Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988. Lífestm Brúðubíllinn vinsæll: Bíða spennt í hálftár „Þaö má segja að börnin séu stíf af spenningi síðustu dagana áður en brúðubíllinn kemur, enda verður gleðin mikil þegar hann birtist. Þau byrja fljótlega eftir áramót að spyrja hvenær hann komi og hlakka mikið til, geta varla beðið," sagði Þóra Berg, fóstra á gæsluvellinum viö Rauðalæk, sem fékk brúðubílinn í heimsókn í síðustu viku. Þóra sagði að koma brúðubílsins væri kærkomin tilbreyting fyrir börnin sem hefðu sömu leiktækin fyrir augunum allt árið um kring. „Þetta dót, sem hér er núna, er næst- um það sama og fyrir um 30 árum þegar ég var á gæsló. Það mætti vel gera eitthvað meira af þessu tagi fyr- ir börnin. Til dæmis myndu þau hreinlega elska það ef hægt væri aö láta jólasveina koma í heimsókn í desember," sagði Þóra. Foreidrarnir með Fjöldi foreldra eða annarra fullorð- inna aðstandenda fylgdist með sýn- ingu brúðubílsins og sagði Þóra að það væri ekkert óvenjulegt. „Við bendum fólki á að það sé æskilegra að börnin hafi einhvern með sér. Stundum geta börnin orðið hrædd, einkum ef úlfur er í leikritinu eða eitthvað þess háttar. Einnig geta for- eldrarnir rætt við börnin um sýning- una, sem er auðvitað af hinu góða, þau læra þannig meira af henni,“ sagði Þóra. JFJ „Við eigum okkar eigið brúðuleikhús og höldum oft sýningar fyrir alla fjölskylduna," sögðu krakkarnir og var greinilegt að þeir skemmtu sér konunglega. DV-mynd S Eiga sjálf brúðuleikhús „Þetta var æðislega gaman allt sam- an og okkur langar sko alveg til að sjá þetta aftur,“ sagöi hópur af ^fiægðum krökkum á gæsluvelbnum við Rauðalæk eftir sýningu Brúðu- bílsins. Krakkarnir sögðust allir hafa hlakkað mikið til þess að fá þessa heimsókn og verið búnir að bíða lengi. Sumir sögðust hafa séð þetta áður en það þótti þeim ekkert verra, þetta væri alltaf jafnskemmtilegt. „Ég á sjálf brúðuleikhús heima og hef oft leikið leikrit," sagði ein stelp- Dægradvöl an í hópnum og það kom í ljós að hún talaði fyrir munn flestra. Börnin sögðu frá brúðuleiksýningum sínum sem þau hefðu sett upp eftir að hafa séð brúðubílinn og komu ýmis dýr fyrir í sögum þeirra. Eitt notaði krókódíl, annað ref og hið þriðja frosk. Sögðust krakkarnir kaila á alla fjölskylduna til að sjá leikritið og pabba og mömmu þætti þetta mjög gaman. Það var samdóma áht þeirra flestra að atriðiö með stelpunni í fjörunni hafi verið skemmtilegast, en þar er börnunum kennt að allt í fjörunni og náttúrunni sé lifandi og þess virði að athuga það. Þegar börnin kæmu heim ætluðu öll að spjalla við mömmu og pabba um leikritið sem þau sáu. JFJ r Urval Tímarit fyrir alla HENTAR ÖLLUM ALLS STAÐAR - Á FERÐALAGINU JAFNT SEM HEIMA MEÐAL EFNIS: Skop................................ 2 Fyrstu þrír mánuðir barnsins..........3 Ert þú arftaki Sherlocks Holmes? ....20 Skýjakljúfar, demantar og mittismál..25 Hverjar eru eignir PLO?..............32 Roðskórnir koma aftur................38 Hugur manns og hulinn máttur.........45 Dagur bjarndýrsins...................55 Hugsun í orðum.......................60 Ástarskot............................62 Brottnám bílferjunnar............... 68 Að vera einhleyp................... 88 Minnisgloppur ekki sama og minnistap. .93 FRÆÐANDI, FYNDIÐ OG FJÖLBREYTT, Þóra Berg fóstra sagði að brúðubíllinn væri eitt mesta tilhlökkunarefni barnanna á gæsluvellinum og alveg mætti gerá meira fyrir þau. HEILSUEFMI - AUKINN LÍFSKRAFTUR OG ÞREK POLLEN BLÓMAFRJÓKORN OG BLÓMAFRÆFUR BÆTT MEO: KALCIUM, KIESEL OG MAGNEStUM. INNIHELDUR EINNIG SOD EFNAKUÚFA SEM STYRKJA ÖNÆMIS- KERFIO. OFNÆMISPRÓFAÐ POLLENEFNI. KRÖFTUGT HEILSUEFNI. 2-4 TÖFLUR DAGLEGA. Bio-Selen + Zink samanstendur af 7 vítaminum og steinefnum i einni töflu sem byggja upp ónæmiskerfió gegn sjúkdómum. Bio- Selen, Bio-Glandin 25 og Bio-Caroten hafa r.ijög góð áhrif á slæma húð. Þeir sem ekki geta hætt að reykja ættu að taka daglega inn Bio-Selen. Fæst í heilsubúðum, apótekum og mörkuðum. BIO-SELEN UMBOÐIÐ, SÍMI 76610 Organisk bundet Selen og Zink med vitaminer - det ideelle antioxidant-komplex Bio-Selen +Zink + A-vitamin + C-vitamin + E-vitamin (da - E) + B6-vitamin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.