Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988. 15 Ný gengisfelling! Nú hefur ríkisstjómin upplýst þjóðina um þaö hver það var sem felldi gengið og hvem sakfella ber fyrir afnám samningsréttarins. Það var sem sagt ekki röng efnahags- stefna heldur bankakerfið, spá- kaupmenn og stjómarandstaðan sem áttu höfuðsök á gengisfelling- unni. Hvers sök? Það er furðulegt hvemig ráð- herrar þessarar ríkisstjómar koma sökinni yfir á aðra og finna söku- dólga í hverju homi. Sérstaklega hefur íjármálaráðherra verið iðinn við þessa iðju. Fyrst kenndi hann fyrri ríkisstjóm um óráösíðu sem leiddi til álagningar matarskatts, síðan fólkinu í landinu um gegnd- arlausa eyðslu, sem leiddi til við- KjaUarinn Guðmundur Ágústsson, þingmaður Borgaraflokksins „Að láta einn markaðinn, gjaldeyris- markaðinn, vera fastan getur ekki gengið upp nema verðmætasköpun sé því meiri í þjóðfélaginu.“ skiptahalla, og þá fyrirtækjum um erlendar lántökur og fjármálafyll- irí og nú kennir hann bankakerf- inu um að eiga sök á gengisfelling- unni. Orsök, afleiðing Það sem þeim ágæta ráðherra og ríkisstjóminni í heild hefur orðið á er að skilja ekki muninn á orsök og afleiðingu. Gengisfellingin, fjár- festingar fyrirtækja og eyðsla al- mennings er afleiðing þeirrar stefnu sem þessi ríkisstjórn og raunar sú fyrri hafa framfylgt, þ.e. að setja gengið fast og losa öll að- haldsbönd. Slíkt getur ekki gengið til lengdar og kemur fyrr eða síðar öllu efnahagskerfinu úr jafnvægi. Að láta einn markaðinn, gjaldeyr- ismarkaðinn, vera fastan getur ekki gengið upp nema verðmætá- sköpun sé því meiri í þjóðfélaginu. Það er eins og að setja bát fastan í fjöru og leyfa honum ekki að fljóta á flóði. Efnahagsstefnan verður annaðhvort að byggjast á því að leyfa bátnum að fljóta og fylgja yfir- „An aðhalds í eyðslu hefur gengisfellingin engin áhrif nema til að auka verðbólgu," segir m.a. i greininni. borðinu eða reyna að stúka svæðiö af þannig að ekki gæti flóös og fjöru. Efnahags- ráðstafanirnar Því miður eru þær efnahagsráð- stafanir, sem nú hefur verið gripið til, mjög veikburða og taka ekld á vandamálunum heldur miða þær aðeins að því að setja einn markað til viðbótar fastan, launamarkað- inn, með afnámi samningsréttar. Brýnna hefði verið að setja hömlur á útgjöld hins opinbera, ekki aðeins útgjaldahhð fjárlaga heldur einnig útgjöld ríkisfyrirtækja og stofnana á vegum ríkisins og taka á peninga- markaðinum með aukinni bindi- skyldu bankakerfisins. Án aðhalds í eyðslu hefur gengisfelhngin engin áhrif nema til að auka verðbólgu. Sú ráðstöfun að banna vísitölu- bindingu fjárskuldbindinga á lán- um th skemmri tíma en tveggja ára er ekki til þess fahin að slá á vext- ina, þvert á móti skapar þessi ein- staka aðgerð glundroða og óvissu. Ný gengisfelling Borgaraflokkurinn hefur gagn- rýnt harðlega hhöarráðstafanir ríkisstjórnarinnar og talið þær gagnslitlar. í stað þess að hemla stíga vitringarnir þrír með hliðar- ráöstöfununum á bensíngjöfina og kynda undir verðbólguna sem inn- an tíðar leiöir til nýrrar gengisfell- ingar. Þetta er nöturleg staðreynd sem ekki verður umflúin. Guðmundur Ágústsson Forseti - Fjölbreytni „Mér hefur þótt gott að hafa Vigdisi sem forseta siðustu tvö kjörtima- bil," segir greinarhöfundur m.a. Bráðum koma forsetakosningar og er það vel. Það er í sth við nútím- ann að menn sitji ekki mótat- kvæðalaust í störfum mörg kjör- tímabh, hvort sem það er í stjórn- málum eða félagsmálum. Ekki vegna þess að viðkomandi embætt- ismaður geti ekki verið hin ágæt- asta persóna, heldur af því að eitt eða tvö kjörtímabil ættu að vera nógu langur tími th að embættis- maðurinn geti komið fram þeim helstu nýjungum sem hann hefur fram að færa og fest þær í sessi. Síðan ber að gefa öðrum tækifæri. Kostir óbreytts ástands Sérstöku máli hefur gegnt með forsetaembættið okkar. Er með það eins og þjóðhöfðingjaembætti í öðr- um lýðræðislöndum að það á að vera undanþegið hversdagslegum sviptivindum í þjóðfélaginu að ein- hverju leyti af því það á að höfða th hinna djúpu og langvarandi verðmæta kjósendanna og þrá þeirra eftir friöi og stöðugleika. Oft gengur erfiðlega að sameina þessa þörf fyrir stöðugleika við þörfina fyrir fjölbreytni, eins og þekkt er af embætti forseta Banda- ríkjanna. Öfgar í hina áttina eru kóngafólk Evrópu. Þar er stöðug- leikinn of mikill og fjölbreytnin of hth. Við íslendingar viljum fara milhveginn. Mér hefur þótt gott að hafa Vig- dísi sem forseta síðustu tvö kjör- tímabh af því að sérstaklega mikl- um friði og stöðugleika hefur stafað af henni, svo og nýjabrumi, trúlega mest af því hún er kona. Ég vona og vænti að hún veröi áfram eitt kjörtímabh í viðbót. Hins vegar gefst okkur nú tækifæri th að Kjósa aðra konu sem hefur nýjan sth. Hver eru rökin fyrir að kjósa hana? Kjallarinn Tryggvi V. Líndal þjóðfélagsfræðingur Von um breytingar 1. Hún er líka kona og því líkleg til að gefa embættinu áfram „móðurlegt“ frekar en „fóöur- legt“ yfirbragð. 2. Hún er nýtt andht og fulltrúi annarra hópa í meira mæli, þ.e. verkalýðs og stjómmála. Hún er því vænleg aö svo miklu leyti sem breyting nær. Og ég tel að við höfum efni á að fóndra við fjölbreytni í þessu embætti. 3. Ekki er líklegt né vænlegt að Vigdís tapi þessum kosningum en með því aö kjósa mótfram- bjóðandann styrkist sú hefð að embættið taki breytingum í kosningum. 4. Við höfum löngum hugsað um embættið likt og er með biskup- sembætti Þjóðkirkjunnar; að óumbreytanleiki sé þar af hinu góða. Ég held að framtíðarþró- unin verði hins vegar í átt th hámarksfjölbreytni í vali á for- setaefnum, úr stéttum frum- legra en traustvekjandi manna. Þannig mætti hugsa sér runu af prófessorum, rithöfundum og listamönnum, með óbreytta al- þýðumenn inn á mhli th tilbreyt- ingar. Mótframbjóðandinn virð- ist slikur alþýðumaður. Tökum áhættuna Mótframbjóðandinn er í tengsl- um við félags- og stjórnmálasam- tökin Samhygð - Flokkur manns- ins sem sækist eftir að gera emb- ættiö valdameira, að erlendri og einkum bandarískri fyrirmynd. Flokkur mannsins fékk engan mann kjörinn í síðustu alþingis- kosningum. Þó mætti ætla að al- þingiskosningar væru einmitt vett- vangurinn til að innleiða hug- myndir um aukiö vald forsetaemb- ættisins. Illt væri því ef forseta- kosningar mætti misnota th breyt- inga á stjómun landsins, svo sem vera myndi með stórauknum um- svifum forseta í krafti neitunar- valds og þjóðaratkvæöagreiðslna. Hins vegar er ekki líklegt að mót- frambjóðandinn sigri í kosningun- um. Því gefst þeim tækifæri, sem ekki vhdu styðja Flokk mannsins í póhtískum kosningum, að styðja viö baráttu hans gegn menningar- legri stöðnun, í ópólitískum kosn- ingum, í trausti þess að hann sigri ekki. Tryggvi V. Lindal ,,Eg held að framtíðarþróunin verði hins vegar í átt til hámarksQ ölbreytni í vali á forsetaefnum, úr stéttum frum- legra en traustvekjandi manna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.