Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 30
9
42
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988.
Fólk í fréttum
Karl Steinar Guðnason
Karl Steinar Guðnason alþingis-
maður hefur sagt í fréttum DV að
möguleikar séu á því að gera nýja
kjarasamninga. Karl Steinar er
fæddur 29. maí 1939 í Keflavík og
lauk kennaraprófi 1960. Hann var
kennari í Bamaskóla Keflavíkur
1960-1976 og jafnframt starfsmaður
á skrifstofum verkalýðsfélaganna í
Keflavik, í fullu starfi þar
1977-1978. Karl Steinar hefur verið
þingmaður Reykjaneskjördæmis
frá 1978. Hann hefur verið í flokks-
stjóm Alþýðuflokksins frá 1960 og
ritari Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Keflavíkur og nágrennis
1966-1970 og formaður frá 1970.
Hann hefur veriö í stjóm Verka-
mannasambands íslands 1971-1987
og verið varaformaður 1975-1987.
Karl hefur verið varamaður í miö-
stjórn ASÍ 1976-1984 og ritari
Menningar- og fræðslusambands
alþýðu frá 1976. Hann var bæjar-
fulltrúi í Keflavík 1970-1982 og
hefur verið í stjórn Norræna
verkalýðssambandsins frá 1981.
Kona Karls er Helga Þórdís Þor-
móðsdóttir, f. 5. september 1942.
Foreldrar hennar em Þormóður
Guðlaugsson, fv. afgreiðslumaður
í 'Keflavík, og Guðbjörg Þórhalls-
dóttir. Böm Karls og Þórdísar eru
Kalla Björg, f. 27. febrúar 1962,
vinnur hjá Samvinnuferðum, Edda
Rós, f. 29. desember 1965, í hagfræð-
inámi við Kaupmannahafnarhá-
skóla, Guðný Hrund, f. 22. maí 1971,
Verslunarskólanemi, og Margeir
Steinar, f. 19. júni 1976, nemi. Systk-
ini Karls eru, Gunnar, f. 27. júní
1935, verkamaður hjá ESSO á
Keflavíkurflugvelli, kvæntur Erla
Jósefsdóttur, Jóhanna, f. 14. nóv-
ember 1937, starfar á Hrafnistu í
Hafnarfirði, gift Erhng Garðar Jón-
assyni, rafveitustjóra á Austurl-
andi, Selma, f. 31. ágúst 1944,
húsmóðir í Keflavík, og Ólafía
Bergþóra verkakona, f. 13. febrúar
1946, gift Friðriki Friörikssyni,
hlaðmanni hjá Flugleiðum á Kefla-
víkurflugvelli.
Foreldrar Karls era Guðni Jóns-
son, vélstjóri í Keflavík, og kona
hans, Karólína Kristjánsdóttir.
Faðir Guðna var Jón, b. í Steinum
undir Ewafjöllum, bróðir Sigur-
veigar, ömmu Guðmundar verk-
fræðings og Jóhannesar Einars-
sona, forstjóra Cargolux. Jón var
sonur Einars, b. í Steinum, Jóns-
sonar og konu hans Sigurveigar
Einarsdóttur, b. í Kerlingardal í
Mýrdal, bróður Þorsteins, langafa
Steinunnar, langömmu Jóhönnu
Sigurðardóttur ráðherra. Einar var
sonur Þorsteins, b. í Kerhngardal
Steingrímssonar, bróður Jóns „eld-
prests“. Móðir Jóns var Þórunn,
systir Guðrúnar, ömmu Guðjóns
Samúelssonar, fyrrverandi húsa-
meistara ríkisins, og langömmu
Leifs Sveinssonar lögfræðings og
Sveins Björnssonar listmálara.
Bróðir Þórannar var Oddur, lang-
afi Magnúsar Gústavssonar, for-
stjóra Coldwaters. Bróðir
Þórunnar var einnig Ólafur, lang-
afi Georgs Ólafssonar verðlags-
stjóra. Þórunn var dóttir Sveins,
b. í Skógum, bróður Áma, langafa
Helga, afa Más Gunnarssonar,
starfsmannastjóra Flugleiðá.
Sveinn var sonur ísleifs, b. í Skóg-
um Jónssonar, lögréttumanns í
Selkoti ísleifssonar. Móðir Guðna
var Jóhanna Magnúsdóttir, systir
Sigríðar, móður Magnúsar Á.
Árnasonar hstmálara, Astu málara
og Ársæls, afa Ársæls Jónssonar
læknis.
Karóhna var dóttir Kristjáns
Sveinssonar, sjómanns í Keflavík,
(Stjána bláa), b. í Akrahreppi í
Skagafirði Pálssonar. Móðir Kristj-
áns var Helga Jóhannesdóttir
daglaunara í Hafnarfirði Hannes-
sonar og konu hans Helgu Jóns-
dóttir. Móðir Karóhnu var Guðrún
Jónsdóttir, b. á Akri í Njarðvík
Jónssonar, b. í Eyjahól í Kjós Jóns-
sonar. Móðir Jóns á Ákri var
Guðrún Hahdórsdóttir, bróður
Þórhaha, langafa Gríms, fóður Ól-
afs Ragnars. Móðir Guðrúnar var
Guðríður Guðmundsdóttir, systir
Lofts, langafa Bjama Jónssonar
Karl Steinar Guðnason.
vígslubiskups. Bróðir Guðríðar var
Þorsteinn, langafi Solveigar, móð-
ur Einars Olgeirssonar alþingis-
manns. Móðir Guðrúnar Jónsdótt-
ur var Ingigerður Jónsdóttir, b. í
Berjanesi í Landeyjum Jónssonar,
og konu hans, Ingigerðar Jóns-
dóttur, b. í Beijanesi Þorsteinsson-
ar, b. á Kýlhrauni á Skeiðum
Eiríkssonar, b. í Bolholti Jónsson-
ar, forföður Bolholtsættarinnar.
Afenæli
Þórarinn Sigþórsson
Þórarinn Sigþórsson tannlækn-
ir, Kringlunni 17, Reykjavík, er
fimmtugur í dag. Þórarinn lauk
tannlæknaprófi frá'HÍ 1966 og var
aðstoðartannlæknir hjá Hauki
Clausen 1966-71 en hefur síðan rek-
ið eigin tannlæknastofu í Reykja-
vik. Þórarinn hefur verið
prófdómari við tannlæknadeild HÍ
frá 1973. Þórarinn er fyrsti stór-
meistari íslendinga í bridge og
margfaldur íslandsmeistari og hef-
ur margoft spilað með íslenska
bridge-landshðinu. þá er hann mik-
ill áhugamaður um laxveiði.
Þórarinn kvæntist Kristinu Þor-
steinsdóttur kennara en þau shtu
samvistum 1975. Börn þeirra era
Sólveig, f. 23. maí 1964, tannlækna-
nemi, og Rannveig, f. 31. maí 1969.
Dóttir Þórarins og Guðríöar Magn-
úsdóttur er Kristín, f. 27. júlí 1978.
Eiginkona Þórarins er Ragnheið-
ur Jónsdóttir, f. 25. ágúst 1950.
Foreldrar hennar era Jón b. á Hvit-
árbakka í Borgarfirði Guðmunds-
son og kona hans, Björg Jónsdóttir.
Systkini T’órarins eru Guðmund-
ur, f. 20. október 1940, skrifstofu-
stjóri í landbúnaðarráðuneytinu,
kvæntur Herborgu Árnadóttur;
Helga f. 23. janúar 1943, viðskipta-
fræðingur, gift Þórði Steinari
Gunnarssyni hrl.; Jóhanna, f. 10.
ágúst 1949, aðstoðarfréttastjóri DV,
Þór, f. 5. júlí 1951, forstjóri lyfja-
verslunar ríkisins, kvæntur
80 ára______________________
Óskar Sæmundsson, Borgarbraut
15, Grundarfirði, er áttræður í dag.
75 ára
Sigurborg Sigurðardóttir, Álfatúni
13, Kópavogi, er sjötíu og fimm ára
í dag.
Nanna Bjarnadóttir, Hólabraut 6,
Höfn í Homafirði, er sjötíu og fimm
ára í dag.
70 ára
Ragnheiður Bjarnadóttir, Fehsm-
úla 2, Reykjavík, er sjötug í dag.
Margrét Magnúsdóttir, Höföastíg
7, Bolungarvík, er sjötug í dag.
Guönýju Þorgeirsdóttur; Óðinn f.
5. júlí 1951, b. og hreppstjóri í Ein-
arsnesi, kvæntur Björgu Jónsdótt-
ur; Sigríður, f. 30. júní 1953,
arkitekt, gift Hahmari Sigurðssyni
leikhússtjóra.
Foreldrar Þórarins: Sigþór Karl
Þórarinsson, f. 28. janúar 1918, d.
23. janúar 1981, b. og hreppstjóri í
Einarsnesi í Borgarhreppi, og kona
hans, Sigríður Guðmundsdóttir, f.
11. desember 1917. Faðir Sigþórs
var Þórarinn, skipstjóri í Rvík,
Jónsson, b. á Svarfhóli í Hraun-
gerðishreppi Sigurðssonar, b. í
Brekkum í Holtum Runólfssonar.
Móðir Þórarins var Gyðríður
Steinsdóttir, skipasmiðs á Eyrar-
bakka Guðmundssonar. Móðir
Sigþórs var Sigríður Gísladóttir,
búfræðings í Hlíð í Kohafirði
Bjömssonar. Móðir Gísla var Þór-
dís Guðmundsdóttir, b. á Kleifum
á Selströnd, Einarssonar, dbrm. í
Kollafjarðarnesi Jónssonar, föður
Ragnheiðar, langömmu Torfa, fv.
tollstjóra, og Snorra skálds Hjart-
arsona. Móðir Sigríðar var Þórdís
Jónsdóttir, b. á Sæbóli í Dýrafirði
Bjarnasonar og Guðrúnar Skær-
ingsdóttur.
Sigríður er dóttir Guðmundur,
b. og hreppstjóra á Valbjamarvöll-
um í Borgarhreppi Jónssonar,
bróður Guðrúnar, ömmu Jóhanns
Hjartarsonar skákmeistara. Móðir
Sigríðar var Þórunn Jónsdóttir, b.
Ferdinand Rósmundsson, Lóni,
Viðvíkurhreppi, er sjötugur í dag.
Sigriður Samúelsdóttir, Tóvegg,
Kelduneshreppi, er sjötug í dag.
60 ára
Sigurveig Magnúsdóttir, Tjarnar-
götu 14, Vatnsleysustrandarhreppi,
er sextug í dag.
50 ára
Jón Kristinn Valdimarsson, Gilja-
landi 26, Reykjavík, er fimmtugur
í dag.
Þórunn Sigurðardóttir, Heiðar-
lundi 8, Garðabæ, er fimmtug í dag.
Franklín Þórðarson, Litla-Fjarðar-
homi, Fehshreppi, er fimmtugur í
dag.
Þórarinn Sigþórsson.
og pósts í Galtarholti í Borgar-
hreppi Jónssonar, b. í Galtarholti
Jónssonar. Móðir Jóns í Galtar-
holti var Þórunn Kristófersdóttir,'
bókbindara á Stórafjalli Finnboga-
sonar, bróðir Jakobs, langafa
Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir
Þórunnar var Sigríður Guðmunds-
dóttir, gullsmiös á Kvíum Stefáns-
sonar og konu hans, Þórunnar,
systur Þórdísar, ömmu Hahdórs
Þorbjarnarsonar hæstarréttar-
dómara og langömmu Þorsteins
skálds frá Hamri. Þórdís var dóttir
Þorbjarnar, b. á Helgavatni Sig-
urðssonar og konu hans, Margrét-
ar Hahdórsdóttur „fróða“ b. á
Ásbjamarstöðum Pálssonar. Þór-
arinn verður staddur í París á
afmæhsdaginn.
40 ára
Kristján E. ísdal, Haðarstíg 20,
Reýkjavík, er fertugur í dag.
Jón Sigurjónsson, SOungakvisl
16, Reykjavík, er fertugur í dag.
Steingerður Ágústsdóttir, Víði-
grand 31, Kópavogi, er fertug í dag.
Guðmundur Björn Hólmgeirsson,
Hjallagötu 3, Miðneshreppi, er fer-
tugur í dag.
Kristín Eyjólfsdóttir, Laugarbraut
7, Akranesi, er fertug í dag.
Eðvarð Hallgrímsson, Hólabraut
28, Höfðahreppi, er fertugur í dag.
Þórunn Björg Pétursdóttir, Fjarð-
arbraut 25, Stöðvarfiröi, er fertug
í dag.
Jóhann Frímann Helgason, Lá-
gengi 8, Selfossi, er fertugur í dag.
Andlát
Halldóra Guðrún Tryggvadóttir,
Nesbala 32, Seltjamamesi, andað-
ist í Landspítalanum föstudaginn
16. janúar._______. ■ . .
Geir Herbertsson prentsmiðjustjóri
lést 17. janúar.
Andrés Mariasson lést á heimih
sínu í Osló 16. desember sl.
Jón Júlíusson prentari, Laugarás-
vegi 30, andaðist í Landspítalanum
sunnudaginn 17. janúar.
Tvíburasystkinin Jóhannes Guðmundsson og Oddný Guðmundsdóttir.
Jóhannes Guðmundsson
og
Oddný Guðmundsdóttir
Systkinin Jóhannes Guðmundsson
og Oddný Guðmundsdóttir, Ból-
staðarhlíð 45, Reykjavik, eru átta-
tíu og fimm ára í dag. Þau fæddust
að Skinþúfu í Vallhólmi í Skaga-
firði þar sem nú heitir Vallanes en
ólust upp frá fjögurra ára aldri á
Reykjum í Tungusveit, voru þar í
fjögur ár, og síðan að Syðra-Vatni
í Efribyggð og bjuggu þar með for-
eldrum sínum í þrjátíu og þrjú ár.
Jóhannes var í Alþýöuskólanum
að Laugum 1925-26 og í búfræðin-
ámi að Hvanneyri 1926-28. Hann
tók við búi á Syðra-Vatni, ásamt
Oddnýju, þegar móðir þeirra lést
1941. Oddný var í þénustu á vetrum
hjá fjölskyldu Sveins Árnasonar
Bjarman á Akureyri og einn vetur
hjá Magnúsi Jónssyni, prófessor í
Rvík, og tvo vetur hjá Jörgen Hans-
en í Rvík. Jóhannes og Oddný
bjuggu að Reykjakoti í Ölfusi
1944-1966 en fluttust þá th Reykja-
víkur. Jóhannes var húsvörður við
MH 1966-1972 og starfar þar enn
að hluta til. Oddný starfaði þar viö
ræstingar en hætti störfum 1975.
Oddný hefur ætíö búið hjá bróður
sínum og séð um heimihð eftir að
móðir þeirra lést. Jóhannes var um
skeið í sýslunefnd fyrir "Lýtings-
staðahrepp en hann hafði um tíma
eftirlit með heyforða og nyt kúa
fyrir Fóðurbirgðafélag og Naut-
griparæktarfélag Lýtingsstaða-
hrepps. Þá var Jóhannes í
skattanefnd Lýtingssaðahrepps um
skeið.
Jóhannes og Oddný áttu fimm
systkini: Guörún, f. 1899, d. 1987,
bjó lengst af hjá foreldrum sínum
og síðan hjá Jóhannesi og Oddnýju,
Pétur, f. 1900, d. 1967, bílstjóri í
Rvík og var ásamt öðram fyrsti
bílstjórinn sem annaðist fólksflutn-
inga milh Reykjavíkur og Akur-
eyrar, fyrri kona hans,. Guðrún
Sveinsdóttir, er látin, seinni kona
hans, Guðrún Jakobsen, er einnig
látin; Ingibjörg, f. 1905, er látin, gift
Friðbirni Snorrasyni, b. i Brekku-
koti í Efribyggð og síöar ráðsmanni
i Reykjakoti í Ölfusi; Sigurður, f.
1910, rak loðdýrabú á Sauðárkróki
og vann við gróðurhús í Reykja-
koti; Björg Sigríður, f. 1913, býr á
'Sauðárkróki.
Foreldrar Jóhannesar og Oddnýj-
ar voru Guðmundur, b. á Syðra-
Vatni, Björnsson og kona hans
Anna Jóhannesardóttir. Faðir
Guðmundar var Björn, b. á Mal-
landi á Skaga, Guðmundssonar,
bróður Ólafs, föður Arnljóts, prests
og alþingismanns á Bægisá. Anna
var dóttir Jóhannesar, b. í Lýtings-
staöakoti, bróöur ívars, langafa
Guðmundar í. Guðmundssonar
ráðherra. Jóhannes var sonur
Jóns, b. á Syðsta-Vatni, Jónssonar,
b. á Syðsta-Vatni, Hannessonar.
Móðir Jóns Jónssonar var Guðrún
Aradóttir, systir Helgu, langömmu
Stefáns, afa Stefáns Islandi. Móðir
Jóhannesar var Guðrún Vigfús-
dóttir af Stóru-Brekkuætt. Jóhann-
es og Oddný verða ekki heima á
afmæhsdaginn.