Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988. Menning A lérefti lífsins Nú eru það ekki plötur heldur diskar sem koma úr pakkanum. Langholtskirkjukórinn reið á vaðið fyrir jóhn og gaf út fyrstu íslensku diskana með alvarlegri músík: Jó- hannesarpassíuna eftir Bach. Þetta Geisladiskar Leifur Þórarinsson er hljóðritun frá tónleikum kórsins í Langholtskirkju í fyrra en þar voru einsöngvararnir Ólöf Kol- brún Harðardóttir, Sólveig M. Björling, Michael Goldthorpe, Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson með í ferðinni ásamt prýöilegri kammersveit. Stjórn- andi: Jón Stefánsson. Þetta voru frábærir tónleikar sem ég gerði skil á sínum stað á sínum tíma. Kórinn er einn sá allra besti sem völ er á hér á’landi, bæði hvað snertir raddir og öryggi í stíl. Söngur hans í passíunni er því oft- ast hreinn og klár en um leið gæddur krafti og tjáningargleði sem eru nauðsynlegir eiginleikar viö flutning á þessu hádramatíska meistaraverki. Jón stýrir kórnum, og hljómsveit með hljóðfærarleik- urum að mestu úr sinfóníunni, af frábæru öryggi og raunverulegri músíkgleði. Þaö að hann hefur fengið fólk til að leika á gömul hljóðfæri ásamt nýjum (óbó, gömbu, lútu) gefur þessu sérkenni- legan og upprunalegan hljóm. Hljóðritun hefur tekist bærilega. í fyrri hlutanum er einsog reynt hafi verið að „þurrka" upp hljóm- inn, líklega af hræðslu við yfir- akkústík kirkjunnar, og eitthvaö verkar það óeðlilega á disknum. En þetta lagast þegar líöur á og í heild er þetta vel heppnuö og vönd- uð útgáfa sem á eftir að örva til frekari dáða í tónhstarlífinu. LÞ í tilefni af fimmtugsafmæli sínu, sem jafnframt markaði aldarfjórö- ung frá því hann kom til íslands, opnaði Baltasar um daginn mikla málverkasýningu að Kjarvalsstöð- um. Þegar ég segi „mikla“ á ég ekki Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson við íjölda myndanna, sem eru að- eins 35 talsins, heldur augljósan metnað og dirfsku listamannsins. í stað þess að gera út á ánægju sína af hestum og stórbrotinni náttúru íslands tekst hann á við lífskómed- íuna og eilífðarmálin, ekki síst höfuðsyndimar og óumflýjanlegt stefnumótið við dauðann. Á lérefti lífsins birtist forheimsk- un mannskepnunnar, margháttað- ur hégómaskapur, öfund og aðrar syndir, yfirfæröar á heim fjölmiðl- anna. Nátengd þessum myndum eru nútímaleg dauðaminni (mem- ento mori), nátttröll í dauðateygj- um, friðlausar afturgöngur. En Baltasar segir ekki aðeins af þeim bautasteinum sem Bakka- bræður samtímans reisa sjálfum sér í formi sigurboga eða súlna, heldur einnig af öömm og varan- legri minnismerkjum, beinakerl- ingunum sem alþýðan hefur hlaðið, ekki til að upphefja eitt eða neitt, heldur til þess að leiðbeina og skemmta ferðalöngum. Minnisvörður Það er einmitt í þessum vörðu- myndum (eða mynd-vörðum) sem Baltasar reisir sjálfum sér einnig óbrotgjarna minnisvarða, einfalda Baltasar - Nátttröll, 1987 en mikilúðlega strúktúra af ís- lenskum (og jafnframt forsöguleg- um) uppmna en gegnsýrða hinni dimmu birtu heimalands hans, sennilega í hlutfóllunum 50-50. í þeirri hófstihingu formsins og dýpt litanna, sem einkenna þessa myndröð, sjáum við nýjan Baltas- ar, sem er raunar ekki órafjarri þeim Baltasar sem fyrir aldarfjórð- ungi gerðist þátttakandi í hinu íslenska barokkþjóðfélagi. Þessi hófstilling er einnig ein- kenni á myndröðinni „Lauf’, en þar leiöist listamaðurinn þó á stundum út í óþarfa sundurgerð sem drepur á dreif áhrifum þess Kraftur og tjáningargleði Kór Langholtskirkju o.fl. í Jóhannesarpassíu Kór Langholtskirkju. Sýning Baltasars að Kjarvalsstóðum — volduga forms sem hann hefur að frumlagi. Barokkið er að vísu enn til staðar í nokkmm myndröðum á sýning- unni, ekki síst í ádrepum hans, „Sigurbogar" og „Súluhöfuð“, en það flæðir nú ekki lengur út í alla króka og kima myndanna heldur kemur saman í stórar sprengifimar heildir á einhta grunni. Hin nýja jafnvægislist Baltasars, svo og tæknikunnátta hans og hst- söguþekking, kemur sérstaklega vel fram í „Nátttröllum" hans. Tragísk tröll Þessi tröh, sem eru í senn ramm- íslensk og alþjóðleg (manni detta í hug spámenn og spákonur Michae- langelós sem ruðst hafa inn í málverk Bacons), eru ekki leik- sóppar einhvers annars sem gerist á myndfletinum heldur bera þau aht drama í sér sjálf, í látbragði sínu, í svarthvítum og gráum pens- ildráttum. Þótt enn eimi eftir af frásagnar- legum karikatúr í teikningu þeirra tekst Baltasar að sniðganga heíð- bundna íslenskar tröhatúlkun og gera þau að tragískum verum, fórnarlömbum aðstæðna sem þau ráða ekki viö. í upphengingu sýningar sinnar hefur Baltasar einnig tekið tals- verða áhættu. Hann hengir sér- hverja myndröð út af fyrir sig og sleppir öllum skhrúmum í salnum. Við þetta myndast skh milli myndraða en hins vegar slitnar sýningin aldrei í sundur í galopn- um salnum. Svo er fyrir að þakka samstihtu litrófi myndanna og blæbrigðaríkri penshskrh't málarans. Ég er ekki frá því að þetta sé thþrifamesta sýning sem þessi fjölhæfi og fjörugi listamaður hefur haldið um dag- ana. -ai Vndir LaíjartungíL Latjaiyötu 2 Opið I kvöld frá 18-2 Borðapantanir í símum 62X625 og 11340 í diskótekinu verður leikin TÓNLIST TUNGLSINS. Hin eina sanna „ANNA ÞORLÁKS" er gesta-skífuþeytari. Bandaríski djassdansarinn Christian Polos dansar þætti úr frumsömdu verki, Moving Men. - Það er ólýsanleg stemning á Tunglinu. Snyrtilegur klæðnaður. 20 ára aldurstakmark. Miðaverð kr. 600. Opið i kvöld frá 22-3.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.