún ber einnig af
í verði, en það stafar af því að í hana
eru eingöngu notuð lambasvið. Sum-
ir kaupmenn, sem DV ræddi við,
vildu ekki sjá neina aðra sultu en
þessa, jafnvel þótt verðið væri mun
hærra.
í ár er einnig fáanleg lambasviða-
sulta frá kjötsölunni Meistaranum
og virðist hún á lægra verði en sultan
frá Goða. Fjarðarkaup selur sultu frá
Meistaranum og kostar hún 765 kr.
Sultan frá Goða kostar 882 kr. í Hag-
kaupi.
Ef menn eru spenntir fyrir nýjung-
um þá selur Kjötbúr Péturs súrsaða
selshreyfa, en þeir hafa verið á borð-
um Barðstrendinga frá alda öðli, en
hafa farið hljótt hér syðra einhverra
hluta vegna. Kílóið af þeim kostar
760 kr.
Þorrabakkar eru einnig til sölu víð-
ast hvar. Þeir eru mjög misjafnir að
stærð og innihaldi og ekki óalgengt
að fleiri en ein stærð fáist í hverri
verslun. Auk þorrabaKka hefur Hag-
kaup til sölu fötur, þriggja og fjög-
urra lítra, fullar af ýmsum þorramat.
Algengt er að þorrabakki innihaldi
um 17 tegundir. Hann getur vegið
eitt til tvö kíló og kostar u.þ.b.
700-1.000 kr. Slíkur bakki inniheldur
sýnishom af flestum tegundum og
virðist sem fólk sæki meir í þá en
áður að sögn kaupmanna. .
Hákarlinn heldur og sínu. Hann
kostar á bilinu 7-800 krónur. Einnig
er mikið keypt af sviðum. Þau eru
fremur ódýr, Mikligarður selur þau
á 320 kr., hreinsuð, en óhreinsuð og
söguö svið kosta 238 kr. hvert kíló.
Verði ykkur að góðu.
-PLP
Munið að
senda inn
seðilinn fýr-
ir desem-
bermánuð
Hjúkmnarfiæðingar kynna heilbrigðismál:
Að undanförnu hafa meölimir í flárhagsvandamáia er alltaf hægt veldur offitu, hreyflngarleysi,
Hjúkrunarfélagi íslands og há- að leita til geðdeilda spítalanna eða streita, oöiotkun áfengis og tóbaks
skólamenntaðir hjúkrunarfræð- bráðaþjónustu Landspítalans (all- og erföir, allt em þetta dæmigerðir
ingar staðið fýrir kynningu an sólarhringinn). Á þessum áhættuþættir.“
heilbrigðismáia í Kringlunni. stööum starfar sérhæft starfsfólk á í Kringlunni kynna hjúkrunar-
Áhersla hefúr verið lögð á að upp- sviði geðheilbrigöismála. fræöingar einnig sfna eigin starfs-
lýsa almenning um áhættuþætti Mikil aösókn hefur verið meðal grein. Sigurbjörg Björgvinsdóttir,
hjarta- og æöasjúkdóma, geðvemd viöskiptavina Kringlunnar að fá hjúkrunarfræðingur á hjartadeiid
er kynnt og fólki gefinn kostur á mældan blóðþrýsting og hjartslátt Landspítalans, sagði aö talsvert
að láta mæla blóðþrýsting og hjart- hjá hjúkrunarfrasðingum þá daga vantaöi af hjúkrunarfræðingum til
slátt sem starfsemin fer fram. starfa. „Það er synd aö ekki fleiri
Hjúkrunarfræðingar miðla upp- Stefanía Snorradóttir hjúkrunar- skuli starfa með okkur þvi þetta
lýsingum til almennings um fræðingur sagöi aöalástæðu þess- er svo afskaplega gefandi starf.
hveraig,skuli haga sér vegna þjón- ara mælinga vera að vekja fólk til Hjúkranarfræðingar bera mikla
ustu í heilbrigðisgeira, s.s. heilsu- umhugsunar um áhættuþætti ábyrgð. Viö erum nú meira farin
gæslustöðva og heirailislækna. hjarta- og æðasjúkdóma. „Við vifj- aö starfa út á við vegna kynningar
Athygli hefur verið vakin á geð- um vekja athygli á því að 47% og fræöslu því starf okkar felst
heilbrigðisdeildum sjúkrahúsanna dauösfaÚaafvöldurasjúkdómaera mikið í fyrirbyggjandi aðgerðum.
sem fólk getur leitað til allan sólar- vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Okkur fmnst að umíjöliun á starfs-
hringinnliggiþvíeitthvaöáhjarta. Áhættuþættir eru eitthvaö í fari greininnihafiveriðalltofneikvæð.
Algengt er i þjóðfélagi streitu, fjár- eöa líkamseinkenni einstaklings Staðreyndin er sú að starfið er
hagserfiöleika og þunglyndis, eins sem eykur lfkur á að viðkomandi mjög jákvætt og gefandi i alla
oghérálandi.aðmanneskjanþurfi fái hjarta- og/eða æðasjúkdóm. staði.“
á andlegri hjálp aö halda. Komi upp Yfirleitt er hægt að fmna einhvern Hjúkrunarfræðingar verða í dag
andleg kreppa vegna kvíða, svefn- áhættuþátt hjá hinum almenna ís- og á morgun meö kynningu sína í
leysis, heimiliseija og áfengis eða lendingi. Fituríkur matur, sem Kringiunni. -ÓTT.