Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988. 3 Fréttir Þensla á vinnumarkadi: Starfsfolk vavvtar í um 2.900 störf - ástandið er HeWur betra en á sama tíma í fyrra Veruleg þensla er nú á vinnu- vinnsiu á höfuðborgarsvæöinu og markaði og ætia má að í heild séu er nú samkvæmt könnuninni eng- um 2.900 stöður ófyiltar í þeim at- in staða laus. vinnugreinum sem sérstök könnun Mikil vöntun er enn á sérhæföu Þjóðhagsstofnunar og vinnumála- starfsfólki og ber þar enn mest á skrifstofu félagsmálaráðuneytisins þörf sjúkraliúsanna fyrir hjúk- á atvinnuástandi og atvinnuhorf- runarfólk og annaö sérmenntað um náði til. Ófylltar stöður í þess- starfsfólk. um greinum samsvara um 3,2% af Vísbendingar frá fyrirtækjum heildarmannafla þeirra sem er þó um æskilegan starfsmannafjölda í heldur minna en á sama tima fyrir sumar og haust benda til svipaðrar ári. árstiðasveiflu og undanfarin ár. Mestur skortur er á verkafólki Yfir sumarmánuðina má ætia aö ef litiö er til landsins í heild eða eftirspumeftirvinnuafliaukistum um 1300 ófylltar stöður. Fjóröung- tæp 9% fram yfir það sem hún var ur þeirra er á höfuðborgarsvæöinu í apríl en með haustinu dragi aftur en síðastliöið haust var þaö um úr. Mat fyrirtækja á raunaukningu helmingur. Munar hér raest um veltu frá fyrra ári er það að velta minnkun umframeftirspurnar í aukist um rúm 2% að meðaltali. byggingariönaði. Er þetta nokkru meiri aukning en Enn er skortur á stayfsfólki í fisk- búast mætti við ef miöaö væri viö vinnslu á landsbyggðinni Þar fyrri spá Þjóðhagsstofiiunar um vantar mest verkafólk. Hlns vegar raunbreytingu vergrar landsfram- hefur dregið úr manneklu í fisk- leíðslu á árinu. JFJ Tívolðð í Hveragerði: Hálf lögmannastétt- in er á eftir okkur segir Sigurður Kárason „Þegar ég og Olafur Ragnarsson getum ekki talast viö er ekki von til þess að aðrir hafi trú á okkur. Hálf lögmannastéttin er á eftir okkur og þessi uppákoma býöur heim þeirri hættu aö lögmennimir fari aö sækja aö okkur af krafti og hreinlega beri tækin út. Hingaö til hefur okkur ver- iö sýnd þolinmæði en þaö má búast við breytingum á þ\ti,“ sagði Sigurð- ur Kárason, einn eigenda Tívolísins. „Tívoliinu var lokaö vegna þess aö rafvirkjameistarinn á háar fjárhæðir hjá okkur. Ég og Pálmar Magnússon höfðum lagt fram persónulegar ábyrgðir vegna þeirra skulda. Eftir aöalfundinn fórum viö og sóttum þær ábyrgðir. Aðalfundurinn var ólöglegur og við kærum hann til við- skiptaráöuneytisins. Pálmar, sem er stæsti hluthafinn, var ekki boðaður á fundinn fyrr en sama dag og hann var haldinn. Af þeirri ástæðu teljum við fundinn ólöglegan," sagöi Sigurð- ur. Deilur Siguröar og Ólafs Ragnars- sonar hæstaréttarlögmanns, sem kjörinn var stjómarformaður á aðal- fundinum, hafa staðið lengi. Þaö var í janúar 1987 sem Ólafur gerðist hlut- hafi í Skemmtigarðinum hf., sem er fyrirtækið sem á Tívolíið. Þeir Ólafur og Sigurður deila um eignarhluta og hlutafé. Ólafur segist vera einkaeig- andi húsanna en Sigurður segir það vera orð Ólafs og ekki vera tilbúinn til aö taka undir þau orð athuga- semdalaust. Hjá sýslumanni Ámessýslu er von á úrskurði í útburöarmáli sem Ólaf- ur Ragnarsson höföaði á hendur Skemmtigarðinum áður en hann gerðist stjómarformaöur fyrirtækis- ins. „Því lengur sem viö rífumst, því lengur stendur þetta. Áður en Ólafur kom inn í fyrirtækið gekk þaö eöli- lega. Þriöji aöili verður aö koma til svo aö þetta mál leysist. Þetta er ábyrgöarhluti gagnvart starfsfólk- inu. Þaö starfa þama 20 til 30 manns. Kröfuhafar hafa sýnt okkur þolin- mæði en þegar samkomulag okkar er svona slæmt, óttast ég breytingar þar á. Ég og Pálmar teljum okkur eiga yfir 50 prósent í fyrirtækinu. Ef samkomulag næst ekki fljótiega opna ég annað tivoli. Þaö er nóg af lands- svæði í Hveragerði. Annar staður kemúr ekki til greina," sagöi Sigurð- ur Kárason. -sme Sjö styrkir til kvenna- rannsókna Á íjárlögum fyrir yfirstandandi ár var einnar milljónar og 250 þúsund króna fjárveiting færð Háskóla ís- lands til rannsókna í kvennafræðum. Áhugahópur um íslenskar kvenna- rannsóknir, sem starfaö hefur und- anfarin þrjú ár, tók að sér aö úthluta þessu fé í umboði Háskólans. Tutt- ugu og fjórar umsóknir bámst og hlutu eftirfarandi umsækjendur launastyrki: Auöur Eir Vilhjálmsdóttir, til rann- sókna í kvennaguðfræði. Guðrún Jónsdóttir, til að rannsaka reynslu kvenna af sifjaspellum og þjónustu við þær á íslandi og í Bret- landi. Helga Sigurjónsdóttir, til rannsókna á sögu- og hugmyndafræði Rauð- sokkahreyfingarinnar. Margrét Guðmundsdóttir, til aö rannsaka og gefa út dagbækur Elku Björnsdóttur, verkakonu í Reykja- vík, frá ámnum 1915-1923. Már Jónsson, til rannsókna á faðem- iseiðum frá 1500-1900. Ragnhildur Vigfúsdóttir, til rann- sókna á íslenskum konum á erlendri gmnd fram um síðari heimsstyijöld. Sigrún Stefánsdóttir, til framhalds- rannsóknar á hlut kvenna í íslensk- um fjölmiðlum, einkum íslenska Rík- isútvarpinu/sjónvarpi. JFJ RAFMðlDRAR Til á iager. Rafmótorar frá EVACEC í Portúgal, 0,37 kw til 50 kw. Mjög hagstætt verð! Viögerðar og varahlutaþjónusta. IANDVÉIARHF SMIDJLMEGI66. KÓPAVOGI, S. 9176600 3 DYRA 4 GÍRA TS KR. 429.900, ■ STGR. 5 DYRA 4 GÍRA CS KR. 444.900 j" STGR. VERÐ MIÐAST VIÐ BÍLINN KOMINN Á GÖTUNA BRIMBORG H/F ARMÚLA 23 - SÍMAR 685870 - 681733 DAIHATSU CHARADE TAKMARKAÐ MAGN FRÁBÆRT VERÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.