Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Page 32
44 MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988. Meiming__________________________________________________________pv 1) Orðhvöt, orðheppin og ósérhlífin“ Inga og Halldór Laxness í Nizza áriö 1935. þeirra og síðar gifting, en áður en Silja Aðalsteinsdóttir - I aðalhlutverki - Inga Laxness, 255 bls. Mál og menning, 1987. Einn er fastur liður í jólahaldi íslendinga og hefur verið nú um sinn. Þá á ég ekki við kirkjugöng- ur, heldur allt tilstandið kringum jólabækumar, jólabókaílóðið kalla þeir það. Það þykir sumum sjálf- sagt hálfgert seinlæti að fara að gera eina helztu jólabókina frá 1987 að umræðuefni kringum sumar- daginn fyrsta. „Kemst, þótt hægt fari,“ sögðu þeir gömlu, og lengi hefur staðið tíl að gera minninga- bók Ingu Laxness hér nokkur skil, en með hækkandi sól verður stund- um gert það, sem virtist torvelt á ýh. Mér þótti, þegar er ég fór að lesa bókina, að hér væri um töluvert áhugavert rit að ræða. Sennilegt þykir mér, að þetta sé ein fyrsta ef ekki fyrsta minninga- bókin um lífið í Reykjavík, þar sem horft er á það frá sjónarmiði efn- aðrar og menntaðrar borgarastétt- ar, raunar yfirstéttar, ef hægt er að tala um slíkt í þeirri Reykjavík, þar sem sögumaður ólst upp. Það eru heldur ekki margir, sem lýst hafa þeim merkilegu árum miili 1920 og 1930, sem mér hefur fundizt einn merkilegasti áratugur okkar sögu, ekki sízt í Reykjavík, þegar menn hættu að mestu að nota hrákadalla og uppgötvuöu, að heimsmenningin væri ekki með endalaust lögheimih í Kaupmanna- höfn. Er ekki meö því verið að vanmeta merkUeg og raunar ómet- anleg menningaráhrif frá þeirri tumprúðu horg. Lærifaðir íslenskra lögfræðinga í bók Ingu kemst maður í tölu- vert mikla snertingu við þetta tímabil og að sjálfsögðu tímabiUn á undan og eftir, en það er ekki eins mikið nýnæmi. í fyrsta hluta bókarinnar segir frá æskuárunum eins og við má búast. Þar er að finna ákaflega fróðlega og skemmtilega frásögn af hennar merka föður, dr. juris Einari Ar- nórssyiú, er var um áratugi óumdeildur lærifaðir íslenzkra lög- fræðinga, fyrst sem kennari við lagaskólann, síðar háskólann og síðar óbeint sem hæstaréttardóm- ari og jafnframt afkastamikiU rithöfundur á sviði lögfræði. Stjómmálaafskipti hans vom tölu- verö, hann sat bæði í bæjarstjóm og á Alþingi, varð síðastur manna (1915-1917) ráöherra íslands og var á efri árum kvaddur til að taka sætí í utanþingsstjóminni 1942. Hann átti sætí í sambandslaga- nefndinni 1918 og átti mikinn þátt í þeim úrsUtum, er þá feng- ust. Margt fleira mætti hér nefna, en því er þetta sérstaklega tíundað hér, að mér þykir ekki mega drag- ast lengur að rituð verði ævisaga Einars og þá ekki sízt með tUUti tíl lögfræðistarfa hans. Stendur það engum nær en íslenzkri lögfræð- ingastétt að eiga frumkvæði að slíku. Ekki get ég sagt, að ég hafi þekkt Einar Amórsson neitt, skipti að- eins fáum orðum við hann um dagana. Hann vaktí ekki sérstaka athygU á götu nema helzt vegna þessa mongólska yfirbragös sem hann hafði og Inga minnist meðal annars á. Hann var hégómalaus í meira lagi. Inga segir frá því, er foreldrar hennar vom að fara í ein- hverja merkisveizlu og móðir hennar búin að festa einhvem slatta af orðum á kjóljakka Einars. Þegar hann varð þessa var, reif hann allar orðumar af jakkanum. Á myndum frá lýðveldisstofnun- inni 1944 fæ ég ekki betur séð, en Einar sé eini ráherrann, sem ekki hafi veriö með pípuhatt. Hjá betri borgurum Einar ólst upp í sárri fátækt, brauzt tU mennta af miklu kappi og lauk einhveiju hæsta, ef ekki hæsta, lögfræðiprófi íslendings við Hafnarháskóla. Einar komst fljótt tíl góðra efna enda útsjónar- og ráðdeUdarsamur í senn, og saga Ingu ber þess glöggt vitni, að heimihslif hefur verið með ríkmannlegra sniði, en tíðkast hef- ur hjá svonefndum „betri borgur- um“ á þeirri tíð. Einar lét reisa sér stórt og myndarlegt hús á Laufás- vegi 25 og nokkrum árum síðar bætti hann við öðra álíka stóru, sambyggðu. Þama bjó fjölskyldan, en í heimUi vora lengi 10 manns auk 2 vinnukvenna. Og fjölskyldan átti einkabU, sem var næstum eins- dæmi á þeim árum. Þau hjón fóru iðulega til útíanda og höfðu bömin með sér. Á þeim tíma þótti allflest- um mikið ævintýri að komast tíl ÞingvaUa einu sinni á ári eða svo, þá var þess eitt sinn getið í Morgun- blaðinu að Jón Ófeigsson, yfir- kennari við Menntaskólann, hefði um tíma dvalizt í tjaldi austur í Þjórsárdal með flölskyldu sinni! Kona Einars var Sigríöur, dóttir Þorláks Ó. Johnson, þess merka brautryðjanda í verzlunarmálum í Reykjavík á sinni tíð, náfrænda Jóns Sigurössonar, mikUs fram- faramanns. Sigríður hafði áður verið gift Ólafi Hauki Benedikts- syni, bróður Einars skálds, en hann lézt eftir skammvinnt hjóna- band af slysfóram. Inga segir á einum stað svo frá foreldram sínum: „Sigríður og Einar vora ólík að upprana og eðlisfari. Hún var list- hneigð, las mikið og hafði góðan smekk. Hann skiptí sér ekki af list- um og þykir skrifa þurran stfl, hugsa meira um staðreyndir en sefjunarmátt orðanna. Hún spilaði á píanó, hann tefldi skák. Hún stóð nær kirkju og trú, hún fór með bömin sín í kirkju til skímar, hann var Brandesarsinni frá námsárum 'sínum í Kaupmannahöfn, sótti ekki kirkju, en átti víðsýna presta að vinum. ... Þau vora tíldurslaus og heimakær." Móðins að vera á Þingvöllum Inga segir fóður sinn hafa verið mjög frjálslyndan. „Við krakkamir fengum afltaf að fara þangað, sem við vUdum, fórum oft utan tíl langdvalar eriendis eins og áður er minnzt á.“ Og hún bætir við „For- eldrar okkar ólu okkur upp sem nútímakonur.... Kannski átti það sinn þátt í því, að við systurnar skUdum allar við fyrri menn okk- ar. Ef til vUl hafa þeir ekki verið viðbúnir til að búa með svo kröfu- hörðum og fijálslyndum konum. Hjónabönd númer eitt vora heit og stormasöm. Hjónabönd númer tvö vora farsæl." Ég hafði mestu skemmtun og fróðleik af þvi að lesa lýsingar af æsku og unglingsárunum, skauta- ferðum á Tjömina, leikjum, skáta- lífi, ferðalögum, skólalífi, æskuvinum og skemmtunum sem frá er sagt í bókinni. Snemma hóf- ust afskipti Ingu af leiklist, en eitt Bókmenntir Páll Líndal helzta höfuðból íslenzkrar leUíUst- ar var á Laufásvegi 5, þar sem Borg-fjölskyldan bjó. Kynnin af þeirri ágætu íjölskyldu áttu eftir að móta mjög þriðja meginþáttinn í ævi Ingu, eins og mér finnst mega kalla. Nú hefur verið greint frá fyrsta þættinum, en nú verður vikið dálít- ið að öðram þættinum. „Mér finnst ég hafa þekkt Halldór áUa mína ævi, en viö kynntumst á ÞingvöUum, þegar ég var stelpa. ... Það var afskaplega móðins aö vera á ÞingvöUum, ef maður gat og hafði ráð á því. Hann var þama í tjaldi að skrifa, en ég var með vinkonum mínum og gisti i ValhöU (eitt dæmið um flottheitin!). Við HaUdór hittumst þarna á VöUun- um, og mér hefur líklega orðið starsýnt á hann, því hann kom að mér með sígarettu mUU fingranna og sagði: „VUduð þér gera svo vel, fröken, að kveikja í sígarettunni fyrir mig með augunum.““ Svona vora menn skáldlegir í taU árið 1924. Nú er þaö víst Uðin tíð auk þess nánast fyrirskipaðir „reyklausir dagar", svo að þetta er varla hægt lengur. Upp úr þessu spratt trúlofun þau giftust dvöldust þau mikið er- lendis, raunar hvort í sinni heims- álfu að verulegu leyti. „Svívirðilegt níð um þjóðina“ Það var á árunum fyrir 1930, sem HaUdór tók að sér fyrir alvöru að ganga fram af þjóðinni með skrif- um sínum. Hinum ráðsettari hluta þjóðarinnar, sem sagt algeram meirihluta þjóðarinnar, ofbauð gersamlega hvemig þessi ungi maður gat leyft sér að skrifa sví- viröflegt níð mn þjóðina og menn- ingarástand hennar, með óguðlegu rausi og soralegum munnsöfnuði. Hann var á þessum tíma og lengi síöan algerlega bannsunginn af töluverðum hluta þjóðarinnar. Mér virðist af samtímaheimUdum, ekki aðeins dagblöðum, heldur meira að segja Alþingistíðindum, að fjöldi manna hafi misst stjóm á sér eftir að hið mikla tímamótaverk hans, Vefarinn mikh frá Kasmír, komst loks á þrykk með aðstoð siðspilltra manna og ekki var meiri reisnin á útgáfunni en svo að bókin kom út í heftum eins og reyfarar gerðu á þeirri tíð. Mér dettur í hug Maður- inn með stálhnefana og álíka Utter- atúr. Annars er búið nú þegar að rita svo mikið um þessa bók og raunar skáldið sjálft, að það er ekki á mínu færi að auka þar neinu við. Það vekur þó nokkra furðu mína, að í annars tveim ágætum bókum um HaUdór, sem út komu á síðastliðnu ári, er varla minnzt á Ingu, í ann- arri alls ekki og í hinni á fjóram stöðum, svo að segja eingöngu í sambandi við misjafnlega lukkaðar Ijósmyndir. Báðar þessar bækur snerta þó að meira eða minna leyti það tímabU í ævi skáldsins, er kynni þeirra hafa verið hafin og þau síðar gift. Það er þó ekki vafi á því að þau fléttast víða inn í frá- sögnina, og það þykist ég vita, án þess nokkuð verði fuUyrt, aö áhrif- in frá umhverfi því, sem Inga ólst upp í, hafa haft sín áhrif á ýmis- legt, sem þar er ritað. Opinber stofnun Þótt bækur eða frásagnir af hjónaböndum lifandi samtíðar- fólks séu stöðugt les- og söluefni með öðram þjóðum og sUkar bæk- ur seljist jafiivel í mUljónaupplög- um, hefur.Utið sem ekki kveðið að slíku hér á landi og þær frásagnir, sem ég man eftir, engan veginn þannig að á þeim sé byggjandi, að því er ég ætla. Jafnvel sá mikU sannleiksleitandi, Þórbergur Þórð- arson, brást að því leyti. Sumir segja að bættur sé skaöinn og má til sanns vegar færa. En HaUdór Laxness er slík stærö í okkar þjóðfélagi að aUt, sem um hann er vitað, vekur nú áhuga þjóðarinnar. Hann er í hugum okk- ar margra nánast opinber stofnun eins og Vegagerðin eða Lands- bókasafnið. Því þykir mér fengur að öðrum þætti bókarinnar um kynni og síð- ar hjónaband þeirra Halldórs og merkfleg viðbót við það, sem ég hef áður lesið. Þar er aö vísu ekki farið með neinu offorsi eins og t.d. í minningabók Ingmars Bergmanns, Latema magica, sem ég las um daginn og var metsölubók a.m.k. í Noregi og Svíþjóð á sl. ári, enda ástæðulaust. Þótt þetta fræga bjónaband hafi farið út um þúfur, þá hefur það áreiöanlega haft mikU áhrif einnig á aðstöðu skáldsins í veraldlegum efnum. Þegar „The. Moral Majority" eins og Banda- ríkjamenn kaUa það, hélt uppi rógi og jafnvel ofsóknum gagnvart skáldinu, virðist hann hafa átt tryggan stað í húsi Einars Amórs- sonar. Það hefur ekki verið lítils virði, þegar bækumar fengust varla gefnar út fyrir ofstæki manna, hvað þá meir. Ef þetta er ofmat á stuðningi hins litt bók- menntasinnaða manns, Einars Amórssonar, þætti mér vænt um að það yrði leiðrétt af þeim sem betur vita. í gasljósi Eins og áður er minnzt á, komst Inga í tæri við leiklist hjá fjölskyld- unni á Laufásvegi 5. Eftir að leiðir þeirra HaUdórs skfldu, hvarf Inga að miklu leyti að leiklistinni og vann sér þar töluverðan orðstír. Mér verður aUtaf minnissætður leikur hennar í leikritinu Gasljósi á sínum tíma. Munu flestir sam- mála um, aö þar hafi hún sýnt betur en oftast hæfileika sína á leikhstarsviðinu. í þessum þætti bókarinnar er birt mikið af lofsamlegum dómiun um leikkonuna, og skal þaö ekki end- urtekið hér eða endursagt. Árið 1960 gekk Inga í hjónaband með Óskari Gíslasyni kvikmynda- tökumanni og Ijósmyndara, og búa þau í Þingholtsstræti í næsta ná- grenni við æskuheimfli Ingu, sem áður segir frá, og una þar vel hag sínum að því er lesa má. Auðvitað hefði maður kosið að í bókinni hefði verið sagt ýtarlegar frá ýmsu, en það má víst segja um allar skemmtilegar bækur. Það mætti segja mér, aö Inga lumaði enn á ýmsu, sem væntanlegum ævisagnarituram HaUdórs muni þykja fengur að. Silja Aðalsteinsdóttir bók- menntafræðingur hefur skrásett bókina og tekizt þaö vel eins og flestir munu hafa búizt við. Ég hef heyrt að því fundið, að í frásögn- inni skiptast á beinar frásagnir Ingu og svo óbeinar frásagnir SiJju. Ekki truflaði þetta mig nema síður væri, enda verður ýmsu efni trauð- lega komið til skUa, nema þessi háttur sé á hafður. Töluvert af skemmtilegum myndum er að finna í bókinni, að vísu misgóðar, enda sjálfsagt tekn- ar sumar á kassavélar síns tíma og „í hita augnabliksins", ef svo mætti segja. P.L.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.