Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 4
4 ^fiMÁNUDAGUR íl? jOLf' 1988. Fréttir Þessum fyrsta túr sem skipstjóri gleymi ég aldrei - segir Gunnlaugur Gunnlaugsson, skipsljóri á Hafþóri „Við höfum það gott. Það fór vel á með okkur og dönsku varðskips- mönnunum. Kafteinninn, sem þeir sendu um borð til okkar, var mjög góður og reyndi að leysa öll mál eftir bestu getu. Þetta var samt mikill óvissutími,“ sagði Gunn- laugur Gunnlaugsson, skipstjórinn á rækjutogaranum Haíþóri, í gær þegar dönsku varðskipsmennimir af Vædderen höfðu yfirgefið skipið eftir að hafa haft það í haldi í næst- um tvo sólarhringa. Gunnlaugur segir aö dönsku varðskipsmennimir hafi verið búnir að sigla um 335 mílur frá þeim stað á Dombanka þar sem skipið var tekið. „Við sigldum og sigldum með Vædderen ávallt hjá okkur. Við vissum samt aldrei hvert ferðinni var heitið. Við reiknuðum samt með að ferðinni væri heitið til God- tháb í Grænlandi, að þeir væm að færa skipið til hafnar. Enda var stefnan í áttina þangað.“ Gunnlaugur er jafnan fyrsti stýrimaður á Hafþóri. Þetta var hans fyrsta ferð með skipið sem skipstjóri. Hann var að leysa Jón Steingrímsson skipstjóra af. „Þetta er minn fyrsti túr og vægt sagt er hann ógleymanlegur." En hvemig varö Gunnlaugi við þegar varðskipsmennimir tóku skipið þegar klukkuna vantaði flmm mínútur í þrjúá föstudaginn? „Ég held ég hafi ekki verið minna hissa en danski kafteinninn sem kom um borð við flmmta mann og tók skipið." Að sögn Gunnlaugs töldu allir sig vera búna að ganga frá málum á miðvikudagskvöld þegar skipið var fyrst tekið. „Við veiddum á Rækjutogarinn Hafþór losnaði úr haldi Dana - efbr að Landsbankinn lagði fram tryggingu Dönsku varðskipsmennimir af Vædderen yfirgáfu rækjutogarann Hafþór RE 40 um klukkan hálftólf á hádegi í gær eftir að Landsbankinn á ísafirði lagði fram 440 þúsund króna tryggingu til grænlenskra yfirvalda í Godtháb í Græniandi. Þar með var Hafþór laus úr næstum tveggja sólarhringa haldi Dana en foringi af Vædderen fór við fimmta mann um borð í skipiö um klukkan þijú á fóstudaginn og hertók það. Hafþór var þá í íslenskri landhelgi. „Það er gott að máhð er leyst og komiö á hreint. Þetta hefur verið mikil óvissa," sagði Birgir Valdi- marsson, útgerðarstjóri Hafþórs, eft- ir hádegið í gær við DV. Tapið 4 milljónir Að sögn Birgis er tap útgerðarinn- ar ekki undir fjórum mfiljónum króna vegna þessa atviks. Afli og veiðarfæri vom gerð upptæk. Skipið var frá veiðum þegar það var 1 haldi og ennfremur hefur mikifii olíu verið eytt í túmum. Það er rækjuverksmiðjan Olsen á ísafirði, Rækjuverksmiðjan á ísafirði og rækjuverksmiðjan í Hnífsdal sem gera togarann út. Eigandi skipsins er hins vegar ríkissjóður og er skipið á leigu fyrir vestan. Hafþór eitt sinn varðskipið Baldur Hafþór hét eitt sinn Baldur og var varðskip. Þá átti Baldur viö breska landhelgisbrjóta og herskip. Frá því skipið var leigt vestur hefur það einu sinni áður verið staðið að ólöglegum veiðum í grænlenskri landhelgi. Það var fyrir um 3 árum. í sjómannaverkfafiinu í hittifyrra komst svo skipið og þáverandi skip- stjóri þess, Aðalbjöm Jóakimsson, í fréttimar þegar honum var skipað að sigla í land. Skipið hafði þá farið á veiðar rétt áður en verkfallið skall á og hugðist landa í erlendri höfn. Þannig gat það komist hjá að stöðv- ast í landi vegna verkfallsins. En Aðalbjöm og félagar urðu að láta undan. Að sögn Birgis Valdimarssonar út- gerðarstjóra var það á miðvikudags- kvöld sem Hafþór var staðinn að ólöglegum veiðum, rétt innan mið- línunnar á mfih Grænlands og ís- lands. Skipinu var sleppt eftir að skipstjórinn hafði skrifað undir stað- setninguna og að skipið hefði verið að veiðum. fimmtudaginn og fram að kvöldmat á fostudagskvöldið. Við vomm ný- búnir að kasta trollinu, þegar þeir tóku okkur, en þeir leyfðu okkur að halda áfram að draga.“ Vædderen sigldi inn í íslenska landhelgi tfi að taka skipið. „Þeir sögðust vera með bréf frá dönsku herstjóminni og hvort þeir mættu ekki koma með það tfi okkar. Ég sagði að það væri allt í lagi. Þeir komu um borð. En þá tóku þeir skipið. Síðar skipuðu þeir okkur að sigla inn fyrir grænlenska land- helgi.“ Sjókortin í Hafþóri em þýsk. En sjókortum af miðlínunni virðist ekki bera saman eftir því hver kortin era. Miðlínan er að sjálf- sögðu bara ein og á einum staö. „Ég vil að svo stöddu ekki ræða staðsetninguna þegar við vorum teknir á miðvikudagskvöldið,“ seg- ir Gunnlaugur. Um 7 tonn af rækju vora um horð í Hafþóri þegar skipið var tekið. Rækjan af Dornbanka er stór og verðmæt. Japanir kaupa kfióið af henni frystri fyrir um 600 krónur kflóið. -JGH Rækjutogarinn Hafþór. Hann hét einu sinni Baldur og var þá varðskip. Hann barðist þá við breska landhelgisbrjóta og herskip. Hafþór var tekinn í grænlenskri landhelgi fyrir um þremur árum. Loks var hann í fréttum í hittifyrra, þegar þáverandi skipstjóri, Aðalbjörn Jóakimsson, neitaði að sigla í land í sjómannaverkfalli. Landsbankinn á Isafirði lagði fram trygginguna í gærmorg- un Það var svo um miðjan dag á föstu- daginn sem varðskipsmenn komu um borð og hertóku skipið. „Það kom öllum á óvart. Þaö var búið að gefa loforð um bankatrygginguna á mánudaginn. Á föstudaginn gafst ekki timi tfi að ganga frá máhnu, enda lítill tími til stefnu," segir Birg- ir. -JGH I dag mælir Dagfari Það er heldur betur farið að hitna undir Birgi ísleifi. Samanlögð há- skólamafian hefur fundið þaö út að Birgir menntamálaráðherra Gunnarsson bijóti gmndvallar- reglur vestrænna háskóla með því að skipa Hannes Hólmstein í lekt- orsstöðuna og háskólaráö sendir ráðherranum ávítur og aðvaranir, sem ekki verða skfldar öðmvisi en svo aö Háskóli íslands standi og falli með því, hvort Birgir standi fast á sínu eða ekki. í upphafi stóð þessi defia um þaö, hvort Hannes Hólmsteinn Gis- surarson væri hæfur tfi að kenna byrjendum í Háskólanum. Aldrei var því haldið fram aö Hannes væri algjörlega óhæfur en hann var hæfur að hluta að mati dómnefnd- ar, án þess að skýra nánar hvor helmingurinn af Hannesi væri hæfur. En deflan er löngu vaxin frá því þrætuefni. Um tíma var deilt um það hvort dómnefndin sjálf væri hæf og menntamálaráðherra hefur reyndar lýst frati á dóm- nefndarmenn. Þegar svona hatrömm defia getur sprottið um Hannes hálfan, hvað mimdi þá ger- ast ef defit væri um Hannes alllan? Nú snýst hins vegar öll umræðan um það hvort Birgir ísleifur Gunn- ir vestrænu háskólastarfi af stalli og ræður til starfa pólitískan flótta- mann á borð við Hannes Hólm- stein, hlýtur auðvitað að vera gjör- samlega vanhæfur sem ráðherra, að mati þeirra, sem hafa löggfitan mælikvarða um þaö hvar hæfnis- mörkin liggja. Allir sjá að það er ekkert vit í því aö hafa dómnefnd tfi að mæla hæfni aukakennara í Háskólanum, en hleypa hverjum sem er í ráðherraembætti. Ráð- herrar verða framvegis að ganga í gegnum hæfnispróf eða gáfnapróf til að vera þóknanlegir þeim háaðli sem hefur síðasta orðið um það hveijir séu hæfir og hveijir séu ekki hæfir. Miðað við þessar hatrömmu defi- ur og alla fundina og ályktanirnar sem frá er sagt, hefur Dagfari all- miklar áhyggjur af því hvernig skólastarfinu í Háskólanum reiði af í haust. Verður nokkuð kennt? Þorir nokkur prófessor eða nerm andi að leggja leið sína í Háskólann meðan Hannes gengur þar laus og Birgir ísleifur svertir vísvitandi þessa göfugu stofnun með pólitísk- um flóttamönnum? Þetta er ekki lengur spurning um Hannes hálf- an, heldur Birgi allan. Dagfari Dýr yrði Hann arsson sé hæfur. Menn deila sem sagt ekki lengur um Hannes, sem er staddur erlendis og hefur þaö gott. Menn defia ekki lengur um dómnefndina, sem er komin í sum- arfrí og hefur það líka gott. Öll at- hyglin beinist nú að sjálfum ráð- herranum og hver blaðagreinin á fætur annarri beinist að hæfni ráð- herrans og þeirri frekju hans að taka ákvörðun upp á eigin spýtur. Háskólamenn hafa fundað sttft og ályktað grimmt og eru allir á einu máh um að Birgir ísletfur sé ekki með öllum mjalla og ögri sjálfstæði Háskólans og vísindalegra lögmála. Bendir flest tfi þess, að grundvell- inum undan starfsemi Háskóla ís- lands hafi verið kippt í burtu með ráðningu Hannesar Hólmsteins. Dagfari vissi að Hannes Hólm- steinn væri merkfiegur maður og ekki eins og fólk er flest. En aldrei óraði Dagfara fyrir því að Hannes væri svo langt fyrir utan og ofan mannlegt eðli að Háskólinn riðaði tfi falls ef hann stigi þar fæti inn fyrir dyr. Manni er ljóst að sjúkt fólk er sett í sóttkví og afbrotamenn em lokaðir inni í fangelsum og það kemur jafnvel fyrir að pólitískum flóttamönnum er neitað um vega- bréfsáritanir ef þeir em taldir hættulegir umhverfi sínu. En Hannes Hólmsteinn virðist haldinn þessu öllu, smitandi sjúkdómi, pól- itískum skaðræðishugmyndum og afbrotahneigö gagnvart akadem- ískum lærdómi, því allt hið vest- ræna háskólakeiifi á núna undir því að Hannesi verði bægt frá Há- skóla íslands. Þetta er allt Birgi ísleifi að kenna. Vesalings Birgir, sem aldrei hefur gert flugu mein og á að baki farsæl- an pólitískan feril vegna ákvarð- ana sem hann hefur látið hjá líða að taka. Loksins þegar Birgir mannaði sig upp í ákvörðun og hélt að sér væri óhætt, ætlar allt að göflunum að ganga. Nú má búast við því að Háskólinn krefjist þess að settur verði dóm- stóll, sem kveði á um það hvort Birgir sé hæfur. Maður, sem steyp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.