Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Glannafengið ævintýri Fiskeldismenn kenna stjórnvöldum um offramleiðslu laxaseiða. Þannig virðast þeir líta á ríkið sem stóra bróð- ur. Að því leyti er hugarfar þeirra ekki hið sama og annarra framkvæmdamanna, sem hafa hhðsjón af markaði, þegar þeir hefjast handa eða stækka við sig. Fiskeldismenn segjast fyrir löngu hafa sent land- búnaðarráðuneytingu upplýsingar um, að framleidd yrðu í ár tólf mihjón laxaseiði í stað þeirra sjö mihjóna, sem tahð var unnt að koma í lóg. Þessum upplýsingum hafi verið stungið niður í skúffu í ráðuneytinu. Ekki er auðvelt að skhja, að það eigi að vera mál stjórnvalda, hvort menn hagi sér skynsamlega eða óskynsamlega í einhverri atvinnugrein, nema greinin sé landbúnaður, þar sem menn hafa leyfi stjórnvalda th að offramleiða á kostnað neytenda og skattgreiðenda. Löngum hefur verið undrunarefni áhorfenda, hvern- ig fiskeldi hefur getað blómstrað hér á landi, þótt flestir fiskeldismenn hafi eingöngu treyst sér th að framleiða seiði handa öðrum til fóstrunar. Hefur oftast verið treyst á, að Norðmenn keyptu afganginn af seiðum ársins. Óráðlegt er að byggja nýja atvinnugrein á þeirri for- sendu, að Norðmenn kaupi offramleiðsluna. Þeirra menn vilja sjálfir útvega seiðin, ef þeir geta, og fá áreið- anlega forgang umfram íslenzka fiskeldismenn, ef á þarf að halda. Þeir fá vernd síns landbúnaðarráðuneytis. Einhvern tíma hljóta íslenzku seiðamihjónirnar að eiga að verða að stórum matfiski, sem fari á borð neyt- enda. Fáir hafa lagt út í slíka framleiðslu, enda virðast tekjur vera seinteknari í henni en í skjótræktuðum seið- um. Einnig þarf þá að hugsa dæmið aha leið th neytenda. Thraunir íslenzkra fiskeldismanna th útflutnings á laxi hafa gengið misjafnlega. Á fiskmarkaðinum í New York hefur íslenzkur eldislax fengið hættulegt óorð fyr- ir að vera hnur og hreisturskemmdur. Hann hefur selzt þar á lægra verði en eldislax frá öðrum löndum. Fiskeldismenn hafa ekki komið sér upp neinu sameig- inlegu gæðakerfi th að tryggja lágmarksgæði í útflutn- ingi. Aðeins þijár vinnslustöðvar í landinu standast kröfur Bandaríkjamanna, en laxinn er unninn hér við frumstæðar aðstæður í tíu vinnslustöðvum öðrum. Fiskeldismenn þurfa að gera sér grein fyrir, að er- lendis er lax markaðsvara eins og annar fiskur. Þar verður að heyja baráttu við mikið framboð af laxi frá erlendum aðhum, sem hafa aflað sér nákvæmrar þekk- ingar á þörfum neytenda á hinum og þessum stöðum. Hér virðast fiskeldismenn hafa hugsað eins og gert er í landbúnaðinum. Þeir heQast bara handa með gassa- gangi við að ffamleiða seiði. Ekkert er unnt að spá um, hvort einhverjir vhji kaupa seiðin og enn síður, hvort einhverjir vhji um síðir borða fullvaxinn laxinn. Fjárfesting í fiskeldi nemur nú 3,5 milljörðum króna hér á landi. Th að verja þessa fjárfestingu hefur ríkið ákveðið að bjarga guhæðismönnum fiskeldisins fyrir horn með því að lána þeim 800 mhljónir króna th að koma offramleiðslu seiða í framhaldseldi innanlands. Síðan má búast við árlegu upphlaupi út af erfiðleikum við að koma seiðum ársins í verð. Eftir um það bh tvö ár hefst svo nýtt árlegt upphlaup út af erfiðleikum við að koma fuhvöxnum laxi ársins í verð. Eiga íslenzkir skattgreiðendur að taka aht þetta á bakið? Senn þarf að finna skynsamleg mörk á fyrirgreiðslu þjóðarinnar við grein, sem rambar glannalega milh ævintýralegra möguleika og ævintýralegrar óráðsíu. Jónas Kristjánsson „Engin ríkisstjórn getur setið í trássi við vilja meirihluta þingsins," segir hér. ar ásamt forseta íslands. - Ríkisstjórn Þorsteins Pálsson- Vaklsvið fbrseta íslands Svar við kjallaragrein Kjartans Jónssonar 7. júní sl. I kjallaragrein sinni um hlut- verk forseta Islands telur Kjartan Jónsson upp ýmsar stjómarskrár- greinar um verksvið forseta. Síðan segir hann: „Þetta er lýsing á tals- vert öðruvísi hlutverki en við höf- um átt að venjast hingað til.“ Síðan segir hann: „Enn ein kreddan varð- andi forsetaembættið er að það eigi að vera ópólitískt og hlutlaust." Ekki verður annað sagt en að greinarhöfundur fari mjög villur vegar í skrifum sínum því hann gleymir þeim ákvæðum stjómar- skrárinnar sem segja mest um valdsvið forseta íslands, nefnilega 13. gr. og 14. gr. stjómarskrárinnar. Ráðherra framkvæmir vald forseta í 13. gr. stjskr. segir m.a.: „Forset- inn lætur ráðherra framkvæma vald sitt“ og í 14. gr. stjskr. „Ráð- herrar bera ábyrgð á stjórnarat- höfnum öllum“. Samkvæmt framansögðu á ráð- herra að framkvæma vald forseta. í því felst m.a. að ráöherra tekur ákvarðanir um samninga við önn- ur ríki, um framlagningu stjómar- frumvarpa, útgáfu bráðabirgða- laga, embættisveitingar, sakarupp- gjöf o.fl. 13. gr. stjskr. leiöir einnig til þess að ráöherra tekur ákvörðun um að stefna saman Alþingi og þingslit. Allt það sem að framan er nefnt gerir ráðherra í nafni forseta ís- lands. Af þeim sökum kemur sú staða upp að formlega séð gerir forseti Islands framangreint þótt hann taki engar ákvarðanir í því sambandi. Ekki er hægt að útiloka að teknar séu ákvarðanir í nafni forsetans sem kynnu að vera löglausar og stórlega ámælisveröar. Þá vaknar sú spuming hvort forsetinn verði gerður ábyrgur fyrir slíku þótt hann hafi ekki tekiö neinar ákvarð- anir þar um. Þessu er svarað í 14. gr. stjskr. þar sem skýrt kemur fram að for- setinn ber enga ábyrgð á stjómar- athöfnum heldur ráöherra. Þar kemur fram að Alþingi getur kært ráðherra fyrir landsdómi vegna embættisreksturs þeirra. Væri algjörlega óviðunandi Það sem nú hefur verið nefnt sýn- ir að forseta er hvorki ætlað að taka ákvarðanir um stjórnarat- hafnir né bera ábyrgð á þeim. Ef það er rétt að Sigrún Þorsteins- dóttir hafi hugsaö sér að komast í forsetastól til að taka að sér fram- kvæmd stjómarathafna þá væri forseti að taka sér vald sem hann hefur ekki. Slíkt hefur hingaö til verið kallað valdarán og vona ég að forsetaframbjóðandinn hafi ekkert slíkt í huga. KjaHariim Einar Gautur Steingrímsson hdl. E.t.v. hefur Sigrún Þorsteinsdótt- ir hugsað sér aö forseti taki upp á því að neita ráðherra um að fram- kvæma stjórnarathafnir í nafni forseta ef forseta líka þær ékki. Slíkt myndi aðeins leiða til þess að ráðherra ætti ekki annarra kosta völ en að segja af sér eins og nú verður komið að. í fyrsta lagi gæti ráðherra ekki staðið í einhverjum hrossakaupum viö forseta um efni stjómarathafna því það væri algerlega óviðunandi fyrir ráðherra að bera alla ábyrgð á stjómarathöfnum en þurfa að breyta þeim til samræmis við vilja aðila sem enga ábyrgð ber á þeim. í öðru lagi hefur það farið fram hjá stuðningsmönnum Sigrúnar Þorsteinsdóttur að íslendingar búa við þingræöi. Það felur í sér að ráð- herra sætir eftirliti þingsins en ekki forsetans. Það væri því alveg óhugsandi fyrir ráðherra og gegn tilætlun stjómarskrárgjafans ef forseti ætti að skipta sér af gerðum ráðherra en ráðherra eigi síðan að standa einn ábyrgð á þeim fyrir þinginu. í þriðja lagi getur ríkisstjóm og Alþingi ekki staðið í því að þurfa sífellt aö fá leyfi forseta til að haf- ast að en eiga síðan að standa kjós- endum reikningsskil gerða sinna. Þetta þrennt, sem nú hefur verið nefnt, leiðir til þess að ef forsetinn ætlar að fara að hafa afskipti af gerðum ráðherra ætti ráðherrann og reyndar öll ríkisstjómin vart annarra kosta völ en að segja af sér. Eftir það stæði forseti uppi með landið án ríkisstjómar án þess að honum væri unnt skipa nýja eins og nú verður komiö aö. Áhrif en ekki ábyrgð Þingræðið sem Islendingar búa við veldur því að enginn ríkisstjórn getur setiö í trássi við vilja meiri- hluta þingins. Ef ríkisstjóm, sem nyti stuðnings meirihluta þings, yrði að segja af sér vegna deilna við forseta þá væri ekki þingmeiri- hluti fyrir annarri. Slíkt gæti að- eins leitt til þess að annaðhvort yrði forsetinn að fara frá eða að rjúfa yrði Alþingi og boða til nýrra aíþingiskosninga. I stuttu máli sagt má segja að völd forseta felist í því að hann getur haft talsverð áhrif við mynd- un ríkisstjórna. Hann getur lagt lagasetningar í dóm þjóðarinnar með því að neita að skrifa undir lög (lögin taka samt gildi til bráða- birgða) en forseta er algerlega fyr- irmunað að skipta sér af gerðum ríkisstjómar að öðru leyti, enda ber hann enga ábyrgð á þeim. í þessari, grein hef ég reynt að fara nokkrum orðum um valdsviö forseta skv. stjómarskránni vegna þess mikla misskilning sem um þetta ríkir. Það má aftur á móti deila um hvort núverandi fyrir- komulag sé heppilegt eða ekki. Vel má hugsa sér að stjórnarskránni yrði breytt þannig aö embætti for- sætisráðherra yrði lagt niður og forsetinn myndi sjálfur fara með vald sitt og bera ábyrgð á stjómar- athöfnum. í slíkum tilfellum myndu smám saman skapast ákveðnar samskiptavenjur milli þings og ríkisstjórnar sem ekki þyrftu að vera erfiðara viðfangs- efni heldur en þær málamiðlanir sem nú þekkjast í þingflokkum og milli þingfloídca. Má m.a. benda á aö Bandaríkjamenn búa við ekki ósvipað stjómarfyrirkomulag. Hvað sem öllu líður er ég þess eindregið hvetjandi að Kjartan Jónsson og stuðningsmenn Sigrún- ar Þorsteinsdóttur tækju sig til og læsu stjómarskrána betur áður en farið er að básúna alls konar vit- leysu yfir þjóðina. Einar Gautur Steingrímsson „Vel má hugsa sér að stjórnarskránni yrði breytt þannig að embætti forsætis- ráðherra yrði lagt niður og forsetinn myndi sjálfur fara með vald sitt og bera ábyrgð á stjórnarathöfnum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.