Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 19
• Þorgrímur Þráinsson, Valsmaður, í baráttu við leikmann Þórs í leik liðanna á Hliðarenda í gærkvöldi. Þorgrímur og félagar hans i Val höfðu betur að þessu sinni og unnu 4-2 sigur. DV-mynd Brynjar Gauti íslandsmeistararnir komnir á fullt skrið - keyrðu yfir Þórsara í síðari hálfleiknum og unnu, 4-2 Reynslumikllr Spánverjar mæta ungu liðl Halíu Nágrannamir ítalir og Spánverj- ar munu leiða saman hesta sína í Frankfurt á morgun í leik sem sennUega ræður úrslitum um það hvetjir komast í undanúrslitin. Spánverjar, sem unnu Dani í fyrsta leik sínum, tefla fram reynslumiklu liði en ítalir hafa hins vegar mjög ungu liði á að skipa. Þessar blóðheitu ná- grannaþjóöir leika báðar skemmtilegan bolta þar sem létt- leikinn situr oftast f fyrirrúmi og þvi má því búast við góðum leik á Eintracht-vellinum í Frankfurt í dag. Gullit með heimþrá Ruud Guliit, knattspymustjam- an holienska, náöi sér ekki á strik þegar Hollendingar töpuðu tyrir Sovétmönnum í fyrradag. Sjálfur segist Gullit vera með heimþrá í öUum þessum látum og hugsi nú um þaö helst að komast heim tíl konu sinnar og tveggja daetra. Gullit er raunar ekkert mjög á- nægður meö alla þessa stjömu- dýrkun og segir það raunar neyð- arlegt að vera álitinn sijama. Piontek að hætta Sepp Piontek, þjálfari danska landsiiðsins, mun sennUega hætta meö liðiö eftir Evrópu- keppnina. Kontek, sem er samn- ingsbundinn tíl 1990, segir að kominn sé tími til aö breyta um þjálfara og hann persónuiega vilji reyna eitthvað nýtt. Karl Nielsen, formaður danska knattspymu- sambandsins, viU eins og fleiri halda í Piontek sem hefur náð undraverðum árangri með danska liðið. Foringinn handtekinn Paul Scarrott heitir Englending- ur nokkur sem lengi hefur verið einn aðalforingi ólátaseggjanna bresku. Scarrott þessi komst til Þýskalands fyrlr helgina á fölsku vepbréfi og var að undirbúa óeirðir á leikjunum í Evrópu- keppninnl Þýska lögreglan handtók hann hins vegar á fostu- dagskvöld fyrir að brjóta sjálfsala í miöborg Stuttgart en meðan hann var í haldi komst hún með hjálp Scotland Yard aö því að þetta var sjálfur Paul Scarrott með falskt vegabréf. Hann var sendur með fyrstu flugvél heim á laugardag. Bandarískur þjáHari tll ÍBK Keflvíkingar hafa hug á að ráða bandariska körfliboltaþjálfarann Leeon Beer tU að stjórna liði ÍBK í úrvalsdeUdinni næsta vetur. Leeon Beer er mjög þekktur og virtur körfhboltaþjálfari í Banda- ríkjunum og á 10 ára feril að baki sem þjálfari. Hann hefur meðal annars þjálfað lið Cleveland State. Bee mun kanna aöstæður i Keflavík á næstunni og þá verð- ur endanlega gengiö frá þessum málum. Hreinn Þorkelsson, leik- maður meö ÍBK, er einnig inni í myndinni sem þjálfari liösins á næsta keppnistfmabUl. „Hálfleikimir hjá okkur voru eins og svart og hvítt. Við vorum ragir og náðum ekki saman í fyrri hálfleik en í þeim síðari náðum við okkur vel á strik og þá fóru hlutimir að ganga upp. Þetta sýnir að það er góður kar- akter í Uðinu að ná að rífa leikinn upp eftir að vera tveimur mörkum undir en ég ætla að vona að í næsta leik spfli Uðið vel allar 90 mínútum- ar,“ sagði Hörður Helgason, þjálfari Valsmanna, í samtali við DV eftir leik Vals og Þórs í gærkvöldi. Vals- menn sigmðu, 4-2, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í leikhléi. Þórsarar komu meisturunum í opna skjöldu strax á fyrstu mínútun- um og hefðu með smáheppni getað skoraö á 6. mínútu en Guðmundur Valur Sigurðsson misnotaði gott færi. En þeir 700 áhorfendur sem samankomnir vora á HUðarenda sáu Þórsara skora tvívegis á sjö mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Guð- mundur Baldursson, markvörður Vals, fór Ula aö ráði sínu er hann missti boltann eftir fyrirgjöf og Sig- uróU Kristjánsson fékk boltann og sendi á Hlyn Birgisson sem skoraði af stuttu færi. Hlynur var svo aftur á ferðinni nokkrum mínútum síöar er hann skoraði með góðu skoti efst í markhomið. En fljótt skipast veöur í lofti. Vals- menn náðu að snúa leiknum sér í hag strax á þriðju mínútu síðari hálf- leiks þegar Steinar Adólfssn skoraöi eftirfyrirgjöf Vals Valssonar. HUðar- endaUðið náði nú algemm tökum á vehinum og á 66. mínútu kom jöfn- unarmarkið. Hendi var dæmd á Nóa Bjömsson innan vítateigs og Hilmar Sighvatsson skoraði úr vítinu. Fjór- um mínútum síöar komust Vals- menn síðan yfir þegar Ingvar Guð- mundsson skoraði með þmmuskoti eftir aö Þórsurum hafði mistekist að hreinsa frá marki. Þar með var fokið í flest skjól norðanmanna og íjóröa markið lá í loftinu. Það kom á síð- ustu mínútunni þegar Jón Gunnar Bergs skoraöi með hörkuskoti efst í vinkihnn á marki Þórs. Hinn stórefnilegi Steinar Adólfsson var besti maðurinn í annars jafn- sterku Uði Valsmanna. Hlynur Birg- isson var bestur í Uði norðanmanna en Þórsarar mega naga sig í handar- bökin fyrir að hafa misst niður tveggja marka forystu gegn íslands- meisturunum. -RR ÍSLANDSMÓTIÐ Valur - Þór: 4-2 (0-2) Mörk Vals: Steinar Adolfsson (1:2) á 50. mín., Hilmar Sighvatsson (2:2) á 66. mín., Ingvar Guðmundsson (3:2) á 72. mín. og Jón Gunnar Bergs (4:2) á 88. mín. Mörk Þórs: Hlynur Birgisson (0:1) á 32. mín. og (0:2) á 40. mín. Lið Vals: Guömundur Baldursson, Þorgrímur Þráinsson, Siguijón Kristjánsson, Magni Pétursson, Jón Grétar Jónsson (Jón Gunnar Bergs 60. mín.), Steinar Adolfsson, Guöni Bergsson, HUmar Sighvatsson, Val- ur Valsson (Baldur Bragason 80. mín.), Ingvar Guömundsson og Tryggvi Gunnarsson. Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Birgir Skúlason, Nói Bjömsson, Ein- ar Arason, Kristján Kristjánsson (Páll Gíslason á 70. mín.), Halldór Áskelsson, Júlíus Tryggvason, Sig- uróli Kristjánsson (Sveinn Pálsson á 46. mín.), Olafur Þorbergsson, Hlyn- ur Birgisson og Guðmundur V. Sig- urðsson. Gult spjalt: Enginn. Áhorfendur: 700. Dómari: Guömundur Stefán Mar- íusson. Maöur leiksins: Steinar Adolfsson, Val. Akranes - Víkingur 4-0 (0-0). Mörk Akraness: Gunnar Jónsson (1:0) á 67. mín., Heimir Guðmunds- son (2:0) á 75. mín., Ólafur Þóröarson (3:0) á 79. mín. og Sigurður B. Jóns- son (4:0) á 87. mín. Lið Akraness: Ólafur Gottskálks- son, Mark Duffield (Hafliöi Guö- mundsson 58. mín.), Sigurður B. Jónsson, Karl Þórðarson, Ólafur Þóröarson, Siguröur Lámsson, Guö- bjöm Tryggvason, Haraldur Ingólfs- son, Aöalsteinn Víglundsson, Har- aldur Hinriksson (Gunnar Jónsson 58. mín.). Liö Víkings: Guðmundur Hreið- arsson, Andri Marteinsson, Atli Helgason, Stefán Halldórsson, Jó- hann Þorvarðarson, Trausti Ómars- son, Atli Einarsson, Hlynur Stefáns- son (Bjöm Bjartmarz 46. mín.), Lár- us Guðmundsson, Þórður Marels- son, Sigurður Guðnason. Gult spjald: Enginn. Áhorfendur 1000. Dómari: Ólafur Steinsson. Maöur leiksins: Karl Þórðarson, ÍA. KA - Völsungur 1-0 (0-0). Mark KA: Amar Bjamason (80. mín.). Liö KA: Haukur Bragason, Erling- ur Kristjánsson, Jón Kristjánsson, Amar Bjaj>' son (Friöfinnur Her- mannssor *-orvaldur Örlygsson, Gauti Laxdal, Bjami Jónsson, Öm Viðar Amason, Antony Karl Greg- ory, Valgeir Baröarson, Amar Freyr Jónsson (Guðjón Þórðarson). Liö Völsungs: Þorfmnur Hjalta- son, Aðalsteinn Aöalsteinsson, Bjöm Olgeirsson, Eiríkur Bjöms- son, Guömundur Guðmundsson, Helgi Helgason, Snævar Hreinsson, Stefán Viðarsson, Sveinn Freysson (Skarphéðinn ívarsson), Theodór Jóhannsson, Grétar Jónason (Jónas Hallgrimsson). Rautt spjald: Snævar Hreinsson, Arnar Bjamason. Áhorfendur 700. Dómari: Baldur Svhewing. Maöur leiksins: Bjami Jónsson, KA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.