Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Page 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988.
Viðskipti
i
!
í
í
England er í sigtinu
hjá steinullarverksmiðjunni
- veruleg viðskipti við Færeyinga
Steinullarverksmiðjan á Sauðár-
króki seldi á síðasta ári 350 til 360
tonn til Færeyja og er fyrirtækið
nú með um helminginn af færeyska
markaðnum. En það sem meira er,
verksmiðjan er byrjuö að selja
steinull tU Englands og telur Þórð-
ur Hilmarsson, framkvæmdastjóri
verksmiðjunnar, að verulegar iík-
ur séu á að þar geti orðið markaður
upp á um eitt til tvö þúsund tonn
á ári.
„Við stöndum í viðræðum við
enskt fyrirtæki sem myndi dreifa
steinullinni í Englandi. Ég er bjart-
sýnn á að England geti orðið
verulegur markaður hjá okkur,“
segir Þórður.
Hann ségist einnig horfa til
Grænlands sem framtíðarmarkað-
ar en flutningsvandamál þangað,
sem stöfuðu af fáum skipaferðum,
stæðu í vegi fyrir umtalsverðri sölu
þangað.
Um afkomuna á þessu ári segir
Þórður að útlit sé fyrir að hún hafi
verið betri en menn þorðu að vona
þegar fyrirtækið var endurskipu-
lagt. Framleiðslugeta verksmiðj-
unnar er um 6500 tonn af steinull
á ári en sala hennar innanlands er
um 4 þúsund tonn á ári.
-JGH
Vmnumarkaðurinn:
Svona er skiptingin
Vinnumarkaðurinn á íslandi sam-
anstendur af um 150 þúsund manns,
samkvæmt upplýsingum úr frétta-
bréfi Verslunarráðs íslands. Fram
kemur að um 15 prósent vinna í sjáv-
arútvegi og fiskvinnslu, um 16
prósent í framleiðsluiðnaði, um 15
prósent í verslun, um 10 prósent í
byggingariðnaði, um 7 prósent í sam-
göngum, um 7 prósent í landbúnaði
og 30 prósent í þjónustu. _jgh
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggö
Sparisjóðsbækurób. 22 Allir
Sparireikningar
3ja mán.uppsögn 22 25 Ab.Sb
6mán. uppsögn 23-27 Ab.Sb
12mán.uppsögn 24 30.5 Úb
18mán. uppsögn 34 Ib
Tékkareikningar, alm. 10-12 Sp.lb. Vb.Ab, Sb
Sértékkareikningar 12-24 Vb
Innlán verðtryggö
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb. Lb.Vb
Innlán með sérkjörum 20-34 Sb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 6 7,25 Ab
Sterlingspund 7.5 8 Ab.Vb
Vestur-þýskmörk 2 3,25 Ab
Danskarkrónur 7,50-9 Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 34 35 Ib.Lb, Úb.Bb,
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) 36 eða kaupgengi
Almenn skuldabréf 36 37 Lb.Bb, Ib
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(vfirdr) 36 39 Lb.lb,
Utlan verðtryggð
Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Úb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 33 36 Bb.Lb,
SDR 8-8,5 Lb.Bb, Sb
Bandaríkjadalir 9-10 Lb.Bb. Sb.Sp
Sterlingspund 10,5-11,25 Úb
Vestur-þýskmork 5 5.75 Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 51,6 4.3 á mán.
MEÐALVEXTIR
Óverðtr.jan.88 36,2
Verðtr. jan. 88 9,5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitalajan. 1913 stig
Byggingavísitalajan. 345,1 stig
Byggingavísitalajan. 107.9stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1 . jan.
VERÐBRÉFASJÓOIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Ávöxtunarbréf 1,3927
Einingabréf 1 2,550
Eíningabréf 2 • 1,489
Einingabréf 3 1,588
Fjölþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,572
Lifeyrisbréf 1.282
Markbréf 1,322
Sjóðsbréf 1 1,253
Sjóðsbréf 2 1,173
Tekjubréf 1,311
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 130 kr.
Eimskip 365 kr.
Flugleiðir 252 kr.
Hampiðjan 136 kr.
Hlutabr.sjóðurinn 141 kr.
Iðnaðarbankinn 154 kr.
Skagstrendingurhf. 186 kr.
Verslunarbankinn 133 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbánk-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Þráinn kominn út í sjáKstæðan rekstur
Þráinn Þorvafdsson vinnur nú að ráðgjafarverkefnum varðandi útflutning
Þráinn Þorvaldsson er hættur sem
framkvæmdastjóri Útflutningsráðs
íslands. Hann er nú kominn með
sinn eigin rekstur á sviði ráðgjafar í
útflutningi og almennri stjórnun fyr-
irtaskja.
„Ég kvaddi hjá Útflutningsráði á
fóstudaginn þannig að í dag er ég í
fríi og tek það rólega," sagði Þráinn
við DV í gær.
Að sögn Þráins vantar tilfmnan-
lega þekkingu á útflutningsmálun-
um innan fyrirtækja og því gætir
mikillar eftirspurnar eftir ráðgjöf á
því sviði.
Þráinn er 43 ára. Hann var í níu
ár framkvæmdastjóri Hildu hf. í fe-
brúar 1985 hóf hann störf hjá Útflutn-
ingsmiðstöð iðnaðarins sem síðan
var breytt í Útflutningsráð íslands.
fyrirtækja og almenna stjórnun.
-JGH
Um 300 hættir að vinna hjá iðnaðinum
Um 300 störf hafa horfið í íslensk-
um iðnaði á síðustu mánuðum vegna
þess að fyrirtæki hafa lokað eða
dregið saman rekstur, segir í nýlegri
fréttatilkynningu frá Félagi ís-
lenskra iðnrekenda.
Ennfremur kemur fram að frá upp-
hafi árs 1986 til loka ársins 1987
hækkaði launakostnaður um 73 pró-
sent hjá iðnaðinum.
-JGH
Þrír millj-
arðar í spari-
skírteinum
innleysan-
legir fram í
lok apríl
Spariskírteini ríkissjóðs fyrir
um 3 milljarða króna eru ínnleys-
anleg á tímabilinu janúar til
apríl, samkvæmt upplýsingum
úr Verðbréfamarkaðnum, mán-
aðarriti Fjárfestingafélagsins.
Um er að ræða 14 flokka spari-
skirteina ríkissjóðs.
Raunvextir flestra flokkanna
eru mun lægri en þeir vextir sem
nú bjóðast á nýjum spariskírtein-
um en þeir eru á bilinu 7,2 til 8,5
prósent. Önnur verðbréf á fjár-
magnsmarkaðnum bera enn
hærri raunvexti eða frá 9 til 15
prósent.
-JGH
Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Verslunarráðið:
Skoðun tímaríta í réttu Ijósi
í nýlegri könnun sem Félagsvís-
indastofnun Háskólans stóð fyrir, að
tilstuðlan Verslunarráðs Islands,
kemur fram að 40% landsmanna sjá
tímaritið Mannlíf oft eða reglulega.
Fast á hæla Mannlífs fylgja svo Sjón-
varpsvísir Stöðvar 2 með 37%, Hús
og híbýli með 34%, og Nýtt líf með
29%. Þau tímarit sem menn sjá
minnst, eða 9%, eru Áfangar, Bónd-
inn, Frjáls verslun, Viðskipta- og
tölvublaðið og Víkingur.
í könnuninni, sem Verslunarráð
lét gera, leynast upplýsingar, sem
áður var talið, vegna misskilnings
milli DV og Verslunarráðs, að væru
þar ekki. Með því að leggja saman
tölur í íjórum dálkum einnar töfl-
unnar má finna hve mikill hluti
hinna spurðu sá viðkomandi tímarit
oft eða reglulega. Þær tölur eiga að
vera tiltölulega sambærilegar við töl-
ur úr eldri icönnunum um lestur
tímarita og nýlegri könnun um lestur
dagblaða.
Þann fyrirvara verður að hafa á
notkun þessara talna að þær sýna
ástand sem kom í kjölfar óvenjulega
umfangsmikillar og harðskeyttrar
útbreiðsluherferðar fyrir tímarit
Frjálsrar verslunar. Búast má því við
að tölur um blöðin Áfanga, Bílinn,
Fiskifréttir, Frjálsa verslun, Iðnað-
arblaðið, Mannlif, Nýtt líf og Sjávar-
fréttir séu því hærri en verið hefði í
eðlilegu ástandi.
Með þessum fyrirvara hefur DV
nú unnið úr könnun Félagsvísinda-
stofnunar og lagfært hinar birtu
tölur Verslunarráðs, þannig að þær
ná yfir mikla skoðun viðkomandi
fjölmiðils, svo sem venja hefur verið
í slíkum könnunum hér á landi. Ef
tekið er tillit til áðurnefndrar her-
ferðar, má búast við að Sjónvarpsvís-
ir og Hús og híbýh séu í raun meira
skoðuð en Mannlíf.
Samband íslenskra auglýsinga-
stofa stóð fyrir- könnun á lestri
tímarita í nóvember og desember
1982. Þessar tvær kannanir eru ekki
að öllu leyti sambærilegar þar sem
ekki var eins spurt. En til fróðleiks
látum við nokkrar tölur úr þeirri
könnun fylgja með. Hús og híbýli var
með 40,3% lestur og tískublaðið Lif
fylgdi fast á etir með 36,8%. Samúel
náði 30,8 prósentum og Vikuna lásu
28,1 prósent. Þess ber að geta að þess-
ar tölur eru vegið meðaltal hlutfalls-
legrar dreifingar.
Til hliðsjónar má geta þess að í
fyrrnefndri könnun á lestri dag-
blaða, sem gerð var í sumar, sáu 75%
Morgunblaðið daglega eða oft en 67%
sáu DV. Lestur tveggja stærstu dag-
blaðanna er því miklu víðtækari en
lestur stærstu tímaritanna, séu rétt-
ar tölur notaðar til viðmiðunar.
- StB
Morgunblaðið og DV bera höfuð og herðar yfir önnur dagblöð, eins og sést
á þessu súluriti. Sjötíu og fimm prósent sjá Morgunblaðið daglega eða oft
og sextiu og sjö prósent sjá DV daglega eða oft.
80-
70-
60-
50-
40-
30-
20-
10-
o--
Til muna færri sjá mest lesnu tímaritin en mest lesnu dagblöðin. Athugið
þó, að tölur um Mannlíf og önnur herferðarblöð eru ýktar í könnuninni
vegna herferðar á undan henni.
tfraorayenem