Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 12
12 MÁrNUDAGUR 11. JÚLÍ 1988. Utlönd Flúðu Sjúkrabilstjóri í Aþenu kælir sig í hitanum sem hefur orðið fimmtán Grikkjum að bana. Simamynd Reuter Gagniýna vopnasölu Háttsettur ísraelskur embættis- maöur gagnrýndi í gær nýjan vopnasölusamning Breta og Saudi-Araba. Kvað hann samning- inn ógna öryggi ísraels og grafa undan friðartilraunum í Mið-Aust- urlöndum. Yflrvöld í Saudi-Arabíu sneru sér til Bretlands til að fá að kaupa vopn eftir að stuðningsmenn ísraels á Bandaríkjaþingi komu hvað eftir annað í veg fyrir vopnasölu Banda- rikjanna til Saudi-Arabíu. hHann Yfirvöld í Makedoníu í Júgóslav- íu eru byrjuð að skammta vatn vegna hitanna sem þar rikja en hitinn hefur verið rúmlega 40 gráð- ur í nokkra daga. Fimm Júgóslavar eru sagðir hafa látist af völdum hitanna. í Grikklandi hafa að minnsta kosti fimmtán manns látið lífiö af völdum hita siðustu daga. Flestir sem látist hafa voru aldraðir með veikt hjarta og öndunaröröugleika. Skortur á loftræstingu á sjúkra- húsum er verulegt vandamál, sér- staklega þar sem skurðaðgerðir fara fram. Feröamenn láta hitann ekkert á sig fá og kæla sig í gosbrunnum. Miiljón Aþenubúar flúðu hitann um helgina og héldu til stranda eða fjalla. Fahd, konungur Saudí-Arabíu, elns og Lurie teiknar hann. VIII hjálpa Zambíu Leiðtogi breska Verkamannaflokksins, Neil Kinnock, ásamt Gleny konu stnni við rústir húss i Zambiu sem suður-afriskir hermenn eyðilögðu. Simamynd Reuter Neil Kinnock, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvatti i gær sljóm Bretiands til þess aö veita Zambíu þá þijátíu milljóna punda aöstoö sem fryst hefur veriö vegna deilu yfirvalda þar í landi við Alþjóða gjaldeyris- sjóðinn. Kinnock er á ferðalagi í Afríku og var Zambía fyrstí áfangastað- ur hans. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og nokkrir vestrænir aðilar hafa fryst um tvö hundruð milljóna dollara aöstoö við Zambíu síðan stjómin þar hætti í fyrra viö áætlun um efnahagsumbætur sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafði gert. Yfirvöld í Zambíu kváðu áætlunlna geta komið af stað óeirðum og hafa í staðinn kynnt sina eigin áætlun. Husseln í Kaívó Perónistar kjósa frambjóðanda Að sögn Antonio Cafiero, flokks- leiðtoga Perónista, stjórnarand- stöðuflokksins í Argentínu, verður Carlos Saul Menem forsetaframbjóö- andi ilokksins í forsetakosningum sem haldnar verða í landinu næsta ár. Menem hlaut 53% atkvæða í fyrstu forkosningunum flokksins tíl forseta sem haldnar hafa verið í Arg- entínu. Mótframbjóðandi hann, An- tonio Cafiero, hlaut 46% atkvæða. Kosningaþátttaka var innan við 40% en búist var við spennandi kosning- um. Varaforsetaefni Menem er Edu- ardo Duhale. Menem hlýtur sinn styrk að mestu frá verkamönnum og verkalýðsfé- lögum eða frá grasrótarstuðnings- mönnum perónista. Hann hefur ver- ið fylkisstjóri í La Rioja héraði síðan Raul Alfonsin forseti tók við völdum 1983 og batt enda á átta ára stjórn hersins. Fréttaskýrendur telja ólíkegt að Menem hljóti stuðning sjálfstæðra kjósenda og telja að með kosningu hans verði verk perónista í forseta- kosningunum næsta ár erfiðara en ella. Reuter Carlos Saul Menem vann sigur i fyrstu forkosningum perónista sem haldn- ar hafa verið. Hann hlaut alls 53% atkvæða. Simamynd Reuter Orói um Manuel Clouthier, forsetafram- bjóðandi Þjóðlega framfaraflokks- ins í Mexíkó, hótaði að ílokkurinn myndi hvetja til borgaralegs mót- þróa ef úrslit forseta- og þingkosn- inganna sl. miðvikudag virtust vera fölsuð. í kjölfar kosninganna er mikill órói í stjórnmálum í Mexíkó. Bæöi stjómarflokkurinn, Mexíkanski byltingarflokkurinn, og vinstri stjómarandstaðan hafa lýst yfir sigri í þessum kosningum. Bylting- arflokkurinn hefur ekki tapað kosningum í 60 ár og stjómarand- staöan hefur ásakað hann um kosningasvik. í mexíkönsk- stjómmálum Cuauhtemoc Cardenas, fram- bjóðandi vinstri flokkanna í landinu, sagði að samkvæmt fyrstu tölum hefði hann hlotið rúmlega 38% atkvæða, Carlos Salinas de Gortari, frambjóðandi Byltingar- flokksins, rúmlega 32% og Clouthi- er rúmlega 25%. Sjónvarpið í Mex- íkó, dyggur stuðningsaðili Bylting- arflokksins, tilkynnti aftur á móti að de Gortari heföi hlotið 49% en Cardenas 27%. Cardenas sagði aö hann myndi leita til dómstóla yrði Salinas lýst- ur sigurvegari kosninganna. Og sem fyrr segir hefur Clouthier hót- að borgaralegum mótþróa. Hver sem úrslitin verða er ljóst að stjórnmál í Mexíkó hafa fengið á sig nýjan svip, stjórnarandstaðan hefur aldrei fyrr hlotið slíkan stuöning og styrk. Líklegt er að stjórnarandstaðan hafi nú unnið töluvert fylgi og sæti á þinginu en auk forseta var kosið um 64 þing- sæti í öldungadeildinni og 400 af 500 sætum í fulltrúadeild. Erfitt veröur fyrir Sahnas, ef hann tekur við stjórnartaumunum af de la Madrid forseta, að hundsa stjórnarand- stöðuna eftir þessar kosningar. Reuter Forseti Egj-píalands, Hosni Mu- barak, sagði á laugardaginu að íran bæri einnig ábyrgð á því að íranska farþegaþotan var skotin niður yiir Persaflóa. Mubarak lét þessi ummæli íáila eftir þriggja klukltustunda viðræö- ur viö Hussein Jórdaniukonung sem heimsótti Mubarak til að ræða hvemig koma mætti á friði í Mið- Austurlöndum. Báöir hvöttu þeir írani til aö ganga að vopnahlésá- lyktun Öryggisráðs Sameinuöu þjóðanna. Varðandi vopnasölusamning Breta og Saudi-Araba sagöi Hus- sein aö arabar geröu allt sem í þeirra valdi stæöi til að verja sig. Vopn frá Sovétríkjunum Yfirvöld í Kuwait geröu samning viö Sovétríkin um sölu á vopnum til Kuwait aöeins tveimur dögum eftir að öldungadefld Bandaríkja- þings greiddi atkvæði með því að stööva vopnasölu til landsins. Samningurinn var undirritaöur á laugardag samtímis því sem for- sætisráðherra Kuwaits, Saad al- Abdullah, hélt til Washington til aö fá að kaupa vopn af Bandaríkja- mönnura. Forsætisráöherrann flaug í þotu þeirri sem stuðnings- menn Iransstjómar rændu í apríl siðastliönum. Sovébnenn gerðu vopnasölu- Reuter samníng vlð yfirvöld í Kuwait. Hussein Jórdaníukonungur heim- sótti um helgina Mubarak Egypta- landsforseta til viðræðna um ástandið i Miö-Austurlöndum. Símamynd Reutor Orsaka olíuslyssins á Norðursjó enn leitað Orsakir olíuslyssins á Norðursjó, Talið er líklegt að um gasleka hafi þegar sprenging varð í borpallinum verið að ræða. Paul Adair, sérfræð- Piper Alpha, eru ekki kunnar enn. ingur í meðferð olíuleka og olíuelda, Margaret Thatcher, forsætiráðherra Bretlands, ræddi ásamt eiginmanni sínum við björgunarmenn sem starfað hafa við björgunaraðgerðir við Pi- per Alpha oliuborpallinn. Símamynd Reuter hefur unnið að því að komast um borð í pallinn til að loka þeim bor- holum sem enn eru opnar og tíl aö komast að raun um orsakirnar en slæmt veður hefur hamlað tilraun- um Adairs og manna hans. Aðeins hafa sautján lík fundist enn sem komið er en eitt hundrað sextíu og sex manns létu lífiö í slysinu sem er versta olíuslys í Norðursjó í sögunni. Occidental olíufyrirtækið í Banda- ríkjunum, sem á Piper Alpha, hefur hrundið af stað eigin rannsókn á or- sökum slyssins. Auk þess hefur breska stjórnin sett í gang rannsókn- ir á orsökum þessa slyss. Occidental neitaði í gær ásökunum fyrrum öryggisvarðar á palhnum þess efnis að öryggismálum hafi ver- ið ábótavant á Piper Alpha. Maður- inn sagði að of mikið álag hefði verið á stuðningsfótum pallsins. Skosku blööin hafa og haft fréttir af því að fyrirtækið hafi verið varaö við gas- leka á pallinum rétt áöur en slysið varð. Talsmaður Occidental neitar því alfarið. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.