Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988, 31 Lífsstn Brúðuleikhús Skemmtilegast þótti krökkunum aö sjá stelpuna i fjörunni sem talaði við fiska og steina. Þannig er börnunum kennt að náttúran sé lifandi. DV-myndir Sveinn Frábær fræðslumiðill „Svona brúðuleikhús er frábær fræðslumiðill, einn sá besti sem hægt er að nota til að kenna börn- um. Hér er sameinuð fræðsla og skemmtun og bömin taka svo sannarlega eftir því sem hér fer fram,“ sagði Helga Steffensen, for- svarsmaður Brúðubílsins. Og það var ekki ofsögum sagt að börnin tækju eftir. Þau hlógu, klöppuðu og kölluðu á meðan á sýningu stóð og tóku virkan þátt í því sem fram fór. Þegar hrekkjusvín birtist í leik- ritinu stóðu þau sum hver upp og atyrtu það harðlega. Einnig svör- uðu þau skilmerkilega öllum spumingum apans Lilla og lærðu þá um leið. Verkefni Brúðubílsins hafa öll einhvem boðskap að flytja börnun- um. „Við fjöllum um umferðina, kennum litina, vörum við hrekkju- svínum og látum þau vita aö nátt- úran sé lifandi og umgengni um hana þarf að vera góð. Þetta örvar börnin, þau bera skynbragð á þetta og geta svo fengið nánari skýringar hjá foreldrum," sagði Helga. Þóra Berg fóstra tók undir það að börnin lærðu á sýningunni. „Þau læra ýmsa söngva sem koma fyrir í sýningunni og við syngjum svo oft lögin á eftir,“ sagði hún Eina útileikhús landsins Brúðurnar, sem notaðar eru við sýningar Brúðubílsins, gerði Helga Steffensen en hún ásamt Sigríði Hannesdóttur og Helgu Sigríði Hannesdóttur sér um hreyfmgar brúðanna. „Öll tónlist og tal, sem við notum í sýningunni, er tekið upp í stúdíói. Þannig getum við notað fleiri raddir, auk þess sem flutningurinn verður betri og vandaðri. Við erum úti með þessar sýningar og sjálfsagt myndi heyr- ast illa og við yrðum fljótt hásar ef við þyrftum að æpa allt sem sagt er,“ sögðu þær stöllur Helga og Sig- ríður. Þær bentu á að Brúðubílhnn Dægradvöl væri eina útileikhús landsins sem starfaði reglulega, en hann hefur sýnt á gæsluvöllum Reykjavíkur- borgar í 12 ár í júní- og júlímán- uði. „Sýningarnar eru tvisvar á hverjum gæsluvelli og stendur hver sýning í hálfa klukkustund. Við getum ekki verið mikið lengur án þess að þreyta krakkana en þau taka virkan þátt í öllu sem fram fer og það er virkilega gaman aö finna slíkar undirtektir,“ sagði Helga. Fyrsta leikhúsferðin Bæði Þóra Berg og aöstandendur Brúðubílsins voru sammála um að sýningin hefði einnig menningar- legt uppeldisgildi fyrir börnin, kenndi þeim að njóta leiksýningar. „Það verður að hafa það í huga að sýning Brúðubílsins er oft fyrsta leikhúsferö barnsins. Það fræöist um það hvernig leiksýning fer fram, sest í hring ásamt fleirum og horfir á. Að auki lærir barnið að einbeita sér að því sem fram fer, sitja rólegt og hlusta. Þetta held ég að hafi ekki svo lítið að segja," sagði Helga. Aðstandendur Brúðubílsins voru sammála um að bíllinn væri eins konar vísir að brúðuleikhúsmenn- ingu sem virðist vera að hasla sér einhvern völl, en slík menning hef- ur ekki verið hérlendis til staðar aö neinu marki. Á hstahátíð yröi boðið upp á slíkar sýningar sem væru fyrir fullorðna, m.a. útfærslu á leikritinu Maöur og kona. Á faraldsfæti Það er Reykjavíkurborg sem stendur fyrir rekstri Brúöubílsins, en þrátt fyrir það eru aðstandendur hans á faraldsfæti. „Við getum að vísu ekki notað bílinn nema í Reykjavík, þar sem hann er í eigu borgarinnar, en þrátt fyrir það höf- um ferðast um landsbyggðina síö- astliðin átta ár og sýnt í samkomu- húsinu í flestum kaupstöðum landsins," sagði Sigríður og Helga bætti við að börnunum úti á landi þætti alveg geysilega vænt um þessa tilbreytingu. Einnig hefur leiksýningin fariö út fyrir land- steinana, því farið hefur verið í sýningarferð til Færeyja. Það var óhætt að segja að ein- beitingin hafi skinið út úr hverju andliti sem horfði á sýninguna, hvort sem börn eða foreldrar áttu í hlut. Þegar sýningunni lauk söfn- uðust börnin síðan fyrir framan bílinn og þökkuðu fyrir sig, alsæl með uppákomuna. JFJ Einbeitingin skein út úr hverju andliti á meöan á sýningu stóð, svona læra börnin „ieikhúshegðun". Þegar sýningunni lauk söfnuðust börnin fyrir framan bílinn, Aðstandendur Brúðubilsins kátir eftir vel heppnaða sýningu, þökkuðu fyrir sig og heilsuðu upp á brúðurnar. (f.v.) Helga Steffensen, Sigríður Hannesdóttir og Helga Sig- ríður Hannesdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.