Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Síða 29
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988. 29 LífsstíU Ég veitaðmamma verður glöð Næst hittum viö unga stúlku sem var í óða önn að reyta illgresi úr garði sínum. Henni fannst skemmtilegt að stússa í garðrækt og hlakkaði ákaflega til að sjá Tíðarandi plöntumar vaxa. Hún var spennt að geta komiö með uppskeruna sína til mömmu og var viss um aö það myndi gleðja hana. Jóhanna Steinarsdóttir var aö setja radísur niður. „Annars held ég að næpudagur sé í dag því flest- ir eru að setja niður næpur. Ég er búin að setja niður kartöflur og dill-krydd. Það er gaman að vinna í þessu og maður fræðist heilmikið um plönturnar," bætir hún viö. „Mér fmnst ánamaðkamir ekkert ógeðslegir og það var heldur ekkert mál að setja skítinn á,“ segir Jó- hanna. Vinna hafin í skólagörðimum: Ógeðslegt að setja skítinn á í skólagörðunum í Skerjafirði vom um þrjátíu krakkar störfum hlaðn- ir, þegar DV leit þar við. Þeir virt- ust vera ánægðir að undirbúa skik- ana til ræktunar. Ásdis Ingþórs- dóttir verkstjóri var á staðnum og svaraði nokkrum spumingum blaðamanns. í hverju er starf hennar fólgið? „Ég sé um verkstjóm hér á staðn- um. Fyrir utan að kenna krökkun- um handbrögðin þá fræði ég þá um jurtimar. Á þessum stað em um sjötíu krakkar og skiptast þeir í þrjá hópa. Fyrsti hópurinn er hér frá átta til tíu, annar er frá tíu til tólf og sá þriðji frá eitt til þrjú. Það , er mikið aö gera núna við að und- Einbeitnin skín úr andliti Jóhönnu þegar hún býr til passlega stórar holur fyrir radísurnar sínar. irbúa beðin og setja niður. Síðan verður aðeins rólegra á meðan grænmetið er að taka við sér. Það koma auðvitað sprettir þegar byij- að er að reyta arfa. Fótboltalið með grænar hendur Það er ætlunin að gera ýmislegt annað en að Vinna í garðinum og á dagskrá er að fara í stuttar ferðir. Einnig verður stofnað fótboltahð sem kemur til með keppa við önnur lið úr hinum görðunum,“ segir Ásdís. Næsta spuming er hvort krakk- amir láti vel að stjóm. „Já, já,“ segir Ásdis. „Héma em börn á aldrinum átta til tólf ára og era þetta allra vænstu krakkar. Alveg furða hvað þau em sam- viskusöm. Annars kemur ýmislegt sniðugt í ljós. Til dæmis em strák- amir miklu pjattaðri heldur en stelpurnar. Við setjum niður 15 tegundir af grænmeti. Hvítkál, salat, blómkál, rófur, radísur, dill og kartöflur em þar á meðal. Skráningargjaldið er fjögur hundruð krónur en ég held að borgin styrki þetta myndarlega. Það er ágætt að vera hér og sam- vinnan við bömin gengur prýði- lega,“ segir Ásdís verkstjóri. Ánamaðkarnir eru ekkert ógeðslegir Fyrst hittum við hressa böm sem vom að þrífa áhöldin sín. Öll sögðu að gaman væri í skólagörðunum. Að vísu var gerður fyrirvari um veður. Fyrir utan að reyta arfa fannst þeim verkin skemmtileg. Þegar þau vom spurð hvað þau ætluðu sér að gera við grænmetið svömðu flest að það yrði borðað. Ung dama með lambhúshettu ætl- aði að færa mömmu sinni afrakst- urinn af garðvinnunni. Spuming- unni hvort þau væra dugleg að Blómkálið er best Tveir strákar vom að vinna í einu beðinu. Magnús Grétar Áma- son, tíu ára, og bróðir hans Fáfhir, fimm ára, vom að hjálpast að. „Mamma vildi að ég færi í skóla- garöana," sagði Magnús þegar hann var inntur eftir ástæðunni fyrir vem hans þama. „Þetta er £dlt í lagi. Ég er núna að setja niður næpur og þá geri ég svona holur og set síðan tvö fræ ofan í. Mér finnst blómkál besta grænmetið. borða grænmeti virtist erfiðara að svara. „Mér finnst grænmeti ekk- ert sérstaklega gott, en sumt er ágætt," sagði einn drengurinn. Hvað finnst þeim svo leiðinlegast við garðvinnuna? „Mér fmnst leið- inlegt að reyta arfann," sagði einn. Uss, þaö er ekkert, en að setja skít- inn á var ógeðslegt," bætti ein stúlkan við. Þessi stúlka var að hreinsa arfann úr garði sinum. Hún hlakkaði til aö gleöja mömmu sina meö upp- skerunni. að sjá grænmetið vaxa en þeim fannst óskemmtilegt að bera skitinn á. Ásdís Ingþórsdóttir verkstjóri kennir börnunum handtökin og reynir jafnframt að fræða þau um plönturnar. Hún sagði aö strákam- ir væru pjattaðri en stelpurnar Bræðurnir Magnús og Fáfnir voru i óða önn að hugsa um garðholu sína. Magnús var að sá næpufræjum en kunni samt best við aö borða biómkál. Fáfnir litli var yfir sig gáttaður á hinni dularfullu plöntu arfanum. Honum fannst í meira lagi skritið að alitaf kæmi nýtt illgresi í stað þess sem tínt væri. Fáfni fannst skemmtilegt aö fá að fara með stóra bróður í skólagarðana og var staðráðinn i að vera duglegur við að borða uppskeruna. Sumt grænmetið finnst mér ekki *“* gott,“ sagði hann. Magnús var einn af þeim heppnu því með sér hafði hann duglegan aðstoðarmann. Bróðir hans Fáfnir var að reyta arfa af kappi. Hann gaf sér varla tima til aö líta upp, svo mikill var ákafinn. Hann sam- þykkti flest sem stóri bróðir hafði sagt nema að honum fannst jafnvel enn skemmtilegra í garðrækt held- ur en þeim stærri. Honum fannst arfinn vera dularfull planta. Þótt hún væri öll tekin upp bættist endalaust við. -EG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.