Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 36
48 MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Samantha Fox á nokkur góö ráð til sextán ára stúlkna sem hafa reynt fyrir sér á söngbrautinni meö litlum ár- angri. Hún ráðleggur þeim aö gerast fyrirsætur. Sjálf var hún búin að syngja inn á tvær litlar plötm* á þessum áldri en þær urðu aldrei vinsælar. Samantha gafst þó ekki upp heldur varð vin- sælasta „blaðsíðu 3“ fyrirsætan í Sun í Bretlandi. Hún sneri sér svo aftur að söng og nú með miklu betri árangri og var lagið hennar „Naughty Girls“ nýlega ofarlega í Bandaríkjunum.' Imelda Marcos og skósafnið hennar hafa nú ver- ið gerð ódauðleg, því búið er að kvikmynda líf Imeldu og starf. Hér er á ferðinni ein enn míníser- ían og heitir hún „A Dangerous Life“ og fjallar um fall Marcosar og uppgang Cory Aquino. Munu þættirnir verða sýndir í Banda- ríkjunum næsta haust. Ekki gekk Kvikmyndatakan áfallalaust. Hætta varð við tökur í Manila, en þættimir þess í staö teknir upp á Sri Lanka, í óeirðunum þar. Jodie Foster hefur meira en nóg að gera á ár- inu. Jodie, sem nú er 25 ára, leik- ur konu, sem var nauðgað, í myndinni „The Accused" . Sú mynd er væntanleg á markaðinn í september. Hún er nú að leika í „Backtrack“ á móti Dennis Hop- per og mun sú mynd fjalla um mafíuna. Jodie segist ekki leika í gamanmyndum. Snjóbillinn á jöklinum í upphafi ferðar. DV-myndir ÁEA Miðnæturferð með snjóbíl á Snæfellsjökul: Fegurðin rann saman í ein- stæðu litaspili náttúrunnar Ámi E. Albertsson, DV, Ólafevík; Hótel Nes og Ólafsvíkurkaupstaður eru með áætlunarferðir á Snæfells- jökul og um síðustu helgi gafst frétta- ritara DV tækifæri til aö fara með. Lagt var af stað frá hótelinu um mið- nætti með lítilli rútu og ekið rakleiö- is upp á Jökulháls og tók sú ferð aðeins hálftíma. Ekið var eftir slóð sem rudd var í þessum tilgangi og alla tímaim var undirritaður með fiðring í maganum því þetta var jóm- frúferðin. Þegar upp var komið blasti Snæ- fellsjökull við í allri sinni fegurð og við rætur hans renndi vélsleðafólk sér í kringum snjóbfi, sem þangað var fluttur til að aka ferðafóUd á jök- uUnn. Ekki höfðu vélsleðamenn mikla trú á að þetta verkfæri ætti eftir að komast upp á topp og hristu höfuðið þegar snjóbíUinn spólaði í fyrstu brekku og bentu upp jökulinn á tvo jeppa sem komnir voru lan- gleiðina upp. En þaö var ekkert veriö að gefast upp þó færið væri ekki sem best, heldur reynt á öðrum stað og upp brekkuna fór spjóbíllinn. Eftirleikurinn auðveldur Þegar þessi brekka var að baki var eftirleikurinn auðveldur og nú renndum við hiklaust í áttina að toppnum. Á leiðinni fórum við fram úr jeppunum tveimur og varö þá ein- hveijum að orði gamla máltækið „kemst þó hægt fari“. Þetta var strax gripið á lofti og snjóbílnum gefið nafnið „Hægfari". En þrátt fyrir nafnið tók feröin frá jökulrótum og upp á topp aðeins rúman hálftíma og klukkan því rétt orðin hálftvö. Stórkostlegt útsýni Útsýnið, sem blasti við þegar upp var komið, er ólýsanlegt. Við okkur blasti í suðri Faxaflóinn og Reykja- nesskaginn - í austri Snæfellsnesiö sjálft og langt inn á hálendiö. I norðri Breiðafjörðurinn og Vestfjarðakjálk- inn og í vestri opið haf og rann þar saman í eitt himinn og haf í einstæðu htaspili náttúrunnar. Var nú setið og beðið sólarupprás- arinnar og sú sjón var engu lík að sjá hvemig morgunsólin sveipaði jökulinn gullnum ljóma og því engin furða þó einhver spyrði í hálfum hljóðum hvers vegna heimurinn gæti verið svona fagur. Það var erfitt að slíta sig frá slíku útsýni og erfið ákvörðun að fara nið- ur aftur. En það var komið langt fram á nótt og því ekki til setunnar boðiö. „Hægfari" snerist upp í and- stæðu við nafnið og aðeins fimmtán mínútum síðar vorum við komin nið- ur. Enskum samferðamanni varð að orði aö þetta væri í fimmta skipti, sem hann kæmi til íslands, en þetta væri langbesta ferðin sem hann hefði farið í og ætla ég ekkert að rengja hann. Eitt er víst - ég ætla aftur. Fyrstu sólargeislarnir um miðja nótt voru engu likir. Hundalíf er betra líf Samkvæmt þvi sem sálfræðingur nokkur segir væru mennirnir betur komnir ef þeir tækju hunda sér til fyrirmyndar. Hver segir að hundar lifi einhveiju hundalífi? Eftir því sem bandarískur sálfræðingur segir ættu menn að taka sér hunda til fyrirmyndar og fara að hegða sér eins og þeir því. þannig muni menn komast hjá streitu. Sálfræðingur þessi segir að hundar geti kennt okkur hvernig losna skuli við hugsanir og aðstæður sem valda okkur streitu. Um leið og við losnum við þær munum við geta notið sömu hamingju og sömu róar og hundar njóta. Hér koma svo nokkrir punktar sem hafa ber í huga: 1. Vertu tryggur. Trygglyndi styrkir vináttu og sambönd. 2. Hvilstu þegar þú ert þreyttur. Hundar hlaupa um og hamast þangað til þeir verða lúnir. Þá leggjast þeir niöur og hvíla sig. Þetta er vegna þess að hundar ganga ekki fram af sér og það ætt- ir þú ekki að gera heldur. Þegar þér finnst að þú þurfir á hléi að halda skaltu taka þér það. Þú end- urnýjar orkuna og kemur meiru í verk. 3. Vertu innan um annað fólk. Hund- ar eru félagsverur og það eru mennirnir líka. Það er mjög mikil- vægt að blanda geði við annað fólk ef maður vill viðhalda heilbrigðu viðhorfi. Við höfum þá líka ein- hvern til að deila með gleði og sorg og það léttir á spennu. 4. Taktu tíma fyrir sjálfan þig. Hund- ar leita stundum einveru til að endumýja orkuna, en þeir leita jafnan aftur félagsskapar. Við get- um líka grætt á því að vera ein, slaka á og losna við álag dagsins. 5. Gráttu. Hundar væla þegar þeim líður ekki vel en því miður hefur mörgu fólki verið kennt að gráta ekki. Grátur er náttúruleg leið til að losna við sársauka. 6. Vertu ekki langrækinn. Þegar hundum er refsað, jafnvel þótt þeir hafi ekki átt það skilið, þá koma þeir aftur til húsbænda sinna um leið og fer að róast. Með því aö læra að láta ekki móðganir og aðr- ar neikvæðar árásir hafa áhrif á okkur getum við komið í veg fyrir að reiði og óánægja vaxi í huga okkar. Og þá er bara að hafa auga með hundunum til að læra að losna við streitu og spennu sem hijáir svo marga í nútímaþjóðfélögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.