Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988. 9 Utlönd Níu óbreyttif féllu Ellefu manns létu lífiö I bardaga á mllli stjómarherruanna og skæruliða komraúnista á Filipps- eyjum í gær. Meðal hinna fbllnu voru níu óbreyttir borgarar sem lentu í skotlinu milli hermann- anna og skæruliðanna, án þess að eiga sjálfir aðiid að átökunum. Bardaginn hófst þegar hópur skæruliða gerði sveit herraanna fyrirsát skammt frá bænum Car- amoan, um þrjú hundruð kfió- metra suðaustur af Manila, höf- uðborg Filippseyja. Tveir hermenn féllu í fyrirsát- inni. Dæmdar bætur Fjölskyldu bandarískrar konu, sem lést af völdum lungna- krabba, vora í gær dæradar fjög- ur hundruð þúsund dollara bæt- ur frá tóbaksframleiðendum og er þetta í fyrsta sinn sem fram- leiðendumir era látnir sæta ábyrgö vegna heilsufarsafleiö- inga framleiðslu sinnar. Þrír tóbaksframleiðendur voru hins vegar sýknaðir af ákærum um samsæri, en sú ákæra hefði getað leitt tíl mun hærri bóta- greiöslna. Kviðdóraur í máii þessu korast að þeirri niöurstöðu að fyrirtæk- inu Liggett Group Inc. bæri að greiða Antonio Cipollone bætur vegna dauða konu hans af völd- um lunpakrabba fyrir fjórum árum. Liggett framleiðir L&M og aörar geröir af sígarettum. Kviðdómur komst að þeirri nið- urstöðu að Liggett hefði átt að vara neytendur við mögulegum afleiðingum reykinga áður en viðvaranir á sígarettupökkum voru teknar upp. Fyrsta heimsóknin í þrjátíu og sex ár sætisráðherra Grikklands, um til- raunir til að finna leiðir til sátta milli ríkjanna tveggja. Grikkland og Tyrk- land eru bandamenn að nafninu til enda bæði ríkin aöildarríki Atlants- hafsbandalagsins. Friður milli þeirra hefur þó löngum verið ótryggur og fyrir liðlega ári kom nær til styrjald- arátaka milli þeirra vegna deilna um réttindi á Eyjahafi. Sáttatilraunir milh ríkjanna eru erfiðar viðfangs og í gærkvöld virtust fundir forsætisráðherranna geta far- ið út um þúfur vegna deilnanna um Kýpur, en tyrkneski herinn heldur hluta eyjarinnar og hafa Tyrkir ít- rekað lýst því yfir að herliðið verði ekki flutt á brott fyrr en innbyrðis vandamál milli grískra og tyrkneska íbúa Kýpur hafa verið leyst. Búist er viö að forsætisráðherrarn- ir ræði jafnframt önnur mál á fund- um sínum, meðal annars umsókn Tyrkja um aðild að Evrópubandalag- inu. Grikkir hafa hótað að koma í veg fyrir aðild Tyrkja að bandalaginu ef ekki takist fyrst sættir um Kýpur. Ekki er búist við verulegum tíðind- um af fundum leiðtoganna tveggja. Grískur lögreglumaður reynir að hemja mótmælendur í Aþenu i gær. Um eitt þúsund manns söfnuðust þá saman til mótmæla gegn heimsókn tyrkneska forsætisráðherrans, Turgut Ozal, til borgarinnar. Mótmælendur báru spjöld sem á var letrað: „Burt með kynþáttahatarann Ozal frá Kýpur.“ Sfmamynd Reuter Gríska lögreglan hélt uppi ströngu eftirliti í miðborg Aþenu í morgim, í þeirri von aö henni tækist að koma í veg fyrir mótmælaaðgerðir sem ætlaö var að trufla athöfn tengda því er Turgut Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, lagði blómsveig að stríðs- minnismerki þar. Ozal er nú í þriggja daga opinberri heimsókn í Grikk- landi og er þetta í fyrsta sinn í þrjá- tíu og sex ár eða frá árinu 1952 sem tyrkneskur forsætisráðherra heim- sækir Grikki. Fjöldi óeinkennisklæddra lög- reglumanna var meðal þeirra sem héldu sig á „Stjómarskrártorgi" í Aþenu, þar sem athöfnin fer fram í dag, og í morgun áttu yfir eitt þúsund lögreglumenn með alvæpni að loka torginu. Hundruð Kúrda, Armena og grískra Kýpurbúa fóru um götur Aþenu í gær og brenndu tyrkneska fána í mótmælaskyni við heimsókn Ozal. Fregnir bárust af smávægilegum átökum milli. sveita óeiröalögreglu og mótmælenda í morgun, einkum fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Aþenu. Ozal er kominn til Aþenu til við- ræðna við Andreas Papandreou, for- Andreas Papandreou, forsætisráð- herra Grikklands, tekur á móti Turg- ut Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, í Aþenu i gær. Símamynd Reuter Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór K. Valdimarsson íranir sækja íranir segjast hafa unnið mikla sigra í nýrri sókn sinni inn í suö- austurhluta íraks undanfama daga. Útvarpið í Teheran skýrði frá því í gær að íranskir bylting- arverðir heföu fefit um ellefu þúsund íraska hermenn í tvi- þaettri sókn inn á Shalamcheh- svæöiö í gær. Svæði þetta er aust- ur af borginni Basra og fyrir um þrem vikum hröktu írakar írani út af svæöi þessu. írakar segja að sókn írana hafi veriö brotin á bak aftur effir nífj- án klukkustunda haröa bardaga. Báðir aöilar segja að flugherir þeirra hafi átt stóran þátt 1 átök- unum. Þessi sókn er fyrsta umfangs- mikla hemaðaraögerð írana í styrjöldinni við íraka frá þvi í siðasta mánuði, þegar þeir urðu aö þola stóra ósigra. Fordæmdu brottvísun Awads Þrátt fyrir mótmæh frá Was- hington var Palestínumaðurinn Mubarak Awad, semer með banda- rískan ríkisborgararétt en fæddur í Jerúsalem, settur um borð í flug- vél í gær á flugvellinum í Tel Aviv. Áfangastaðurinn var New York. Bandaríkjamenn fordæmdu þegar í stað brottvísunina. Forsætisráðherra ísraels, Yitz- hak Shamir, hafði fyrirskipað brottvísunina á þeim forsendum að ferðamannaáritun Awads væri útrunnin og að hann hefði efnt til uppreisnar Palestínumanna á her- teknu svæðunum. Awad hafði sett upp stofnun til rannsóknar á of- beldislausum leiðum til breytinga. Þingmenn í ísrael bæöi vörðu og gagnrýndu ákvörðunina um brott- vísunina. Einn þingmanna Likud- flokksins reyndi á flugvellinum að afhenda Awad tvær bækur um til- kall gyðinga til ísraels. Starfsmað- ur á flugvelhnum samþykkti að koma bókunum til Palestínu- mannsins. Þingmaður þessi sagðist hafa barist í þrjú ár fyrir brottvísun Awads og hvatti hann stjómina í ísrael til að beita sömu aöferð viö alla aðra vandræðas^ggi. Awad fékk skeyti frá samtökum sem berjast fyrir réttindum borgar- anna. í skeytinu var þess óskað að Awad missti ekki vegna brottvís- unarinnar trúna á ofbeldislausa baráttu. Palestínumaður lést af skotsár- um á sjúkrahúsi á Vesturbakkan- um í gær. Kúlan sem hæfði hann var úr sams konar rifíli og ísraelsk- ir hermenn nota og er málið nú í rannsókn. Palestínumenn sögðu hermenn hafa skotið og sært tvo íbúa í Jenin í átökum er urðu vegna mótmælagöngu Palestínumanna. Heryfirvöld kváöust ekki hafa fengið skýrslu um þann atburð. Lögfræðingur sexmenninganna frá Sharpeville fyrir utan hæstarétt sem nú neitar að taka mál þeirra upp aó nýju. Aftaka sexmennlnganna á að fara fram þann 19. júli næstkomandi. Simamynd Reuter Öriög sexmenninganna nú í hendi Bothaforseta Búist er viö að Botha, forseti Suö- ur-Afríku, verði á næstunni fyrir miklum þrýstingi erlendis frá um að láta lausa sexmenningana frá Sharpeville í Jóhannesarborg effir að hæstiréttur neitaði að taka mál þeirra upp aftur. Blökkumönnunum sex, fimm körl- um og einni konu, var tilkynnt í gær að eina leiö þeirra til að komast hjá hengingu væri að sækja um náöun hjá Botha forseta. Hann hefur hingað til neitað að skipta sér af þessu um- deilda máli. Sexmenningarnir voru dæmdir til dauða 1985 í kjölfar morðs á borgar- fulltrúa í óeiröum sem kom til eftir mótmæli gegn aðskilnaðarstefnunni. Sexmenningamir vora ekki fundnir bera beina ábyrgð á morðinu en samt dæmdir til dauða vegna sameiginlegs tilgangs með moröingjunum. Borg- arfulltrúinn var einn margra svartra embættismanna sem myrtir vora í uppreisn blökkumanna milli 1984 og 1986. Stjórnarerindrekar segja að senni- legt sé aö vestræn ríki sameinist í mótmælum sínum vegna væntan- legrar aftöku sexmenninganna sem ráðgerð er þann 19. júlí næstkom- andi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.