Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Robert Redford fórnaði frelsi sínu fyrir skömmu. Sovétríkin voru orðin eini stað- urinn þar sem hann gat bara ver- iö eins og ég og þú og ferðast um tiltölulega óþekktur. En ekki lengur. Nýlega komst hann í uppáhald hjá sovéskum íjölmiðl- um og greinar um hann birtust í þremur dagblöðum þar, einnig birtist hann í sjónvarpinu. Red- ford var að taka þátt í glasnost- æðinu og var einn af þeim er sáu um námskeið um umhverfismál, ásamt því að taka átta af myndum sínum í ferð um Sovetríkin. Að sjálfsögðu kaus hann að leggja mesta áherslu á „AU the Presid- ent’s Men“. Whoopi Goldberg og maöur hennar David Claessen munu halda upp á tveggja ára hjúskaparafmæli sitt þann 1. september nk. En samkvæmt breska blaðinu Daily Mirror þá hafði víst Whoopi sagt að David hefði aöeins gifst sér til komast áfram í kvikmyndaiðnaðinum. Eiginhagsmunaseggurinn sá. Hvað hjónabandiö varðar, voru engar upplýsingar géfnar um það. George Michael virðist vera inn undir hjá happa- stjömunum þessa dagana. Síðan plata hans „Faith“ kom út í okt- óber hafa fimm af lögunum kom- ist á topp bandaríska listans. Platan sjálf stendur sig síst verr, því nú er hún einnig söluhæsta platan vestanhafs. George Mic- hael tókst þó svolítið, sem engum hvítum á hörund hefur tekist áð- ur, það er aö ná fyrsta sætinu á Usta blakkra tónlistarmanna. Mannlegur sveigjanleiki Stephanie af Mónakó ætti nú að geta gifst Mario sínum, því faðir hennar hefur gefið samþykki sitt. *•] Haldið þið að það væri munur að geta burstað i sér tennurnar með tánum og þar að auki i svona stellingu! Ulla Matteson heitir hún þessi og er frá Flórída. Hún hefur atvinnu af því að fetta sig og bretta i fjölleikahúsum erlendis, hvað annað? Góður árangur þrátt fyrir lágt hitastig Arnia Ingótfsdóttir, DV, Egilsstöðum; Árlega er haldinn blómasöludagur á Egilsstöðum sem nefndur er Græna torgið. Þá koma saman blóma- og garðplönturæktendur fyrir framan barnaskóla Egilsstaða og setja upp sölubása. Síðan flykkjast blómaunn- endur að og kaupa. Margt fólk var saman komið á Græna torginu í ár og létu Fjarð- arbúar ekki sitt eftir liggja heldur komu margir langt að til að ná sér í plöntur. Óku langan veg. Ræktendur voru allir ánægðir bæði með upp- skeru ræktunarinnar og svo upp- skeru sölunnar. Að sögn minnugra manna hefur hitastig verið mjög svo lágt á Austurlandi í vor og veður- íræðingar segja hita vel undir meöal- lagi. En það aftraði ekki né dró úr framleiðslu blómaræktenda. Stephanie fær leyfi til að giftast Mario sínum Rainier fursti af Mónakó er nú sagður hafa skipt um skoðun varð- andi val dóttur sinnar á lífsförunaut og gefið samþykki sitt fyrir giftingu. En Stephanie hneykslaði föður sinn með því að heimta meira en það, því hún vill konunglegt brúðkaup. Stephanie finnst nefnilega að hún eigi skilið að fá eins dýra og skraut- lega brúðkaupsveislu og systir henn- ar fékk er hún gifti sig í fyrra skipt- iö. Er hún sögð hafa minnt karl föður sinn á að til þeirrar veislu voru boðn- ir um 700 gestir, og Stephanie vill ekkert minna. Sú staðreynd að Rainier hefur gefið samþykki sitt hefur komið öllum vin- um þeirra og kunningjum í algjör- lega opna skjöldu, því hingað til hef- ur maöurinn neitað að hitta unnusta dóttur sinnar, þó að parið sé nú búið að hanga saman í eitt og hálft ár. Það gengur þó íjöllunum hærra aö Rainier hafi sjálfur í hyggju aö festa ráð sitt og kvænast Iru von Fursten- berg. En eins og Mario, sem hefur heldur slæmt orð á sér, þá má segja að daman sú sé kona með fortíö. Hin fyrrum ítalska leikkona giftist tvi- svar og skildi jafnoft áöur en hún varð 25 ára. Fyrir utan það hefur hún birst heldur léttklædd í nokkrum myndum. Rainier er sagður hafa ráðfært sig við ráðgjafa sína um að giftast Iru, en þeir töldu að sú gifting myndi hafa slæm áhrif á ímynd Mónakó. Svo Rainier hefur fallið frá þeirri hugmynd um sinn, en þetta gæti hafa haft áhrif á skoðun hans á Mario. Rainier sagði víst Stephanie frá samþykki sínu á ólympíuleikunum í Calgary í febrúar síðasthðnum, en hún varð svo ill út í föður sinn, er hún heyröi skilmálana, að hún talaði ekki við hann það sem eftir var af leikunum. Stephanie ætlar sér þó ekki aö gef- ast upp og bjóst við aö þau Mario myndu bíða með brúðkaupið í ár eöa svo, ef ske kynni aö faðir hennar breytti um skoðun og gerði sér ljóst að Mario er ekki eins slæmur og hann heldur. Hún er stolt af Mario sínum og hefur svo sannarlega ætlað sér að giftast honum með þeirra skil- málum. Verslað á græna torginu á Egilsstöðum. DV-mynd Anna Rainier fursti er sagður vera sjálfur i giftingarhugleiðingum, og hyggst hann kvænast Iru von Furstenberg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.