Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988. Fréttir dv Hugsanleg lausn á vanda samvinnuhreyfingarinnar: Sambandið verði hlutafélag til að forðast skuldafen eigið fé samvinnuhreyfíngarinnar skrapp saman um 915 milljónir „Stóraukin skuldsetning til þess að fjármagna eigin taprekstur og rekstr- artöp annarra, ásamt fjárfestingum sem engum arði skila, geta hæglega orðið til þess að ofbjóða greiðslufjárstöðunni á þann veg að Sambandið bíði af því mikinn og varanlegan skaða," sagði Geir Geirsson, endurskoð- andi Sambandsins, meðal annars I skýrslu sinni á aöalfundinum. Samvinnuhreyfmgin stendur nú á tímamótum. Gríðarlegur taprekstur á fyrirtækjum hennar í fyrra kallar á uppstokkun. Sambandið tapaði 220 milljónum í fyrra og á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hafa hátt í 200 milljónir þegar tapast. Kaupfélögin töpuðu samanlagt 358 milljónum í fyrra og mörg þeirra ramba nú á barmi gjaldþrots. Sameiginlegt tap fyrirtækja samvinnuhreyfingarinn- ar nam í fyrra nær 580 milljónum og staðan hefur síst skánaö þaö sem af er þessu ári. Þessi staða krefst víðtækra breyt- inga á rekstri og uppbyggingu sam- vinnuhreyfingarinnar. Það yekur því athygli að lítið sem ekkert var fjallað um aðgerðir til bjargar á aðal- fundi Sambandsins á Bifröst í lok síðustu viku. Forráðamennfyrirtæk- isins rétt drápu á nokkur atriöi en því fór fjarri að fulltrúum á aðal- fundi væri gefin heildarmynd af þeim aðgerðum sem ráðgerðar eru og kynntar hafa veriö í stjórn Sam- bandsins. Það er sama með hvaða hætti staða Sambandsins og kaupfélaga er skoð- uð, útkoman er alltaf jafnhrikaleg. Eigið fé hreyfingarinnar skrapp saman um 915 milljón- ir í fyrra brann upp 171 milljónar króna hagnaðm- Sambandsins af sölu eigna. Eigið fé fyrirtækisins rýmaði um 83 milljónir sé miðað við verð- lagsbreytingar. Það jafngildir því að þaö hafi borið 2,5 prósent neikvæða vexti. Stofnsjóðir kaupfélaganna í Sam- bandinu rýmuðu um 6,7 milljónir miðaö við lánskjaravísitölu. Ástæð- an er sú að Sambandið greiddi 12 prósent vexti á innstæður þessara sjóða á meðan verðlag hækkaöi um rúm 22 prósent. Eignir kaupfélag- anna í Sambandinu bám því um 8 prósent neikvæða vexti. Eigiö fé kaupfélaganna rýmaði um 660 milljónir miðað við fast verðlag. Þessi rýmun eiginfjár kaupfélag- anna jafngildir því að það hafi borið 13 prósent neikvæða vexti. Sé tekið mið af söluhagnaði Sam- bandsins af eignum í fyrra má því segja að um 915 milljónir hafi bmnn- iö upp í taprekstri á fyrirtækjum samvinnuhreyfingarinnar á árinu 1987. Sífellt meiri skuldir til að fjármagna tapreksturinn í skýrslu endurskoðenda Sam- bandsins á aðalfundinum kom fram að lítil ástæða væri til bjartsýni um reksturinn á næstu misserum. „Sambandið hefur undanfarin tvö ár notið þess að nettó fjármagnsgjöld hafa verið í lágmarki. Þessu hefur valdið samsetning skulda og eigna og þróun gengis. Það sem af er þessu ári hefur þessi þróun snúist viö og er líklegt að fjármagnskostnaðurinn á árinu verði Sambandinu mjög þungbær. Á sama tíma eru ekki sjá- anleg nein batamerki í afkomu deild- anna. Það er því full ástæða til þess að hafa þungar áhyggjur af þeim erf- iðleikum sem framundan eru í rekstri Sambandsins." Síöar 1 skýrslunni segir: „Stóraukin skuldsetning til þess að fjármagna eigin taprekstur og rekstrartöp annarra, ásamt fjárfest- ingum sem engum aröi skila, geta hæglega orðið til þess að ofbjóða greiðslufjárstöðunni á þann veg aö Sambandið bíði af því mikinn og var- anlegan skaöa.“ Með öðrum orðum þýðir þetta aö staða Sambandsins sé það slæm og horfur það dökkar að ef ekki verði gripið fljótt til róttækra aðgerða megi búast við alvarlegum greiðsluíjárerf- iöleikum hjá fyrirtækinu. í ljósi þessa eru skiljanleg umrnæh Guðjóns B. Ólafssonar forstjóra um að 18 milljóna króna arðgreiöslur af 2,5 milljarða eign Sambandsins í dótturfyrirtækj um þess séu ófull- Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson nægjandi. Þessi eign er 93 prósent af eigin fé Sambandsins, utan stofn- sjóóa og séreignarsjóða kaupfélag- anna. Sambandið verði almenningshlutafélag í ræðu sinni á aðalfundi Sambands- ins ræddi Valur Arnþórsson, for- maður stjómar, meðal annars um nauösyn þess að leita leiða til að fá inn í fyrirtækið nýtt eigið fé. Sam- keppnisaðilar samvinnuhreyfmgar- innar gætu gert þetta meö hlutafjár- útboði en Sambandið og kaupfélögin þyrftu á sama tíma að byggja starf- semi sína á dýru lánsfé. Hann benti á að samvinnuhreyfmgin í Bretlandi væri rekin sem hlutafélag, Co-opera- tive Wholesale Society Iimited. í ræöu sinni notaði Valur nýyrði, sam- vinnualmenningshlutafélag, yfir það form sem hann taldi henta sam- vinnuhreyfingunni í framtíðinni. Hugmyndir Vals eru það róttækar að ljóst er að grípa þarf til aðgeröa vegna lélegrar stöðu Sambandsins og kaupfélaganna áður en mögulegt er að framkvæma þær. í viötah við DV sagði Guðjón B. Ólafsson for- stjóri það sjálfgefið að lækka þyrfti kostnað þegar ekki væri hægt aö auka tekjurnar. Þetta þýðir meðal annars uppsagnir starfsfólks. Varð- andi kaupfélögin hamrar Guðjón á nauðsyn sameiningar við misjafnar undirtektir kaupfélagsmanna. Meðal annars samþykkti aðalfundurinn að varlega skyldi farið í þeim málum á næstu misserum. Fallist á máttlausa málamiðlun varðandi verslunina Af öðrum aðgerðum hafa fáar verið kynntar utan breytingar á verslun- ardeild Sambandsins. Verslunardeildin hefur tapað um 340 milljónum í fyrra og á fyrstu fjór- um mánuðum þessa árs. Hugmyndir Guðjóns B. Ólafssonar og Ólafs Friö- rikssonar, framkvæmdastjóra deild- arinnar, voru þær að kljúfa deildina frá Sambandinu og stofna um hana sameiginlegan rekstur með kaup- félögunum. Þetta nýja verslunar- samband átti síðan að leigja verslan- ir kaupfélaganna og reka þær frá einni skrifstofu. Sambærilegar leiðir hafa verið famar á Norðurlöndun- um. Þessi tillaga var felld í stjóm Sambandsins. í hennar stað var ákveðið að stofna hagsmunasamtök kaupfélaganna, Samtök samvinnuverslana, sem ynnu við hlið verslunardeildarinnar. Á fundi til undirbúnings stofnunar þessara samtaka var rætt um nánari samvinnu og samstarf. Þeir munu hins vegar fáir innan samvinnuhreyfingarinnar sem trúa því að þessi aðgerð nái að slá á tap verslunardeildarinnar og verslunar- reksturs kaupfélaganna. Á aðalfund- inum benti Valur Arnþórsson á að kaupfélögin gætu aðeins aö htlu leyti aukiö viöskipti sín viö verslunar- deildina. Það er því hætt við að hún verði enn þungur baggi á Samband- inu og bæti htið hag kaupfélaganna. Það er víst að tap verður á rekstri Sambandsins og vel flestra kaup- félaganna á þessu ári. Guðjón B. 01- afsson hefur lýst því yfir að hann stefni á hallalausan rekstur á árinu 1989. Hvaða leiðir hann ætlar að fara svo þaö takmark náist mun koma í ljós á næstu misserum. Þá mun og koma í ljós hvers kyns samvinnu- hreyfing kemur út úr þeim slag. í dag mælir Dagfari Omar á Stöð 2 Þá er Ómar aö pakka saman á fréttastofu Sjónvarps og ætlar aö flytja á Krókhálsinn til þeirra á Stöð 2. Það fer að verða fátt um flna drætti þama á Laugaveginum því þegar eru margir búnir að hafa vistaskipti á undan Ómari. Þaö hefur ekki komið að nokkru haldi þótt útvarpsstjóri hafi margsinnis bent á það í Morgunblaðsgreinum sínum aö ekki sé orð að marka Jón Ottar. Jón Óttar og hans hð er í stöðugri sókn meðan ríkisapparat- ið horfir í gaupnir sér og skilur ekkert í því að menn, sem hafa aldrei lært að búa til sjónvarp, hafi gert margt það á einu ári sem ríkis- sjónvarpinu hefur ekki tekist á hð- lega tveimur áratugum. En Stöð 2 dælir út fréttum, rush og menning- arefni í bland og lætur sig engu skipta að til skamms tíma var tahð útilokað að reka útvarp, hvaö þá sjónvarp, án þess að stóri bróðir væri með puttana í öllu, allt frá virðulegum samkomum útvarps- ráðs, þar sem póhtískir fulltrúar leggja mat á það hverjum er treyst- andi til að fara með fréttir ehegar lesa fyrir böm, og niður í póhtíska baktjaldamakkið í stofnumnn út- varps og sjónvarps þar sem smá- kóngamir reyna aö gera sig breiða og hygla vinum og samflokks- mönnum leynt og ljóst. Ingvi Hrafn sagði á sínum tíma aö á sjónvarp- inu væm áminningarbréf frá yfir- mönnum upp um alla vegggi á vinnustöðum fréttamanna og ann- arra starfsmanna. Var svo aö skilja að mönnum væri helst veitt áminn- ing fyrir að gera eitthvað en hins vegar mun það ekki þekkjast að menn fái ánúnningu fyrir að gera ekki neitt. En á meðan gera þeir á Stöð 2 allt sem þeim dettur í hug án þess að spyija kóng eða prest heldur notast við eigið hyggjuvit. Þeir þurfa ekki að láta fuUtrúa póh- tískra flokka fara höndum um þá hugmynd að fá Ómar Ragnarsson til starfa heldur einfaldlega ráöa manninn. Sagt er aö þeir hafi boðið honum góð laun enda á Ómar það skihð. Þeir á Stöð 2 þurfa heldur ekki að bera undir einn eða neinn hvaö þeir greiða fólki í laun, frekar en að þeir þurfa aö láta aöra ákveða hvað afnotagjaldið skuh vera hátt. En mikiö skelfing verður nú ríkis- sjónvarpið fátaéklegra eftír að Óm- ar er farinn. Þegar hann byrjaði sem fréttamaður héldu sumir að það yrði erfitt fyrir hann að skflja á milli fréttamannsins og skemmti- kraftsins en auðvitað fór hann létt með það eins og annað. En það eitt að sjá Ómar á sKjánum kemur fólki í gott skap svo ekki sé nú minnst á það þegar hann er í forsvari fyrir spumingaþáttunum vinsælu. Eflaust verður eitthvert fjaðrafok innan sjónvarpsins í kjölfar brott- farar Ómars. Formaður útvarps- ráös skammar útvarpssljóra sem skammar síðan framkvæmda- stjóra sjónvarps sem svo skammar aöstoðarframkvæmdastjórann en hann skammar síðan settan frétta- stjóra sem hraðar sér heim og skammar hundinn sinn. Reyndar hlýtur ýmsum að sveha móður þama á fréttastofunni eftir að staða fréttasljóra var auglýst laus til umsóknar og einir þrír fréttamenn sóttu rnn auk doktors Sigrúnar. En yfirstjóminni leist ekki betur á Uð- iö en svo aö hún hóaði í mann úti í bæ og grátbað hann um að sækja sem hann og gerði og fékk starfið. AUt þetta vesen hefur sett sitt mark á fréttatíma sjónvarpsins sem er oftar en ekki vægast sagt leiðinleg- ur og fmmkvæði fréttastofunnar í lágmarki nema þegar Ómar er á fljúgandi ferðinni út og suður um landið og finnur hvarvetna frétta- efni. Það er aht annar bragur á fréttastofu Gufunnar því þar eru menn naskir á að finna fréttir og gera sér mat úr þeim. Og þeir virð- ast meira aö segja komast upp með það að sauma að mönnum ef nauð- syn þykir en slíkt htur út fyrir aö vera bannað á fréttastofu sjón- varps. Eflaust á Jón Óttar eftir að selja marga afruglara út á Ómar Ragnarsson því ömgglega passar hann að hafa Ómar í læstri útsend- ingu við og við til að ergja þá sem enn hafa ekki látið sér segjast og slegist í hóp áskrifenda á Stöð 2. Það er hins vegar orðin brýn spuming hvort ekki er tímabært að kaupa aUsherjar afruglara á rík- issjónvarpiö tíl að 'greiða úr því mgh sem þar virðist ríkja. Auðvit- að er naumt skammtað frá ríkinu en það afsakar þó engan veginn það stefnu- og stjómleysi sem þama ríður húsum og lýsir sér best í því að stofnunin getur ekki einu sinni haldiö í sinn besta mann. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.