Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988. UÚönd Yun Gil-jung var í morgun tilnefnd- ur formadur stjórnarflokks S- Kóreu. Sfmamynd Reuter Háttsettir embættásmenn stjóra- irílokks Suður-Kóreu sögöu af sér embættum sínum í morgun til þess aö auövelda leiötogum flokksins að endurskipuleggja hann eftir ósig- urinn sem flokkurinn beiö í þingkosningunum í síðustu viku. Roh Tae-woo, forseti S-Kóreu, til- nefndi í morgun Yun Gil-jung, fyrrum varaforseta þings landsins, formann stjómarflokksins. Búist er viö að hann tiikynni aðrar breyt- ingar á forystu flokksins fljótlega. Jafnframt er búist við að Roh noti þetta tækifæri til þess aö losa sig við nokkra óvinsæla ráðherra úr ríkisstjóm sinni. Embættismennimir, sem sögöu af sér í morgun, kváöust bera ábyrgö á ófórum flokksins í kosn- ingunum. Náðu ekki samkomulagi Forseti OPEC (til hægri), Rilwanu Lukman, talar á fundi oliumálaráö- herranna i gær. Sfmamynd Reuter Olíumálaráðherrar OPEC, samtaka olíuframleiösluríkja, náöu ekki samkomulagi um samdrátt í olíuframleiðslu sinni um helgina þrátt fyrir boð þeirra olíuframleiðsluríkja sem ekki eru innan OPEC um að þau drægju saman seglin um fimm prósent. Olíumálaráðherrarnir, sem undanfarið hafa setiö fund ( Vín, sögðu í morgun að ekkert samkomulag væri fyrir hendi eftir að þeir höfðu fund- að stanslaust í fjóra sólarhringa. Talið er að þaö hafi einkum veriö Saudi-Arabar sem stóöu í vegi fyrir samkomulagí um þessi mál. „Vaknaðu, Jóhanna af örk, því að nasistarnir eru að nauðga þér,“ var áletrun á borða sem lesa mátti i einni af fjöldagöngunum í París í gær. Verið var að mótmæla göngu öfgamanna til hægri sem heiðruðu Jóhönnu af örk í gær um leið og leiðtogi þeirra fagnaði sigri sinum í fyrri umferð forsetakosninganna. Simamynd Reuter Tugir þúsunda gengu með Le Pen Bjami Hiivriksson, DV, Bordeaux: Skrúögöngur voru með mjög sér- stökum hætti í Frakklandi í gær, þann 1. maí. í stað þess að halda á heföbundinn hátt upp á dag verka- lýðsins var helsta markmið verka- lýðssamtaka að koma í veg fyrir að Le Pen, leiðtoga franskra öfgamanna til hægri, tækist aö stela senunni með göngu sinni í París til heiðurs Jó- hönnu af Örk. Le Pen vildi með göngunni fagna sigri sínum í fyrri umferð forseta- kosninganna 24. aprfl síðastliðinn. Vildi hann sýna að sá sigur hefði ekki verið nein tilviljun og jafnframt treysta stöðu sína. En það sem menn biðu helst eftir að heyra var hvorn frambjóðend- anna tveggja, Mitterrand eða Chirac, sem keppa munu um forsetaembætt- ið 8. maí, Le Pen styddi. Það fór eins og marga grunaöi: Le Pen gaf engin skýr svör. „Chirac er slæmur en Mitterrand er verstur," sagði leiðtoginn og ráðlagði sínum mönnum að kjósa alls ekki Mitter- rand. Hann sagði samt ekki hreint út að hann styddi Chirac. Le Pen er nú farinn að trúa því fyrir alvöm að hann sé viöurkennt og mikilvægt stjómmálaafl í landinu og hagar orðum sínum augljóslega með hliðsjón af því sem koma skal eftir 8. maí. Er honum meira í mun að leika þar stórt hlutverk en að sjá Jacques Chirac sigra. Enda getur vel verið að innst inni tefji Le Pen jafn- vel betra að hafa Mitterrand sem forseta. í göngu Le Pens vom allt frá 25 þúsund upp í 120 þúsund manns, allt^ eftir því hvort treyst er á opinberar tölur eða ágiskanir skipuleggjend- anna sjálfra. Verkalýðsfélögin náðu saman flölda á bflinu 40 þúsund til 130 þúsánd og þar vom áberandi ýmis samtök sem berjast gegn kyn- þáttahatri og Le Pen. Foringjar verkalýðsfélaganna vom hræddir um að þeirra ganga, sem skiptist reyndar í tvennt, því aö franskur verkalýöur hefur sjaldan veriö mjög samstæður, yrði hálfmis- heppnuð. Svo var þó ekki og þaö sem meira var, göngurnar fóm fram með ró og spekt án þess að tfl átaka kæmi milli hinna mismunandi fylkinga. Landið helga Egyptaland - skemmtiferðaskip á Níl 6.~'júiii (16 eða 22 dagar) Jerúsalem - Betlehem - Jeríkó - Dauðahafið - Nazaret - Galileuvatn - Egyptaland - Kaíró - Pýramídarnir- 5 dagar með skemmtiferðaskipi á Níl - Baðstrandardagar i ferðalok 4ra og 5 stjörnu hótel með morgunmat og kvöldmat og samt kostar ferðin eins og tvær viku- ferðir til London eða góð sólarlandaferð. Fararstjóri: Guðni Þóröarson. Ögleymanleg ævintýraferð. Fögur lönd og framandi þjóðlíf. Sólskinshvíld við Miðjarðarhafið og glæsi- legt lúxusskemmtiferðaskip á Níl. SGLRRFLUG Vesturgötu 17 símar 10661.15331. 22100. VÆRIEKKI RETT AÐ KAUPA NYJAN BIL A GOÐU VERÐI? HVAÐ ER FRAMUNDAN Í EFNAHAGSAÐGERÐUM? Nýir Mazda 626,2000 árg. 1988 framdrifnir með vökvastýri og ýmsum öðrum aukahlutum. Okkar verð frákr. 630.700,- HAG-PORT Söluaðili: Kellavtk BÍLASALAN BUK Skeifunni 8, símar, 68-64-77 og 68-66-42 Lögreglumenn særast í átökum Sjálfstæöissinnar á Nýju Kaledóníu myrtu I síðustu viku Jose Lapetite í hefndarskyni fyrir aðild hans aö morðum á nokkrum sjálfsstæðis- sinnum í desember 1984. Símamynd Reuter Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Fjórir lögreglumenn særðust, þar af tveir alvarlega, í aðgerðum yfir- valda gegn sjálfstæðissinnum inn- fæddra á Nýju Kaledóníu í gær. Þetta gerðist nálægt bænum Canala sem viröist vera einn af þeim stöðum á eyjunni þar sem mestur órói er. Þar leita lögreglumenn sjálfstæðissinna og reyna að hreinsa svæðið. Á eyjunni Ouvéa er tuttugu og þremur mönnum ennþá haldið í gísl- ingu og nú hefur erkibiskupinn í Nouméa, höfuðborg Nýju Kaledóníu, verið skipaöur samningamaður af ríkisstjóminni. Hann fór til Ouvéa í gær en var vonlítill um árangur. Kvaðst hann ekki vera pólítískur samningamaður en hann vfldi reyna allt til að bjarga lífi gíslanna. Sjáif- stæðishreyfing innfæddra vill ekkert með erkibiskupinn hafa og hefur krafist þess að Sameinuðu þjóðimar sendi rannsóknamefnd tfl Nýju Kaledóníu svo að ástandið verði kannaö á hlutlausan hátt. Þrátt fyrir að hálfgert styrjaldar- ástand ríki á Nýju Kaledóníu hafa innfæddir hingað til beitt sér gegn lögreglunni og hemum en látiö eyjabúa af frönskum upprana í friði. Enda er næsta víst að ef væringar kæmu upp á milli þessar hópa yrðu átökin harkalegri og erfiðara að hafa stjóm á mönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.