Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 1988. 1
Fréttir
Iðnrekendur ottast að
verða settir til hliðar
„Viö teljum aö þaö fari lítiö fyrir
því að iðnaðurinn fái fé af þeira
railijarði sem ríkisstjómin hefur
heimiiað að tekinn verði að láni
erlendis til að endurskipuleggja
útQutningsgreinamar. Við óttumst
að allt féð fari í fiskiðnaðinn. Það
yrði heldur ekki í fyrsta skiptið sem
íslenskur iðnaður yrði settur til
hliðar af stjómvöldum,“ segir Vig-
lundur Þorsteinsson, formaður Fé-
lags íslenskra iðnrekenda.
Víglundur segir ennfremur aö
áhyggjur iðnrekenda hafi vaknað
þegar viðskiptaráðhera ákvað
kvóta á bankana tíi að deila fénu,
áður en að það lá fyrir hvaöa fyrir-
tæki þyrftu á þessu að halda.
„Við ætlum að senda iðnaðarráð-
herra bréf í dag og óska eftir því
að hann greini frá því hvemig þess-
um milljarði verður skipt á milli
atvinnugreina,“ segir Víglundur.
Ríkisstjómin veitti heimild til að
taka milýarðinn að láni erlendis til
að endurskipuleggja útfiutnings-
greinar og fyrirtæki í samkeppnis-
iðnaði. Þörfin er greinilega mikil
fyrir fiármagnið. Nú liggja fyrir
umsóknir um þetta fé og sam-
kvæmt þeim er beðið um 8 millj-
arða króna Gapið þama á milh er
þvi 7 milfjarðar.
Að sögn Víglundar kom til rekstr-
arerfiðleika hjá útfiutnings- og
samkeppnisiðnaöinum þegar tekj-
ur þeirra vora bundnar í stöðugu
gengi á meðan kostnaður innan-
lands rauk upp, sérstaklega fjár-
magnskostnaður sem bundinn er
lánskjaravísitölu.
„Þaö hefur veriðmetið að innlend
lán þessara fyrirtækja við svona
kringumstæður bera á milli 30 og
40 prósent raunvexti. Eigi gengið
að vera fast, verða lán þessara fyr-
irtækja að vera gengistryggð, en
ekki bundin við innlendan kostn-
að,“ segir Víglundur.
-JGH
Hér á sér staö skipting i boðgöngunni á Seltjarnarnesi í slagviörinu í gær.
DV-mynd JAK
Hjólaskíðaganga:
Heimsmet í burðaiiiðnum
„Landsliðiö í skíðagöngu stefnir
að, að ganga 1500 kílómetra á hjóla-
skíðum og ætti þaö markmið aö nást
um hádegi í dag,“ sagði Hreggviður
Jónsson, formaður Skíðasambands
íslands, í samtali við DV.
Gangan hófst kl. 15 á fimmtudag
og hafa 6 strákar úr skíðagöngu-
landsliðinu gengiö sleitulaust á
hjólaskíðum síðan þá. Genginn er 8
km hringur á Seltjamamesi og fer
hver maður tvo hringi í einu en það
tekur um klukkustund.
Að sögn Hreggviðs verður sett nýtt
heimsmet í hjólaskíðagöngu ef lands-
hðskappamir ná að ijúka við 1500
kílómetrana.
Gangan er farin í fjáröflunarskyni
fyrir landshðið. Söfnunin hefur
gengið sæmilega úti á landi en treg-
lega í Reykjavík. Síðdegis í gær höfðu
safnast á milli 200 og 300 þúsund
krónur.
-J.Mar
Fríkirkjan auglýsir eftir presti:
Stuðningsmenn séra
Gunnars safha liði
Safhaðarstjórn Fríkirkjusafnaö- er enn ákveðið hver þaö verður. gjaldendur í söfnuðinum. Aimenn-
arins í Reykjavík auglýsti um helg- Stuöningsmenn Gunnars Bjöms- ur safnaðarfundur mun verða
ina starf sóknarprests laust til sonar hafa verið að safna undir- haldinn á næstunni þó dagsetning
umsóknar. Umsóknarfrestur er til skriftum honum til stuönings og sé ekki ákveðin en tilskilinn fjöldi
15. september og mim stjóm safn- eru búnir aö safna á annað þúsund sóknarbama hefur sent beiðni um
aöarins stefna aö því að kalla til undirskriftum en ahs munu á mihi slíkt.
prest uns nýr verður ráðinn. Ekki fjögur og fimm þúsund manns vera JFJ
Þyria landhelgisgaeslunnar:
Landshyggðin:
Dýrt að byggja
ódýr hús
Á höfuðborgarsvæðinu er fast-
eignamat aö meðaltah 76 prósent af
byggingarkostnaði. Á landsbyggð-
inni er fasteignamat hins vegar ekki
nema 43,5 prósent af byggingar-
kostnaði. Þetta kemur meðal annars
fram í nýrri skýrslu Þjóðhagsstofn-
unar, Húsbyggingar og mannvirkja-
gerð 1945 th 1986.
Þjóðhagsstofnun áætlar að bygg-
ingarkostnaður allra íbúðarhúsa á
landsbyggðinni hafi verið um 125
mihjarðar á árinu 1986. Þá var fast-
eignamat þessara eigna ekki nema
54 mihjarðar. Mismunurinn er 51
mihjarður króna.
Áætlaður byggingarkostnaður ahs
íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæð-
inu var um 159 mihjarðar árið 1986.
Fasteignamat þessara eigna var 121
mihjarður. Mismunurinn er 38 mihj-
arðar.
Tvær ástæður eru fyrir þessum
mun. Annars vegar er markaðsverð
lægra á íbúðarhúsnæði úti á landi.
Hins vegar er dýrara að byggja á
landsbyggðinni. Á árinu 1985 kostaði
þannig hver rúmmetri að meðaltah
um 4.400 krónur í byggingu á höfuð-
borgarsvæðinu en 5.000 krónur úti á
landi. Það er því 13,6 prósent dýrara
að reisa hús á landsbyggðinrii sem
menn fá mun lægra verð fyrir en í
Reykjavík. -gse
Status Quo
til ísiands
I Umframkostnaður
□ Fasteignamat
% af byggingakostnaði
120
100
0
Höfuðborgin Landsbyggðin
Fasteignamat sem hlutfall
af byggingakostnaði
Á þessu súluriti má sjá hversu stór
hluti fasteignamatið er af byggingar-
kostnaði á höfuðborgarsvæði ann-
ars vegar og landsbyggðinni hins
vegar. Á höfuðborgarsvæði er það
76 prósent en á landsbyggðinni ekki
nema 43,5 prósent.
Um næstu helgi er væntanleg hing-
að til lands breska rokksveitin Status
Quo og mun hún halda hljómleika í
Reiðhöllinni á fóstudags- og laugar-
dagskvöld.
Hljómsveitin var stofnuð árið 1962
en varð ekki heimsþekkt fyrr en upp
úr 1970 og á árunum fram til 1975
átti hún mörg lög á vinsældahstum.
Status Quo gerði garðinn aftur
frægan fyrir nokkrum árum og átti
þá enn á ný lög á vinsældahstum.
-J.Mar
Banni á Atlavíkur-
hátíðina aflétt
Sótti mann í Borgarfjörð
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
köhuð út klukkan hálf sex í gær-
morgun. Þurfti hún aö sækja mann
er hafði veikst við Hólmavatn á Hvít-
ársíðu.
Maðurinn var við veiðar og hafði
fengið innvortis blæðingar.
Komið var með manninn á Borgar-
spítalann um átta leytið. Ekki er vit-
að um hðan hans.
-hlh
Útihátíð verður haldin í Atlavík
um verslunarmannahelgina þar sem
sýslumaður Múlasýslna og Skóg-
rækt ríkisins hafa gefið leyfi fyrir að
hátíðin verði haldin.
Atlavíkurhátíð var bönnuð í fyrra
en árið þar áður fékkst leyfi th að
halda hana með ýmsum skilyrðum.
Th að mynda voru þá settar tak-
markanir á auglýsingar. Leyfisveit-
ingunni fylgja engar kvaðir að þessu
sinni.
Búið er að semja við nokkrar
hljómsveitir og skemmtikrafta um
að koma fram í Atlavík. Má þar npfna
Strax, Stuðmenn og Bubba Morth-
ens.
-J.Mar