Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Page 15
MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988. 15 Akstursíþróttir og hinn almenni bHresðaáhugamaður: Kappakstur og umferð í seinni tíð hafa komið á markað litlir bílar sem hafa með hverju árinu öilugri vélar. Margar þessara bifreiða eru fluttar inn notaðar og því á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk en þar að auki hefur margt ungt fólk góðar tekjur og kaupir fokdýrar bifreiðar. Það má með sanni segja að marg- ir venjulegir fjölskyldubílar af yngri gerðum hafi yfir þeirri orku að ráða að fyrir fáum árum hefðu þeir talist trylhtæki. Sautján ára unglingi er ekki treyst fyrir kosn- ingarétti eða því aö fá afgreiðslu í vínbúð en að setjast upp í tæki sem nær 100 km hraða á 8 sekúndum - það er ekki vandamál. Nú má ekki skilja þessi orð sem ábendingu um að endilega eigi að hækka ökuleyfisaldur enda sýnist sem þá þyrfti að fara upp undir 25 ára aldur ef það ætti að duga að einhveiju marki. Þá má einnig benda á að það er einungis lítifl hluti af ungu fólki sem sýnir í verki að því er ekki treystandi fyrir bifreið. Margfaldur meirihluti ungs fólks er fyrirmynd- arfólk í umferðinni, en eðfl málsins samkvæmt er tekið eftir hinum. Kvartmíluklúbburinn Áhugamenn og keppendur í akst- uríþróttum hafa meiri áhyggjur af slæmri þróun í umferðinni en margir aðrir. Þeir sem stunda akst- ursíþróttir eru aflir áhugamenn um öryggi við akstur því bæði viljum við halda lífi og limum og auk þess er okkur annt um ökuskírteinið. Kvartmiluklúbburinn var stofn- aður 6. júlí 1976, fyrst og fremst til að fjarlægja keppnisakstur úr al- mennri umferð. Það bar mikinn árangur fyrstu árin en nú virðist KjaUarinn Svavar Svavarsson, stjórnarmaður í Kvartmiluklúbbnum sem margir ungir menn viti ekki hvemig þeir eiga að komast í klúbb- inn og svala þannig keppnisandan- um í öruggu umhverfi. Margir kynnu að segja „bifreið er tæki til aö feröast milli staða en ekki leikfang". Það er að beija höfðinu við stein- inn að telja að hægt sé að hindra að ungt fólk leiki sér með bifreiðar og bifhjól. Það er ólíkt heppilegra og raunhæfara að beina keppnis- sinnuðu fólki á þessu sviði inn í félagsskap þeirra sem standa fyrir keppnishaldi á lokuðum, öruggum svaeðum, undir umsjón löggiltra yfirvalda. Þekktur þingmaður lét það út úr sér í sjónvarpi nú nýverið að honum væri óskiljanleg sú árátta manna að vilja fara hratt. Ef margir á þessu plani eru í þing- sölum skal mig ekki undra þó margt gangi illa í þessu annars allsnægtal- andi. Hvað heldur maðurinn að sé und- irrót allra tæknflegra framfara? Það er örugglega ekki þörfin fyrir að fara sér hægt, enda væri mann- skepnan ekki enn farin svo mikið sem að beisla hest ef það sjónarmið hefði ráöiö ríkjum. En það er nú einu sinni þannig með flesta góða hluti að allt á sér sinn stað og tíma, einnig kappakstur. Viö félagarnir í Kvartmiluklúbb- num hörmum hin hræðilegu slys sem dunið hafa yfir í umferðinni að undanfömu. Við samhryggj- umst eftirlifandi ættingjum og vinum fómarlamba í umferðinni, fórnarlamba frekju, fáfræði og ótrúlegs dómgreindarleysis öku- níðinga sem virðast geta vaðið uppi átölulítið að stundum virðist. Oft em það nú ökufantarnir sjálf- ir sem slasast eða týna lífinu en það er of seint að iðrast eftir dauð- ann. Dómsmálaráðuneytið bregðist við Hvar er löggæslan? spyrja margir og ekki að ástæðulausu þvi það geta liðið dagar án þess að hinn almenni ökumaður sjái henni bregða fyrir hvað þá meir og ár og áratugir án þess að hún stöðvi mann þótt oft væri til þess tilefni, t.d. vegna vanbúnaðar í ljósum o.þ.h. Reyndar hefur verið herferð í gangi núna og eftir fréttum að dæma náðust margfalt fleiri um liðna helgi en venjulega. Mér er til efs að ökumenn hafi ekið hraðar eða ógætilegar þessa helgi en aðrar helgar eða aðra daga. Skýringarinnar er trúlega fremur að leita í að lögreglan hafi unnið venju fremur mikið. Það þætti ekki heppflegt að störf brunavarða væm unnin í törnum, það er að þeir væm við öðru hveiju en sprautuðu þá miklu en sæjust ekki í vinnunni þess á milli. Það er alkunna að ekkert er betur til þess fallið til að vera prúður í umferðinni en að hafa lögregluþjón í baksýnisspegflnum. Það er ríkisvaldinu tfl skammar hve lítið er gert í að halda fjölda löggæslumanna í takt viö verkefn- in en gífurleg aukning á bifreiðum kallar að sjálfsögðu á aukinn fjölda lögreglumanna. Kvartmíluklúbburinn skorar á dómsmálaráðuneytið að bregðast hart og skjótt við þessum vágesti sem kappakstur í almennri umferð er - og virðist vera í hröðum vexti nú að undanfórnu. Starfið með okkur Ungir ökumenn, látum slysið á Hverfisgötunni vera það síðasta af þessu tagi. Enginn er svo heimskur að hann ekki sjái hvílík íjarstæöa og geðveiki kappakstur í gamla bænum og i íbúðarhverfum er. Aflir áhugamenn um bifreiðar og bifhjól er velkomnir í Kvartmílu- klúbbinn og þar geta þeir fengið útrás fyrir keppnisanda á vitrænan hátt, í öruggu umhverfi. Félagsheimili Kvartmíluklúbbs- ins að Dalshrauni 1, Hafnarfirði, er opið á mánudgs- og fimmtudags- kvöldum frá 20.30 til 23.30, en þar koma áhugamenn saman og skoða blöð, ræða málin, horfa á mynda- sýmngar og hvað sem menn vilja hverju sinni. Brautin verður opin í sumar í hverri viku og klúbburinn er að fá nýjan tölvubúnað sem mælir allt frá viðbragði ökumanns á ráslínu til endahraða í km og tímann upp á einn þúsundasta úr sekúndu. Ungir ökumenn, tökum okkur á, sýnum í verki að okkur sé treyst- andi fyrir vélknúnumm ökutækj- um. Eyðfleggjum ekki líf okkar og annarra meö háskaframferði í umferðinni. Látum ekki bifreiðina okkar breyta lífi okkar og annarra í mar- tröð. Aðeins með réttri meðferð getur bifreiðin fært okkur gleði og gagn. Komið og starfiö með okkur í Kvartmíluklúbbnun, lærið af öðr- um og kennið öðrum. Kynnið ykkur Kvartmíluklúbbinn með heimsókn, talið við félagana og stjórnarmenn, hjálpið ykkur og okkur að bæta bæjarlífið með því að stía í sundur keppnisakstri og almennri umferð. Svavar Svavarsson „Sautján ára unglingi er ekki treyst fyrir kosningarétti eða því að fá áf- greiðslu í vínbúð en að setjast upp í tæki sem nær 100 km hraða á 8 sekúnd- um - það er ekki vandamál.“ Groðuwemd eða eyðing? Ég átti þess kost í janúarmánuði að taka þátt í námskeiði um ferða- mennsku sem mér þykir gott framtak og var tími til kominn að slík námskeið yrðu haldin. M.a. var fjallað um áhrif ferðalaga á náttúru og umhverfi, sem ég ætla að gera að aðalumræðuefni í þessari grein, því við seljum ekkert brauð ef komið vantar. Dæmi um ósnortna náttúru er Arnarvatnssvæði, en það liggur undir skemmdum vegna átroðnings ferðamanna. Átroðningur Kerið í Grímsnesi er annað dæmi um átroðning og þar eru skemmdir orðnar töluverðar og þar þarf að færa strax til betri vegar. Þá er það spurningin: Hver á að borga? Land- eigendur, sveitarsjóður, sýslusjóð- ur eða ríkissjóður? Kerið er náttúruundur sem við eigum sam- an og þess vegna þarf að leysa málin í sameiningu en ekki með því að vísa hver á annan, þannig að ekkert verði úr neinu. Hvað verður orðið fallegt við Gullfoss þegar umhverfið er orðið eins og eyðimörk? Þetta svæði er orðið til hreinustu skammar fyrir Náttúruverndarráð. Á Gullfoss- svæðinu þarf úrbætur og það strax. Átroðningur við fossinn er orðinn gífurlegur. Þegar langflestir ferða- menn, sem koma til landsins, fara til að skoða Gullfoss hlýtur náttúr- an að láta undan. Engir almenni- legir göngustígar eru á svæðinu, hvaö þá merktir. Fólkið gengur um svæöið eins og kálfar sem eru sett- ir út fyrst á vorin, þ.e. hugsar ekki um hvar það gengur. Við það myndast alls konar stígar um brekkurnar umhverfis fossinn sem síðan rennur úr við rigingarnar og myndast ljót sár í jarðveginum. Kerið og Gullfoss eru aðeins tveir KjaUarinn Guðmundur Eyjólfur Jóelsson langferðabilstjóri staðir af fjöldamörgum sem þarf að lagfæra hið snarasta. Álit vinnuhóps Ég ætla að leyfa mér að skrifa hér niður álit frá vinnuhópi um umhverfis- og náttúruvemdarmál á 18. ferðamálaráðstefnu 1987. Ætla ég mönnum sjálfum að dæma um árangur: 1. Stuðlað verði að meiri dreifingu ferðamanna um landið og dregiö úr ásókn á viðkvæma staði, einkum á hálendinu. Til þess þarf markvissar aðgerðir, t.d. með markvissri landkynningu og uppbyggingu á gisti- og þjón- ustumiðstöðvum og vörslu, t.d. á Austurlandi, Snæfellsnesi, svo og í hálendisbrúninni, t.d. í Þjórsárdal, Skaftártungu, Bárð- ardal og Blöndudal. En þaðan mætti fara í dagsfeðir til vin- sælli hálendisstaða. 2. Vegakerfið er mikilvæg undir- staða ferðaþjónustunnar og því er nauðsynlegt að gerðir verði sem fyrst vegir með bundnu slit- lagi á fjölfórnustu ferðamanna- leiðum. 3. Einnig þarf að bæta vegi á há- lendinu og stefna að þvi að þeir verði opnaðir á ákveðnum dög- um ár hvert. Nauðsynlegt er að bæta vegamerkingar til að auð- velda ferðalög um landið og forðast villuslóð. 4. Á vinsælum ferðamannastöðum þarf að grípa til markvissra verndaraðgerða, t.d. gera góða og merkta göngustíga, svo og með leiðbeininga- og fræðslu- starfi á staðnum. 5. Upplýsingastreymi til erlendra ferðamanna verði eflt með útg- áfu vandaðra upplýsinga- og leiðbeiningabæklinga, starf- rækslu upplýsingamiðstöðva og samstarfi við fiölmiðla og fræðslustarfi á ferðamannastöð- unum. „Kerið i Grimsnesi er dæmi um átroðning og þar eru skemmdir orðnar töluverðar," segir i grein- inni. 6. Virkara styrkja- og lánakerfi verði komið á til að bæta eða koma upp aðstöðu vítt um landið. 7. Ferðamálaráðstefnan beinir því tfl viökomandi yfirvalda að sett- ar verði reglur um gerð og notkun umbúða og einkanlega í þeim tilgangi að takmarka notk- un einnota umbúða úr varanleg- um efnum, svo sem Danir hafa nú gert. 8. Ferðamálaráðstefnan beinir því til menntamálaráðuneytis að umhverfisfræösla í skólum verði aukin og varið verði einni kennslustund hið minnsta á skólaárinu í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins til þessarar fræðslu. Þessi átta atriði eru álit frá vinnu- hópi um umhverfis- og náttúru- vemdarmál. Ég skora á stjórnvöld að framkvæma sem mest af þessari upptalningu. Hliðin inn í landið Hliðin tvö inn í landið (Keflavík- urflugv. og Seyðisfiörður) eru réttur vettvangur til að koma upp- lýsingum til ferðamanna sem koma hingað. Útbúa þarf góða og einfalda bæklinga með vel völdum orðum um land og þjóð, upplýsingar um vegi á hálendi, hvað beri að varast, hvaða leiðir eigi að fara, hvar eigi ekki að fara. Takmarka ber innkomu erlendra bíla sem koma með feiju, yfirleitt eru það mjög vel útbúnir bílar til að fara um fiöll og firnindi og eyði- leggja gífurlega. Ég held að það þurfi að stokka stjórnunargrunninn upp í ferða- mennsku. I dag fara tvö eða fleiri ráðuneyti með mál feröamennsk- unnar, þ.e. félagsmála- og sam- gönguráðuneyti. Það er þungt í vöfum að hafa fleiri ein eitt ráðu- neyti um yfirstjórn ferðamennsk- unnar. Ég styð hugmynd Bjöms Lárussonar, fv. hótelstjóra á Sel- fossi, um að mál ferðamennsku verði færð yfir til viðskiptaráöu- neytis. Þessar hugleiðingar eru ætlaðar til að skapa umræöur og hrista aðeins upp í kerfinu og til þess að við fórum aö hugsa um land okkar. Um möguleika og takmarkanir, ráð til að sporna við eyöingu, ráð til að laga það sem aflaga er farið, ráö til að upplýsa fólk um umhverfis- og náttúruvernd, ráð til að tak- marka umferð stórra og kraftmik- illa bíla um viðkvæma staði, ráð til að afla meiri tekna af ferða- mennsku, ráð til að lengja ferða- mannatímann. Þannig má halda endalaust áfram en einu skulum við átta okkur á. Ef akurinn vantar áburðinn þá þroskast ekki korniö, þá eyðist gróður, land blæs upp, feröamennskan þróast ekki. Guðmundur Eyjólfur Jóelsson „Ég styð hugmynd Björns Lárussonar, fyrrv. hótelstj. á Selfossi, um að mál ferðamennsku verði færð yfir til við- skiptaráðuneytis. ‘ ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.