Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988. LífsstíU Blýmengun: Alvarlegt umhverfisvanda- mál um heim allan Blý er ekki bara í bensíni. Þaö er einnig í loftinu, í umhverfmu og jafnvel í fæðunni. Margt bendir til aö milljónir um allan heim séu meö vægablýeitrun. Er ríkisstjórnir um heim allan tóku til bragðs að minnka blýnotk- un í bensíni kom þaö ekki til af engu. Blýeitrun var oröin verulegt vandamál sem ekki var unnt aö leiða hjá sér öllu lengur. Mesti mengunarvaldurinn var bensín og er langt síöan blýlaust bensín var sett á markaö í ýmsum lönd- um. Nú, meira en áratug siðar, kemur í ljós að blýinnihald í blóði bama í þessum löndum er enn of hátt. Skýringin er aö aðrir mengunar- valdar eru enn virkir. Almenn blýeitnm Stöðugt fleiri rannsóknir sýna fram á almenna væga blý- eitrun. Þetta hefur meðal annars í fór með sér minnkandi greind barna og lélegri námsárangur. Og mengunin er í öllu umhverf- inu. Allt frá niðursuðudósum, en þeim er lokað með blýinnsigli, til búsáhalda eru mengunarvaldar. Einnig hefúr ýmis málning hátt blýinnihald. Blý er því að finna í fæðunni sem við neytum, loftinu sem við öndum að okkur, búsáhöldum og jafnvel í ryki úti á götu. Þetta blý sest allt til í likamanum með ýmsum afleiðingum. Skyldi þetta vera „óblýtt"? Hættanvið blýmengun Líkaminn þarfnast ekki blýs en tekur það samt sem áður til sín. Hann losar sig ekki við það heldur geymist það í vefjum, að- allega í beinum. Þaðan kemst það eftir mislangan tíma út í blóðrás- ina. Þá fer það að hafa slæm áhrif áfrumustarfsemi. Þetta hefur það í for með sér að miðaldra karlmenn eiga frek- ar á hættu að fá of háan blóð- þrýsting ef þeir hafa mikið blý í líkamasínum. Vanfærar konur eru einnig í áhættuhóp. Ef þær lenda í mikilh blýmengun aukast til muna líkur á fósturmissi, að barnið fæðist fyrir tímann eða andvana. Þeir sem eru þó í hvað mestri hættu eru böm frá fimm mánaða aldri til sex ára. Samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið á bandarískum börnum á for- skólaaldri eru 17% þeirra með hættulega mikið blý í blóði. Þessi 17% barna sýndu áberandi slak- ari námsárangur en önnur. Beint samband reynist því vera á miRi námsárangurs og blýeitrunar. Blýmengun íandrúms- Ioftinu Rannsóknir á setlögum í ís- hjúp Noröur- og Suðurpólsins, á setlögum í sjó og árhringjum gamalla trjáa sýna að blýmengun í andrúmsloftinu jókst nyög við upphafiðnbyltingar. Stærsta stökkið var þó upp úr 1920 er byijað var að blanda blýi í bens- ín. Bensín er því helsti megnun- arvaldurinn, enda hefur meng- unin minnkað til muna við al- menna notkun blýlauss bensíns. Þetta er því minnkandi vandamál enalvarlegtsamt. Vandað fæðuval góðvöm Það helsta sem hægt er að gera til að sporna við eituráhrif- um blýs er að vanda vel fæðuval. HeppUegasta fæðan er eggja- hviturík, með litlu af mettuðum Neytendur fitusýrum og auðug af steinefn- um eins og járni, fosfór, sinki og kalki. Einnig þarf að gæta að því að keramikvörur, eins og diskar, mál og bollar, séu ekki með blý- málningu. Þá er nauðsynlegt að gæta að þvi hvort málning inni- haldi blý. Ein helsta orsök blý- eitrunar í börnum er einmitt sú að þau hafa lagt sér flögur úr flagnandi málningu til munns. Spyijið áður en þið kaupið. -PLP Ólafur Sigurðsson næringarfræðingur: Lýsi hefur jákvæð áhrif á psoriasis Tilraunir hafa sýnt fram á að fiskoliur, sem innihalda EPA fitu- sýru, geti haft jákvæð áhrif í meö- ferð psoriasis. í nýlegri rannsókn, sem framkvæmd var á Royal Hall- amshire spítalanum í Sheffield í Englandi, tóku 28 sjúklingar þátt í 12 vikna tilraun. Þeir voru allir haldnir krónískum psoriasis. Sjúklingamir voru valdir af handa- hófi og notað tvöfalt blindsýni til að komast hjá svonefndum „placebo“ áhrifum eða þóknunar- hrifum. Sjúklingarnir fengu 10 belgi á dag með lýsisþykkni (1,8 g EPA) eða olífuolíu. Þeim var uppá- lagt að breyta í engu mataræði eða lyfjameðferð. Astand sjúklinga var metið í upp- hafi og eftir 4, 8 og 12 vikur. Eftir 8 vikur varð marktæk minnkun í kláða og roða í þeim hópi sem fékk lýsisþykknið, umfram þóknunar- hrif. Þeir sem fengu plöntuolíu- belgina urðu ekki fyrir þessum áhrifum. Líkur eru til þess að truflanir i efnaskiptum fitusýra hafi áhrif á sjúkdómsferli psoriasis. Höfundar rannsóknarinnar telja að EPA fitu- sýran í fiski ýti burt bólguhvetjandi fitusýrum eins og sýnt hefur verið fram á við meðhöndlun á liðagigt. Er þar um að ræða samkeppni milli EPA og arakídonfitusýrunnar sem myndast úr línolfitusýru sem mik- ið er af í plöntuolíum. Hefur EPA fitusýran betur og eru jákvæðu áhrifin þannig til komin að mati visindamannanna. Höfundarnir telja einnig að nægi- legt sé að neyta daglega um 150 g af feitum fiski til að fá sama magn EPA fitusýru. Þess má geta hér að í þorskalýsi er um 10% af EPA. Tvær matskeiðar (20-30 g) á dag ættu því að vera vel útilátið í þess- um tilgangi. Þessar niðurstöður munu líklega renna enn styrkari stoðum undir þá kenningu að fitusýrur úr fiskol- íum af omega-3 gerð geti verið lífs- nauðsynlegar. Hafa ýmsir þekktir vísindamenn velt fyrir sér þeirri spumingu hvort ekki þurfi að taka tillit til þess magns sem einstakl- ingur neytir af plöntuolíum ef ráð- leggja á t.d. lýsi sem forvöm gegn m.a. hjarta- og æðasjúkdómum. Hafa því ýmsar spumingar komið fram eins og hvað er æskilegt hám- arksmagn omega-6 fitusýra, sérs- taklega þegar heildarfituneysla er minnkuð. Einnig, ef jákvæð virkni omega-3 fitusýra er vegna bælingar á virkni omega-6 fitusýra, er þá æskilegt að minnka neyslu omega-6 fitusýra? Hvert er þá æskilegt hlut- fall omega-3 og omega-6 fitusýra í fæðunni? Það er því ljóst aö aukinna rann- sókna er þörf til að svara þessum spumingum og er jákvæð niður- staða um áhrif fiskfitu á psoriasis aðeins eitt lítið skref í þá átt. Heimildir. Lancet 20/2 '88, Chem. & Ind. 7/3 '88 og Food Technology mai 1988. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í maí 1988: Matur og hreinlætisvörur Annað kr. kr. Alls kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.