Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988. Andlát Ásta Hulda Guðjónsdóttir, Hlíöar- vegi 10, Kópavogi, lést í Landspítal- anum funmtudaginn 9. júní. Dagbjört Hallgrímsdóttir, Vallar- braut 2, Seltjarnarnesi, lést í Land- spítalanum 11. júní. Sigurður Svavar Gíslason, fyrrver- andi hótelstjóri á Hótel Borg, lést aöfaranótt sunnudagsins 12. júní. Ólafur Pálsson, Hvassaleiti 16, and- aðist 11. júní. Anna Jóna Jónsdóttir lést af slys- forum 11. júní. Monika S. Helgadóttir, Merkigili, Skagafiröi, lést í Sjúkrahúsi Sauðár- króks íostudaginn 10. júní. Þorsteinn Erlingsson, Austurbergi 38, er látinn. Jarðarfarir Egill Óskarsson, Breiðagerði 19, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. júní kl. 10.30. Guðrún Elísdóttir, Vesturbraut 10, Hafnarfirði, sem lést í Sólvangi 6.þ.m., verður jarðsungin frá Garða- kirkju miövikudaginn 15. júní kl. 15. Útfor Frú Sigriðar Ragnarsdóttur Michelsen fer fram frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 15. júní kl. 13.30. Friðþjófur Helgason, bifvélavirki og fyrrum brunavörður, lést 5. júní sl. Hann fæddist 28. febrúar 1917, sonur hjónanna Helga Vigfússonar og Val- gerðar Bjamadóttur. Friðþjófur kvæntist 1941 Bergdísi Ingimarsdótt- ur og eiga þau 6 böm, 11 bamaböm og 1 bamabamabam. Friðþjófur starfaði síðustu 30 árin hjá Slökkvi- hði Reykjavíkur. Útfór hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Tilkynningar Fjöltefli í Sjálfsbjargarhúsinu Sofie Polgar tefUr fimmtudagmn 16. júní . kl. 12 í matsal Sjálfsbjargarhússins, Há- túni 12,2. hæð. Gjald kr. 500. Þátttakend- ur mæti með töfl með sér. Allir velkomn- ir meðan húsrúm leyfir. af Bólstursverki) sem hægt er að fá smíð- aða eftir máli. Einnig sófaborð og hom- borð, hægindastólar og ýmislegt fleira. Hægt er að velja úölbreytilegt úrval áklæða í samráði við framleiðendann án milliliða, á betra verði en annars staðar þekkist. Einnig er boðið upp á klæðning- ar á gömlum húsgögnum og þá jafnvel í stíl við þau nýju. Veggi verslunarinnar prýða myndir eftir hinn kunna myndlist- armann Sigurð Þóri og eru þær flestar falar. Verslunin er opin alla virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14. Eigandi og verslunarstjóri er Loftur Þór Péturs- son. Námskeið Námskeið í skyndihjálp Reykjavikurdeild RKÍ heldur námskeið í skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 15. júní og stendur í 5 kvöld. Námskeiðið verður haldið að Öldugötu 4. Öllum 14 ára og eldri er heimil þátttaka. Þeir sem hafa áhuga á að komast á námskeiðið geta skráð sig í síma 28222. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Notaö verður nýtt námsefni sem RKÍ tók í notkun nýlega og'hefúr gefið góða raun. Nokkuð er um nýjungar. Lögð verður áhersla á fyrir- byggjandi leiðbeiningar og ráð til al- mennings við slys og önnur óhöpp. Talið er æskilegt að taka námskeiðið allt á 2 ára fresti og riíja upp einu sinni á ári. Námskeiðinu lýkur með prófi sem hægt er að fá metið í flestum framhaldsskólum. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík fer í tveggja daga ferð um Snæfellsnes 25. og 26. júní nk. Gist verður á Hótel Búðum. Upplýsingar gefa: Sigurborg s. 685573 og Asa s. 32872. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 14 í dag, þriðjudag. Spiluð verður félagsvist. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni áformar skemmtiferð í uppsveitir Borg- arfjarðar laugardaginn 18. júní. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöð, BSÍ, kl. 10. Ekið verður um Norðurárdal, Grjótháls, Þverárhlið og Hvitársíðu að Reykholti. Til baka verður ekið um Drag- háls. Nánari upplýsingar um ferðina í síma félagsins 28812. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Sumarferð Húsmæðrafélags Reykjavikur verður farin sunnudaginn 19. júni. Allar upplýsingar og farpantanir í síma 681742 Þuríður, 14617 Sigríður og 84280 Stein- unn. Konur eru vinsamlegast beðnar að láta vita í síðasta lagi fimmtudaginn 16. júni. Ferðálög Utivistarferðir um landið í sumar 1. 17.-21. júní: Sólstöðuferð fyrir norð- an. Ökuferð með skoðunar- og göngu- ferðum ásamt eyjaferðum. Hríséy - Svarfaðardalur - SigluQörður - Skaga- fjörður. Boðið verður upp á ferð í Málm- ey og miðnætursólarferð í Drangey. í Svarfaðardal eru skemmtilegar göngu- leiðir, t.d. á GQúfuráriökul og um Heljar- dalsheiði. Grímseyjarferð ef aðstæður leyfa. Gist i svefnpokaplássi. 2.16.-19. júní: Núpsstaðarskógar. Tjald- ferð. Gönguferðir um svæöið. Sambæri- legt við okkar þekktustu ferðamanna- staði. Bólstursverk, ný húsgagna- verslun Húsgagnaverslunin Bólstursverk var nýlega opnuð að Kleppsmýrarvegi 8 í Reykjavík. í versluninni fást eingöngu íslensk sófasett og homsófar (framleitt 3. 16.-19. júní: Skaftafell - Ingólfshöfði. Gönguferðir um þjóðgarðinn og skoðun- arferð í Ingólfshöfða. Tjöld. 5. 16.-19. júní: Þórsmörk - Goðaland. Góð gisting í Útivistarskálunum Básum. Gönguferöir við allra hæfi. PIZZA- ELDOFN TIL SÖLU Ef þú ert svo Ijónheppinn að lesa þessa auglýsingu eigum við til sölu ítalskan pizza-eldofn í frábæru standi. Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 688836. Meiming Gaman og gott Norræni kvartettinn er smá- skrýtin kammergrúppa sem, ef ég man rétt, var stofnuð vegna ferðar fjórmenninganna Einars Jóhann- essonar, Jósephs Fung, Áskels Mássonar og Rogers Carlson til Kína hér um árið. í kvartettinum er klarínett, gítar, handtrommur og slagverksbatterí, hann er sumsé dæmigerður samsetningur áranna upp úr Darmstadt. Músíkin, sem fjórmenningamir leika, er eflaust af ýmsu tagi en á tónleikunum sem þeir voru með á Listahátíð í Bú- staðakirkju sl. sunnudag voru þeir með þrjú verk eftir Áskel og síðan verk eftir Þorstein Hauksson, Finnann Heininen og Jóseph Fimg, eitt eftir hvern. Fyrst var Fantasía um kínverskt ljóð eftir Áskel fyrir klarínett og handtrommur, sem höfundurinn lék með Einari, vel gert og lýsandi tónverk um árstíðimar (Lí Pó). Síð- an lék Jóseph Tokkötu fyrir gítar, sóló eftir Þorstein Hauksson sem hljómaði afar skipulega, já veru- lega faUega, f „tónölum" einfald- leika. Og Impromtu, sem Áskell lék á trommur, var einnig stórfallegt í laginu, enda kann Áskell aUra Listahátíð Leifur Þórarinsson manna best að fara með trommu- efni svo að vit sé í. Sólósónatína fyrir klarínett eftir Heininen, Dis- cantus II op 21, lék svo Einar af sinni sannfærandi snilld. Þetta er sterkt og ákveðið verk, fullt af næmgeðja blæbrigðun. En aðalverkin voru þó eftir hlé, tveir fuUir kvartettar: Diverti- mento eftir Áskel og Choreograp- hic Poems eftir Jóseph Fung. Verk Áskels er næstum „klassískt“ í forminu, stefnufast og fullt af lag- rænum sætleika. Það gerði manni býsna gott og einnig stykki Jós- ephs, þó það sé nokkuð lausara í reipunum. Og allir eru þessir spil- arar íjórir eins góðir og gerist best og væri sannarlega gaman og gott að heyra þá sem fyrst aftur. LÞ Fútt í Mendelsohn Tónleikar Söru Walker messó- sópran og píanóleikarans Rogers Vignoles í gærkvöldi, á vegum Listahátíðar í Óperunni, voru þægUega skemmtilegir. Sarah er afar fjölhæf söngkona sem hefur heiUað fólk lengi upp úr skónum með ljóðasöng, óperukúnstum og Listahátíð Leifur Þórarinsson jafnvel kabarettsöng og heldur því áfram um viða veröld. í gærkvöldi var efnisskráin tví- skipt, þýskur Lieder (Schubert og Mendelsohn) fyrir hlé en kabarett- söngvar og skemmtitónUst á eftir. Heldur var nú Schubert í daufara lagi hjá frúnni en sléttur og faU- egur. Slíkur söngur snertir mann nú ekki nema mátulega en sem betur fór var meira fútt í Mend- elsohn, lögum sem maður hafði fæst heyrt áður. Sönglög Mend- elsohns eru mörg meistaraverk á borð við Schubert og Schumann en þau heyrast miklu sjaldnar, hvað sem veldur. Það var því mikiU feng- ur að heyra Söru Walker fara með nokkur þeirra, sem hún gerði reyndar af mikiUi siúlld. Sérstak- lega var Neue Láebe (sem er Stóð ég úti í tunglsljósi á þýsku) áhrifa- mikið og Hexenlied, nornagaldur, gladdi mannsins hjarta. Kabarett- lögin eftir hlé voru eftir merkUega þrenningu, Schönberg, Britten og Gershwin. Að vísu var ekki mikið púður í Gershwinflutningnum, hann var heldur stífur og Utlaus en Brettl-Lieder Schönbergs (sem eru eins konar blanda af Atla Heimi og Fúsa) og ljúfsárir söngvar Brittens við kvæði eftir Auden (Calypse, Johnny, Funeral blues) voru hins vegar með aUt sitt á rétt- Sarah Walker messósópran. um stað. Píanóleikur Vignoles var hreint aíbragð, blæbrigðaríkur og lifandi. LÞ Tími og orka Sýning Jóhanns Eyfells í Galleri Svart á hvrtu Myndlist Jóhanns Eyfells er í senn jarðbundin og dulúðug. Skúlptúrar hans eru yfirleitt frum- form, mikU um sig og gegnheil, en merking þeirra rúmast ekki innan marka sjálfhverfrar naumhyggju. Yfirbragð þeirra og staðsetning kaUar stöðugt upp í hugann trúar- leg minni og háttbundin ritúöl' áferð þeirra og efnismeðferð minnir okkur hins vegar á náttúru- krafta og huglæg gildi eins og „tíma”, rúm” og „orku”. MyndUst Jóhanns hefur vissu- lega verið aUt of lítið til sýnis hér í heimalandi hans. Því ber að þakka Gallerí Svörtu á hvítu fyrir að efna til sýningar á svokölluðum pappírssamfeUum Ustamannsins (Paper CoUapsions), þar sem kristallast ýms þau við- horf sem Uggja til grundvaUar myndUst hans í heild. Þessar samfeUur, eða samlokur, verða þannig til að stórar og gljúp- ar pappírsarkir eru lagðar ofan á ýmiss konar jarðveg, grös eða sand, og ofan á arkirnar leggur Jóhann sérstakt mót úr málmi, oftast kringlótt. Pappírinn er látinn Uggja undir þessu fargi í nokkum tíma og drekkur á meðan í sig raka og líf- ræn efni, ásamt Ut, úr jarðvegin- um. Samvistir við náttúruna Þannig má segja að náttúran leggi tíl megináherslur þeSsara verka, Jóhann Eyfells ásamt einni papp- irssamfellu sinni. litbrigði, áferð og Ufræna hrynj- andi, en hins vegar ákvarðar tíminn, það er sá tími sem örkin er samvistum við náttúruna, að Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson mestu leyti hve öfiugar áherslurn- ar á pappímum verða. Jóhann sjálfur leggur svo til frumformið, hringinn, með sínum margháttuðu skírskotunum, jafnt í ritúöl sem í reiknivísindi - og þar með einnig þrýstinginn á pappír- inn. AUt er þetta hluti af Ustafílósófíu sem Jóhann hefur tileinkað sér og kallar „ReceptuaUsm” (Viðstöðu- stefna?), en þar sem honum er ekki gefið aö skýra forsendur sínar með skýrum og skilmerkilegum hætti, er nærtækast að rekja þessa nátt- úrulegu og tUviljunarkenndu sköp- un langleiðina aftur til Duchamps. Pappír úti á snúru Duchamp safnaði til dæmis ryki á „Stóra Glerið” svonefnda, oginn- Umaöi það í verkið, auk þess sem hann hengdi pappír út á snúru og lét hann velkjast þar í öllum veð- mm í nokkurn tíma. Hins vegar er grundvaUarmunur á afstöðu þessara tveggja Usta- manna til listaverksins. Duchamp og sannir sporgöngumenn hans notuðu tUviljunina tU að grafa und- an viðteknum myndUstarviðhorf- um á fremur kaldhæðinn hátt, en Jóhann virkjar tilvUjanirmSO, beinir þeim í fyrirfram ákveðinn farveg með því að velja sér málm- mót af vissri stærð og gerð, sérstak- ar tegundir pappírs, jarðveg tíl að „móta” úr, og „pressutíma”, svo fátt eitt sé nefnt. í höndum Jóhanns verður sér- hver samfeUa að myndrænum vett- vangi fyrir átök tíma og orku. í þeim sjáum við sköpunina í sinni upprunalegustu og kannski sönn- ustu mynd. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.