Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988. '33 LífsstOl tvo hluta. Fyrir hádegi er grunn- kennsla í boltaíþróttum, svo sera handbolta, fótbolta, körfubolta og jafnvel rúgbí. Allt Valssvæðið er notað, malarvöllur, tveir gra* svellir og tvö íþróttahus. Svæöiö er lokað vel af þannig að krakk- arnir geta valsað um svæðið án þess að vera í hættu vegna bíla- uraferðar. Auk boltaiþróttanna eru krakk- arnir líka látnir spreyta sig í fim- leikum og ýmsum öðrum íþrótt- um. Eftir hádegisverð er svo stund- um farið út af svæðinu. Krakk- amir fara í sund, siglingar, gönguferðir og heimsækja söfn og sýningar. Einnig er farið í ýmSfí hefðbundna leiki. Hlátrasköll og ánægja Það var ekki annað að sjá en að krakkarair væru ánægöir þeg- ar DVleit inn á námskeiðið ný- lega. Allir voru á fleygiferö og höfðu lítinn tíma til að rabba við blaöamenn. KöU og hlátrasköll voru tíð og vel fylgst meö þegar vítaspyrnukeppnin fór fram. Við og viö bárust fyrirskipanir frá leiðbeinendunum sem krakk- amir virtust líta upp ÖL Þeir eru lika margir hveijir þekktir íþrót- takappar sem krakkarnir þekktu vel til og dýrkuöu. Þeirra á meöal voru til dæmis skólastjórinn Torfi Magnússon, körfubolta- landsliösmaöur, og knattspymu- maöurinn Atli Eövaldsson. Á námskeiöunum eru um 150 krakkar og er þeim skipt í 25-30 mannahópaeftiraldri. -ATA Guðrún Höskuldsdóttir sagóist bara vera 6 ára gömul, en hún væri stór eftir aldri vegna þess hvað hún borðaði hollan og mikinn mat. Sáuði! Stelpan skoraði!! - Komið við á íþrótta- og leikjanámskeiði Valsara „Nei, sjáiði! Stelpan skoraði!!" Elvar Lúðvik Guðjónsson, Snorri Guðjóns- son og Kári Torfason Tulinius eru búnir að spreyta sig í vítakeppninni og fylgjast nú með félögum sínum í 6-7 ára hópnum. „Ég er ekkert voða góður í marki en ég ætla samt að gera mitt besta,“ sagði Kolbeinn Kolbeinsson, eða Kolli, sem stóð í marki í víta- spyrnukeppni 6-7 ára hópsins. „Mér finnst gaman að vera í fót- bolta og ætla að verða fótboltamað- ur, en ég veit ekki hvort ég verð markvörður. Samt er það líka gam- an,“ sagði Kolh og sýndi skemmti- leg tilþrif í vítakeppninni á malar- velli Vals. Hann var reyndar dálítið smár í markinu sem var í fullri stærð en hann lét það ekki á sig fá. Upprennandi karlremba! „Sáuði! Stelpan skoraði!" kallaði ung og upprennandi karlremba í heilagri vandlætingu. Hann leit með hálfgerðri vanþóknun á Kolla í markinu og fannst hann hafa svikið málstaðinn. Stúlkan, sem varð á þetta voða- verk, heitir Guðrún Höskuldsdótt- ir. „Fótbolti er ágætur,“ sagði víta- skyttan unga, „en samt finnst mér meira gaman að leikfimi. Við fáum að fara í leikfimi inni í íþróttahúsi lett. Þaö finnst mér skemmtileg- ast.“ Guðrún er aðeins sex ára en er stór eftir aldri. „Já, ég veit það. Ég er svona stór vegna þess að ég borða svo mikið af hollum mat. Mér finnst ægilega skemmtilegt hérna í sumarbúöunum og ég ætla að spyrja heima hvort ég geti farið viss um að það sé hægt, því það er ekki til mikiö af peningum á heim- ilinu," sagði Guðrún, sem bætti því ákveðin við að auðvitað héldi hún með Val. Mestgaman í fótbolta, hand- bolta, körfubolta ... Elvar Lúðvík Guðjónsson, Snorri Guðjónsson og Kári Torfason Tul- inius voru búnir að reyna sig við vítaskotin og stóðu sig bara þokka- lega, þrátt fyrir glæsilega tilburði Kolla í markinu. Þeir voru ánægðir með lífið og tilveruna. „Það er skemmtilegast að fara í leiki, spila fótbolta, handbolta en þó sérstaklega körfubolta. Svo höf- um við líka farið í siglingar og það er líka frábært. Þetta er rosalega skemmtilegt námskeið en við verð- um þó dálítið þreyttir stundum. Við sofnum oft í bílnum þegar pabbi og mamma koma að sækja okkur," sögðu þeir félagarnir og höfðu svo ekki tíma til að rabba lengur við blaðamennina. Vjtakóngurinn! í hinum enda malarvallarins á Hlíðarenda var Atli Eðvaldsson að leiðbeina 8-9 ára krökkum. Víta- keppni var nýafstaðin og voru Atli og krakkarnir sammála um að Magnús Guðjónsson yrði krýndur vítakóngur. „Ég æfi fótbolta með Val,“ sagði Magnús og vár blóðrjóður af feimni að vera útnefndur vítakóngur af sjálfum Atla Eðvaldssyni. „Að sjálfsögðu er ég Valsari og pabbi er Valsari líka, spilaöi hand- bolta með Val í gamla daga. Þetta er ofsalega skemmtilegt námskeið og í gær fengum við að skoða slökkvistöðina. Hún er sko flott," sagði Magnús. Nú söfnuðust allir krakkarnir saman í hóp og svöruöu köllum Atla: „Hverjir eru bestir?!“ Og það þarf varla að taka fram hvert svar- ið var. Þó voru ekki allir á einu máli um það að Valsmenn væru bestir. í sjálfu höfuövígi og uppeld- isstofnun Vals var staddur fulltrúi frá erkifjendunum, nefnilega KR- ingur! Við verðum meistarar - og viölíka! „Ég æfi með 6. flokki KR og er í marki, Við ætlum að verða Reykja- víkurmeistarar," sagði Sigurgeir Höskuldsson. „Og ég er markvörður í 6. flokki Vals og viö ætlum líka að verða Reykjavíkurmeistarar,“ sagði besti vinur Sigurgeirs, Ingvar Þ. Sverris- son. Þeir félagar stefna báöir að því að verða landsliðsmarkverðir og komast í atvinnumennsku þegar þeir verða stærri. Þó kysu þeir helst að reglunum yrði breytt svo þeir gætu báðir verið í marki lands- liðsins á sama tíma, því þeir eru svo góðir vinir. „Ég bý í vesturbænum og því er ég KR-ingur," sagði Sigurgeir. Pabba er alveg sama um íþróttir svo ég má alveg vera í sumarbúð- um hjá Val,“ sagði KR-ingurinn ungi sem sagðist skemmta sér stór- kostlega með Völsurunum. -ATA Koili, eða Kolbeinn Kolbeinsson, stóð sig eins og hetja í markinu en vildi frekar nota lappirnar en hendurnar. Magnús Guðjónsson varó hálf- feiminn þegar félagar hans í 8 ára hópnum útnefndu hann vítakóng hópsins. Landsliðsmarkverðir framtiðar- innar, Ingvar Þ. Sverrisson, niu ára gamall Valsari, og Sigurgeir Hösk- uldsson, 10 ára gamali KR-ingur. Þeir eru svo miklir vinir að helst vildu þeir láta breyta reglum þann- ig að þeir gætu báðir verið í marki landsliðsins í einu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.