Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Page 41
■
MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988.
53
Sviðsljós
AfiYiælisbarnið Indriði Indriða-
son sést hér ásamt góðvini
sínum, Sigurbirni Einarssyni
biskup.
r
Indriði Indriðason rithöfundur
varð áttræður sunnudaginn 17.
apríl. Indriði er einn merkasti
ættfræðingur landsins og hafa
koraið út eftir hann Ættir Þingey-
inga í flórura bindum. Nú vinnur
hann að undirbúningi fimmta og
sjötta bindis.
Indriði hefur starfað mikið að
bindindismálum og var um tima
stórtemplar. Einnig hefur hann
verið formaður Ættfræðifélags-
ins og Myntsafnarafélags íslands.
Indriði hefur unnið mikið að nán-
ari samskiptum íslendinga og
Vestur-íslendinga og verið í
stjóm Þjóðræknifélags íslend-
inga. Þá hefur Indriði verið í
stjóm Rithöfundasambands fs-
lands, Félags íslenskra rithöf-
unda og Félags Þingeyinga í
Reykjavík og i Reglu musteris-
riddara. Indriði er eldhress í anda
og vinnur ennþá að fræðistörfum
af mikilli eljusemi.
Fjöldi manns mætti í afmæli-
sveislu Indriða sem haldin var í
Templarahöllinni, Eiríksgötu 5,
og lætur nærri að það hafi verið
200 manns.
Ámi Norðfiörð, gjaldkeri fijá Ste-
fáni Thorarensen og Guömundur
Erlendsson ijósmyndari.
DV-myndir BG
Eldri félagar Ungmennafélags Reykdæla við nýja fðnann. DV-myndir Snorri Kristieifsson
•* 4.
Hi m m l
Ungmennafélag Reykdæla 80 ára
Snorri Kristleifesan, DV, Borgaifirði:
Ungmennafélag Reykdæla varð
áttatíu ára á sumardaginn fyrsta. Af
því tilefni var efnt til hátíðarsam-
komu að Logalandi. Flutt vom ávörp
og rifjuð upp saga félagsins. Formað-
urinn, Pétur Pétursson, aíhenti elstu
félögunum nýjan fána, sem keyptur
var fyrir þetta tækifæri. Yngri deild-
in annaðist skemmtiatriði og söng.
Einnig söng kirkjukór Reykholts-
sóknar nokkur lög. Að lokum var
kaffi drukkið með miklu og góðu
meðlæti. Aðeins tveir stofnfélagar
em enn á lífi, það em þeir bræður
Þórður og Þorsteinn Kristleifssynir
frá Stóra-Kroppi.
Yngri deildin annaðist skemmtiatriði.
Siguijón J. Sigurðssan, DV, ísafirði
ísafjörður:
Menntaskólanemar
dimittera
Síðasti kennsludagur þessa kennsluárs, dimission, 1 Menntaskólanum
á ísafirði var annan dag hörpu. Þeir nemendur, sem ætla sér að yfirgefa
skólann á þessu vori með hvítan koll, brugðu aö vanda á leik þennan
síðasta dag sinn í skólanum og höguðu sér alveg eins og fifl; eins og regl-
ur gera ráð fyrir.
Það hefur í gegnum árin verið venja að útskriftaraðallinn, eins og hæst-
virtir 4. bekkingar eru stundum kallaðir, klæði sig venju fremur óvenju-
lega þennan síðasta dag sinn í skólanum og var sú regla í hávegum höfð
nú sem endranær. Aö þessu sinni klæddu krakkarnir sig líkt og amerísk-
ir knattspyrnumenn og fór það þeim bara nokkuð vel eins og meðfylgjandi
mynd sýnir.
Yngri kynslóðin hafði gaman af aö
fylgjast með útskriftaraðlinum
sprella, eins og venja er á þessum
degi. DV-mynd SJS
Vinabæjamót
Siguijón J. Sigurðssan, DV, ísafirði:
Félagsstarf aldraðra á ísafirði er
og hefur verið með miklum blóma.
Fyrir skömmu buðu aldraðir á
ísafirði kollegum sínum frá Bolung-
arvík í heimsókn á Hlíf. Var þar um
að ræða nokkurs konar vinabæjar-
heimsókn, sem vonast er til að geti
orðiö árlegur viðburður.
Á vinabæjamótinu var boðið upp á
margvísleg skemmtiatriði. Kór aldr-
aöra, sem varð til í félagsstarfi
aldraðra á Hlíf, söng nokkur lög,
hjá öldruðum
kvartett þeirra bræðra Sævars og
Torfa Einarssonar og tveggja kvenna
úr Súðavík skemmti, félagar úr
Harmonikkufélagi Vestíjaröa léku
viö góðar undirtektir. Auk þess
komu böm frá Dansskóla Dagnýjar
Bjarkar Pétursdóttur og sýndu dans
og buðu öldruöum félögum upp.
Margt fleira var til skemmtunar en
vitanlega fór mikill timi í þaö að
ræöa málin og njóta þeirra glæsilegu
veitinga sem í boöi voru.
Börn úr dansskóla Dagnýjar Bjarkar Pétursdóttur dönsuðu.
DV-myndir SJS
Ólyginn
sagði...
Christina
Onassis
sem á eina dóttur er oröin vonlít-
il um að eignast son. Hún hefur
því á pijónunum áform um aö
ættleiöa tvo drengi, helst tvíbura,
og skíra þá Aristotle og Alexand-
er í höfuöið á íoður sínum og
bróður. Christina Onassis á að
baki misheppnað hjónaband með
Thierry Roussel, en með honum
eignaðist hún dótturina Tinu.
Cher
er nú oröin svo efnuð að hún get-
ur nánast veitt sér allt sem hún
vill af veraldlegum hlutiun. Hún
er með ungum manni af ítölskum
ættum, sem heitir Tom Camiletti,
en hann er mikill bíladellumað-
ur. Um daginn fóru þau og
prufukeyrðu glæsikerru af gerð-
inni Ferrari Testarossa. Sú bif-
reiö kostar ekki nema 5 milljónir
króna. Camiletti var svo hrifinn
af bifreiðinni að Cher snaraði
fram ávisun fyrir bílnum og gaf
kærastanum.
Kirstie Alley
leikkonan með hijúfu röddina
sem leikur í framhaldsþáttunum
Stríðsvindar sem sýndir eru á
Stöö 2, hefur einnig getið sér gott
orð í framhaldsþáttunum Staupa-
steini. Hún leysti þar leikkonuna
Shelley Long af, og leikur eiganda
barsins sem Ted Danson stjórnar.
Þrátt fyrir viskírödd sína og hlut-
verk sitt í Staupasteini, smakkar
hún aldrei vín. Móðir Kirstie lést
í bílslysi af völdum drukkins öku-
manns, og eftir það atvik hefur
Kirstie ekki smakkað dropa af
áfengi.