Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 44
T F R E TTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 1988. Hvammstangi minntivelásig Júlíus Guðni Antonsson, Hvammstanga: Á annað þúsund manns sótti af- mælishátíð á Hvammstanga um holgina í tilefni 50 ára afmæhs Hvammstangahrepps en íbúar á Hvammstanga eru 675. Hátíðahöldin tókust afburða vel og var margt til skemmtunar bæði á laugardag og sunnudag. Meðal annars var vígð ný göngubrú á Hvammsá. Fullyrða má að Hvammstangi hafl minnt vel á sig með hátíðahöldunum en þeim verða gerð nánari skil í máh og myndum síðar hér í blaðinu. -hsím Brotist inn í Breiðholtsapótek Brotist var inn í Breiðholtsapótek, Alfabakka 12, aöfaranótt laugardags. Ekki virðist miklu hafa verið stolið. Brotist var inn í Freddabar í Tryggvagötu aðfaranótt sunnudags þar sem skiptimynt var stolið. Eins var brotist inn í Ferðaskrifstofu Reykjavíkur í Aðalstræti 16 þar sem þjófarnir fundu nokkra Bandaríkja- dali. Loks var sýningargluggi Jens guhsmiðs í Pósthússtræti brotinn og einhverju af skartgripum stohð. Að sögn lögreglunnar var þetta róleg helgi sem rekja mætti til þess hve margir hefðu farið út úr bænum. -hlh Einn tekinn á 143 km hraða Lögreglan á Selfossi tók um helgina 25 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Fóru mælingar fram á Hellisheiði, í Svínahrauni og Ölfusi. Á bilinu frá klukkan hálfníu til ehefu á laugar- dagskvöld voru 6 teknir. Hraöi þeirra mældist frá 106-143 km. Töluverð þoka var þá á Heiðinni og lélegt skyggni. Sagði lögreglan að aigengur hraði hefði verið um 120 km. «'<• Bíl var stohð í Hveragerði aöfara- nótt sunnudags og fannst hann í Þor- lákshöfn í gærmorgun. Tveir menn hafa verið handteknir grunaðir um þjófnaðinn og ölvun við akstur. Fundust þeir í húsi í Þorlákshöfn. -hlh LOKI Ekki er að spauga með þá útnesjamenn. Keflavíkurbæ vantar 100 milljónir: Bæjarráð samþykkti mikinn niðurskurð - kalla varð saman neyðarfúnd bæjarráðs vegna aðhaldsaðgerða „Það er rétt að þaö hefur gengiö mjög illa aö innheimta garalar slnildir bæjarins þannig aö fjár- hagsáætlun fer liklega í vaskinn," sagði Vilhjálraur Ketilsson, bæjar- stjóri Keflavikur, en bærinn á úti- standandi um 100 milljónir króna hjá bæjarbúum. Þetta eru aöallega gamlar skuldir bæjarbúa og fyrir- tækja. Bæjarráð hefúr haldiö neyöar- fund þar sem samþykktar voru míög hertar aöhaldsaðgerðir til að endar nái saman. Auk þess var samþykkt að grípa til harðra inn- heimtuaðgerða. „Staðan er engan veginn eins góð og við geröum ráð fyrir. Þaðer ljóst að það dregur mikið úr fram- kværadum auk þes sem dregið verður úr rekstri bæjarins.“ Vilhjálmur sagði að staðgreiðslu- fyrirkomulagið gerði það liklega að verkum að bæjarfelagið ætti, að sumra dómi, um 20 til 25 milljónir útistandandi hjá ríkissjóði. Endan- legu uppgjöri við ríkissjóð, sem vera átti i júlí, hefur verið frestað fram í október. Meðal þeirra aðgerða, sem fallist hefúr verið á í bæjarráði, er að engar hækkanir frá fjárhagsáætl- un verða samþykktar. Þær stofn- anir bæjarfélagsins, sem standa illa, verða því að skera niður í rekstri sínum eða brúa sjálfar bilið fram að næstu Oárhagsáætlun. Þá kemur til greina að endurskoða lækkanir og niðurfellingu fast- eignagjalda þannig aö frá þeim verði horfið. Einnig verður ein- hverju starfsfólki sagt upp. Vilbjálmur sagði aö staða Kefla- víkur væri líklega ekkert einsdæmi raeðal sveitarfélaga sem mörg hver ættu nú í miklum erfiðleikum. -SMJ Skólaskákmeistari íslands í yngri flokki, Helgi Grétarsson, sést hér tefla fjöltefli á fjölskylduhátíð barna- og ungl- ingadeildar útvarpsins og skáta í gær. Helgi sigraði þá fimmtán sem hann tefldi viö og mátti ekki tæpara standa því steypiregn leysti hátíðina upp skömmu eftir að myndin var tekin. Um það bil 1000 manns sóttu hátíðina sem haldin var undir kjörorðunum „Leikum okkur saman". DV-mynd JAK Þjóðhagsspáin enn á floti ÞjóðhagsspáfráÞjóðhagsstofnun spánni var gert ráð fyrír að við- eins slæm og áður var gert ráð fyr- ætti að hggja fyrir í þessari viku skiptahailinn yrði um 11 milljarðar ir. Hátt verð á mjöli, lýsi, áh og en ýmsar stærðir úr spánni hafa en fjármálaráðuneytið vildi endur- kisiljámi veldur þar mestu. orðið tilefni bjartsýni hjá ráöa- skoöa þá tölu og hafa hana lægri. -SMJ mönnum nú þegar. í drögum aö Þá munu viðskiptakjör ekki veröa Veðrið á morgun: Léttskýjað á Suðvest- urlandi Norðaustan gola eða kaldi um allt land. Skýjað um norðan- og austanvert landiö og sums staðar dálítil súld. Víðast léttskýjaö á Suðvestur- og Vesturlandi en sums staðar þó síðdegisskúrir. Hiti 7 til 15 stig. Hvolsvöllur: Fjóriráslysadeild - eftir harðan árekstur Harður árekstur tveggja fólksbíla varð á Suöurlandsveginum þar sem hann hggur um Hvolsvöll um hádeg- isbil í gær. Komu bílarnir hvor úr sinni áttinni og er talið að annar bíl- stjórinn, sem var eldri maður, hafi ætlað inn á bensínstööina og þá beygt í veg fyrir hinn bílinn sem í voru þrír farþegar. Voru allir fluttir á slysadeildina í Reykjavík eftir slysið. Tveir far- þeganna úr öðrum bílnum fengu að fara heim að aflokinni skoðun en sá þriöji fótbrotnaði og brákaðist á hendi. Eldri maðurinn brákaðist á hendi og vankaðist eitthvað. Bílarnir eru gerónýtir. Ensk kona fótbrotnaði á göngu með ferðahóp í Fljótshlíð í gær og var hún flutt á slysadeild. Ekki er vitað um tildrög slyssins. ________________________-hlh Tvær kýr drápust af völdum eldingar Tvær kýr á bænum Svarfhóli í Leirársveit drápust er eldingu laust niöur í þrumuveðrinu í gærdag. Voru þær á beit við bakka Laxár í Leirársveit ásamt fleiri kúm þegar þrumuveörið gekk yfir. „Ég var inni í skemmu þegar þessi óskaplegi hávaði heyrðist. Eg leit út til að athuga hvort dýrin hefðu ærst og sá þá tvær kúnna liggja dauðar við árbakkann. Sú kýr er stóð næst vankaðist eitthvað,“ sagði Björg Tómassen, húsfreyja á Svarfhóli, í samtali við DV í morgun. Sagði hún að tvö göt væru í gegn um árbakkann eins og spjóti hefði verið kastað. Virðist eldingin þá hafa komið niöur á tveim stöðum. Voru kýmar urðaðar strax í gær. Virðast ósköpin ekki hafa haft áhrif á nyt hinna. -hlh 26 voru teknir fýrir hraðakstur Tuttugu og sex ökumenn vom teknir fyrir of hraðan akstur á veg- akaflanum frá Vatnsskarði til Brúar í Hrútafirði. Var einn mældur á 135 kílómetra hraða, en allir mældust vel yflr 100 kílómetra. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.