Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988. Spumingin Hvort verslar þú meira í Kringlunni eða á Lauga- veginum? Einar Þorbergsson: Hvorugt, ég er ekki úr bænum. Annars myndi ég versla meira á Laugaveginum. Margrét örnólfsdóttir: Ég held það sé mjög svipað. GaUi við Laugaveg- inn er að maður þarf alltaf að eiga skiptimynt í stöðumælana. Halldór Steinn Steinsen; í Kringl- unni - allt á einum stað og maöur þarf ekki að vera á rölti. Eydís Ósk Sigurðardóttir: Á Lauga- veginum. Mér finnst það þægilegra því maður þekkir allt hérna. Elfa Ýr Gylfadóttir: í Kringlunni því hún er nær heimili mínu. Annars skiptir þaö engu máli. Lesendur Fjárþörf landbúnaðar er að sliga landsmenn: Er samtrygging í spilinu? Forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra standa saman að heimild til 800 milljón kr. erlendrar lántöku til handa fiskeldi í landinu, segir hér. Björn Árnason skrifar: Það fer ekki hjá því að landsmenn séu farnir að hafa alvarlegar áhyggj- ur af hinni sjálfvirku landbúnaöar- stefnu sem rekin er í landinu. Það er eins og hvaðeina sem viðkemur landbúnaði gangi sjálfkrafa í gegn hjá ráðamönnum og ríkisstjórnum, sama hvaða stjórn situr að völdum. - Þaö er helst, að ijármálráðherra núverandi hafi reynt að spoma við fæti, en sennilega má hann sín lítils, gegn hinum ráðherranum öllum, sem eru landbúnaðarþenkjandi í meira eða minna mæli. En hvað er það sem gerir íslenska stjómmálamenn svo óeðlilega hlynnta ríkjandi landbúnaöar- stefnu? Er ástæðan sú að flestir eru aldir upp í sveit eða eiga náin skyld- menni í sveitum landsins? Ég tek það fram strax að ég er ekki þeirrar skoð- unar að hér ráði atkvæði þau sem úr sveitunum koma, þau era ekki það mörg núorðið og falla ekki á það marga þingmenn, að það skipti sköp- um. - Hér hlýtur eitthvað afit annað að koma til. En við því hef ég engin algild svör. Einkennilegt er þó, að þaö er eins og Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk- ur, a.m.k. forsætis- og landbúnaöar- ráðherra, séu meira sammála nú en oft áður um viðhald þeirrar land- búnaðarstefnu sem rekin hefur verið og standa t.d. fast saman um að koma upp þessum aukabúgreinum, sem falla undir landbúnaðarráðuneyti. Saman standa þeir líka að heimild til að taka 800 milljón króna erlent lán tfi fiárfestinga í fiskeldi. Nú er flestum kunnugt aö land- búnaðurinn þarf á fiármagni að halda umfram fiárlagaheimildir. Ef teknar eru saman fiárveitingar í þágu landbúnaðarins og óbeinar ívilnanir, þá nemur styrkurinn frá almenningi í landinu sem svarar ráð- herralaunum á hvert lögbýli í landinu, þ.e. fimm og hálfan milljarð króna á fiárlögum einum, að við- bættum nokkram milljörðum þar á ofan, sem nú er verið að krefiast. í landbúnaði eru sífellt að koma upp á yfirborðiö einhverjir bakreikn- ingar, sem við skattgreiðendur erum skikkaðir til að greiða. Og það er aldrei spurt, hverjum þesssir fiár- munir sem krafist er nýtast. Þeir eru bara teknir og fólk hvorki æmtir né skræmtir. Engin viðleitni virðist vera hjá launafólki í þá átt t.d. að kaupa minna af hinum heföbundnu landbúnaðarvörum, aö ekki sé nú talað um að hætta aö kaupa þær í einhvern ákveðinn tíma, eins og svo oft skeður í nágrannalöndum, þegar vöruverð hækkar. Hvað stjórnvöld hyggjast fyrir nú, þegar kemur til þeirra kasta, að krefiast fiár aukalega til handa land- búnaðinum, veit enginn á þessari stundu, en hitt er víst, að íslenskur landbúnaður er að sliga landsmenn og lítur út fyrir, að samtrygging af einhverri tegund liggi aö baki þess- ari áþján. Stöð 2: Bætið heilsu okkar með hlátri Stína skrifar: Þar eð ég er áskrifandi að sjón- varpsefni Stöðvar 2, langar mig að senda umsjónarmönnum dagskrár- efnis, með hjálp þessa blaðs, athuga- semdir varðandi efni það er við borg- um fyrir. - Alltaf hækkar gjaldið. Gott og vel. En ekki aukast gæði kvikmyndanna aö sama skapi. Að mínu mati er það sem réttlætir til- vist þessa fyrirtækis ykkar, ágætir framhaldsþættir, fræðsluefni ýmiss konar og að íþróttum eru gerð góð skil. Áöur en þið komiö í framkvæmd lengingu dagskrárinnar leiðiö þá hugann að eftirfarandi: Ég hygg að flestir sem nenna að eyða tíma sínum í sjónvarpsgláp setji kvikmyndasýn- ingar efst á óskalista sinn. Frétta- menn ykkar fræddu okkur um heilsubót hinna andlegu og líkam- legu viðbragða sem HLÁTUR er okk- ur, og þiö reynið vissulega með ýms- um gamanþáttum að bæta heilsu okkar. - En ef þið viljið sjá afgerandi árangur þessarar kenningar, sem er svo sannarlega ekki ný af nálinni, þá sýnið okkur t.d. eitthvað af klass- ísku grínmyndunum með Gög og Gokke, Marxbræðrum og Red Skelt- on. - Chaplin leyfði víst aldrei sýn- ingar á myndum sínum í sjónvarpi? Ef þið kærið ykkur um að veita gufusjónvarpinu enn harðari sam- keppni reyniö þá að gramsa eitthvað í þeim tugþúsundum kvikmynda sem Bandaríkjamenn hafa framleitt. Kvikmynd heldur gildi þótt hún sé framleidd fyrir 30-40 áram og þótt hún sé í svart/hvítu. Að lokum. Ef þið eruð í vandræð- um með val á sjónvarpsmyndum, vídeó öðru nafni, skoöið þá helgar- blað DV, þar getur aö líta fiölbreytt úrval mynda. - Vinsamlegast dragið úr endursýningum mynda. Uppeldi í harðýðgi Ingvar Agnarsson skrifar: Mjög oft era foreldrar hvattir til að fara með bömum sínum í veiðiferðir. Veiðiferðir eru til þess aö murka lífið úr litlum fisk- um (smásilungum) í tjörnum og vötnum. Bömum er kennt að herða hugann, svo að þau finni ekki til þjáninga þeirra sem fóm- ardýrin líða við þetta athæfi. Bömum er einníg kennt að sýna litlu dýranum enga miskunn, og þar með að uppræta þá mannúð, sem í hverri bamssál býr. Margir foreldrar tefia sjálfum sér og bömum sinum trú um, að hér sé um glæsilegt „sport“ aö ræöa, íþrótt sem bæti heilsuna og auki ánægjuna. - En þegar ánægja manna íelst í því aö drepa, þá er lagt á hættulega braut, og lýsir spillingu hugar- farsins. Að innræta bömum slíkt viö- horf til lífsins er glæpsamlegt og leiöir aðeins til ófarnaöar síöar. Lífi skyldi aldrei eyða sjálfum sér til skemmtunar eingöngu, þvi þaö er brot gegn helgi lífsins og brot gegn eigin sálu, brot gegn sam- viskunni, sem í hverjum manni blundar. „Sýnið okkur t.d. eitthvað af klassísku grinmyndunum,“ segir bréfritari m.a. - Marxbræóur, þeir Groucho, Zeppo og Chico, ásamt June McCloy í gaman- myndinni „Go West“. Við eigum hagsmuna að gæta Hildigunnur Þórsdóttir, Magnea Ing- ólfsdóttir, sérkennarar við öldusels- skóla: Síðastliðinn áratug höfum við búið í Seljahverfi. Við eigum báðar börn sem eru að vaxa upp hér í því góða og öragga samfélagi sem við höfum horft á þróast og dafna. Þennan ára- tug höfum við einnig starfað við Ölduselsskóla, í byijun við erfiðar aðstæður, í ófullgerðu skólahúsnæði og við mikil þrengsli. Fráfarandi skólasfióri, Áslaug Friðriksdóttir, hefur unnið mikið brautryðjendastarf í þágu skólans og alls hverfisins, m.a. með því að skapa nemendum hlýlegt umhverfi þar sem mannræktin hefur verið hennar leið- arljós. Ekki síst hefur hún stutt við bakið á þeim nemendum okkar sem hafa átt við náms- eða félagsleg vandamál að stríða og höfum við séð þá vaxa upp og verða aö farsælum unglingum. Eftir þennan rúma áratug, sem skólinn hefur starfað, er komið jafn- vægi á skólastarfið og því meira svigrúm fyrir okkur kennarana til aö þróa áfram faglegt skólastarf með þeim fasta kjama kennara sem starf- aö hafa við skólann þetta tímabil. Nú er ljóst að breytingar verða á forystu skólans. Afleiðingar þess era ekki fyrirséðar. Við eigum hags- muna að gæta sem mæður og lítum svo á að með því að horfa fram hjá vilja meirihluta foreldra í hverfinu hafi okkur verið stórlega misboðið þar sem gengið var fram hjá yfir- kennara skólans við stöðuveiting- una. Okkar sjónarmiö með stuðnings- yfirlýsingu við Daníel Gunnarsson yfirkennara voru fyrst og fremst þau að halda við því jafnvægi í skólastarf- inu sem hefur áunnist. - Við óttumst að brestur komi í kennaraliðið og það taki mörg ár að vinna upp þá festu sem komin er á í skólastarfi Öldu- selsskóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.