Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR' 11. JÚLÍ 1988. Nauðungaruppboð á lausafé 1. Eftir kröfu Jóns Eiríkssonar hdl. fer fram nauðungaruppboð á 100 eining- um af Hauneböck steypumótum_þriðjudaginn 12. júlí 1988 kl. 17.00 að Hamraborg 3, norðan við hús. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi TIL SÖLU FASTEIGNIR Á ÍSAFIRÐIOG í BORGARFIRÐI: Tilboð óskast í eftirtaldar húseignir: Pólgötu 2 og Hafnarstræti 16 (lóð), ísafirði. Stærð hússins er 843 m3. Húsið verður til sýnis í samráði viðÓla M. Lúðvíksson, skrifstofustjóra sýsluskrifstof- unnar á Isafirði, sími (94) 3733. Skólagötu 10, ísafirði. Stærð hússins er 613 m3. Húsið er til sýnis í samráði við Ólaf H. Kjartansson skattstjóra, sími (94) 3788. Hjallaveg 11, ísafirði. Stærð hússins er 936 m3. Hús- ið verður til sýnis í samráði við Kristinn Jónsson, Vegagerð ríkisins, Isafirði. Bæ III, Andakílshreppi, Borgarfirði. Stærð hússins er 789 m3. Húsið verður til sýnis í samráði við Rúnar Guðjónsson sýslumann, sími (93) 71205. Tilboðseyðublöð liggja frammi í húsunum og á skrif- stofu vorri. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 11.00 f.h. þriðjudag- inn 19. júlí nk. en þá verða þau opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. II\1NKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK VÖRUKYNNING VIÐ KYNNUM PLAYMAT - UNIMAT STYRO-CUT PRINT & DESIGN Hobby-tækin margfrægu ásamt margvíslegum varahlutum í EMCO vélar og tæki Playmat, verð kr. 4.500,- Styro-cut, verð kr. 6.975,- Unimat 1, verð kr. 6.700,- Print &design. verð kr. 6.860,- EMCO-BUÐIN BORGARTÚNI 27, 2. HÆÐ, SÍMI 21518 BAKHÚS Á MILLI HEGRA HF. OG CASA Opið btéf til menntamálaráðherra vegna lektorsstöðu hjá HÍ: „Vér einir vHum“ „Vi alene vide“ (vér einir vitum) var orðtæki eins einvaldskóngsins danska sem allt þóttist vita betur en aðrir en vitið þótti ekki í sam- ræmi við sjálfsálitið og hrokann. Er þér ekki svipað farið, Birgir ísleifur, þegar þú þykist vita betur en Háskóli íslands hvað þar skuli kennt og hverjir séu hæfastir til þess? Því að mitt er valdið, mátturinn og ... í tíð einvaldskóngsins var ekki spurt um hæfni manna við stöðu- veitingar heldur voru embættin veitt augnþjónum og gæðingum valdamanna. Lengi hefur eimt eftir af þessum ósið viö embættisveit- ingar hér á landi. Sérstaklega hafa ráðherrar litið á flokksskírteini í „réttum“ flokki sem mikið hæfileikamerki. Háskól- inn hefur þó hin síðari ár, eftir að dómnefndir voru teknar upp, nokkuð fengið að vera í friði fyrir þessari spillingu. Krafan um að fagleg sjónarmið ráði embættis- veitingum en ekki flokksskírteini hefur og átt æ meira fylgi að fagna í þjóðfélaginu og heftir það ekki síst birst í kosningaáróðri þíns flokks, B. ísleifur. Er skipan Hannesar merki um stefnubreytingu? Á nú aftur að hverfa til gamla lagsins, B. ísleifur? Þá lætur þú hafa eftir þér (DV 1. júlí) að þú eigir ekki að vera sjálf- virkur gúmmístimpiU á ákvarðanir Háskólans. Hvemig er það, kann- ast þú ekki við ákvæði, sett af fyrir- rennara þínum, Sverri Hermanns- syni, um að við skipanir í lektors- stöður sé ráðherra skylt að hlíta niðurstöðum dómnefnda um hæfi umsækjenda. (DIu heilli náði þetta ákvæði ekki til lektorsstöðunnar í stjómmálafræði.) Þú átt sem sagt að vera gúmmí- stimpill, enda er óeðlilegt að ráð- herra hafi meiri afskipti af stöðu- veitingum við Háskólann en for- seti, þ.e. aðeins formleg. Hvaða náðargáfa ætti svo sem að gera þig svo ríkan af visku að þú vitir betur en Háskólinn hvað honum er fyrir bestu? Átyllur ráðherra Hvemig réttlætir þú svo þínar gjörðir? Þú gengur fram hjá tveim mönnum, sem dómnefnd Háskól- ans dæmir hæfa, þeim Ólafi Þ. Harðarsyni (sem hafði nær ein- róma stuðning bæði deildarfundar félagsvísindadeildar og nemenda í stjómmálafræði) og Gunnari Helga KjaUarinn Birgir Þórisson Stundar framhaldsnám í stjórnmálafræði í Bandaríkjunum Kristinssyni en veitir stöðuna manni sem dómnefnd í ítarlegri og vel rökstuddri umsögn telur van- hæfan (hæfur að hluta þýðir á mæltu máli vanhæfur). Afsakanir þínar em þijár: a. aö dómnefnd hafi verið óheiðarleg og annarleg sjónarmið hafi ráðið áliti hennar. b. að Hannes hafi mesta menntun (og næga) og c. Hannes hafi skoðanir sem æskilegt sé að haldið sé á lofti í félagsvísindadeild (sbr. greinargerð þína og ummæli í Morgunblaðinu föstudaginn 1. júlí). Heimskuleg ásökun Ásökunin um vanhæfni dóm- nefndar er út í hött en þar sem þú hundsar álit dómnefndarinnar verður þú að gera hana tortryggi- lega. Þú berð þaö á nefndina aö hún sé vanhæf: a. þar sem nefndar- menn hafi aðrar stjómmálaskoö- anir en Hannes, b. vegna kunnings- skapar dómnefndarmanna við einn umsækjanda öðrum fremur, c. vegna vanþekkingar á stjómmála- fræði. Tveir lagaprófessorar, Jónatan Þórmvmdsson og Sigurður Líndal, era afgreiddir með vanþekkingu á stjómmálafræði. Ekki veit ég um Jónatan en Þórólfur Þórlindsson prófessor, deildarforseti félagsvís- indadeildar, hefur opinberlega staðfest þekkingu Siguröar Líndal sem er mjögfjölhæfur fræöimaður. Hvað aöra ásökunina, aörar stjórnmálaskoöanir, varðar þá er hún bæöi heimskuleg og út í hött. Heimskuleg þar sem ómögulegt er að skipa dómnefnd eingöngu pólit- ískum samherjum umsækjenda. Út i hött þar sem a.m.k. einn dóm- nefndarmanna, Sigurðar Líndal, er, eins og alþjóð veit, flokksbróðir Hannesar Hólmsteins. Ekki er mér kunnugt um hvað Jónatan eða Gunnar gera í kiör- klefanum því aö ekki hafa þeir flík- að því. Þá stendur eftir Svanur Kristjánsson, sem er nafnkunnur félagshyggjumaður, og mun þess- ari ásökun til hans stefnt. Er það ipjög ómaklegt því aö Svanur er strangheiðarlegur fræðimaður sem forðast það eins og heitan eldinn að láta sínar persónulegu stjóm- málaskoðanir hafa áhrif á fræðilegt mat sitt. Frekar mun hann hafa látið Hannes njóta þess en gjalda að þeir em andstæðingar í stjóm- málum. Þá stendur eftir kumúngsskapur- inn og mun átt við kminingsskap Svans og Gunnars við Ólaf Þ. Harð- arson (og reyndar Gunnar Helga Kristinsson líka) en allir hafa þess- ir menn kennt við félagsvísinda- deild. Þessi ásökun fær ekki staö- ist. Bæöi er aö dómnefndarálitið er vel rökstutt og eins sanna dæmin það (kennarastaða í aðferðafræði) aö þaö að hafa kennt við deildina hefur ekki áhrif á niðurstöðu dóm- nefndar. Þú skuldar því dómnefnd- armönnum afsökunarbeiðni. Það er afar ósmekklegt að reyna að fegra eigin gjörðir með óhróðri um jafnmæta menn. Manni býður í gmn að hér eigi við: „Margur held- ur mig sig“. Að klíkuskapur þinn og þinna manna við að troða Hann- esi aö sé undirrótin að áburðinum á háskólamenn. Birgir Þórisson „Bæöi er aö dómnefndarálitiö er vel rökstutt og eins sanna dæmin það (kennarastaða í aðferðafræði) að það að hafa kennt við deildina hefur ekki áhrif á niðurstöðu dómnefndar.“ Mörgum reynist erfitt að hafa hemil á búreikningun- um. Dæmi um hið gagn- stæða eru þátttakendur í heimilisbókhaldi DV. Á því fólki sannast að með góðri skipulagningu og yfirsýn yfir eyðslu má spara svo um munar. ( Lífsstíl á morgun verður fjallað um hvernig hægt er að skipuleggja innkaupin þannig að þau fari ekki úr böndunum. Hestamennska er mjög vinsæl tómstundaiðja þessa dagana. Þúsundir íslendinga eiga hesta og ríða útreglulega. Eins og vera bera metast hestamenn um það hver eigi besta gæðinginn. Máli sínu til stuðnings er gjarnan farið út í sögu- legar skýringar og ættir raktar til frægra stóð- hesta. Það skiptir ekki minna máli af hvaða stofni eða kyni hrossið er. Menn halda ótvírætt fram ágæti eftirlætisstofns síns, rétt eins og þegar bíl- eigendur rífast um mismunandi bílategundir. Stundum verður svo heitt í kolunum hjá hesta- mönnunum að rifrildið endar með handalögmál- um. Sjá nánar um ættfræði hesta í Lífsstíl á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.