Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR 1988. Fréttir Listasafn Islands: Bílastæði af skomum skammti „Það er rétt að skortur á bíla- stæðum er dálítið vandamál hér við Listasafn íslands. Engin' bíla- stæði eru fyrir gesti safnsins en nokkur eru fyrir starfsfólk á bak við húsiö. Gestirnir verða að leggja við Fríkirkjuveginn en um helgar er mögulegt aö leggja á bílastæðum Innkaupastofnunar við Skálholtsstig. Vandamálið skapast náttúrlega af því að saf- nið er í grónu hverfi þar sem ekkert pláss er fyrir bílastæði. En nú er verið að athuga hvort hægt sé að gera einhverjar úr- bætur í þessum málum en ég get ekkert sagt um hvaða hugmyndir eru uppi á þessu stigi málsins. Vandamálið er þó ekki nýtt hjá Listasafni íslands því að ástandið var engu betra við fyrri húsa- kynni þess þar sem Þjóðminja- safnið er til húsa á horni Suðurgötu og Hringbrautar,“ sagði Bera Nordal, forstöðumað- ur Listasafns íslands, er DV innti hana eftir hvort bæta ætti úr bíla- stæðamálum við safnið. -JBj Bíldudalur: Skýrsla tekin af sjómönnum Lögreglan á Patreksílrði hefur nú tekið skýrslu af sjómönnun- um á Bíldudal en hefur enn ekki náð í forstjóra Rækjuverksmiðj- unnar Rækjuvers hf.,“ sagði Stefán Skarphéðinsson, sýslu- maður Barðastrandarsýslu, er DV spurði hann hvað liði rann- sókn rækjumálsins á Bíldudal. Eigendur rækjubáta hafa, sem kunnugt er, óskað eftir lögreglu- rannsókn á greiðslum fyrir afla sinn en þeir álíta að Rækjuverk- smiðjan Rækjuver hf. greiði ekki fyrir allan þann afla sem hún fær til vinnslu. Aðspurður, hvenær mætti búast við að rannsókninni lyki, kvaðst sýslumaður ekkert geta um það sagt. -JSS DV Skoðanakönnun DV: Ríkisstjómin komin í mikinn minnihluta Ríkisstjórnin hefur glutrað niður meirihluta sínum meðal landsmanna samkvæmt skoðanakönnun DV um helgina. Hveitibrauðsdagarnir eru liðnir. Úrtakið í könnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt milli Reykjavíkursvæðisins og landsbyggðarinnar. Af heildinni sögðust 35,3 prósent styðja ríkis- stjómina en það er 11,4 prósenta tap frá því að DV gerði könnun í nóv- ember. Andstæðir rikisstjórninni voru nú 46,7 prósent og er það aukn- ing um 16,7 prósent síðan í nóvemb- er. Óákveðnir voru nú 13,7 prósent, þ.e. 7,3 prósent færri en í nóvember. Nú vildu 4,3 prósent ekki svara spumingunni en þaö er 2 prósentum meira en var í nóvember. Þetta þýðir að nú styðja 43,1 pró- sent ríkisstjórnina af þeim sem taka afstöðu. 56,9 prósent era andvígir stjórninni eöa mikill meirihluti. Þegar stjórnin tók við völdum hafði hún á bak við sig fylgi 61,3 prósent landsmanna sé miðað við fylgi stjórnarflokkanna í síðustu þing- kosningum. Nú sýnir skoðanakönnunin að mikill meirihluti kvenna er andvígur ríkisstjórninni. Meðal karla er nokk- uð jafnt milli fylgismanna og and- stæðinga stjórnarinnar. Konurnar ráða úrslitum. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- vígur ríkisstjórninni? -HH Súluritið sýnir fylgi og andstöðu við ríkisstjórnina samkvæmt skoðanakönn- unum DV á kjörtímabilinu. Meirihluti rikisstjórnar Þorsteins Pálssonar er horfinn. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar. Til samanburðar eru niðurstöður DV-kannana í september og nóvember. sept. nóv. nú Fyigjandi stjórninni 45,5% 46,7% 35,3% Andvígir 27,2% 30,0% 46,7% Óákveðnir 22,0% 21,0% 13,7% Svara ekki 5,3% 2,3% 4,3% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: sept. nóv. nú Fylgjandi • 62,6% 60,9% 43,1% Andvígir 37,4% 39,1% 56,9% Karl á ReyKjavikursvæöinu sagöi að aldrei hefði veriö verra að lifa en nú. Karl úti á landi kvaðst fylgjandi stjórninni en minna en fyrir áramót. Kona á landsbyggö- inni kvaöst telja stjórnina hafa staöið sig illa. Önnur sagöi að engin bót yrði þótt stjórnin færi. Karl úti á landi sagði að matarskatturinn væri þungbær þótt hálaunamenn- i könnuninni ina í rikisstjórn munaði kannski ekki um. Kona úti á landi kvaö stjórnina hafa gert sitthvaö gott en hún væri samt andvíg stjórninni. Kona á Vestíjöröum sagöi aö ríkis- stjórnin færi illa meö sig í hús- næöismálum. Karl úti á landi sagöi aö rétt væfi að styðja ríkisstjórn- ina. -HH í dag mælir Dagfari Listin lokuð inni Gífurlegur mannfjöldi safnaðist saman á Fríkirkjuveginum á laug- ardaginn. Ókunnugir héldu um tima að búið væri að opna Glaumbæ aftur eða þá einhver verslun hefði verið opnuð sem seldi án matarskatts. En sannleikurinn var hins vegar sá að Listasafn ís- lands var opnað með viðhöfn um helgina og þangað hafði veriö boðið öllum helstu fyrirmönnum þjóðar- innar. Þau fyrirmenni skipta þúsundum og eru reyndar miklu fleiri en komast að eða fá boð á vígsluhátíðir. En boðslistinn var svo langur að hann náði næstum vestur á ráðhúslóðina sem sýnir okkur að fyrirmönnum þjóðarinn- ar er ekki í kot vísaö. Tilefnið var sem sagt þetta að Listasafnið var komið í ný húsa- kynni. Hingað til hefur þetta safn veriö geymt uppi á lofti í Þjóö- minjasafninu og farið ágætlega um þaö. Ekki hefur að minnsta kosti ösin verið því til trafala, því helst hafa lagt leið sína í Listasafnið er- lendir ferðamenn sem vissu ekki betur en að safnið væri merkilegt og svo hins vegar krakkar á skóla- aldri sem hafa verið leidd í Lista- safniö af þvi þeir era svoddan óvitar. Þannig hafa starfsmenn Listasafnsins verið ónáðaðir viö og við með mannaferðum en að öðru leyti hefur farið vel um bæði þá og listaverkin í einveru þeirra þröngu húsakynna sem gengiö hafa undir nafninu Listasafn íslands. En þaö er ekki á íslendinga logið. Þeir snobba fyrir listinni eins og öðru sem sagt er að sé fint og nú var ráðist í að innrétta heilt hús fyrir þetta sama safn og ekkert til sparað. Sagt er að kostnaður hafi farið tvöfalt fram úr áætlun og breytingamar kostaö tvö hundrað milljónir í stað hundrað. Þetta eru síðustu tölur, en ef dæma má af reynslunni af flugstöðinni eru sjálfsagt ekki öll kurl komin til grafar, enda er þaö metnaðarmál sérhverrar byggingamefndar að eyða sem mestum peningum. Eng- in byggingarnefnd getur verið þekkt fyrir að standa við áætlanir, enda fá þær sérstakar þakkir fyrir þá framúrstefnu eins og við heyrð- um þegar menntamálaráðherra ávarpaði samkunduna á laugar- daginn. Ég blæs á það, sagði ráðherrann, þótt einhverjir séu að skammast yfir eyðslunni. Ráð- herrann var yfir sig hrifinn af framtaki nefndarinnar og forstöðu- mönnum safnsins aö láta hendur ■ ■ n i ■ i ■ . ». standa fram úr ermum og eyða meiri peningum en ríkissjóður hef- ur efni á. Hvers vegna ættu líka ráðherrar að setja ofan í við byggingarnefndir og starfsmenn ríkisins þótt þeir smyrji vel á allan kostnað og bruðli í óhófi, eftir að matarskattar og aðrir skattar era lagðir á til að fólk geti borgað listina með matarinn- kaupum. Því meira sem almenn- ingur étur, þvi meira borgar hann m»«» >■■»«>■ Mi •> »im n.'i í matarskatta og því meira má eyða í listina. Þannig eykst listin með lystinni og lystin með listinni og ráðherrar geta flutt þakkarávörp yfir starfsmönnum sínum fyrir þá framkvæmd stjórnarstefnunnar aö nota þá peninga sem ríkið inn- heimtir í sköttum. Gleöi ráðherrans og annarra fyr- irmenna er líka afar mikil fyrir þá sök að nú er búið að loka listina inni á nýju safni sem rúmar alla þá list sem til er í landinu. Þetta er til mikils hagræðis vegna þess að listasafnið á gamla staðnum rúmaði ekki nema hluta hennar og listaverk voru fyrir vikið að þvæl- ast fyrir fólki úti um allan bæ. Nú er hægt að safna þessum listaverk- um saman, kippa þeim úr umferð og geyma þau öll á Listasafninu. Þar geta þau rykfallið í ró og næöi, enda eru söfn ekki til annars held- ur en að forða þvi að safngripir séu annars staðar en þar sem enginn sér til þeirra. Auðvitað er það ófært að listaverk liggi á glámbekk á heimilum eða á almenningsstofn- unum þar sem fólk getur haft aðgang að þeim dags daglega. Það verður tafarlaust að koma lista- verkum bak við lás og slá til að enginn fari að misnota listina með því að njóta hennar nema í glæst- um höllum listasafnanna. Dagfari er föginn hvað þetta hef- ur allt saman tekist vel. Bæði með því að forða listaverkunum frá því að vera á almannafæri og svo hitt aö eyða meiri peningum í Listasaf- nið en ráð var fyrir gert. Enda er menntamálaráðherra hæstánægð- ur. Dagfari it«i ■uiuimummijMii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.