Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 11. JÚLl 1988.
Frjálst.óháð dagblaft
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Ágengni Stóra bróður
Tekjuskatturinn fer 20 prósent fram úr fjárlögum.
Slík tala undrar skattgreiðendur kannski ekki. Menn
eru ýmsu vanir í skattgræðgi núverandi ríkisstjórnar.
En þetta er miklu meira mál, ef betur er á litið.
Hverju höfðu stjórnarflokkarnir lofað? Eða fmnst
kjósendum það ekki skipta máli? Lítum á framvinduna.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði gert að aðalmáli að af-
nema tekjuskattinn. Þetta gerðist í kosningunum 1983.
Að undirlagi Gunnars G. Schram var ákveðið, að Sjálf-
stæðisflokkurinn skyldi berjast fyrir afnámi tekjuskatts
á almennar launnatekjur. Byijað var á þessu en síðan
hætt. Núverandi stjórn sýnir með verkum sínum, að
þetta er ekki á döfmni.
Ríkissjóður innheimtir í ár 4,2 milljörðuum meira í
skatta en ráðgert var samkvæmt fjárlögum. Þetta jafn-
gildir 7,1 prósenti í aukinni skattheimtu. Mest munar
um fimmtugs hærri innheimtu á beinum sköttum.
Óbeinir skattar verða 2,5 milljörðum hærri en ráðgert
var. Það jáfngildir 5 prósent aukningu. Skattheimta rík-
issjóðs verður í ár 25,5 prósent af landsframleiðslunni
eins og hún er áætluð. Heildartekjur ríkissjóðs verða
27 prósent af framleiðslu í landinu. Það er mun hærra
hlutfall en undanfarin ár. Fjármálaráðuneytið segir, að
skattbyrði einstakhnga af tekjuskatti verði 3,3 prósent
af heildartekjum. Þetta hlutfall var í fyrra 2,7 prósent.
Árið 1986 var hlutfallið 3,9 prósent, 1985 3 prósent og 4
prósent 1984. Við getum horft á þessar tölur. En þær
eru grátlegar, þegar fyrirheit stjórnarhða eru höfð i
huga.
Enn skal ítrekað, að margir kjósa kannski að gleyma
þessum fyrirheitum. Menn segja sem svo, að þetta sé
bara þáttur í skattgræðgi ríkisins. Stóri bróðir fari það,
sem hann komist. En eigum við ekki að gera meiri kröf-
ur en svo? Eigum við mótmælalaust að horfa á flokka
svíkja svo hrottalega sín gefnu loforð?
Lengi má deila um, hvað séu almennar launatekjur.
Sem betur fer hafa flestir launþegar meira en 40 þúsund
á mánuði, að minnsta kosti fjölskyldur. Því leggst stað-
greiðslan af fullum þunga á það, sem umfram er, eins
og við öll þekkjum. Það þýðir auðvitað, að Sjálfstæðis-
ílokkurinn hefur svikið loforð sitt. Orð Gunnars G.
Schram, Guðmundar H. Garðarssonar og annarra for-
vígismanna Sjálfstæðisflokksins um afnám tekjuskatts
eru að engu höfð og markleysa ein. Það sést á því, að
tekjuskatturinn fer 20 prósent fram úr fjárlögum. Þetta
gildir einnig um Alþýðuflokkinn, flokk sjálfs Qármála-
ráðherrans. Alþýðuflokkurinn stóð áður fyrr með Sjálf-
stæðisflokknum í tillögum og samþykktum um afnám
tekjuskatts af almennum launatekjum. Á sama hátt
stendur Alþýðuflokkurinn nú, með Sjálfstæðisflokknum
og Framsóknarflokknum að hækkun tekjuskattsins.
Ungir sjálfstæðismenn hrópuðu lengi, að báknið
skyldi burt. Þær raddir hafa þagnað. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur jú stjórnarforystu. En við verðum að vekja
athygh á þessum brigðum, þegar skattheimta eykst.
Stærsti flokkur þjóðarinnar á ekki að komast upp með
shk svik. Allir vita, að jafnvel láglaunaðir launþegar
borga mikinn tekjuskatt. Hvað um fijálshyggjuna, sem
sumir sjálfstæðismenn hafa játazt? Þar hefur öhu verið
fleygt fyrir borð. Sjálfstæðisflokkurinn, með Alþýðu-
flokkinn með sér, fylgir stefnu hins stóra bákns, græðgi
Stóra bróður. Vitum við það ekki? Dæmin tala.
Haukur Helgason
Ríkisstjómin
er feig - Hvað
tekur víð?
„Þaö var ríkisstjórn undir forsæti Steingríms Hermannssonar sem hleypti
vöxtunum lausum sumarið 1985,“ segir greinarhöfundur.
Líkur á að ríkisstjórnin liíi af
þetta árið fara hraöminnkandi. Því
valda afleiðingamar af verkum
stjómarinnar og aðgerðaleysi.
Stjórnin er ekki aðeins á fallanda
fæti í almenningsálitinu heldur
enn frekar vegna innbyrðis sund-
urþykkju. Það er kominn fúi í rót-
ina. Nú er aðeins tímaspursmál
hvenær limamar visna og stofninn
fellur.
Þótt stjórnin haíi aðeins ár að
baki, er hún þegar orðin fræg að
endemum og hefur slegið ýmis ís-
landsmet á stuttum ferh.
Verðbólgumet
Stjómin sem ætlaði að kveða nið-
ur verðbólguna og koma henni í
eins stafs tölu situr nú uppi með
verðbólgu sem mæhst í þremur
stöfum. Reiknifróðir segja að á
gamlan mælikvarða stefni verð-
bólguhraðinn tímabundið í 160%.
Það er meira en reynt var að kenna
ríkisstjóm Gunnars Thoroddsen
vorið 1983. Sú stjórn sat í 9 mánuði
eftir að hún missti þingmeirihluta
og fékk á sig mikil efnahagsleg
áfoh. Núverandi ríkisstjórn tók við
í góðæri og hefur traustan meiri-
hluta á þingi. Enginn kosninga-
skjálfti hefur truflað gerðir hennar
fram undir þetta. Samt ætlar hún
að reynast aumasta stjórn sem hér
hefur setið lengi.
Skattamet
Stjómin hefur sett met í álögum
á almenning, alveg sérstaklega lág-
launafólk. Þar stendur matarskatt-
urinn upp úr. Þann óréttláta skatt
á nú að festa í sessi sem hluta af
virðisaukaskattkerfi og sterkar hk-
ur em á að hann þyngist til muna.
En það em ekki bara óbeinu skatt-
amir sem segja meira th sín. Tekju-
skattsbyrði margra hópa hefur
þyngst til muna í staögreiðslukerf-
inu, og fjármálaráðherrann getur
státaö af meiri innheimtu í kassann
sem nemur um 5 mihjörðum króna!
Reynt er að þakka þetta betri skatt-
skhum, en margir, þar á meðal sjó-
menn og fiskvinnslufólk, vita um
nærtækari skýringar.
Skuldamet
Ríkisstjórnin sem æhaði að
stöðva erlenda skuldasöfnun hefur
nú áunnið sér vafasaman sess á
heimsmælikvarða: Erlendar skuld-
ir þjóðarbúsins em komnar í 100
mhljarða króna og á hverri fjöl-
skyldu hérlendis hvíhr hærri upp-
hæð erlendra skulda en í öðru vest-
rænu ríki.
Skuldirnar hafa vafið utan á sig
eftir lögmáh snjóboltans. Þessu
valda fijálshyggjukreddur ráð-
herranna, sem innleiddu hömlu-
laus fjármögnunarfyrirtæki og fá
nú við ekkert ráðið.
í krafti þessara náðargjafa hefur
viðskiptaheimur höfuðborgarinn-
ar blómstrað að því marki, aö hann
sendur nú á bhstri og ekki tahnn
þola meira í bráð. Þannig er upp-
lýst að umframframboð á verslun-
ar- og skrifstofuhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu nemi a.m.k. 11
hektörum að mati atvinnumála-
nefndar Reykjavíkur.
Vaxtamet
í langri metaskrá ríkisstjórnar-
innar stendur þó vaxtametið upp
úr. Ömggt má telja aö viðskipta-
ráðherrann komist út á það í
heimsmetabók Guinness. Um vext-
ina hefur farið eins og með tréð í
hallargarðinum í sögunni um
Tuma þumal: Þegar höggva átti af
því eina grein uxu tvær í staðinn
uns hmar þess lokuðu fyrir aha
dagsbirtu í hölhnni.
Það er ekki aðeins að fleiri þorska
þurfi nú th að greiða fjármagns-
kostnað en laun í fiskvinnslunni
og gamli misgengishópurinn sé
búinn að fá samfylgd þeirra fáu,
sem fengið hafa húsnæðislán.
Meira að segja glæstar þjónustu-
halhr höfuðborgarinnar eru að
komast í þrot og sjá eigendur þeirra
vart th sólar fyrir vaxtamyrkviðn-
um. En ríkisstjómin vih ekki gefa
upp á bátinn að markaðslögmáhn
bíti að lokum á íslendinga og þjóðin
hætti að taka lán hvað sem þau
kosta.
Það var ríkisstjóm undir forsæti
Kjállariim
Hjörleifur
Guttormsson
alþingismaður fyrir
Alþýðubandalagið
Steingríms Hermannssonar sem
hleypti vöxtunum lausum sumarið
1985. Framsóknarflokkurinn vill
nú sem minnst vita af þessu af-
kvæmi, sem forysta hans ber síst
minni ábyrgð á en aðrir í ríkis-
stjóminni.
Stjórnarslitakapphlaup
Atburðarásin hefur veriö ótrú-
lega hröð frá þinglokum 11. maí sl.
Stjórnarhðar lögðu allt kapp á að
losna við þingið og stjómarand-
stöðuna. Bráðabirgðalög voru sett
og efnahagsráðstafanir gerðar með
gengisfelhngu. Framsóknarmenn
klöppuðu og aflýstu miöstjórnar-
fundi. Aht átti aö blessast fram yfir
sumarleyfi: Forsætisráöherrann
að komast th Ameríku og utanrík-
isráöherrann tvisvar í kringum
hnöttinn. En þá tók verðbólgan á
rás með þeim ógnarhraða sem eng-
inn hafði séð fyrir.
Eins og venjulega þegar í óefni
er komið var nýbökuðum heiðurs-
doktor og Landsvirkjun kennt um,
auðvitað að ósekju, bara af því ráð-
herramir skhja ekki almættið og
halda að þeir eigi að ráða. Saklaus
8% hækkun hjá Landsvirkjun varð
það startskot, sem heypti af stað
stjómarslitakapphlaupinu mikla,
sem landinn getur fylgst með
næstu vikurnar, þeir sem ekki em
að leita að sóhnni erlendis.
Hvor verður á undan?
Spumingin stendur nú um það
eitt, hvor formannanna Þorsteinn
eða Steingrímur verði á undan að
finna sannfærandi thefni til stjórn-
arslita. Mestar líkur eru á að það
verði Þorsteinn sem taki frum-
kvæðið strax í ágústmánuði og setji
Steingrími stólinn fyrir dyrnar:
Annað hvort hætti hann þessum
Framsóknaræfingum og hafi sig
hægan, eða þing verði kvatt saman
og rofið og boöpð th kosninga. Þor-
steinn veit betur en flestir aðrir að
hvorki Steingrímur né Hahdór Ás-
grímsson vhja í reynd víkja úr
stjórninni og fimleikar þeirra hafa
frá byijun þjónað því markmiði að
róa stuðningsmannahópinn og
halda kjörfylgi.
Nú er forsætisráðherrann hins
vegar kominn á þá skoðun, að
stjómin ráði ekki við verkefni sín.
Annað hvort verði hann að sýna
röggsemi á lokasprettinum eða
vikja úr formannssæti við lítinn
orðstír. Þess vegna em dagvaxandi
hkur á haustkosningum, hvað sem
Jóni Baldvin og krötunum líður,
en hehsu þeirra hrakar með degi
hverjum.
Hvaðtekur við?
Það eina sem virðist gefið í fram-
haldi af kosningum, er að Kvenna-
hstinn lendi í ríkisstjóm. Margt
hefur vísað á tveggja flokka sam-
stjóm „hinna stóm“ úr skoðana-
könnunum, Sjálfstæðisflokks og
Kvennahsta. Að vísu er Mesapót-
amía á mhli, en hún er mjó og yfir-
stíganleg ef ekki kæmi fleira th.
Ný og alvarleg hindrun hefur bæst
við á þessum sumardögum: Áform-
in um nýtt risaálver í Straumsvík
sem falla illa að atvinnupólitík
Kvennahstans.
Niðurstaðan getur því allt eins
orðið sú, að Steingrímur Her-
mannsson leiði „konurnar“ th sæt-
is í ríkisstjórn, þar sem Kvennalist-
inn skipar í þá ráðherrastóla sem
íhaldiö víkur úr.
Þessi stjóm hinnar hagsýnu hús-
móður sæti aö líkindum fram á
haustdaga 1990 eða í tæp tvö ár.
Þá væri stund hefndarinnar runn-
in upp: Meyjunum yrði kastað út í
kuldann og riddararnir einir sætu
að völdum.
Hjörleifur Guttormsson
„Niöurstaöan getur því allt eins orðið
sú, að Steingrímur Hermannsson leiði
„konurnar“ til sætis í ríkisstjórn, þar
sem Kvennalistinn skipar í þá ráð-
herrastóla, sem íhaldið víkur úr.“