Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988. 7 DV Vopnaffjörður: Stofunni breytt í kirkju og drengurinn var fermdur Jóhann Amason, Vopnafirði: Þegar fermt var í vor á Vopnafiröi vantaði eitt fermingarbamiö í hóp- inn. Þaö var Þorsteinn Þorgeirsson. Viku fyrir ferminguna varö hann fyrir því óhappi að lærbrotna. Það skeði 24. mars og þá var hann enn í gifsi vegna handleggsbrots. Síðan hefur Steini, eins og hann er kallað- ur, verið rúmfastur. En núna á sjómannadaginn var hann loks fermdur. Þá kom prestur- inn í heimsókn og stofunni var bi eytt í kirkju. Síðan var sungin messa á heíðbundinn máta. Með í fóruneyti prestsins voru organisti kirkjunnar og hluti af kirkjukórnum. Þetta var því að öllu leyti eins og venjuleg kirkjuathöfn. Þegar athöfninni lauk breyttist stofan svo aftur í stofu og þar var tekið á móti gestum í langþráða fermingarveislu. DV-mynd Jóhann Bergt á bikar lífsins, blóði Krists. Togað uppi í landsteinum: ■ + hafðir að leiðarijósi - segir Ólafur Karvel Pálsson flsklfheðingur Þaö vakti furðu sraábátaeigenda í Bolungarvik og víöar þegar togar- ínn Bjarni Sæmundsson frá Haf- rannsóknastofnun, sera er ura 500 tonna togari, fór að toga uppi i land- steinum og fékk 26 tonn á fimmtu- dag. Ládeyða og ógæftir hafa verið hjá trillukörlum fyrir vestan og ekki hægt að róa nema innan fjarð- ar. Þótt verið væri að prófa nýtt troll fannst trillukörlum furðulegt að það skyldi þurfa að gera uppi i landsteinum. „Við vorum með tilraunamynda- tökur í gangi þar sem sjónvaips- myndavélar fylgjast meö troUinu og þvi þurfti að toga þar sem sæmi- lega bjart er neðansjávar. Eins þarf sjór að vera kyrr en bræla var fyr- ir utan þessa daga. Þessi tilrauna- tog eru hluti af stærra verkefni þar sem ýmis veiðarfæri, eins og troll og lína, eru rannsökuö og þá til dæmis hvemig fiskurinn bítmr á línuna. Þetta eru hagnýtar rann- sóknir sem eru sjómönnum aðeins tU góðs þegar til langs tíma er Ut- ið,“ sagöi Ólafur Karvel Pálsson hjá Hafrannsóknastofnun þegar DV leitaði skýringa á togi Bjama Sæmundssonar uppi i landstein- um. -hUi Forsetakosningamar Fimmtán hundmð greitft atkvæði „Það hafa tæplega 1200 manns greitt atkvæði hérna hjá okkur í Ármúlaskóla en viö opnuðum hér 4. júní. Áður höfðu 234 greitt atkvæði hjá borgarfógeta,“ sagði Viggó Tryggvason, oddviti yfirkjörstjórn- ar. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla á lögum samkvæmt að hefiast fjórum vikum fyrir kjördag og að sögn Vigg- ós lýkur henni á kjördag klukkan sex. Viggó sagði að reynslan væri sú að þeim fjölgaði er greiddu atkvæði utan kjörfundar er nær drægi kosn- ingum og margt fólk kæmi á síöustu stundu. Utankjörfundaratkvæði er hægt að greiða í Ármúlaskóla á virkum dög: um klukkan 10-12,14-18 og 20-22. Á sunnudögum og 17. júní veröur opið á miili klukkan 14 og 18. -JFJ Fréttir Deilur um greinaibirtingu: Sama grein birt á tveimur stöðum? „Ég skil ekki þetta upphlaup sem orðið hefur og tel rétt minn ótví- ræðan til að skrifa báðar þessar greinar og birta þær hvar sem er og hvenær sem er og jafhvel fleiri útgáfur af þeim. Mér þykir þó verst ef þessi umræða dregur athyglina frá efni greinanna en í þeim koma fram ný viöhorf um varnar- og ör- yggismál íslands. Ég tel þetta eitt mikilvægasta mál þjóðarinnar sem ræða þurfi á víðum grundveUi," sagði Hannes Jónsson sendiherra. TUdrög deilumálsins eru þau að Hannes Jónsson skrifaði grein um varnar- og öryggismál Islands í tímaritið Skími en einnig birtist grein eftir hann um sama efhi í Morgunblaðinu. Ritstjóri Skfmis, VUhjálmur Ámason, ritaði sköramu siöar grein í Morgun- blaöiö þar sem hann sagöi aö Hann- es hefði birt útdrátt úr Skímis- greininni í Morgunblaðinu. Lýsti Vilhjálmur yfir furðu sinni og van- þóknun og taldi Hannes hafa svikið bæði ritstjóra Skímis og Morgun- blaðið. Sigurður Lindal lagapró- fessor ritaði síðan fyrir skömmu aöra grein og ásakaði Hannes um brot á höfundalögum, að hafa tví- selt sama hlutinn. „Ég tel álit Sigurðar Líndal vera rangt. Hér var aUs ekki um tvísölu að ræða því að hér var ekkert selt, ekkert keypt og engin greiösla kom fýrir. Ég hef á engan hátt brotiö höfundarlög því að skv. 3. grein þeirra hefur höfundur einkarétt á að birta efni sitt í hvaöa formi sem er. Þessum rétti afsalaði ég mér ekki og skU því ekki þetta upp- hlaup. I Morgunblaöinu er um aöra grein að ræða um sama efni sem er að auki helmingi styttri. í Morg- unblaðsgreininni er einnig ýmis- legt sem ekki er í Skírnisgreininni og þær bæta þannig hvor aðra upp,“ sagöi Hannes Jónsson. „Ég kom með þessa athugasemd þar sem ég var sár og reiður en þar með Ut ég svo á að málinu sé lokiö af minni hálfú. Ég er sammála grein Siguröar Líndal en held aö við munum nú ekki fara í dóms- mál. Tilgangurinn með grein Sig- uröar er aö vekja athygli á þeim vanda sem tímarit eru í og ég tel þaö fyrst og fremst ámæUsvert af Hannesi aö gera þetta, enda er van- inn þegar slíkar birtingar eru við- haföar að ráðgast sé við menn áð- ur,“ sagði Vilhjálmur Ámason, rit- stjóri Skímis. -JFJ Aðalfundur Nasco í Reykjavík: Reynt verður að fá laxa- kvóta Grænlendinga minnkaðan - Guðmundur Eiriksson. forseti samtakanna, lætur af störfum Aðalfundur NASCO, sem em sam- tök um laxveiði í Norður-Atlants- hafi, hófst í Reykjavík í gær og mun standa fram á föstudag. Þetta er í fyrsta sinn frá stofnun samtakanna sem fundurinn er hald- in utan Edinborgar, höfuðstöðva samtakanna. Nasco hafa haft með höndum aUt sem viðkemur laxveiði í sjó, laxeldi og fleira. Meðal stærstu mála, sem tekin veröa fyrir á þessum fundi, er laxakvóti við austanvert Grænland, en samningur Grænlendiga um lax- veiði í sjó mun renna út á næsta ári. Verið er aö reyna að láta þá draga úr veiðunum og hefur EBE mælst til þess að þeir minnki veiðamar. En grænlenska landsstjómin getur nýtt sér neitunarvald sem hún hefur að ákvörðun Nasco tekinni. Guðmundur Eiríksson, sem hefur veriö forseti Nasco, mun láta af störf- um aö loknum ársfundinum eftir fjögurra ára formennsku. Hann hef- ur veriö einn af brautryðjendum þessara samtaka. Eftirmaður hans veröur kjörinn á fundinum í Reykja- vík. Einu þjóöimar sem núorðiö stunda laxveiði í sjó em Grænlendingar og Færeyingar, sem enn eiga eftir þrjú ár af sínum samningi. Kvóti Færey- inga á þessu tímabih er 1790 tonn. Fundinn í Reykjavík sækja ráða- menn og vísindamenn frá Norður- löndunum og fleiri Evrópulöndum, Norður-Ameríku og Sovétríkjunum. -GKr Frábært verð Vinsamlegast hafið samband sem fyrst Ingvar Helgason hf. Vonarlandi v/Sogaveg Sími 37710 Innkaupastjórar og kaupmenn - athugið! Dúkkuvagnar Nýjar gerðir - nýir ferskir sumarlitir Munið að við höfum einnig fyrirliggjandi þríhjólin vinsælu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.