Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 1988. SAMVINNUTRYGGINGAR GT KEFLAVÍK Erum flutt að Hafnargötu 59 (Flughótel). Nýtt símanúmer tekið í notkun frá og með 11. júlí 1988, 92-14677. Samvinnutryggingar GT REYKJMJÍKURBORG StödcVl Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Starfsmaður óskast á dagdeild aldraðra í 62% starf. Vinnutími: mánudaga-fimmtudaga kl. 9.00-13.00 og föstudaga kl. 8.00-16.00. Upplýsingar veitir for- stöðumaður í síma 685377. FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN í REYKJAVÍK auglýsir starf safnaðarprests laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. september næstkomandi. Upplýsingar um starfið gefur formaður safnaðarstjórnar, Þorsteinn Eggertsson, í síma 84011. Skriflegar umsóknir óskast sendar í pósthólf 1671, 121 Reykjavík. Safnaðarstjórnin. BYLTING í MEÐFERÐ GLERS! CLEAR SHIELD er byltingarkennt efni sem notað er á gler, bæði nýtt gler og gamalt, og raunar má nota það á alla hluti sem hafa glerjað yfirborð (s.s. flísar. vaska o.fl.). NÝTT GLER er mjög mikilvægt að verja í nýbygg- ingum því vatn, sem rennur úr nýrri steypu, getur valdið miklum skaða. Enn verri eru þær skemmdir sem málning', múrþlettir og lím valda eða rispurnar sem koma í glerið þegar reynt er að skafa þennan óþverra af. Nú er stefnt að því að setja CLEAR SHIELD-vörn á gler strax í verksmiðj'u því með þessu nýja efni má nú minnka glerskemmdir um meira en helming. GAMALT GLER mun einnig njóta góðs af CLEAR SHIELD því tæknilega er hægt að hreinsa og verja allt gler sem ekki er beinlínis skemmt. Eftir hreinsun á gömlu gleri er það varið með CLEAR SHIELD og ásýnd þess verður sem nýtt gler og hreinsun þess verður mun auðveldari, auk þess sem glerið helst mun lengur hreint. Ástæðan fyrir þessum.frábæru eiginleik- um CLEAR SHIELD er sú að efnið er vatnsfælið og hrindir því frá sér alls kyns óhreinindum. AF ÞESSUM ÁSTÆÐUM og mörgum fleiri aug- lýsum við CLEAR SHIELD sem efni sem breytir venjulegu gleri í viðhaldslítið gler. CLEAR SHIELD ÍSPAN á nýtt gler er unnið af okkur. OLSAL HREINT % 12244 Fréttir Akureyri: A von a að einka- leyfi Flugleiða veiði afnumið - segir Gísli Bragi Hjartarson Gylfi Kristjánasan, DV, Akureyii „Ég reikna fastlega með þvl að þessi tillaga verði samþykkt í bæjar- stjóm,“ segir Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Ak- ureyri, en fyrir bæjarstjóm liggur nú tillaga hans um að einkaleyfi Flugleiða á leiðinni Reykjavík-Akur- eyri verði afnumið. Tillagan var lögð fram til kynning- ar á síðasta fundi bæjarstjórnar, en kemur til afgreiðslu nk. þriðjudag. í tillögunni er farið fram á það við samgönguráðherra að einkaleyfi Flugleiða á flugleiðinni veröi sagt upp. „Þessi tillaga tengist ekki beint þeirri óánægju sem er með þjónustu Flugleiða. Það má segja að það sem ráði mestu um að ég flyt þessa tillögu tengist atvinnumálunum og hag bæj- arins. Flugleiðir skilja nær ekkert eftir hér í bænum, en á Akureyri er flugfélag sem gæti tekið að sér hluta afþessum rekstri. Ef FlugfélagNorð- urlands kæmist inn á þessa flugleið gæfi það möguleika á stækkun fé- lagsins Sem um leið væri hagur bæj- arfélagsins,“ sagði Gísli Bragi. Verðum að kaupa nýjar vélar „Við höfum alla möguleika á að fara inn á þessa flugleið með reisn, og mér finnst þetta spennandi, ég neita því ekki,“ sagði Sigurður Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri Flugfé- lags Norðurlands, er DV ræddi við hann. „Það sem skiptir þó öllu máli er hvernig að þessu yrði staöið, og hve mikill sætafjöldi kæmi í okkar hlut. Þær vélar sem við höfum yfir að ráöa í dag henta ekki vel á þessari flugleið og við yrðum að kaupa tvær nýjar vélar. Önnur yrði þá alfarið á þess- ari flugleið en hin kæmi þar inn þeg- ar á þyrfti að halda en væri jafnframt í öðrum verkefnum." Sigurður sagði að um gæti verið að ræða vélar sem tækju frá 19 far- þegum og upp í 40-50 farþega, en það stórar vélar geta lent á fjölmörgum af þeim stöðum sem Flugfélag Norð- urlands flýgur nú þegar til, s.s. ísafirði, Egilsstööum, Raufarhöfn og Þórshöfn. Umræðan nú setur Flugleiðir í vanda „Ég hef ekki séð þessa tillögu og á því skiljanlega erfitt með að tjá mig um hana,“ sagði Einar Sigurðsson, fréttafulltrúi Flugleiða, er DV ræddi við hann. „Þessi umræða kemur upp í tengsl- um við deilur Flugleiða við flugmenn og þær tafir sem hafa orðið á fluginu af þeim sökum að uridanfórnu. Ef við lítum beint á Akureyrarflug Flugleiða þá hefur orðið um 30% aukning á því á síðustu fjórum árum og félagið flýgur um 2000 ferðir til Akureyrar á ári. Það hefur mikið verið gert til að bæta þjónustuna á annan hátt og'við höldum nú áætlun mun betur en áður var, eða um 85%-90%. Og ef Utið er á fargjöldin innanlands þá eru þau mjög svipuð eða lægri en gerist í innanlandsflugi í nágrannalöndum okkar. Ef einhverjar breytingar verða gerðar á leyfum til fnnanlandsflugs, þá er mjög mikilvægt að þær verði gerðar að vandlega yfirveguðu máli, því það er að mörgu aö hyggja. Menn verða m.a. að líta til þess að Flugleið- ir hafa þeim skyldum að gegna aö halda uppi samgöngum um allt land og sinna þeirri þjónustu með stórum og góðum vélum. Menn innan fyrirtækisins gera sér það ljóst að flugleyfin verða endur- skoðuð reglulega, næst eftir eitt og hálft ár. Það er hins vegar ljóst að þessi umræða núna setur Flugleiðir í nokkurn vanda, því félagiö stendur frammi fyrir því að taka ákvörðun um endurnýjun flugvélakosts í inn- anlandsfluginu á næstunni, og senni- lega verður það gert í vetur,“ sagði Einar. Leiðangursstjórl rannsóknarskipsins Akhilles: Sjávariiítahækkun um hálfa gráðu hefúr mikil áhrif á Irfkeðjuna islendlngana hefur verið góð Samvinna Sovétmanna og íslend- inga við rannsóknir á Atlantshafinu hefur farið ört vaxandi. íslendingar áttu árlegan fund með Sovétmönnum í fyrradag og um enn frekari sam- vinnu þeirra verður að ræða. En rannsóknarmennimir um borð í Akhillesi eru sex. Sovétmenn munu koma á næsta ári á nýjum og full- komnari Akhillesi sem gerir þeim kleift aö stunda enn ítarlegri rann- sóknir. Rannsóknarskipið Akhilles er gert út frá Poljami-vísindastofnunirini í Múrmansk ásamt tveimur til þremur öðrum rannsóknarskipum. Megin- rannsóknir þeirra beinast einmitt að hitastigi sjávarins og er þetta hluti af stærri rannsóknum í samvinnu við öll Norðurlöndin. - samvhman vlfl „Við urðum varir við að hækkún sjávarhitans varð um '/% gráðu á síð- asta ári. Það hefur geysimikil áhrif á vistkerfi sjávarins. Mikilvægast er að rannska höfm betur. Án rann- sókna verða auölindir hafsins fljótt uppumar," sagði Krajev, leiðangurs- stjóri sovéska rannsóknarskipsins Akhilles, sem hefur rannsakáð Norð- ur-Atlantshafið undanfarin ár. Rumantsev, skipstjóri sovéska skipsins Akhillesar, og leiðangursstjórinn Krajev fóru mörgum fögrum orðum um samvinnuna við íslendinga og sögðu hana fara ört vaxandi. DV-mynd GVA Skipsljórinn á rannsóknarskipinu, sem rannsakað hefur Noröur-Atl- antshafið í mörg ár, fór fógrum orð- um um samvinnuna viö Islendinga en sagði aö íslendingarnir yrðu eins og aörar þjóðir að beina augum sín- um meira að rannsóknum. Það skipti orðið meira máli en efnahagsmálin. „Það segi ég af reynslu," sagði Rum- antsev, skipstjóri Akhillesar. -GKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.