Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Qupperneq 4
4
MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988.
Fréttir
Versiunamtenn:
Fonnanna-
raðstefnahjá
sáttasemjara
„Það hefur verið ákveðið að for-
menn eða aðalsamningamenn
þeirra verslunarmannafélaga,
sem felldu miðlunartillöguna,
komi saman til fundar hjá mér í
dag til að ræða stöðuna sem upp
er komin,“ sagði Guðlaugur Þor-
valdsson ríkissáttasemjari í
samtali við DV, en þrettán versl-
unarmannafélög felldu tiilögu
Guölaugs.
Hann sagöist ekki sjá hvað
hægt væri að gera til Iausnar deil-
unni eftir að þessi staða væri
komin upp. Máhð væri komið í
harðan hnút sem erfitt yrði að
leysa.
Sá möguleiki er til í stöðunni
að hvert félag fyrir sig reyni
samninga heima í héraði og sagö-
ist Guðlaugur ekki sjá neitt því
til fyrirstöðu að sú aöferð yröi
reynd.
Fyrir utan Hafnaríjörö og Suð-
umes, og þar meö talið milli-
-landaflugið, beinist nú verkfall
verslunarmanna úti á lands-
byggðinni fýrst og fremst að
kaupfélögunum. Nær allar einka-
verslanir úti á landi em opnar
og innanlandsflugið getur haldiö
áfram, en kaupfélögin eru lokuð.
Þaö mun því meira mæða á
Vinnumálasambandinu en
Vinnuveitendasambandinu þeg-
ar leitað verður lausnar á deil-
unni næstu daga. -S.dór
Ámesingar lög-
htýðniríverkfallinu
Regína Thorarenæn, DV. Selfoasi;
Að sögn Hansínu Stefánsdóttur,
sem er á skrifstofu verkfallsvaröa
í Árnessýslu, eru sýslubúar lög-
hlýðnir og virða verkfall verslun-
armanna. Aðeins tvær
manneskjur hafa veriö stöðvað-
ar, það er eiginkona og dóttir Óla
Kr. Sígurðssonar hjá BP, sem
eiga lögheimili í Reykjavík, en
þær voru að afgreiöa bensín.
Á verkfallsvakt em 30-50
manns til taks ef með þarf, að því
er Hansína sagði.
Vinnuveitendasambandið undiibýr refsiaðgerðir:
Afgreiðslubann á fyrir-
tæki sem semja sér
Á fundi framkvæmdastjómar
Vinnuveitendasambandsins í gær,
1. maí, var samþykkt að fela samn-
ingaráði að undirbúa vamarað-
gerðir til að verja hagsmuni
vinnuveitenda og knýja fram lyktir
á yfirstandandi vinnudeilum. Sem
upphafsskref slíkra aðgerða sam-
þykkti framkvæmdastjómin að
fela samningaráði að hefja undir-
búning að viðskipta- og afgreiðslu-
banni aðildarfélaga Vinnuveiten-
dasambandsins gagnvart þeim
fyrirtækjum sem gengið hafa til
samninga við þau stéttarfélög sem
nú heyja verkfaU gagnvart aðildar-
félögum Vinnuveitendasambands-
ins.
„í raun þýðir þetta að við viljum
forða veiklunduðum meðbræðrum
okkar frá að falla í þá freistni að
gera sérsamninga við þau félög sem
em í verkfalli. Við ætlum ekki að
skilja þá félaga okkar út á landi
eftir sem sýnt hafa ábyrgð og festu
í verkfailinu. Við ætlum aö koma
í veg fyrir að þeir aðilar, sem hugsa
bara um stundarhagsmuni og hafa
samið undanfarið, geti tekið við-
skiptin frá þeim sem sýnt hafa
ábyrgð," sagði Þórarinn V. Þórar-
insson, framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambandsins, í samtali við
DV.
Hann sagði að þetta viðskipta- og
afgreiðslubann kæmi því aðeins til
framkvæmda að verkfallið héldi
áfram úti á landi.
Þær verslanir, sem samið hafa í
verkfallinu, eiga því á hættu að fá
ekki vöruafgreiðslu hjá fyrirtækj-
um í Reykjavík eða öðram stöðum
þar sem verkfalli verslunarmanna
er lokið sem eru innan Vinnuveit-
endasambandsins.
-S.dór
Atkvæöl félagsmanna i Verslunarmannafélagi Reykjavikur um miðlunartil-
lögu sáttasemjara voru talin i Karphúsinu á laugardagskvöldið.
DV-mynd GVA
Verkfalli verslunarmanna í Reykjavík lokið:
Meirihluti var á móti
en munurinn of lítill
Kjörsókn í allsheijaratkvæöa-
greiðslu Verslunarmannafélags
Reykjavíkur um miðlunartillögu rík-
issáttasemjara var 33,2%. Því taldist
tillagan samþykkt þptt 1925 væru á
móti henni, 1885 með, auðir selðar
væra 24 og 8 ógildir.
Kjörsókn þurfti að vera 35% til
þess að einfaldur meirihluti réði því
hvort tillagan væri felld. Við hvert
prósent undir 35% markinu varð
munurinn að verða meiri til þess að
hægt væri að fella tillöguna.
Um leið og úrslit voru kunn í taln-
ingunni hjá ríkissáttasemjara á
laugardagskvöldið var verkfalli
verslunarmanna í Reykjavík aflétt.
Verslunarmannafélagið á
Hvammstanga samþykkti tillöguna
með 14 atkvæðum gegn 13 en önnur
verslunarmannafélög, 13 að tölu,
felldu hana með miklum mun. Verk-
fall verslunarmanna heldur því
áfram annars staöar en í Reykjavík
og á Hvammstanga.
-S.dór
Þrettán í verkfalli
Bftir að Verslunarmannafélag
Reykjavíkur og Hvammstanga af-
lýstu verkfalli á laugardagskvöld eru
13 félög úti á landi eftir í verkfalli.
Þetta era: Verslunarmannafélag
Hafnaríjarðar, Suðumesja, Akra-
ness, Borgamess, Bolungarvíkur,
ísafjarðar, Húnvetninga á Blönduósi,
Skagfirðinga, Siglufjarðar, Akur-
eyrar, Húsavikur, Vestmannaeyja og
Ámessýslu.
Félögin í Rangárvallasýslu og V-
Skaftfellinga, sem og félögin á
Austfjörðum og félagið í Búðardal,
sömdu strax í fyrstu lotu.
-S.dór
í dag mælir Dagfari
Stormsker sextándi
Ennþá einu sinni lentum við í
sextánda sæti. Það virðist alveg
sama hvað viö geram, hvað viö
syngjum og hvað við sendum í
Eurovision, allt endar það í sext-
ánda sæti. Nú vorum við búin að
velja Sverri Stormsker og Sókrates
og ekki vantaði meðreiðarsvein-
ana. Þar var valinn maður í hveiju
rúmi. Hemmi Gunn, Jón Páll og
Hrafn Gunnlaugsson vora í fylgd-
arliðinu og eftir því sem fréttir
hermdu vakti íslenska sendinefnd-
in gífurlega athygli hvar sem hún
kom og veðbankar spáðu íslenska
laginu allt frá fyrsta sæti upp í það
þriðja. íslenska þjóðin var svo
bjartsýn um árangur að það lá við
þjóðarsorg þegar úrslitin birtust á
skerminum. Og nú spyija menn-
hver annan: Hvað gerðist? Hvemig
má það vera að þetta stórkostlega
lag nær ekki lengra? Og ekki stend-
ur á yfirlýsingunum um að nú eigi
íslendingar að draga sig út úr þess-
ari keppni, hætta þessari vitleysu.
En kæra landar, ekki láta hug-
fallast. Lærum af mistökunum.
Gerum betur næst. Allir sáu og
heyröu að lag Sverris var langsam-
lega best. En mistökin vora mörg.
Fyrir það fyrsta var það misskiln-
ingur hjá Hrafni Gunnlaugssyni að
reyna að villa um fyrir aðstandend-
um keppninnar og láta þá halda að
Sighvatur Björgvinsson væra
mættur á staðinn en ekki Sverrir.
í öðra lagi voru það mistök að
banna Sverri að vera eins og hann
er. Sverrir átti að fá leyfi til aö
flippa út. Til dæmis er sagt að list-
amðurinn hafi þurft aö vera edrú
flesta daga fyrir keppnina og hann
hafi jafnvel þurft að fara á fætur
um hádegisbil. Svona hömlur setja
sanna listamenn út af lagmu, enda
er Sverrir ekki vanur aö vera edrú
svona lengi í einu og hann nær sér
engan veginn á strik þegar hann
þarf að fara á fætur fyrir allar ald-
ir. Þegar kom að flutningi lagsins
var Sverri bannað að kúka á sen-
una eins og hann var búinn að lofa
og honum var bannað að segja eitt-
hvaö dónalegt eins og honum er
lagiö.
I öðra lagi er þetta allt saman
klíka. Einn dómnefndarmanna
okkar fullyrti strax eftir keppnina
að þaö hefði verið vitlaust fólk sem
hefði verið vahð í dómnefndir ann-
arra þjóöa. Þá á hann líklega við
að dómnefndimar hafi ekki vit á
músík og svo líka hitt, að þær hafi
mátt ráða hvem þær völdu. Eftir
að hafa tekið þátt í söngvakeppn-
inni þrisvar sinnum í röð ættum
viö íslendingar að vera búnir að
læra aö maöur fær ekkert stig,
nema þá fyrir tilviljun, ef ekki er
búið að semja við aðrar þjóðir um
atkvæðin fyrirfram. Þaö var til að
mynda vítavert kæruleysi hjá Bimi
Emilssyni að þiggja ekki kostaboð-
iö frá Tyrkjunum um að skiptast á
atkvæöum og við hefðum ekki
þurft nema að semja við tíu þjóðir
til að komast í fimmtánda sæti. Til
hvers er verið að senda út úrvalslið
á borð við Hemma Gunn og Hrafn
Gunnlaugs og Jón Pál ef þessir
snilingar eru ekki notaðir til að
semja um atkvæðin fyrirfram?
í þriðja lagi getum við lært af
þessari keppni að það skiptir í
rauninni engu máh hvaða lag við
veljum. Við höfum sent Gleðiban-
kann og Hægt og hljótt og núna
sendum við Sókrates, en allt kemur
fyrir ekki og alltaf era fimmtán lög
fyrir ofan okkur sem era miklu,
miklu lakari. Það sem skiptir máh
er að vera með. Andi ólympíulei-
kanna, þjóð meðal þjóða, land-
kynningin og auglýsingin, það
skiptir máh, ekki hitt, hvort við
sigram eða töpum. Og fyrir mestu
er líka það að viö vitum sjálf að við
höfum alltaf besta lagið. Það eru
bara hinir, einhverjar dómnefndir
í útlöndum, sem ekki kunna gott
að meta og hafa samið um atkvæð-
in fyrirfram og hafa í þokkabót
engan húmor fyrir mönnum eins
og Sverri Stormsker. Og svo er
þetta aht saman píp, nauðaómerki-
legar skrautsýningar þar sem
sannir listamenn njóta sín iha. ís-
lenska sendinefndin komst í frítt
ferðalag til írlands, heimsótti
merkar krár og auglýsti land og
þjóð og var okkur öllum til sóma.
Það er fyrir mestu.
Auk þess borgar sig ekki að
vinna. Sjónvarpið hefur ekki efni á
að breyta reiðhölhnni í hljómleika-
sal. Og við megum ekki við því að
missa Sverri út í heimsfrægðina.
Þá er betra að ganga að sextánda
sætinu vísu.
Dagfari